Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
5
Eru messu-
tímar óbreyt-
anlegir?
eftirsr. Ólaf Skúlason
Margir hafa rætt um það, hvort
ekki væri rétt að gera tilraunir með
breytingar á þeim tímum, sem kirkj-
ur og messustaðir boða fólk til
helgra tíða. Hér í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi færist að vísu tíminn frá
2 síðdegis til morgunmessunnar kl.
11 í þeim söfnuðum, þar sem há-
messan er eftir hádegið á veturna,
en einnig hefur verið bollalagt um
það, hvort ekki væri vert að færa
tímann enn framar yfir sumarmán-
uðina. Á fundi, sem prestar prófasts-
dæmisins héldu fyrir skömmu, kom
þetta mál enn til umræðu. Kom þar
máli presta, að það var ákveðið að
fara þess á leit við forsvarsmenn Bú-
staðakirkju, að þar yrði gerð tilraun
með að messa kl. 10 árdegis mánuð-
ina júní, júlí og ágúst. Viðkomandi
aðilar hafa allir tekið þessu mjög
vel, og nú verður breytt til frá og
með 3. júní nk. og messað kl. 10. Er
um leið bent á það, að þeir sem ætla
úr bænum á sunnudegi, geta sem
hægast komið við í Bústaðakirkju á
leiðinni úr borginni og sótt messu
fyrst, en samt komið sér af stað vel
fyrir hádegi, og enginn þarf að
óttast það, að ferðafötin verði til
ama, þótt sezt sé í kirkjubekk.
Að lokinni þessari þriggja mánaða
tilraun verður dæmið svo skoðað
nánar með það í huga, hvort áfram
verði messað svo snemma næsta
sumar, og þá um leið, hvort fleiri
söfnuðir slást í hópinn.
Olafur Skúlason, dómprófastur.
Jammað ogjazzaó
sunnudagskvöld
frá kl. 21.30.
Kvennahljómsveitin
USIAHÁnÐ í REYKjAVIK
lrlZ JÚNÍ 1984
Quintetten,
franski
píanósnillingurinn
Martial Solal,
Bob Kerr’s
Whoopee Band
og íslenskir jazzleikarar
halda staðnum hátt uppi.
Það er bullandi
i notuðum og nyjum
bilum i daq
Daihatsu-sala
Úrval af flestum
árgeröum af hinum
vinsælu Daihatsu
Charade og Charmant en
mikil eftirspurn tæmir
söluskrárnar ótrúlega
fljótt.
Komiö því til okkar ef þiö
þurfiö aö selja Daihatsu.
Komiö og kynniö ykkur
skiptidæmiö okkar.
Komiö og gerið
frábærlega hagstæö
viöskipti í glæsilegum
sýningarsal.
Daihatsu-umboöið Ármúla: s. iwtí*: — 81733