Morgunblaðið - 23.05.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984
59
Sjúkranudd
Blaöinu hefur borist eftirfarandi frá
Sjúkranuddarafélagi (slands:
Nýlega hafa birst í dagblöðum
greinar um nudd og sjúkranudd.
Af því tilefni telur Sjúkranudd-
arafélag íslands rétt að láta frá
sér heyra um þessi mál.
Hér á landi er nokkuð stór hóp-
ur fólks, sem hefur vinnu af að
nudda. Flestir í þessum hópi hafa
ekkert skólanám að baki í grein-
inni, þeir læra þetta hjá einhverj-
um, sem hafa verið í þessu lengi og
rekja sín eigin fyrirtæki. Sumir
lesa lítinn bækling um fótasvæða-
nudd, aðrir fara í stutt námskeið í
einu og öðru, sem kennt er við
nudd. Einhverjir fara í nokkurs
konar framhaldsnám og lesa þá
t.d. líffræði í öldungadeild
menntaskóla eða heilsufræði í
kvöldskóla. Og ekki er alveg
óþekkt, að nudd sé tengt ýmsum
fyrirbærum eins og jóga, hug-
leiðslu og guðspeki. Að „náminu"
loknu opna menn svo nuddstofur,
eða nudda bara heima hjá sér við
heldur skondnar aðstæður stund-
um. Þessi þróun hefur orðið nú á
síðustu árum. Jafnframt gýs ann-
að veifið upp margs konar nudd-
tækjatíska: Nuddpúðar, nudd-
pottar, nuddsturtur, nuddbelti,
fótanuddtæki og svo mætti lengi
telja.
Þannig standa málin um þessar
mundir, en hitt er þó verra, að
þessir ófaglærðu nuddarar skuli í
auknum mæli taka að sér
„kennslu“ í nuddi. Hvers konar
„nuddnám" hér á landi er blekking
gagnvart sjúklingum og lærling-
um. Nuddmeðferð er meira en ein-
stök handtök, það er fjarri því
nóg, að kunna fáein „nuddgrip".
Svonefndir lærlingar í nuddi eru
aðeins notaðir sem ódýrt vinnuafl,
því þeir eru á lágu eða engu kaupi
og oft samningslausir. Engu að
síður greiða viðskiptavinirnir fullt
verð fyrir vinnu lærlinganna og
dæmi eru um, að sjúkrasamlög
greiði þessa vinnu að hluta.
Kannski má segja, að hér sé frem-
ur um þjóðfélagslegt vandamál að
ræða, en eitthvað, sem snertir
sjúkranuddara sérstaklega. Þó vill
Sjúkranuddarafélag Islands vara
ungt fólk eindregið við því, að fara
út í nokkuö, sem heitir „nuddnám"
hér á landi. Með því er einungis
verðmætum tíma kastað á glæ.
Þeir, sem hafa lagt sig til náms
í viðurkenndum sjúkranuddskól-
um erlendis eru í miklum minni-
hluta þess hóps, sem hefur nudd
að atvinnu hérlendis. Hinir skóla-
lærðu nuddarar nefndu sig þegar í
upphafi sjúkranuddara, eftir eðli
námsins og því starfi sem þeir
stunda.
Nám í sjúkranuddi tekur tvö og
hálft ár — eitt ár (12 mán.) á
skólabekk og hálft annað í verk-
námi. Sjúkranuddskóli er ekki á
háskólastigi og því þarf ekki stúd-
entspróf til inngöngu. Aftur á
móti þurfa nemendur að vera 18
ára og hafa starfað í minnst þrjá
mánuði á sjúkrastofnun til að
mega hefja sjúkranuddnám.
Kennt er frá morgni til kvölds
a.m.k. fimm daga vikunnar.
Helstu námsgreinar eru þessar:
Undirstöðuatriði í (1) líffærafræði
(anatomy), (2) lífeðlisfræði
(physiology), (3) sjúkdómafræði
(pathalogy), (4) heilsufræði (hygi-
ene), (5) rafmeðferðarfræði (elec-
trotherapie), (6) hreyfingarmeð-
ferð (kinesiology), (7) ljós- og
hitameðferð, (8) vatnsmeðferð
(hydrotherapie), (9) balneo- og
klimatherapie, (10) inhalations-
therapie. Þrjár síðast töldu grein-
arnar fjalla um áhrif loftslags og
vatns með og án kemískra og nátt-
úrulegra efna á líkamann. Fyrstu
fjórar greinarnar eru aðeins bók-
legar. Auk þess eru kennd öll at-
riði í (11) klassísku nuddi, (12)
bandvefjanuddi, og (13) vatns-
nuddi. Einnig (14) skyndihjálp,
(15) undirstöðuatriði fóta-
snyrtingar, (16) starfsfræðsla o.fl.
Alls er þetta um 1.800 kennslu-
stundir.
Að skólanámi loknu tekur við
starfsreynslutími á hvaða viður-
kenndri sjúkrastofnun eða sjúkra-
nuddstofu sem er. Þó er skylt að
vera a.m.k. sex mánuði í verknámi
á sjúkrahúsi og sækja þá um leið
150 kennslustundir aukalega í ein-
hverri námsgrein hér að framan.
Að skólanámi loknu, áður en
verknámi er lokið, opnast mögu-
leikar til framhaldsnámskeiða,
t.d. í fótasvæðanuddi, íþrótta-
nuddi, lymphdrainage o.fl. Einnig
eru möguleikar á að sérhæfa sig í
einhverri skyldunámsgreinanna.
Sjúkranudd er flokkað í klass-
ískt nudd, reflexsvæða-nudd,
vatnsnudd og lymphdrainage.
Með klassísku nuddi er átt við
aflfræðileg (mekanísk) áhrif á
húð, bandvefi og vöðva, sem eru
framkölluð með berum höndum
einum saman. Nuddið bætir
tróphík vefjanna eða stinnleika,
þ.e. styrkir slappa vefi og slakar á
stífum. Það örvar efnaskipti í
vefjum, eykur gleypni (permeabil-
ity) háræðaveggjanna, virkar á
spennu (tonisiert) innri líffæra.
Það eykur ísog (resorption) frá
mari (haematomen) og bjúg (öd-
em), þ.e. stuðlar að hraðari brott-
flutningi þeirra efna, sem orsaka
marbletti eða bjúg. Nuddið dýpkar
öndun um tíma og bætir svefn,
dregur úr þreytu og bætir líðanina
almennt, sálræna og líkamlega.
Reflexsvæða-nudd er t.d. band-
vefjanudd, fótasvæðanudd ofl. Það
virkar um ósjálfráða taugakerfið
á innri líffæri. Ákveðnir punktar
eða svæði líkamans, sem eru í
sambandi við ákveðin líffæri
verða ert og taugaboðum þannig
komið af stað. Reflexsvæða-nudd
grípur inn í ósjálfráða taugakerfið
og ef ekki er unnið af nákvæmni
og kunnáttu getur orðið alvarleg
truflun á líffærastarfseminni, sem
getur lýst sér í uppsölum, auknum
hjartslætti og annarri vanlíðan.
Af þessum sökum telur Sjúkra-
nuddarafélag íslands rétt, að vara
fólk eindregið við því að leita til
„fótasvæðanuddara", sem starfa
svo að segja á öðru hverju götu-
horni hérlendis. Það segir sig
sjálft, að reflexsvæða-nudd á ekki
að vera í höndum hvers sem er.
Klassískt nudd á heróar.
,Lymphdrainage“ á andlit.
Undir vatnsnudd heyrir nudd í
vatni og með vatni. Þetta hefur
aðallega þann kost, að líkaminn er
léttari í vatni og vöðvarnir slaka
betur á. Þola þeir þá nokkru meiri
þrýsting en ella. Notuð er slanga
með stút (píputotu) þar sem mis-
munandi hár loftþrýstingur er
notaður.
Lymphdrainage er sérstakt
nudd, sem örvar lélegt úræðakerfi,
er orsakar bjúgmyndun. Þetta er
afar létt eða vægt nudd, sem kem-
ur hreyfingu á úræðavökvann,
sem hefur safnast fyrir.
Lymphdrainage mætti því nefna
bjúgminnkandi nudd.
Sjúkranudd mætti einnig flokka
á annan veg: Forvörn, meðferð og
endurhæfing. Forvarnarnudd er
fyrir fólk á öllum aldri, eins konar
„passív" líkamsrækt, einkum fyrir
fólk með rýra vöðvabyggingu og
kyrrsetufólk. Forvarnarnudd
kemur í veg fyrir óeðlilega vöðva-
spennu og afleiðingar hennar.
Nudd hefur bæði örvandi og slak-
andi áhrif, og mætti segja, að höf-
uðviðfangsefni sjúkranudds sé að
halda stinnleika eða spennu
(tróphík) vöðvanna í eðlilegu
ástandi. I forvarnarnuddi er beitt
vatns- og klassísku nuddi á allan
líkamann.
Ofspenna í vöðvum, sem al-
mennt er ranglega nefnd vöðva-
bólga og gigt, eru einna algeng-
ustu meðferðarviðfangsefni
sjúkranuddara. Öllum nuddað-
ferðum er beitt eftir efni og
ástæðum, þó er reflexsvæða-nudd
tiltölulega lítið notað. Við
ofspennu í vöðvum er einkum
gripið til hitameðferðar, klassísks
nudds, vatnsnudds og slakandi æf-
inga svo nokkuð sé nefnt. Við gigt
er m.a. notað klassískt nudd,
vatnsnudd, hitameðferð, baðmeð-
ferð, ísmeðferð eða rafmagnsmeð-
ferð. Auk þess er einnig algengt að
veita nuddmeðferð fyrir t.d. bak-
uppskurði ýmist til að styrkja
vöðva eða slaka á þeim. Raunar er
nuddi gjarnan beitt sem meðferð
fyrir uppskurði við liðamót, t.d. á
mjöðm.
Sem eftirmeðferð eða endur-
hæfing er sjúkranudd einnig al-
gengt, eftir uppskurð eða slys
t.a.m. langlegusjúklingar fá nudd,
sem örvar og styrkir.
Sjúkranuddarar stofnuðu stétt-
arfélag í maí 1981 — Sjúkra-
nuddarafélag íslands. í lögum fé-
lagsins segir m.a.: „Rétt til inn-
göngu hafa allir, sem hafa lokið
prófi við skóla, sem er viðurkennd-
ur fullkominn sjúkranuddskóli af
heilbrigðisstjórn þess lands, sem
námið er stundað í og félagið við-
urkennir sem slíka." Merki
Sjúkranuddarafélags fslands
hlaut löggildingu í október 1983.
Það er að sjálfsögðu félagsmönn-
um einum heimilt að nota til að
greina sig frá þeim, sem ekki hafa
lært nudd í viðurkenndum skóla.
Við stofnun félagsins voru 6
manns skráðir í það. Nú eru fé-
lagsmenn 16 að tölu. Allflestir
starfa í grein sinni, aðallega á
opinberum sjúkrastofnunum. Þess
vegna hafa sjúkranuddarar bent á
það, að starf þeirra er í rauninni
viðurkennt af heilbrigðisyfirvöld-
um og svo hefur verið frá upphafi.
Starfsréttindi sjúkranuddara eru
þegar viðurkennd fyrir hefð. Und-
ir þetta hafa heilbrigðisyfirvöld
tekið. En íslenskir sjúkranuddar-
ar hafa sótt um formlega löggild-
ingu starfsréttinda sinna og virð-
ist horfa vel í þeim efnum. Vænt-
anlega verður þess ekki lengi að
bíða, að störf þeirra og réttur
verði tryggð með lögum.
Enn um sinn verða íslendingar
að sækja nám í sjúkranuddi til út-
landa. Jslenskir sjúkranuddarar
hafa hvorki aðstöðu né heimild til
að taka neinn í sjúkranuddnám,
en Sjúkranuddarafélag íslands er
ávallt reiðubúið að aðstoða þá,
sem þess óska, við að komast til
náms í viðurkenndum sjúkranudd-
skóla erlendis. Fordæmi er fyrir
því, að sjúkranuddnám telst láns-
hæft í Lánasjóði íslenskra
námsmanna.
Aðalfundur Sjúkranuddarafé-
lags íslands var haldinn 13. maí
sl., og var stjórn félagsins endur-
kjörin sem hér segir: Jón Gunnar
Arndal formaður, Reykjavík, Vil-
hjálmur Ingi Árnason varafor-
maður, Akureyri, Bóthildur
Hauksdóttir gjaldkeri, Selfossi,
Harpa Harðardóttir ritari, Hvera-
gerði og Hilke Hubert meðstjórn-
andi, Reykjavík.
S/ippfé/agið iReykjavík hf
Má/ningarverksmiöjan
Dugguvogi
Sími 84255