Morgunblaðið - 09.05.1984, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.05.1984, Qupperneq 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984 10 keppendur valdir á Ól-leika fatlaóra Eins og áður hefur komið fram verða Ólympíuleikar fatlaðra haldnir í USA nú í sumar. Þó hefur sú breyting orðið á að leikarnir fyrir mænuskaöaöa hafa verið fluttir til Stoke Mandeville í Bretlandi. Þar munu þeir fara fram dagana 21. júli til 1. ág- úst. Leikarnir fyrir ampúteraða, CP og blinda munu hins vegar fara fram í New York dagana 16.—29. júní. Ólympíunefnd iþróttasambands fatlaðra hefur nú valið þá keppendur sem keppa munu á Ólympíuleikunum fyrir islands hönd. Þeir eru: Frjálsar íþróttir: Reynir Kristófersson, Baldur Guðnason og Haukur Gunnars- son. Sund: Oddný Óttarsdóttir, Sigrún Pét- ursdóttir, Jónas Óskarsson, Snæbjörn Þórðarson og Ey- steinn Guðmundsson. Borðtennis: Hafdís Ásgeirsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir. Eurocard • desember • Eurocard janúar • Eurocard ■ febrúar Eu UTVEGSBANKINN SPARISIODUR VELSTIORA VÉRZIUNARBPNKINN • Það er engin smákerra sem þeir Niki Lauda og Alain Prost keppa á fyrir McLaren. Alain Prost, sem stendur viö bílinn, sigraði í Imola Grand Prix Formulu 1-kappakstrin- um á Ítalíu um síðustu helgi. Meðalhraði hans í keppninni var 187,254 km á klst. Prost sigraði Frakkinn Alain Prost sem ekur á McLaren-bíl sigraði í Imola Grand Prix-kappaksturskeppn- inni á Ítalíu um síöustu helgi. Rene Arnoux Frakklandi varð annar, Elio De Angelis Ítalíu þriöji og Derek Warwick Bretlandi fjóröi. Sigurtími Prost var 1:36.53,67, og var hann 13 sek. á undan næsta manni i mark. Var þetta annar sigur Prost á keppnistíma- bilinu og hans 11 sigur i 61 keppni sem hann hefur tekiö þátt í. Hann þótti aka sérlega vel á Ítalíu um síöustu helgi og vera líklegur til þess aö hreppa heimsmeistaratitil- inn í kappakstri „Formul 1“ í ár. Prost hefur nú gott forskot á næsta mann í stigakeppninni. Hann hefur hlotiö 24 stig, Derek Warwick hefur hlotiö 13, síöan koma þrír ökumenn jafnir meö 10 stig. Næsta keppni fer fram í Dijon í Frakklandi 20 maí. Grete Waitz tapar fyrir landa sínum NORSKA hlaupadrottningin Grete Waitz tapaöi ööru sinni á einni viku fyrir löndu sinni og upprennandi stórstjörnu I lang- hlaupum, Ingrid Kristiansen, í miklu götuhlaupi í Osló á sunnu- dag. Er þetta ( fyrsta sinn sem Waitz tapar fyrir norskri konu í 14 ár. Kristiansen þykir líklegust til aö velgja Waitz undir uggum í mara- þonhlaupinu á Ólympíuleikunum í sumar, enda náöi hún nýverið fjóröa bezta árangri frá upphafi í þeirri grein, aöeins fimm mánuöum eftir aö hafa fætt son. Kristiansen keppir í Lundúnamaraþoninu um næstu helgi. Kristiansen var þremur sekúnd- um á undan Waitz á sunnudag, hljóp 10 km á 31:25 mínútum, og í þriöja sæti varö nýja hlaupastirniö Zola Budd á 31:42. Finninn Martti Vainio haföi for- ystu í karlaflokki frá upphafi til loka og hljóp á 28:28 minútum, átta sekúndum á undan Bretanum Juli- an Goater og 13 á undan Hollend- ingnum Cor Lambregts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.