Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 15

Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JtJNl 1984 15 Vel heppnaðir „Vor- dagar í Bolungarvík“ Bolungarvík 23. maí. Vordögum menningarviku Bolvík- inga lauk um síðustu helgi. „Vordag- arnir sem stóðu frá 13. til 20. maí þóttu takast mjög vel og betur en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Nærri lætur að um 1.200 manns hafi sótt kvölddagskrá vikunnar og vitað er að rúmlega 600 manns sóttu sýn- ingu Baltasar og gera má ráð fyrir að svipaður fjöldi hafí einnig sótt Ijós- mynda- og myndlistarsýningu heimamanna og heimilisiðnaðarsýn- inguna, en einnig var sýning á verk- um nemenda grunnskólans sem opin var seinni hluta vikunnar. Á vordögum vígði Halldór Har- aldsson píanóleikari nýjan flygil í félagsheimlinu. Ásamt honum á þeim tónleikum komu Ágústa Ág- ústsdóttir söngkona og séra Gunn- ar Björnsson selloleikari fram. Tónskóli Bolungarvíkur var slit- ið í tuttugasta sinn. Á vortónleik- um skólans að þessu sinni komu fram 60 til 70 nemendur eldri og yngri en kvöldið eftir voru haldnir sérstakir afmælistónleikar. Þar komu eldri nemendur Tónskólans fram, þar á meðal nemendur sem nú stunda framhaldsnám í Reykjavík og í Þýskalandi. Leikfélag Bolungarvíkur var með tvær sýningar á finnska barnaleikritinu Finnur karlinn kisa og seppi. Leikstjóri er Svan- hildur Jóhannesdóttir. Húsfyllir var á báðum sýningunum og leikn- um mjög vel tekið. Föstudagskvöldið var helgað jass. Þar komu fram jassistar frá ísafirði og Bolungarvík sem hrifu áhorfendur nánast upp úr skón- um. Á laugardag síðasta dag Vor- daga var dagskrá í íþróttamið- stöðinni Árbæ þar sem vígður var nýr íþróttasalur. Þar kom fram skólahljómsveit Mosfellssveitar undir stjórn Birgis D. Sveinsson- ar. Þá var íþróttasýning og sundmót. Meðal gesta á sundmót- inu var Hrafnhildur Guðmunds- dóttir ásamt fjórum börnum sín- um sem mikið hafa iátið að sér kveða á sundmótum undanfarið. Þá fór einnig fram skákmót í grunnskólanum þennan sama dag. Meðal keppenda þar voru Jóhann Hjartarson og Karl Þorsteinsson. Sigurvegari á skákmótinu var Jó- hann Hjartarson. Vordögum lauk síðan með kvöldskemmtun og dansleik. Með- al þeirra sem komu fram á skemmtuninni var samkór karla- kórs ísafjarðar og karlakórsins Ægis í Bolungarvík. Þá flutti Þröstur Guðbjartsson leikari leik- þátt eftir Jökul Jakobsson og skólahljómsveit Mosfellssveitar lék. Bolvíkingar dönsuðu síðan Vor- dagana út fram á nótt þar sem bolvíska hljómsveitin Kan lék fyrir dansi. Á því er ekki nokkur vafi að Vordagarnir hafa yljað mörgum resiö reglulega af ölmm fjöldanum! þeim er nutu og verða án efa í minnum hafðir. Bolvíkingar færa öllum þeim sem lögðu þessari viku lið bestu þakkir. Þar ber einnig að nefna mörg fyrirtæki sem lögðu sitt af mörkum til að af þessari viku gæti orðið þá sérstaklega Flugleiðum og flugfélaginu Ernir á ísafirði sem reyndust okkur vel þegar við lá að illa færi sökum veikinda flugmanna Flugleiða. Gunnar Nemendur Tónskóla Bolungarvíkur er fram komu á vortónleikum. Opið laugardag frá kl. 10-4 og sunnudag frá kl. 1-5 Aldrei höfum við getað boðið eins gott úrval af 1. flokks notuðum MAZDA bíl- um og núna. Allir bílarnir eru gaum- gæfilega yfirfarnir og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Sýnishorn úr söluskrá: Bifreiðakaupendur! Komið við hjá okkur um helgina, trygg- ið ykkur úrvals notaðan MAZDA bíl og stuðlið þannig að ánægjulegu sumri. Langar þig í nýrri bíl fyrir sumarið? Komdu þá til okkar með þann gamla og skiptu honum upp í nýrri MAZDA. GERÐ ARG. EKINN 929 2 dyra HT v/s '83 23.000 6 mán. áb. 929 4dyrav/s '82 37.000 6 mán. áb. 929 LTD 4 dyra sj.sk v/s'82 20.000 6 mán. áb. 929 Station '81 54.000 6 mán.áb. 929Stationsj.sk '80 40.000 6 mán. áb. 626 2000 4 dyra m/öllu '82 39.000 6 mán. áb. 626 1600 4 dyra '82 19.000 6 mán.áb. 626 2000 2dyrasj.sk. '82 31.000 6 mán.áb. 626 2000 4dyrasj.sk. '81 22.000 6 mán. áb. 626 2000 4dyrasj.sk. '80 64.000 6 mán. áb, GERÐ ÁRG. EKINN 626 1600 4 dyra '80 59.000 6 mán.áb. 323 1300 3 dyra sj.sk. '83 9.000 6 mán.áb. 323 1300 3 dyra '82 38.000 6 mán.áb. 323 1500 5dyra '81 27.000 6 mán.áb. 323 1400 SP 3 dyra '80 68.000 6 mán.áb. 323 Station 5 dyra '80 47.000 6 mán.áb. 323 1300 5 dyra '80 25.000 6 mán.áb. 323 1300 3 dyra '81 35.000 6 mán.áb. 323 1300 3 dyra sj.sk. '82 15.000 6 mán.áb. 323 1300 Saloon 4 dyra '83 12.000 6 mán.áb. 6 mánaða ábyrgð BILABORG HR Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.