Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
Samningar tók-
ust hjá auglýs-
ingateiknurum
SAMNINGAR tókust í kjaradcilu
grafískra teiknara og Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa á fundi hjá
ríkissáttasemjara seinnipartinn í
gær og hefur því verkfalli því sem
grafískir teiknarar höföu boðad til
um miðjan dag í gær verið aflýst.
Samningurinn verður lagður
fyrir félagsfundi til samþykkis og
verður ekki hægt að fá upplýs-
ingar um innihald hans fyrr en að
þeim loknum.
Þá aflýstu sjúkraþjálfarar í
starfi hjá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra á fundi hjá ríkissátta-
semjara í gærmorgunn verkfalli
því sem þeir höfðu boðað til á mið-
nætti 1. júní. Hluti af deilu þeirra
og viðsemjenda kemur til kasta
kjaradóms, en sjúkraþjálfurunum
hefur verið sagt upp frá og með 1.
september.
Fundur um heildarkjarasamn-
ing við virkjanir hér á landi var
einnig í gær og var honum frestað
til mánudags.
Nýtt grænmeti í Freyjubúð
Nýtt og „frjálst“ grænmeti
Eins og frá var greint í Morgunblaðinu sl. fimmtudag fékk Egg-
ert Kristjánsson hf. leyfi landbúnaðarráðherra til innflutnings á
garðávöxtum, og voru garðávextir til fyrirtækisins tollafgreiddir
snemma s.l. föstudagsmorgun.
Að sögn Gísla V. Einarssonar forstjóra Eggerts Kristjánssonar
hf. hefur garðávöxtunum þegar verið dreift í verslanir og á fyrir-
tækið ekkert eftir. Von er á nýrri sendingu fyrri part næstu viku.
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins:
Dregið eftir viku
í gær tók gildi samningur milli Sparisjóðsins Pundsins og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis um samstarf
þessara tveggja sparisjóða. Þessi mynd var tekin í gær í afgreiðslu Pundsins, Hátúni 2b, og á henni eru; Bent
Bjarnason, aðstoðarsparisjóðsstjóri, SPRON, Sigursteinn Arnason, ritari stjórnar SPRON, Ágúst Bjarnason,
varaformaður SPRON, Eiður Árnason, stjórnarformaður Pundsins, Garðar Jóhannsson, sparisjóðsstjóri Punds-
ins og Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri SPRON.
Nýtt hlutafélag í Grindavík um fískirækt og hafbeit:
Áformað að framleiða
1000 tonn af laxi á ári
DREGIÐ verður eftir viku í afmæl-
ishappdrætti Sjálfstæðisflokksins.
Vinningar eru 26 talsins, allt ferða-
vinningar m.a. til New York, Ósló,
Kaupmannahafnar, Amsterdam,
London, Mallorka og Ibiza.
í fréttatilkynningu frá Sjálf-
stæðisflokknum segir að happ-
drættið sé ein drýgsta fjáröflun-
arleiðin til að viðhalda starfsemi
flokksins og eru þeir sem eiga
ógreidda miða, en hyggjast taka
þátt í happdrættinu beðnir um að
greiða miða sína sem fyrst. Þeir
sem ekki eiga heimangengt geta
hringt á skrifstofu flokksins í
Valhöll og fengið greiðsluna sótta
heim.
STOFNAÐ hefur verið í Grindavík
hlutafélag um fiskirækt og hafbeit.
Nafn félagsins er Fiskeldi Grinda-
vfkur hf. Að stofnun félagsins
standa velflest fyrirtæki í Grindavfk,
þau er útgerð stunda og fiskverkun,
auk Hagvirkis hf., Vélsmiðju Orms
og Víglundar sf. í Hafnarfirði og
fiskeldisfyrirtækisins Eldis hf.,
Húsatóftum við Grindavík.
Félagið hyggst koma á fót eld-
isstöð á næstu árum, sem fram-
leitt getur 800—1.000 tonn af laxi
árlega. Fengist hafa jákvæðar
undirtektir landeigenda um at-
hafnasvæði til handa félaginu
vestan Grindavíkur. Jafnframt er
fyrirhugað að nýta jarðvarmaorku
til upphitunar sjávar, þannig að
vaxtarskilyrði verði sem best allt
árið um kring og er þess vænst að
samningar takist við Hitaveitu
Suðurnesja um varma- og raf-
orkuviðskipti. Fyrsti áfangi eldis-
stöðvarinnar, 100 tonn að stærð,
verður byggður á þessu og næsta
ári, þannig að starfsemi mun hefj-
ast á miðju næsta ári. Hér er um
nokkurs konar tilraunaáfanga að
ræða, sem notaður verður til að
þróa tilhögun og aðferðir áður en
lagt er í stærri framkvæmdir.
Félagið hyggst einnig beita sér
fyrir hafbeit á laxi og eldi annarra
fisktegunda í framtíðinni auk
krabba- og skelfiskræktunar.
Sömuleiðis hefur félagið hug á
þátttöku í innlendri fóðurfram-
leiðslu, sem nýtir íslenskt sjávar-
fang og jarðgufu til framleiðsl-
unnar. Einnig er áhugi á
úrvinnslugreinum í tengslum við
framleiðsluna svo sem reykingu
og niðursuðu.
BÆJARÚTGERÐ Reykjavíkur
hefur nú hafið sölu á ferskum
karfa til verslana og fisksala á höf-
uðborgarsvæðinu en fyrsti sölu-
dagurinn var í gær.
„Salan gekk mjög vel. Við
áætluðum að geta selt um 800 kg
Stofnkostnaður við fyrsta
áfanga er áætlaður um 35 milljón-
ir króna á verðlagi í jan. sl.
Stjórn félagsins skipa Guð-
mundur Þorbjörnsson, Gjögri hf.,
formaður; Aðalsteinn Hallgríms-
son, Hagvirki hf. og Björgvin
Gunnarsson, Fiskanesi hf., með-
stjórnendur, og Ágústa Gísladótt-
ir, Gullvík hf., varamaður. Fram-
kvæmdastjóri er Jónas Matthías-
son, verkfræðingur, Hafnarfirði.
og það seldist allt í gær,“ sagði
Svavar Svavarsson, framleiðslu-
stjóri hjá BÚR, í samtali við
blm. Morgunblaðsins er hann
var inntur eftir því hvernig sala
ferska karfans hefði gengið.
„Stefnan hjá okkur til að
byrja með er sú að taka gæðin
fram yfir magnið og framleiða
því aðeins það mikið að það bitni
ekki á gæðunum. Það sem við
seldum í gær var aðallega keypt
af kjörbúðum og fisksölum en
einnig keypti listahátíð um 250
kg af okkur. Alls seldum við 840
kg en það samsvarar þremur
tonnum af óverkuðum karfa."
Svavar sagði að meiningin
væri að reyna að byggja upp
stóran markað fyrir karfann en
til að byrja með gætu þeir ein-
ungis annað eftirspurn höfuð-
borgarsvæðisins. „Okkur hafa
reyndar borist pantanir utan af
landi en það er ekki enn búið að
taka afstöðu til þess hvort fersk-
ur karfi verður sendur þangað í
bráð. Eins og sagði verður
áherslan lögð á gæði en ekki
magn og þvi vitum við ekki enn
hvort hægt verður að anna stöð-
um utan höfuðborgarsvæðisins
fyrr en seinna, en óneitanlega
væri gaman að geta þjónað
landsbyggðinni einnig."
Svavar sagði að bundnar væru
vonir við að neysla á karfa ykist
með þessari nýbreytni og á
næstunni yrði reynt að kynna
þessa vöru í verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Samskipti austurs og vest-
urs var aðalumræðuefniÖ“
— segir Geir Hallgrfmsson um utanríkisrádherrafund NATO
„ÞESSI FUNDUR var 35 ára afmælisfundur Atlantshafsbandalags-
ins og var þess vegna með hátíðlegra sniði en venjulega. Einnig var
Josef Luns kvaddur á fundinum og honum þökkuð góð störf í 13 ár
sem framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins," sagði Geir Hall
grímsson, utanríkisráðherra, í samtali við blaðamann Mbl. aðspurður
um fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsþjóðanna sem ný-
lokið er í Bandaríkjunum.
Geir sagði einnig: „Fundurinn
hófst í Washington á þriðjudag
með opnum fundi. Síðdegis á
þriðjudag var farið út úr borginni
á ráðstefnustað þar sem haldinn
var lokaður fundur utanríkisráð-
herranna 16 og sendiherra þjóð-
anna. Á miðvikudag var fundin-
um haldið áfram og setið kvöld-
verðarboð Ronald Reagans,
Bandaríkjaforseta, og á fimmtu-
dag var síðan haldinn annar
opinn fundur.
Aðalumræðuefni fundarins var
staðan í samskiptum austurs og
vesturs. í því efni hafði verið sam-
þykkt á fundi ráðherranna í des-
ember, samkvæmt tillögu belg-
íska utanríkisráðherrans, að fara
yfir svokallaða Harmel-skýrslu
frá 1967 um samskipti austurs og
vesturs. Þetta starf hefur verið
unnið síðustu misseri og var á
fundinum lögð fram skýrsla um
það og gefin út svokölluð Wash-
ington-yfirlýsing um samskipti
austurs og vesturs. Þar var ítrek-
uð nauðsyn stjórnmála- og varn-
arsamstöðu aðildarríkjanna
gagnvart Sovétríkjunum og hern-
aðaríhlutun þeirra eða ógnun um
valdbeitingu. Jafnframt var lögð
á það áhersla að rætt skuli við
Sovétmenn um afvopnun.
Töluvert var rætt um afvopnun-
armál. í því efni var lögð áhersla
á að fá Sovétríkin aftur að samn-
ingaborði varðandi samdrátt
lang- og meðaldræga kjarna-
vopna. Því var lýst yfir að NATO
væri tilbúið til að flytja á brott
eldflaugar úr Evrópu ef
samkomulag næðist um það við
Sovétríkin að þau gerðu slíkt hið
sama og jafnræði ríkti í vopna-
búnaði. Einnig báru menn þarna
saman bækur 3Ínar. Fjórir af
utanríkisráðherrunum 16 höfðu
verið í Sovétríkjunum og gáfu
þeir skýrslur um viðræður sínar
við sovéska leiðtoga.
Rétt er að það komi fram að
þrátt fyrir það að Sovétríkin hafi
gengið frá samningaborðinu í
Genf eru ýmsar viðræður í gangi
við þá. í öllum viðræðunum hafa
Atlantshafsbandalagsþjóðirnar
lagt fram ákveðnar tillögur að
efla gangkvæmt traust og öryggi í
Evrópu og draga úr vopnaviðbún-
aði. Það er þó mat manna að Sov-
étríkin séu ekki reiðubúin til að
taka upp viðræður í Genf fyrir
kosningarnar í Bandaríkjunum í
haust,“ sagði Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra.
Karfinn seld-
ist vel í gær