Morgunblaðið - 23.05.1984, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.1984, Page 2
» jni T * t njrv * rrrfrt í r. 50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Reykvíkingar búa í stærra húsnæði Skipulag nýja miðbæjarins í SKIPULAGI nýs miðbæjar er gert ráð fyrir blandaðri byggð, þ.e. íbúðum, verslunum, hóteli og leikhúsi, ásamt ýmissi opinberri þjónustu. í nýjum miðbæ verða íbúðir í fjölbýlishúsum, raðhúsum og parhúsum. Söluíbúðir fyrir aldraða á veg- um VR. Þarna mun nýr Verslun- arskóli rísa, einnig prentsmiðjan Árvakur. Stærsta byggingarfram- kvæmdin verður á vegum Hag- kaupa, en á þeirra vegum mun rísa mikil verslunarmiðstöð. Verið er að reisa borgarleik- hús og áformað að byggja borg- arbókasafn á næstu árum. Á torgmyndun við bogarleik- hús er gert ráð fyrir hóteli og einnig hefur Bandaríska sendi- ráðið fengið lóð í nýjum miðbæ. Heimild: Bæklingur gefinn út i tilefni af sögu og skipulags- sýningu Reykjavíkur aö Kjar- valsstöðum. REYKVÍKINGAR búa almennt í stærri íbúðum en nágrannar þeirra í höfuðborgunum á hinum Norður- löndunum samanber meðfylgjandi mynd sem tekin er úr bæklingi sem gefinn var út í tengslum við sögu- og skipulagssýningu Reykja- víkur sem nú er nýlokið. Þar kem- ur fram að um fjórðungur Reyk- víkinga býr í hverri fyrir sig 2ja. 3ja„ 4ra og 5 herbergja íbúðum. I Kaupmannahöfn búa 13,9% í 4ra herbergja íbúðum og 7,4% í 5, en í Stokkhólmi 9,3% í 4ra og 7,7% í 5 herbergja íbúðum. Aðeins 2,3% búa í eins herbergis íbúðum í Reykjavík. Árið 1928 voru 5.228 íbúðir í Reykjavík og 4,8 íbúar á hverja íbúð að meðaltali. í árslok 1982 voru taldar 32.523 íbúðir í Reykjavík og rúmlega 2,6 íbúar á íbúð. Á áratugnum 1930 til 1939 voru byggð 1.002 íbúðarhús í Reykjavík eða um 100 hús á ári. Milli 1960 og 1982 voru byggðar um 16.000 íbúðir í borginni eða um 727 íbúðir á ári að meðaltali. Á þessu tímabili voru byggðar 4.000 fleiri íbúðir en nam íbúa- fjölgun í borginni á sama tíma. Um helmingur íbúða í Reykja- vík í dag voru byggðar fyrir 1960, en aðeins tæp 5% fyrir 1920. Árið 1981 voru 17% fbúða í Reykjavík í sérbýlishúsum, 40% íbúða í minni sambýlishúsum (2—5 íbúðir í húsi) og 43% í fjöl- býlishúsum. Hjónum fækkað um tæp 25 % í Reykjavík á 18 árum MIKLAR breytingar hafa orðið a aldurssamsetningu, búsetu og sam- setningu heimila í Reykjavík á und- anfórnum árum og áratugum að því er fram kom á sögu- og skipulagssýn- ingu Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum sem lauk um helgina. Hlutfall giftra sem halda heimili í Reykjavík hefur þannig fallið frá 1964 úr 72,6% í 49,9% árið 1982, en hlutfall ein- hleypra, fráskildra, ekkna og ekkla aukist úr 14,9 % í 37,4% á sama tíma- bili, samanber meðfylgjandi mynd. Árið 1930 voru 38% íbúa Reykja- víkur 19 ára og yngri og 7% 65 ára og eldri, en samsvarandi tölur 1982 eru 31% og 13% og hafa hlutfalls- lega aldrei verið fleiri miðaldra og eldri í borginni. Búseta hefur einnig mikið breytst í borginni sem marka má af að 14.300 fleiri íbúar bjuggu vestan Elliðaáa 1962 en 1982. Fyrstu þrjá áratugi aldarinnar fjölgaði íbúum borgarinnar að meðaltali um rúm 5% árlega á meðan íbúum landsins fjölgaði að- eins um 1,2% hvert ár. Þessar hlutfallstölur eru vísbending um hinn mikla fjölda fólks sem fluttist búferlum til borgarinnar á þessum tíma. Á kreppuárunum dró heldur úr fjölgun í borginni, en frá 1940 til 1965 kom aftur mikill vaxtar- kippur, sem sjá má af því að íbúum borgarinnar fjölgaði um 1.500 manns árlega það tímabil. Eftir 1%5 dró úr íbúavexti ár frá ári og á árunum 1976 til 1980 fækkaði íbúum Reykjavíkur um 1.500 manns, aðallega vegna flutninga fólks til annarra byggðarlaga og til útlanda. Síðustu þrjú ár, 1981 til 1983, hefur aftur komið vaxtar- kippur í ibúafjölgun í borginni. Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur: Um 100 skip af 700 með fullnægjandi stöðugleika — samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum „Af um 700 skipum í fiskiskipaflota okkar, 10 lestir eða stærri, áætla eg að við höfum réttar upplýsingar um fullnægjandi stöðugleika samkvæmt núgildandi reglum um nýsmíðar fyrir um 100 skip. Þegar ég nú segi, að mörg af þeim stöðugleikagögnum, sem fyrirliggjandi eru, gefi rangar upplýsingar, á ég ekki einungs við þau tilvik, þar sem stórbreytingar á skipum hafa farið fram,“ sagði Agnar Erlingsson, skipaverkfræðingur, meðal annars í erindi, sem hann hélt á nýafstöðnu ársþingi SVFÍ. Morgunblaðið ræddi við Agnar vegna þessa og spurði hvernig stæði á því að ekki væru fyrirliggjandi réttar upplýsingar um fleiri skip. „Svarið er margþætt. MeðalaJdur ís- lenzkra fiskiskipa er nú 18 til 19 ár og reglur um stöðugleika tóku ekki gildi fyrr en árið 1975 eða fyrir 10 árum síðan. Fyrir eldri skip er svo- lítið mismunandi hve góðar upplýs- ingar liggja fyrir. Þótt upplýsingar liggi fyrir var stöðguleiki í mörgun tilfellum ekki fullnægjandi, þar sem ekki voru ákveðnar reglur að fara eftir. Svo er algengt að fiskiskipum sé breytt og það verður að segjast eins og er að það er víða pottur brot- inn í því hve strangt er fylgzt með þvi að fá inn nýja útreikninga til yfirferðar og samþykktar. Það hefur reynzt efitt að fá lítil fiskiskip, 25 metra á lengd eða minni, til að full- nægja gildandi reglum og hafa menn þá leiðst til þess að veita undanþág- ur í nokkrum mæli. Það má ætla, að staðan sé í grófum dráttum þannig, að skip stærri en u.þ.b. 150 brúttó- lestir eða tæplega helmingur flotans, séu með fullnægjandi stöðugleika eða að minnsta kosti hættulítil í þessu tilliti meðan mörg hinna minni skipa séu með alls ófullnægj- andi stöðugleika í einhverjum hleðslutilvikum og sum líklega bein- línis hættuleg." — Hvern er við að sakast vegna þessa ástands og hvernig má bæta úr því? „Ég tel ekki að við einn ákveðinn aðila sé að sakast. Hins vegar fer ekki hjá því, að mér finnst nð Sigl- ingamálastofnun ríkisins hefði fyrir allnokkru síðan átt að hafa frum- kvæðið að úttekt á þessum málum, ítarlegar en að verki hefur verið staðið til þessa. Það fyrsta, sem þarf að gera er að athuga stöðu málanna, ráðast á upplýsingabanka okkar um stöðugleika minni skipanna strax og láta framkvæma stöðugleikaútreikn- inga og hallaprófanir fyrir þau skip, sem lýsingar eru ekki fyrir hendi á og eða ætla megi frá fyrirliggjandi upplýsingum, að séu að einhverju leyti með ófullnægjandi stöðugleika. Hver frumkvæði á að hafa í þessu máli er opin spurning. Þar sem Sigl- ingamálastofnun hefur ekki haft nægilega ákveðiö frumkvæði til þessa, koma ýmsir aðrir vjilkostir til greina, svo sem FFSl, LÍU og trygg- ingafélögin. Þessi samtök og eða stjórnvöM gætu skipað fram- kvæmdanefnd, sem sæi um að þessi atriði ýrðu framkvæmd af óháðum aðilum, sem að athugun lokinni skil- uðu áliti á því hvernig bæta ætti stoðugleika þeirra báta, sem augljós- lega er þörf á. Þegar útreikningar og tillögur um úrbætur liggja fyrir tel ég að eðlis síns vegna eigi Sigling- amálastofnun að sjá um að nauð- synlegar lagfæringar farf fram og haffærnisskfrteini verði ekki gefin út fyrir viðkomandi* skip .að öðrum kostj. Það segir sig sjálft áð hér.er öryggi og líf raanna í húfi og margt hefur verið rætt og ritað um hin svokölluðu gálgamál, en það rtrá öll- um vera Ijost, að besta björgu'nar-s tækið er skipið sjálft'og yiðeigum a6 byrja á því að gera það eins öruggt og eðlilegt má teljast svo sjaldnar þurfi að koma til notkunar björgun- artækja," sagði Agnar Erlingsson. Eigendur verslunarinnar Pilot í Hafnarstræti, talin frá vinstri: Steinunn Steinarsdóttir, Guðmundur Böðvarsson og Hrefna Steinarsdóttir. Morgunblaðið/Friðþjófur. Pilot, ný sérverslun með leðurfatnaö NÝ SÉRVERSLUN með leðurfatnað hefur verið opnuð i Reykjavík. Hún er staðsett f miðbænum í Hafnarstræti 16 og verslar með leðurfatnað frá Toff-fyrirtækinu i Englandi, en fatnaðurinn er saumaður í Suður- Ameríku, í Uruguay og Brasilíu. Fatnaðurinn samanstendur af jökkum, fóðruðum og ófóðruðum, og buxum og pilsum úr leðri. Að sögn Guðmunds Böðvarssonar eins eig- enda verslunarinnar er á döfinni að versla með ýmislegt annað í fram- tiðinni, en verslunin mun þó leggja áherslu á leðurfatnaðinn. Hann sagði þetta merki framleiða mjög góðar leðurvörur, sem þó væru alls ekki mjög dýrar. Sagði þann að dýrasti jakkinn sem verslunin væri með væri jakki í líkingu víð þá sem flugmenn báru í síðari heimsstyrjöldinni og væri verslunin'skírð eftir honum. Sá jakkí kostar 7.500 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.