Morgunblaðið - 02.06.1984, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNt 1984
„Þeir hlógu þegar ég settist vid teikniborðið.
teikning eftir Arnie Levin.
Skop- Krá sýningunni í Franklin Furnace: átumynd eftir
Ingólf Arnarson og Helga Þ. Friðjónsson.
eftir Hallberg
Hallmundsfion
Skoplist
Frá pop-list er i rauninni ekki
langt stðkk yfir í skopteikningar
(cartoons), og þótt ég sé lítt hrif-
inn af pop-listinni hef ég alltaf
haft áhuga á skopteiknun, ekki
einungis sem kitlanda hláturtaug-
anna, heldur einnig sem anga
myndlistar með augljósu þjóðfé-
lagslegu ívafi. Ég lét því ekki lengi
á mér standa, þegar opnuð var hér
seinni part vetrar sýning á meira
en 200 skopteikningum eftir eina
fimmtíu viðurkennda iðkendur
listarinnar. Þetta var í stuttu máli
einhver hlægilegasta sýning — í
bókstaflegri merkingu — sem ég
hef augum litið. Þó eru auðvitað
margar þær athugasemdir sem
skopteiknarar gera, bæði í máli og
myndum, í hæsta lagi alvarlegs
eðlis. Hér mátti sjá sömu leikni í
meðferð lína, sama æfða hand-
bragðið og hjá Roy Lichtenstein,
en þeir listamenn sem hér sýndu
léku líka á strengi í brjósti og vit-
und áhorfandans: hann sá að
þarna lá að baki bæði skynsemi og
tilfinningar, ekki aðeins köld at-
hugun og skráning. Ein lítil skop-
teikning án texta getur verið á við
marga langhunda dálkahöfunda,
og oft hittir hún betur í mark.
Berserksgangur
Með því að skrumskæla og ýkja
veruleikann ofurlítið fá skopteikn-
arar okkur til að hlægja að sjálf-
um okkur. Þeir benda okkur á
heimsku okkar og breyskleika,
sem glöggt hillir uppi í fyndinni
meðferð þeirra. En margir aðrir
listamenn skrumskæla veruleik-
ann af öðrum orsökum, með öðr-
um hætti, og kannski líka af dýpri
þörf. Einn slíkur er ameríski mál-
arinn Willem de Kooning, sem
ásamt Mark Rothko og Jackson
Pollok er einna frægastur þeirra
annars ólíku listamanna sem
venjulega eru taldir til abstrakt
expressjónista. De Kooning stend-
ur nú á áttræðu, og fyrr á árinu
hafði Whitney-safnið hér í borg
mikla yfirlitssýningu á verkum
hans. Þótt ég sé ekki í hópi að-
dáenda de Koonings (fremur en
Rothko eða Pollocks), þá sé ég ekki
eftir að hafa sótt sýninguna. Hún
var í það minnsta afar fróðleg, því
að þarna mátti sjá þróunarferil
hans frá natúralistísku tímabili í
upphafi, þegar hann málaði þó
jafnframt abstrakt myndir, gegn-
um miðbil ævinnar, augsýnilega
skeið mikilla innri átaka, til seinni
ára sem einkennast af bjartri
rómsemi og að því er virðist sátt
við tilveruna.
De Kooning er einna best þekkt-
ur fyrir röð af konumyndum, hver
annarri ljótari, sem hann málaði á
sjötta áratugnum. Sumir hafa
kallað þær meiriháttar nýjung í
fígúratívu málverki, sem sýni
mikla einbeitingu og kraft. Og satt
er það; kraftinn vantar ekki. En að
því er ég fæ best séð er það kraft-
ur æðis, sálrænn berserksgangur,
hamremma. „Hamast þú nú að
syni þínum," kvað Brák kerling
forðum, þegar æði rann á Skalla-
Grím og sýnt var að hann mundi
granda Agli syni sínum, þá tólf
vetra. Eitthvað svipað kom mér í
hug þegar ég skoðaði konumyndir
de Koonings. Það er erfitt að verj-
ast þeirri hugsun að sjúklegt
kvenhatur eða annars konar rösk-
un á geðsmunum liggi að baki
þeim, þótt ýmsir listfræðingar
þvertaki fyrir slíka túlkun. En
hvað setja sálfræðingar? Truflun
á kynlífi eða hormónastarfsemi
getur komið fram í hinum ótrúleg-
ustu myndum.
íhygli og skipuleg hugsun
Mér líkar betur sá kraftur, sem
felst í yfirvegaðri rósemi málara
eins og Louísu Matthíasdóttur, ís-
lensku listakonunnar sem um ára-
tuga skeið hefur átt heima hér í
New York. Málverk hennar frá ís-
landi, sem hún hafði nýlega sýn-
ingu á, eru mestmegnis lands-
lagsmyndir, margar með kindum
og hestum, en einnig voru þar
götumyndir frá Reykjavík, nokkr-
ar kyrrlífsmyndir, og tvær sjálfs-
myndir.
Málverk Louísu vitna um íhygli
og skipulega hugsun. Hér eru eng-
in trylit pensilför þvers og kruss,
Málverk eftir Louisu Matthíasdóttur.
heldur sama stilling og hún sýnir
sjálf í öllu dagfari. í myndum
hennar hefur öllum hégóma verið
ýtt til hliðar; þar eigast við einföld
form, stórir fletir og sterkir litir.
Blá og moldbrún fjöll mynda
bakgrunn fyrir hvanngræna bala,
lagsíðar ær eða nýrúnar, og stöku
hús. Það er sterkur norrænn blær
yfir þessum myndum; maður finn-
ur svalann í loftinu og kyrrðina
sem í mesta lagi mundi rofin af
fjárjarmi eða kvaki í fugli. En
þrátt fyrir strangan svip, stafa
myndir Louísu hlýju sem gerir
þær manneskjulegar og aðgengi-
legar. Það er yfir þeim hljóðlát
reisn þess sem veit hver hann er,
hlédrægni samfara sjálfstrausti.
Kyrralífsmyndir hennar eru ná-
kvæmlega það sem í orðinu felst:
kyrrar, en þó fullar af lífi. Og
gagnstætt því sem gagnrýnandi
The New York Times sagði um
götu- og sjálfsmyndir Louísu, að í
þeim ætti hún í „nokkrum erfið-
leikum", þá fæ ég ekki betur séð
en þær séu bráðvel heppnaðar og
önnur sjálfsmyndin (í peysu)
beinlínis frábær. Að svo miklu
leyti sem ég þekki til, sýnist mér
hún ná að innsta kjarna mann-
eskjunnar Louísu Matthíasdóttur.
Er hægt að fara fram á meira?
Fjöldasýning unga fólksins
En Louísa er ekki eini íslend-
ingurinn sem sýnt hefur í höfuð-
borg heimslistarinnar að undan-
förnu. Um skeið voru hér í gangi
hvorki meira né minna en þrjár
íslenskar sýningar í einu.
Þetta byrjaði með því að sett
var upp í litlu galleríi neðantil í
borginni sýning á grafík og teikn-
ingum fjölda ungra listamanna —
um fimmtíu, eftir því sem mér
telst til — undir umsjón Ingólfs
Arnarssonar. Ég er að vísu ekki
alveg viss hversu ungt fólk þetta
er, en ræð það bæði af verkum
þess og því, að ég hef varla heyrt
neins af því getið — að undan-
skildum þeim Magnúsi Pálsssyni
og Jóni Gunnari Árnasyni, sem
varla geta talist bráðungir nema í
anda. Þarna er til tínd list þessa
unga fólks á bókum og blöðungum,
mörgum prentuðum í Þýskalandi;
yfirleitt virðist margt þeirra hafa
tengsl við þýska og hollenska list,
þótt sumir séu væntanlega mennt-
aðir hér vestra. Talsvert er einnig
af lesmáli á þessum bókum, og er
það flestum þeirra sameiginlegt
— að undanskildum slíkum göml-
um kunningjum, sem Grjótkverum
Kjarvals, Fljúgandi fiskisögu Nínu
Tryggvadóttur, og Dimmalimm
Muggs Thorsteinssonar — að vera
annaðhvort á ensku (stundum
bjagaðri) eða þýsku. Það mundi
standa í mér að kenna þessa list
við einhverja ákveðna stefnu.
Kannski mætti helst flokka hana
undir einhvers konar súrrealist-
ískan dada fútúrisma — ef flokk-
unar er þörf. Talsvert er um póli-
tíska eða boðunarlist, og margt af
þessu er nokkuð glúrið, smellið,
fyndið eða sniðugt. Þar að auki
fljóta með nokkur verk sem helst
mætti kalla klæmna brandara.
Sem sagt, það er gaman að sumu
þessu, og auðsætt er að margt
þessa fólks hefur listagáfu og tals-
verða leikni, en fremur held ég
flest af því sem í Franklin Furn-
ace er að sjá — en svo er gallerfið
nefnt — sé grunnt. Því miður átti
ég þess ekki kost að vera viðstadd-
ur upptroðslu Kristins Harðarson-
Ruslið við bók-
hlöðuna fjarlægt
„ÞAÐ er verið að hreinsa við
bókhlöðuna og það er fyrir talsvert
löngu síðan sem ákveðnir aðilar
voru beðnir um að fjarlægja það
fyrir okkur og hafa þeir nú hafist
handa við það verk,“ sagði Finn-
bogi Guðmundsson, landsbóka-
vörður, er hann var spurður vegna
fyrirspurnar í Velvakanda hvort
ekki stæði til að fjarlægja ruslið
við nýju þjóðarbókhlöðuna.
„Það stóð til að hreinsa þetta
rusl af lóðinni fyrir jól en við
misstum það undir snjó og urð-
um því að bíða með að hreinsa
það. Síðan stóð til að hreinsa
þetta í vor, þegar snjóa leysti, en
það dróst og nú er verið að vinna
að því fjarlægja það. Það er
skiljanlegt að fólki finnist ljótt
að sjá rusl þarna í kring og eins
getur stafað hætta af því. Nú
hefur hins vegar verið hafist
handa við að kippa þessu í liðinn
eins og til stóð að gera fyrir
löngu og er það fyrir mestu,"
sagði landsbókavörður að lokum.
ar við opnun sýningarinnar — var
þá ekki í borginni — og eins missti
ég af leiksýningu Magnúsar Páls-
sonar síðar, hreinlega af því að ég
vissi ekki af henni fyrr en eftir á.
Hvort tveggja þótti mér miður.
Tilbrigði í grafík
Þriðja íslenska sýningin var
einnig samsýning en hópurinn all-
miklu minni, aðeins fimm manns.
Hér var um að ræða grafíkverk
eftir Björgu Þorsteinsdóttur,
Eddu Jónsdóttur, Ragnheiði
Jónsdóttur, Valgerði Bergsdóttur
og Jón Reykdal — alls um fjörutíu
myndir. Sýningin fór fram fyrir
tilstilli Ameríska Norðurlandafé-
lagsins (American-Scandinavian
Society) sem áður var angi Amer-
ísku Norðurlandastofnunarinnar
(American-Scandinavian Found-
ation) en klofnaði frá henni fyrir
skömmu, að því er virðist vegna
skammsýni og óbilgirni núverandi
forystu stofnunarinnar.
Ef ég man rétt var flest þetta
listafólk með á sýningu sem stofn-
unin hélt fyrir rúmu ári, og því
hefur í engu farið aftur. Mér hefur
líkað vel við verk Ragnheiðar allt
frá því er ég sá fyrst myndir henn-
ar af óléttukjólunum hér um árið.
Hún sýndi nú röð mynda sem hafa
bókaropnu að sameiginlegu þema.
Sama máli gegndi um myndir
hinna kvennanna á sýningunni;
þær voru allar tilbrigði um eitt
grundvallarþema: „Snertifletir"
Bjargar, „Hringhreyfingar" Eddu,
og „Heild úr hlutum", eins og mig
minnir að myndir Valgerðar hafi
nefnst. Þetta síðasta er í rauninni
það sem felst í einkunnarorðum
Bandaríkjanna, e pluribus unum,
en ekki vit ég hvort hugmyndin
var þangað sótt. Valgerður tók
líka „hlutina“ út úr „heildinni" og
sýndi þá sem sérstæð verk, „Fyrsti
dagur", „Annar dagur" o.s.frv., og
þótti mér það búkonulega gert.
Myndir Jóns Reykdal voru að
vissu leyti einnig tilbrigði; þær
fjölluðu um árstíðirnar, stein-
prentaðar landslagsmyndir, mjög
þokkalegar, og einu litmyndirnar
sem sýndar voru. ívar Guð-
mundsson aðalræðismaður og
kona hans, Barbara, voru gest-
gjafar við opnun sýningarinnar.
Þegar þetta gerist á prenti, mun
skáldsaga Agnars Þórðarsonar,
Hjartað í borði, sennilega verða
komin út hér í enskri þýðingu
undir heitinu A Medal of Distinc-
tion. Það má því segja að íslend-
ingar hafi verið allumsvifasamir á
menningarsviðinu hér þetta vor,
og er það vel. En ekki geri ég mér
grillur um að það muni mikið dala
þá brynju vanþekkingar á öðrum
þjóðum — og ekki aðeins íslandi
— sem flestir Bandaríkamenn eru
væddir. Þeir munu enn verða að
klóra sér í kollinum og spyrja
kindarlegir á svipinn, „Hvar í
fjandaum er það eiginlega, þetta
Island?“
New York, 19. maí 1984.
„Menning er
æðivítt hugtaka
New York-bréf Sídari hluti