Morgunblaðið - 23.05.1984, Side 12

Morgunblaðið - 23.05.1984, Side 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984 Kjör fólks á fyrri öldum - samfélagsverurnar — eftir Siglaug Brynleifsson Haukur Sigurdsson: Kjör fólks á fyrri öldum. Samfélagsfræði 7. námsár — Tilraunaútgáfa — llnnið í samráði við starfshóp um samfélags- fræði á vegum menntamálaráðuneyt- isins, skólarannsóknardeildar. Ríkisútgáfa námsbóka — mennta- málaráðuneytið, skólarannsóknar- deild (1977). Rit þetta er ætlað sem kennslu- bók, lesbók og leiðbeiningabók fyrir nemendur í 7. bekk grunn- skóla um kjör fólks á fyrri öldum. Kjör fólks, þ.e. lífskjör og daglegt líf. Þetta er viðamikið efni og tit- illinn er nokkuð villandi hvað tím- ann varðar, fyrri aldir virðast hér ná aftur til upphafs 18. aldar. Fyrsti kafli ritsins heitir: Eign- arhald og stéttaskipting. Höfund- ur eða höfundar telja að „meiri hluti bænda" hafi verið leiguliðar. Á þeim tíma sem hér um ræðir var það meira en meiri hluti, alls um 96% (Björn Lárusson: The Old Icelandic Land Registers. Lund 1967). Siðan er tekið dæmi um leigu- liða samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og verður Siglunes á Barðaströnd fyrir valinu. Guðrún Eggertsdótt- ir á Bæ á Rauðasandi er talin eiga Vii jarðarinnar, kirkjan í Sauð- lauksdal 'A (við það er athuga- semd Á.M. þ.e. Guðrún Eggerts- dóttir) og Ari Þorkelsson í Haga xk. Leiguliðarnir eru nafngreindir. Siglunes var góð jörð, metin til XXX hundraða, ábúendur 5. Síðan hefst samtal leiguliða um skylduverkin og einnig ræða þeir um nauðsyn sina fyrir félagseign á bát, en rekinn er lítill og vísast að landeigandi myndi heimta hluta hans ef einhver yrði. Svo fara þeir „að sinna mjöltum", en það var ákaflega óvenjulegt að karlmenn mjöltuðu á þessum timum. Svo birtist .endimaður frá Bæ, sem skipar þeim til verka, sem þeir telja óréttlátt, þeir eiga að setja upp búðirnar. Ekki linnir kúgun- inni, einn leiguliðanna er nú send- ur til Patreksfjarðar í erindum Guðrúnar í Bæ, því að kaupskip er komið á Patreksfjörð. Einn leigu- liðinn hefur orð á því að það yrði heppilegt ef þeir gætu keypt járnpott til nota í verinu, því að Guðrún leigir þeim potta og tekur háa leigu. Á Melanesi á Rauða- sandi tala hjónin Oddleifur og Guðrún kona hans um endurnýjun kúgilda á jörðum Guðrúnar, en það vildi vera misbrestur á því að Guðrún endurnýjaði kúgildin, sem var talin skylda landeiganda. Þau hjónin tala um Jón á Siglunesi, sem varð að gjalda leigur af löngu dauðum kúgildum í mörg ár. Höfundar hafa valið leigumáta, sem var einsdæmi á landinu á fyrri hluta 18. aldar og með því geta þeir auðveldlega dregið upp lýsingu á kúgun og ranglæti land- eiganda gagnvart leiguliðum. Þessi aðferð er vægast sagt mjög hæpin, að alhæfa undantekning- una sem reglu. Höfundar leitast einnig við að skapa einhverskonar staðlaða leiguliða, sem dæmi um hina kúguðu alþýðu þessara tíma. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru birtar minn- isgreinar Árna Magnússonar í lok jarðatals Rauðasandshrepps (Jarðabók Á.M. og P.V. VI. b. bls. 335—336). Þessar greinar snerta jarðeignir Guðrúnar Eggertsdótt- ur í Bæ í Rauðasandshreppi, en hún átti jarðeignir einnig í Barða- strandarhreppi og víðar. Meðal þessara minnisgreina er þessi, merkt 4: „Quand le paisan, a cause des imposts Cruelles, n’est pas sol- vendo, on le jette dehors, pourquoi il est contraint a crever." Þýtt: Þegar bóndinn vegna ómannúð- legra álagna, getur ekki lengur staðið í skilum, þá er honum byggt út, og af þeirri ástæðu verður hann að ganga sér til húðar. Síðan stendur í sömu minnisgrein: „Svo gengur það til á eignum Guðrúnar Eggertsdóttur." Astæðurnar fyrir þessum harkalega leigumáta Guðrúnar Eggertsdóttur eru óljósar, en ekki er hægt að segja að lífið hafi leikið við hana. Hún missti manninn og öll börnin úr afleiðingum sára- sóttar og var sjálf blind megin- hluta ævinnar af sömu orsökum. Svo að hún er ákaflega fjarri því að vera gilt dæmi um íslenskan landsdrottin á þessu tímabili, hömluð af blindu og sjúkdómi. Ætla mætti af þessari stöðluðu lýsingu höfunda á kjörum leigu- liða á Vestfjörðum, að ástandið þar hafi ekki verið sérlega burðugt meðal alþýðu, en líklega hafa kjör aiþýðu verið einna best þar á þessu tímabili, í upphafi 18. aldar. Þurfamenn á landinu öllu voru 15,5% þjóðarinnar, niðursetn- ingar, fólk á sveitarframfæri og flakkarar. Niðursetningar teljast 6.789 eða 13,5%, flakkarar 394 (Manntalið 1703). Meðaltal niður- setninga var mun hærra frá Norður-Múlasýslu til Borgarfjarð- arsýslu (að báðum meðtöldum) en í Mýrasýslu til Þingeyjarsýslu. Það var nær því hálfu minna um niðursetninga í vestur- og norð- ur-sýslunum en í austur- og suður- sýslunum. I miðhluta Múlasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu var hlutfall niðursetninga nær því ‘4 íbúanna. í Norður-ísafjarðarsýslu var niðursetningafjöldinn aðeins 3% íbúanna. I Barðastrandarsýslu 9,5%. Aumasta byggðarlag lands- ins virðist vera Mjóafjarðarhrepp- ur með 33% íbúanna niðursetn- inga, talan aðeins lægri í Vallna- hreppi 27%. Samkvæmt þessu virðist volæðið hafa verið hvað mest á Austurlandi og Austfjörð- um. (Hagskýrslur íslands II, 21 — Manntalið 1703. Rv. 1960.) Ferðir flakkara um landið gefa einnig vísbendingu um hvar eitthvað var að hafa. Flakkarar voru aðeins 2 í Suður-Múlasýslu. Flakkarar voru fjölmennastir í vestur- og norður-sýslunum, nema hvað þeir töldust 50 í Gullbringu- sýslu, sem hefur stafað af stað- setningu verstöðvanna þar. Flakk- arar voru einum fleiri í Skaga- fjarðarsýslu (Manntalið 1703). Nú víkur sögunni til Suður- nesja. Viðtalsþáttur leiguliða og hjáleigubænda um aukin átroðn- ing Bessastaðamanna, nýjar kvað- ir og skylduvinnu. í samtalsþætt- inum er talið „að erfitt reynist múgamönnum að standa fyrir máli sínu gagnvart yfirvöldunum. Við höfum heyrt hvernig farið hefur í máli Jóns Hreggviðsson- ar“. Jón Hreggviðsson bóndi og út- vegsbóndi á „Efri Reiner" (Jarða- bók Á.M. og P.V.) og mál hans er nú lauslega rakið. Jörðin „Reiner" var metin til 40 hundraða og var skipt f tvö býli, hvort metið á 20 hundruð. Brynjólfur biskup Sveinsson hafði átt þessa jörð, en gaf hana „undir guð almáttugan og hans ölmusumenn". öll afgjöld og leigur eftir 6 kúgildi skyldu renna til ærlegrar ekkju í Borg- arfirði og jörðina skyldi „byggja skilvísum rækslumanni, sem henni heldur við alla góða bygging etc.... “ (Gjafabréf, Skálholti 26. júní 1662. Lovsamling for Island I. b. bls. 271.) Prófasturinn í Borg- arfirði hefur talið Jón Hreggviðs- son skilvísan og hirðusaman sómamann sem myndi greiða af- gjald og leigur til guðs ölmusu- manns, skilvíslega. Bú Jóns samkv. Jarðabókinni 1706 er: „4 kýr, 1 kálfur, 17 ær með lömbum, 13 sauðir tvævetri og eldri, 13 vet- urgamlir, 2 hestar, 1 hross, 1 unghryssa." Auk þessa bús rak Jón útveg frá Hretbyggju, sjóbúð sem Jón uppbyggði „fyrir 11 eða 12 árum“. Bú Jóns hefur talist gott og auk þess naut hann sjávarafl- ans, átti áttæring og gerði einnig oft út tvö tyeggja manna för. Kvartað er yfir átroðningi Jóns, af ábúendum Staðar-Tanga, en þar undir lá Hretbyggja. Matthías Á. Mathiesen á fundi OECD: Dregið verði úr ríkis- stuðningi við atvinnuvegi ARLEGUR ráðherrafundur Efna- hagssamvinnu- og framfarastofnun- arinnar, OECD, var haldinn í París dagana 17. og 18. maí. Þar ræddu ráðherrar 24 aðildarríkja um cfna- hagsástandið í heiminum og þær ráðstafanir, sem gera þyrfti til að tryggja áframhaldandi efnahagsbata og draga úr atvinnuleysi. í því sam- bandi lögðu ráðherrarnir meðal ann- ars til, að felldar yrðu niður við- skiptahömlur í aðildarlöndunum og frjáls alþjóðaviðskipti efld. Á ráðherrafundinum hvatti Matthías Á. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, til þess að dregið verði úr viðskiptahömlum, útflutn- ingsstyrkjum og öðrum ríkis- stuðningi við atvinnuvegi. Hann sagði í ræðunni, að ríkisstuðning- ur af þessu tagi drægi úr eðlilegri samkeppni í alþjóðlegum viðskipt- um og jafngilti því í raun verndar- stefnu. Hann benti á, að útflutn- ingsstyrkir og skyldar ráðstafanir hefðu stöðugt alvarlegri áhrif á frjáls viðskipti í heiminum, en væru jafnframt fjárhagsleg byrði fyrir ríkissjóð í mörgum löndum, sem víða væri rekinn með halla. Af þessum ástæðum væri það brýnt verkefni fyrir OECD, um leið og samtökin hvettu til þess, að dregið væri úr tollvernd og við- skiptahömlum, að vinna gegn ráð- stöfunum eins og útflutnings- styrkjum. Viðskiptaráðherra gerði einnig grein fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum og þeim árangri sem náðst hefði. Ráðherrarnir samþykktu ein- róma að ráða nýjan framkvæmda- stjóra OECD, Jean-Claude Paye, sem verið hefur yfirmaður efna- hagsdeildar franska utanríkis- ráðuneytisins og formaður einnar helztu nefndar OECD. Hann tekur við störfum framkvæmdastjórans 30. september nk. af Hollendingn- um Emile van Lennep, sem gegnt hefur því starfi síðustu 15 árin. Auk viðskiptaráðherra tóku þeir Þórhallur Ásgeirsson, ráðu- neytisstjóri, Tómas Á. Tómasson, sendiherra, og Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiráðsritari, þátt í ráðherrafundinum. Siglaugur Brynleifsson „Sem lýsing á kjörum og daglegu lífi fólks er ritið ófullnægjandi og einnig villandi. Samtals- þættirnir eru heldur dauflegar bókmenntir og útleggingar höfunda fremur álappaleg sam- suða. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessi skrif væru tilviljunar- kennd samantekt, sam- tíningur, ófullnægjandi lýsing þess efnis sem átti að fjalla um. En við nánari athugun er þetta lýsing, sem er aðlöguð vissri hugmyndafræði, sem höfundarnir virðast haldnir af.“ Fyrri hluti Jarðabókarnefndinni eða Árna Magnússyni og Páli Vídalín var m.a. falið að rannsaka og kanna kærur á hendur embættismönnum hér á landi fyrir dómsafglöp. Þar með lentu þeir í hörðum deilum og langvinnum málaferlum við m.a. Sigurð Björnsson lögmann vegna morðmáls Jóns Hreggviðssonar. En Jón hafði verið talinn sekur um morð og beðið dóms á Bessa- stöðum og strokið, eins og frægt er orðið. „Jón þvældist nú um Hol- land matarlítill og máttlaus ..." segir í þessu riti. Síðan kom hann út og )á mál hans niðri þar til því var hreyft aftur af erindrekunum í málaferlunum gegn Sigurði Björnssyni fyrir embættisafglöp. Málið laukst þannig að Jón var sýknaður. Þótt benda megi á dæmi um dómsafglöp embættismanna hér á landi á 17. og 18. öld, þá var hér réttarríki, eins og úrslitin í máli Jóns Hreggviðssonar votta, þótt látið sé liggja að því að svo sé ekki í þessari samantekt. Menn þurfa ekki annað en að athuga þau brot úr Bréfabókum Brynjólfs biskups, sem hafa verið gefin út, lesa Vídalínspostillu og muna vísukorn Páls Vídalíns: Kúgaðu fé af kotungi, svo kveini undan þér almúgi; þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi. Einhver níðangurslegasta um- sögn um valdsm|inn hér á landi ort af sýslumanni og lögmanni um starfsbróður sinn. Það er hæpin stefna í fræðslu- málum að lýsa gengnum kynslóð- um hér á landi sem kúguðum og kúgurum. Það er ekki minnst á baráttu kirkjunnar gegn vald- níðslu og réttarbófum, né starf- semi og frumkvæði Alþingis til þess að tryggja mannlíf í landinu og meðal þjóðar sem skrimti. Framleiðslugetan hérlendis nægði ef áraði sæmilega og sé ástandið hér borið saman við ástandið í ríkjum Evrópu, þá var hagur al- múgans mun skárri hérlendis á sama tíma. Stéttaskiptingin var mikil hérlendis, en vegna fámenn- is þjóðarinnar mótuðust aldrei hér tvær aðskildar þjóðir, fast mótað- ar erfðastéttir. Kjör íbúa landsins voru mjög mismunandi, en þeir sem áttu jarðirnar eða höfðu um- boð fyrir konungsjörðum og kirkju hlutu að tryggja það, að leigulið- um væri ekki íþyngt með álögum, þó ekki kæmi annað til en einföld hagnaðarvon af vinnu þeirra, en þar kom einnig margt fleira til, ekki síst siðferðileg ögun kirkj- unnar um aldir, en starfsemi kirkjunnar mótaði íslenska menn- ingu frá upphafi. Annar kafli ritsins heitir: At- vinna og verkaskipting. Nú er komið við á Oddastað. Tveir vinnumenn tala saman um að hefja búskap á einni hjáleigunni, sem þá var í eyði. Þar er þessi setning: „Til hvers væri það, ég yrði sennilega að fá talsverðan við að láni hjá Eyrarbakka-kaup- manni..." Fyrrum var sú regla gildandi, að landsdrottinn lagði til timbur til bygginga á leigujörðum, gilti þó ekki um eignir konungs. Síðan er brugðið upp samtali milli maddömunnar og prestsins. „Hús- in þurfa mikið viðhald," segir maddama Ingiríður. „Þetta er í rauninni of stórt húsnæði, einkum verður erfitt að endurnýja alla þessa viði þegar tímar líða,“ segir sr. Bjarni. Notkun orðsins „hús- næði“ í upphafi 18. aldar hljómar einkennilega. Áhyggjur af timb- urskorti eru hæpnar, Oddi átti tvenn rekaítök fyrir Landeyja- sandi. Síðan fer prestur inn f skrif- stofu sína. Hann þarf að skrifa bréf til biskups. Hann ætlar að biðja hann að fækka kúgildum, sem staðnum fylgja. Hann á erfitt með að heyja hana öllum skepnun- um..." Það fylgdu engin leigukúgildi Odda, aftur á móti kirkjukúgildi og „uppber staðarhaldarinn eftir þau allan ávöxt... “ Vafasamt að óska eftir fækkun fylgifjár, sem prestur naut alls arðs af. Höfundar fjalla síðan um dag- leg störf, vorvinnu, sumarvinnu, haustverk og smákafli er um sel, lengri kafli um kolagerð, en ekki minnst á til hvers kol voru notuð. Ekki er getið um annir fólks að vetri, hvorki gegningar né tó- vinnu, sem var stunduð af miklum krafti. Minnst er á grasaferðir. „Flestallt sem gera má mat úr er hirt af sláturkindum..." segir þar, nokkrar línur í viðbót fjalla svo um vinnslu afurða „slátur- kinda". Vermennska er umfjölluð á rúmum sex blaðsíðum. Þar í er kaflinn „Messað í verinu“ og er þar lýst húslestri helsta for- mannsins í Víkinni (Dritvík). Get- ið er um skreiðarferðir. „Húsakynni í tímans rás“ nefn- ist þriðji kaflinn. Sú heildarmynd sem lesendur fá við lestur þess kafla af húsakynnum landsmanna er vægast sagt mjög villandi. Helsta heimildin er Mackenzie: Travels in the islands of Iceland during the summer of the year 1810. Edinburgh 1811. Höfundur ferðaðist um suðvestanvert landið, en þar voru húsakynni alþýðu fremur bágborin og þrifnaður eft- ir því, kotin í Reykjavík voru ann- áluð og þurrabúðirnar í verstöðv- unum á Snæfellsnesi ekki gild dæmi um híbýli landsmanna. Höf- undurinn lýsir einkum þessum vistarverum og er lýsing slíkra hí- býla birt hér. Það var alkunnugt að torfbyggingar voru mun hrör- legri á Suður- og Vesturlandi en á Norðurlandi og Norðausturlandi, vegna votviðra. í þessum kafla er að finna einkennilegar lýsingar m.a.: „Menn lögðu hey í rúmbotn- ana og ábreiður voru úr vaðmáli með dún í.“ „Samgöngur á fyrri öldum" nefnist fjórði og síðasti kaflinn. Þar er stiklað á ýmsum atriðum, sem varða samgöngur, tínd saman úr hinum og öðrum ritum, um vís- itasíur, lýsing Sigurðar Nordal á ferð yfir Skeiðará, um ferjur og rudda vegi og frásögn af upphafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.