Morgunblaðið - 09.05.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1984
79
• Gunnlaugur Jónasson og Jón Ólafur Pétursson á 470-bát sínum. Á honum unnu þeir félagar
siglingamót um síðustu helgi. Þessi mynd er tekin í marsmánuði síðastliðnum en þá voru þeir
félagar við æfingar í kulda og trekki á Skerjafirðinum.
Gunnlaugur og Jón
sigldu vel á Spáni
GUNNLAUGUR Jónasson og Jón
Ólafur Pétursson tóku þátt í
tveim siglingamótum á 470-bát í
apríl. Fyrra mótiö var á Mallorka
og höfnuóu þeir félagarnir í 26.
sæti af 52 keppendum. Var mótið
6 umferöir og höfnuöu þeir í 22.,
24., 22., 25., 26. og 29. sæti í ein-
stökum siglingum. Var fremur
hvasst framan af vikunni en
lægði svo þegar á mótió leiö. Not-
uðu þeir félagar tímann til aö
stilla nýtt mastur sem þeir not-
uðu í keppninni.
Frá Mallorka var haldiö til Hyer-
es í Frakklandi þar sem þeir félag-
ar tóku þátt í Ólympíu-viku. Var
þar keppt í öllum Ólympíuflokkum,
þar af 81 bátur í 470-flokki. Margir
þeirra hafa þegar veriö valdir til aö
keppa á Ólympíuleikum fyrir sína
þjóö. Þeir lentu í 54. sæti saman-
lagt en á ýmsu gekk áöur en yfir
lauk. ( fyrstu keppninni var start
þeirra dæmt ógilt en í hinum lentu
þeir í 52., 27., 47. og 60. sætum.
Bilaði belgsegls upphaliö í tveim
síöustu siglingunum þannig aö þeir
uröu aö sigla ári belgsegls í mest-
allri fjóröu keppninni og allri síö-
ustu. Dró þaö aö sjálfsögöu mjög
úr hraöa þeirra og þeir telja þaö
hafa dregið sig niöur um aö
minnsta kosti 10 sæti í heildarúr-
slitum mótsins. í einni keppni voru
þeir félagar í 30. sæti þegar
keppnisstjóri aflýsti skyndilega án
nokkurrar sýnilegrar ástæöu.
Eru þeir nokkuö ánægöir meö
útkomu þessara móta en telja þó
að örlaganornirnar eigi þeim
nokkra skuld aö gjalda sem þeir
hyggjast taka út í Kiel í Þýskalandi
í júní.
Hanni Wenzel hættir
Þriöjungur allra Liechten-
stein-búa, sem eru alls 26.500
eru útlendingar. Margir þeirra
hafa búiö þar í mörg ár, jafnvel
kynslóðir, en hafa ekki fengiö
ríkisborgararétt. íbúar kantón-
unnar sem fólk vill setjast aö í,
þurfa að greiða atkvæöi um
nýja ríkisborgara, og margir
veigra sér þess vegna við að
sækja um. Enginn vill komast
aö því í atkvæðagreiðslu aó
hann sé óvelkominn.
Fjölskylda Hanni Wenzel,
skíðakonunnar miklu, fékk þó
ríkisborgararétt fyrr en margir
aörir. Hún kom til landsins á 6.
áratugnum, og skíðaunnendur í
Ármann
sigraði
SVEIT Ármanns sigraði í
sveitakeppni í svigi á MUII-
ersmótinu. Tími sveitarinnar
var 257,22 sek. Fimm sveitir
tóku þátt í keppninni. Fram
varö í ööru sæti og Víkingar í
þríðja sæti. Sigursveit Ár-
manns skipuöu: Einar Úlfsson,
Ríkharður Sigurösson, Árni
Þór Árnason og Tryggvi Þor-
steinsson.
kantónunni, þar sem fjölskyldan
býr, hjálpuðu henni aö fá ríkis-
borgararétt eftir aö krökkunum,
Hanni og Andreas Wenzel, fór
að ganga vel á skíðum. Þau eru
nú meðal örfárra heimsfrægra
Liechtenstein-búa og hafa verið
góð landkynning fyrir smáþjóð-
ina.
Hanni Wenzel er 27 ára og
aetlar ekki að keppa framar á
skíöum. Hún hefur unniö flestar
keppnir sem eru þess virði aö
vinna. Hún vann gullverðlaunm í
svigi og stórsvigi á Ólympíuleik-
unum í Lake Placid 1980 og
hlaut silfurverðlaunin í bruni
sama ár. Hún fékk ekki að taka
þátt í vetrarólympíuleikunum í ár
af sömu ástæðum og Svíinn
Ingemar Stenmark og var afar
vonsvikin. Minnstu munaði að
hún ynni heimsbikarinn á skíð-
um í þriöja sinn í ár, en svo fór
þó ekki.
Dagblöðin tvö í Liechtenstein
gerðu mikið úr því að hún er að
hætta þegar skíðakeppnunum
lauk í lok mars. Þar kom í Ijós að
öfund í litlu landi er mikil, en
henni var þökkuð góð landkynn-
ing. Margir hefðu þó kosið aö
hún væri „sannur“ Liechten-
stein-búi en ekki aöfluttur út-
lendingur frá Þýskalandi.
ab.
Knattspyrnuvöllur
ÍR-inga vígður
Knattspyrnudeild ÍR hefur tekió í notkun nýjan malarvöll sinn
sem staösettur er í mjóddinni í Breiðholti. Fyrsti leikurinn á vellin-
um var ó milli ÍR og Vals í 1. flokki karla. Og þrátt fyrir að Valsmenn
væru meö marga þekkta knattspyrnumenn í sínum rööum þá biöu
þeir lægri hlut, töpuöu leiknum fyrir ÍR 2—5. Sem sagt, góð byrjun
hjá ÍR-ingum í fyrsta leik sínum á nýja vellinum.
Æfingar og kappleikir eru nú svo til daglega á vellinum sem er
staðsettur á framtíöarsvæði ÍR-inga. Meöfylgjandí myndír voru
teknar á vígsluleiknum.
Morgunblaöiö/KÖE
• Það er mikill fengur fyrir ÍR að knattspyrnuvöllur þeirra skuli vera
kominn í notkun. Æft og keppt er á honum daglega.
Liverpool
til ísrael
Ákveóiö hefur verið aö lið
Liverpool haldi til ísrael
þann 18. maí og leika þar
gegn landsliði ísrael. Síöan
mun Liverpool dvelja í ísrael
fram aö úrslitaleiknum í Evr-
ópukeppni meistaralióa
þann 30. maí. Þetta er gert í
þeim tilgangi aö leikmenn
venjist hitanum sem verður í
Róm.
líprðnirl
m
• Frá fyrsta knattspyrnuleiknum sem fram fór á nýjum velli ÍR-inga í Seljahverfinu í Breiöholti. Þá sigruðu ÍR-ingar Valsmenn, 5—2, í 1. flokki
karla.