Morgunblaðið - 02.06.1984, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1984
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNt 1984
25
tfgmstÞlftfclfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraidur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Tíðindalítill
NATO-fundur
Utanríkisráðherrar 16 að-
ildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins hafa lokið
þriggja daga fundi í Wash-
ington þar sem meðal annars
var minnst 35 ára afmælis
bandalagsins og flutt voru
kveðjuorð til Joseph Luns,
framkvæmdastjóra banda-
lagsins, sem lætur af störfum
undir lok þessa mánaðar fyrir
aldurs sakir. Þessi ráðherra-
fundur var tíðindalítill fyrir
þá sök að ráðherrarnir brydd-
uðu ekki uppi á neinu nýju til
að fá Sovétmenn til viðræðna
um afvopnunarmál. Sú stað-
reynd er alls ekki til marks um
að ráðherrarnir eða aðildar-
ríki NATO vilji ekki ræða af-
vopnunarmálin heldur hitt að
þau hafa nú þegar gengið eins
langt með tillögum um niður-
skurð allra vopnategunda að
þau geta ekki gengið lengra.
Það er undir Sovétmönnum
komið hvort þessum viðræðum
verður fram haldið eða ekki og
hvort einhver árangur verður
af þeim.
A árinu 1967 samþykktu
utanríkisráðherrar NATO-
ríkjanna svonefnda Harmel-
skýrslu, en hún er kennd við
Pierre Harmel, þáverandi
utanríkisráðherra Belga. í
skýrslunni var fjallað um
framtíðarverkefni Atlants-
hafsbandalagsins og komist að
þeirri meginniðurstöðu að
skynsamlegast væri fyrir
NATO-ríkin að fylgja stefnu
sem byggðist í senn á því að
tryggja öryggið með vopna-
búnaði sem væri nægilega öfl-
ugur til að halda óvinunum í
skefjum og á því að ræða við
Sovétmenn um slökun spennu
og afvopnunarmál. Leo Tinde-
mans, núverandi utanríkis-
ráðherra Belga, lagði til á
ráðherrafundi NATO í des-
ember síðastliðnum að á ný
yrði gerð svipuð úttekt og 1967
og var skýrsla um samskipti
austurs og vesturs lögð fram á
fundinum í Washington nú í
vikunni. Niðurstaðan nú er hin
sama og 1967 nema hvað
minni áhersla lögð á slökun
spennu en þá vegna þess að
mönnum er Ijóst að slökunar-
tímann í Evrópu hafa Sovét-
menn notað til að færa sig upp
á skaftið annars staðar. Ahug-
inn á afvopnun sem leiði ekki
til minna öryggis bandalags-
þjóðanna er hins vegar síst
minni nú hjá utanríkisráð-
herrum NATO-ríkjanna en
1967.
Eins og ætíð á 35 ára ferli
Atlantshafsbandalagsins
I beinist athygli fjölmiðla ekki
síst að þeim ágreiningsefnum
sem uppi eru meðal aðildar-
þjóðanna. Miðað við það veður
sem jafnan hefur verið gert út
af slíkum ágreiningi ætti
bandalagið að hafa splundrast
fyrir löngu. Það hefur ekki
gerst og engar blikur eru á
lofti sem ógna varnarsam-
starfi lýðræðisþjóðanna innan
frá. í þessu samhengi líta
menn nú til Hollands af því að
ríkisstjórn og þing þar í landi
hafa ekki getað tekið ákvörðun
um hvernig staðið skuli við
skuldbindinguna frá 1979 um
að setja niður 48 bandarískar
stýriflaugar með kjarna-
oddum í landinu. Ákvörðun
um þetta mál ætla Hollend-
ingar að taka fyrir lok þessa
mánaðar. Hlaupist þeir undan
fyrri skuldibindingum hefur
það auðvitað alvarleg pólitísk
og sálræn áhrif og veikir varn-
ir NATO meira með þeim
hætti en hernaðarlega.
Afsökun
fráNT
Til orðahnippinga hefur
komið milli NT og Morg-
unblaðsins vegna þess að í
ritstjórnardálki NT sem ritað-
ur er af nafnleysingjanum
Skugga var því dróttað að dr.
Jóhannesi Nordal, seðlabanka-
stjóra, að honum hefði verið
„mútað" með afmælisgjöf frá
Alusuisse.
Á miðvikudaginn segir í
leiðara NT: „Enda þótt NT
leggi áherslu á harðan og
krefjandi fréttaflutning, legg-
ur blaðið jafnframt áherslu á
sanngirni jafnt í fréttum sem
stjórnmálaskrifum. Hafi ein-
hvern tímann verið troðið á
sanngirnissjónarmiðum á síð-
um NT, hlýtur blaðið að
harma slíka yfirsjón. Hér er
sérstaklega átt við þau greina-
skrif í NT, sem fylgdu í kjölfar
sextugsafmælis Jóhannesar
Nordals og fólu í sér ósæmi-
legar getgátur varðandi hugs-
anlega gjöf frá svissneska ál-
félaginu í því sambandi. Slíkar
dylgjur eru óréttmætar og ber
að harrna."
Morgunblaðið endurbirtir
þennan kafla úr forystugrein
NT vegna þess að hann á að
vera öllum þeim sem starfa
við fjölmiðla eða halda uppi
málflutningi á opinberum
vettvangi til fyrirmyndar um
viðbrögð þegar of langt hefur
verið gengið.
Heimsreisuklúbbur Útsýnar:
Siglir á Níl í október
I fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðinu hefur borizt frá
Heimsreisuklúbb Útsýnar segir,
að þátttakendur í næstu heims-
reisu, sem farin verður í októ-
ber muni fara í einkasiglingu á
Níl frá Luxor til Aswan og sé
skipið, sem farið verður með
fljótandi lúxushótel. í fréttatil-
kynningunni segir:
„Samkvæmt skoðanakönnun
tímaritsins „Business Traveller",
var Mandarín hótelið í Singapore
valið besta hótel heimsins árið
1983, en þar dvöldust þátttakend-
Veggrayndir úr konungagröf.
ur í „Heimsreisu IV“ í lok ferðar
í fyrra. Heimsreisan í ár verður á
vit merkustu fornminja heims í
Egyptalandi, og verður mjög til
hennar vandað eins og hinna
fyrri. Til dæmis hafa samningar
tekist við hið nýja, Sheraton Gez-
irah hótel í Kaíró, sem reist var á
gróðursælli eyju úti í Níl með út-
sýni yfir miðborgina og er að
mati kunnugra í tölu glæsi-
legustu hótela heimsins.
Eftir þriggja daga dvöl í Kaíró
og kynnisferð um borgina til
pýramídanna miklu við Giza,
Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra við opnun Listahátíðar:
22,2 millj. kr. hagnaður af rekstri Hafskips í fyrra:
„Með Listahátíö gerum
við okkur dagamun,
það þurfa allir að gera“
Hafskip tap-
aði 19,5 millj.
á Eddunni
Vöruflutningar Rainbow Navigation Inc.:
„Engin samkeppni er í þessu dæmi“
— sagði Björgólfur Guðmundsson forstjóri Hafskips
„ALVARLEGASTUR hnekkir í
rekstri félagsins getur orðið tekjutap
á siglingaleiðinni til og frá Banda-
ríkjunum, þar sem bandarísk yfir-
völd virðast, á þessari stundu, láta
viðgangast, að nýgræðingar í skipa-
rekstri geti, í skjóli úreltra einokun-
arlaga, yfirtekið markaðinn.
Engin samkeppni er í þessu
dæmi, hvorki hvað farmgjöld eða
þjónustu varðar," sagði Björgólfur
Guðmundsson, forstjóri Hafskips,
^0' *»««*»*•■*•*^ •* * * ® • *
' •'* 3\\* mmmfr.
má.
» m n a m m m m mm m w t« m «t wt
— 'átr****«p-
■ -
Skemmtiferðaskip Sheraton á ánni Nfl.
Memfis og Sakkara, verður flogið
til Luxor og haldið beint um borð
í skipið „Anni“, eitt af fljótandi
: ■
lúxushótelum Sheraton-hrings-
ins, sem siglir milli Luxor og
Aswan. Dvalist verður um borð í
4 daga og komið við á ýmsum
stöðum til að skoða hinar stór-
fenglegu fornminjar meðfram
ánni Níl. Einnig verður fjögurra
daga dvöl í Luxor, og gefst þá
tækifæri til að skoða hin ein-
stæðu hof í Luxor og Karnak,
ásamt konungadalnum með
grafhýsi Tutankhamons og 60
annarra faróa Egyptalands.
Fundur konungagrafanna árið
1922 er talinn mesta uppgötvun
fornleifafræðinnar.
Að lokinni dvöl í Egyptalandi
gefst þátttakendum kostur á að
framlengja ferðina til ísrael, og
litast um á slóðum Krists og
fljúga til baka frá Tel Aviv.
Heimsreisa IV til Bangkok,
Balí og Singapore, sem vakti gíf-
urlega athygli og vinsældir í
fyrra, verður einnig endurtekin í
nóvember.“
í ræðu sinni á aðalfundi félagsins
um vöruflutninga bandaríska
skipafélagsins Rainbow Navigat-
ion Inc., sem hafið hefur vöru-
flutninga fyrir bandaríska
varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.
Ragnar Kjartansson, stjórnarfor-
maður Hafskips, tók í sama streng
í ræðu sinni og sagði að „þessari
aðför“ mætti líkja við ofbeldi hins
stóra í garð hins smáa. Einörð af-
staða íslenskra stjórnvalda, undir
forystu utanríkisráðherra, gefur
tilefni til að ætla, að lausn fáist og
fullt jafnræði verði í það minnsta
tryggt, þótt óvænlega horfi í bili,“
sagði Ragnar Kjartansson.
Heildarflutningar Hafskips
minnkuðu um 4%árið 1983
FLUTNINGSMAGN Hafskips til
landsins í tonnum minnkaði árið
1983 um 7,3% frá árinu á undan;
hins vegar jukust flutningar frá
landinu um 3,2% í tonnum. Því
minnkaði vegið heildarflutnings-
magn um 4% miðað við 1982. Haf-
skip, sem varð 25 ára í nóvember sl.,
hefur nú 7 skip í íætlunarsiglingum
til og frá landinu. Eitt skip bættist í
skipastól Hafskips á síðasta ári —
ms. Rangá, sem áður var norska
skipið Barrok.
Hafskip rekur nú svæðisskrif-
stofur í 5 borgum erlendis: Kaup-
mannahöfn, Hamborg, Ipswich,
New York og Rotterdam, en sú
síðasttalda var opnuð 1. apríl sl.
Þá er í undirbúningi að opna
sjöttu umboðsskrifstofu félagsins
seinna á þessu ári. Á sl. ári stofn-
aði félagið svo dótturfyrirtækið
Hafskip Holdings Inc. í New York,
en það keypti í fyrra haust banda-
ríska flutningafyrirtækið Cosmos
Shipping Co. Cosmos rekur skrif-
stofur í fimm borgum í Banda-
ríkjunum, en framkvæmdastjóri
þess er Gunnar Andersen og
starfsmenn um 50 talsins.
í ársskýrslu Hafskips kemur
fram að rösklega 230 manns störf-
uðu hjá móðurfyrirtækinu á árinu
1983. Hjá erlendu dótturfyrir-
tækjunum, á leiguskipum á áætl-
unarsiglingum og við aðra starf-
semi erlendis störfuðu 120 manns.
Því var heildarfjöldi starfsmanna
Hafskips um 350.
Mikill mannfjöldi sótti opnunarhátíð Listahátíðar í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Morgunblaöiö RAX.
HLUTUR Hafskips í tapi Farskips
hf., sameiginlegs fyrirtækis Eim-
skips og Hafskips, sem rak bif-
reiða- og farþegaferjuna Eddu sl.
sumar nam 19,5 millj. kr. í máli
Björgólfs Guðmundssonar for-
stjóra Hafskips á aðalfundinum
kom fram að eftir að hafa
grandskoðað möguleika á áfram-
haldandi rekstri hefði stjórn Far-
skips ákveðið að hætta starfsemi
fyrirtækisins.
Ragnar Kjartansson stjórnarformaður Hafskips flytur ársskýrslu félagsins á aðalfundi þess í gær í Domus Medica.
Hjá honum frá vinstri sitja við borðið: Ólafur B. Ólafsson varaformaður, Björgólfur Guðmundsson forstjóri, Jón
Magnússon fundarstjóri, Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri, Páll Bragi Kristjónsson framkvæmdastjóri og
Helgi Magnússon endurskoðandi félagsins.
MIKIÐ fjölmenni var saman
komið í LaugardalshöII í gær-
kvöldi þegar Listahátíð í
Reykjavík var formlega sett.
Kvöldið í gær var eiginlega
tvískipt, fyrst formleg setning
menntamálaráðherra, frú
Ragnhildar Helgadóttur, og
skemmtiatriði en síðan dans-
leikur, sem dunaði fram á nótt.
Veitingar voru bornar fram og
erlendir iistamenn voru með
uppákomur.
Eftir að Garðar Cortes, „veislu-
stjóri“, hafði boðið gesti velkomna
með stuttu ávarpi tók Sinfóníu-
hljómsveit íslands við og lék Hátíð-
armars Páls ísólfssonar áður en
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, flutti setningarræðu
sína. Ráðherra sagði m.a.:
„Til Listahátíðar fyrir okkur Is-
lendinga er efnt á tveggja ára fresti
og alltaf á þessum árstíma, þegar
sumar er að leysa vorið af hólmi og
nóttin er björt, eiginlega engin nótt.
Til hvers erum við að halda Listahá-
tíð? Við spyrjum ekki til þess að
draga í efa að svo skuli gert heldur til
að skilja hvað við getum þangað sótt
okkur til sáluhjálpar. Við höldum
Listahátíð til að hvílast um stund,
ekki eins og „lokið sé leið“ heldur til
að taka mið, til að njóta, til að ein-
beita okkur að einstökum úrvalsvið-
burðum, lyfta huganum í þær hæðir
sem við hvert og eitt megum mest ná
fyrir atbeina listarinnar. Með Lista-
hátíð gerum við okkur dagamun, það
þurfa allir að gera.“
Eftir ræðu menntamálaráðherra
tók Sinfóníuhljómsveitin við að nýju
en nú kvað við annan tón. Verkið sem
hún flutti var nefnilega syrpa dæg-
urlaga frá árunum 1964 —74 í útsetn-
Ragnhildur Helgadóttir menntamála-
ráðherra setur Listahátíð 1984 í gær-
kvöldi.
Kenndi þar ýmissa grasa, m.a. var að
finna lagið Sísí fríkar út. Síðari syrp-
unni var ekki síður tekið en þeirri
fyrri.
Upp úr miðnætti hófst svo dans-
leikur við undirleik hljómsveitar
Gunnars Þórðarsonar og dunaði
dansinn enn er Mbl. fór í prentun.
ingu nemenda úr tónfræðideild Tón-
listarskólans í Reykjavík. Hafði
Karólína Eiríksdóttir umsjón með
verkinu. Hófst syrpan á laginu Fyrsti
kossinn og fór ekki leynt að gestir í
Laugardalshöll í gærkvöldi kunnu vel
að meta flutning hljómsveitarinnar
þótt óneitanlega sé hún kunnari fyrir
flutning klassískrar tónlistar. „Big-
band“ FlH tók því næst við og lék
þrjú lög áður en Islenski dansflokkur-
inn hélt danssýningu, en að henni lok-
inni tók Bigbandið aftur við og lék
fram að hléi.
Á meðan á hléinu stóð skemmti
Whoope-hljómsveit Bob Kerr gestum
og vakti mikla hrifningu. Ekki aðeins
fyrir hljóðfæraleik, heldur fyrir
sprell sitt og brandara. Því næst tók
Morse-látbragðshópurinn við og kom
gestum á óvart með atriðum sínum.
Islenski dansflokkurinn tók við að
nýju áður en Sinfóníuhljómsveitin
tók síðari dægurlagasyrpu sína.
„Aí koma skipafélagsins
verður að teljast góö“
— sagði Ragnar Kjartansson stjórnarformaður
HEILDARHAGNAÐUR Hafskips
hf. árið 1983 nam 41,5 milljónum
króna. Tap skipafélagsins af Farskip
hf., sera rak skemmtiferðaskipið ms.
Eddu síðasta sumar, nam rösklega
19 milljónum, svo að hreinn hagnað-
ur Hafskips varð 22,2 milljónir
króna. Þetta kom m.a. fram á aðal-
fundi Hafskips, sem haldinn var í
Domus Medica í gær. Samkvæmt
Stjórnin
endurkjörin
ENGAR mannabreytingar urðu við
stjórnarkjör á aðalfundi Hafskips í
gær. Verður Ragnar Kjartansson því
áfram stjórnarformaður, Ólafur B.
Ólafsson varaformaður og Sveinn R.
Eyjólfsson ritari.
Aðrir sem endurkjörnir voru í
stjórnina eru: Bjarni Magnússon,
Davíð Scheving Thorsteinsson,
Guðlaugur Bergmann, Gunnar
Þór Ólafsson, Hilmar Fenger, Jón
Helgi Guðmundsson, Jón Snorra-
son, Jónatan Einarsson, Páll G.
Jónsson, Pétur Björnsson og Víðir
Finnbogason. Forstjóri félagsins
er Björgólfur Guðmundsson og
framkvæmdastjórar þeir Jón Há-
kon Magnússon og Páll Bragi
Kristjónsson.
ársskýrslu, sem lögð var fram á
fundinum námu rekstrartekjur
rúmlega 580 milljónum, og jukust
þær um 76,1% frá árinu 1982 sam-
tímis því að rekstrargjöld jukust um
67,5%. Hagnaður af rekstri fyrir af-
skriftir og fjármagnsgjöld varð því
128 milljónir kr., sem jafngildir 22%
af rekstrartekjum miðað við árið
1982. Enn fremur nam rekstrarhagn-
aður 99,1 millj. kr. eða 17,1% af
rekstrartekjum í samanburði við
13,l%árið 1982.
„Þessar tölur tala sínu máli um
þau tök, sem náðst hafa á beinum
rekstrarlegum þáttum í starfi fé-
lagsins, það er að segja þeim þátt-
um sem starfsmenn þess og
stjórnendur geta að einhverju
leyti haft í hendi sér,“ sagði Björg-
ólfur Guðmundsson, forstjóri Haf-
skips, m.a. í ræðu sinni á aðal-
fundinum. Hann sagði enn fremur
að flest þeirra markmiða, sem sett
voru árið 1977 þegar endurreisn
félagsins hófst, þegar náðst en
samt sem áður væri hin litla eig-
infjármyndun skipafélagsins
bagaleg. Sagði Björgólfur orsak-
anna að leita í hinum „óstýranleg-
um ytri þáttum hins almenna
efnahagsástands sem ríkt hefur
undanfarin ár“. Um rekstraráætl-
un ársins 1984 sagði Björgólfur að
hún gæfi tilefni til hóflegrar
bjartsýni, en ekkert mætti út af
bregða til að hún stæðist ekki.
í ræðu Ragnars Kjartanssonar,
stjórnarformanns Hafskips, kom
m.a. fram að afkoma skipafélags-
ins verði að teljast góð, „ekki síst
þegar haft er í huga að á undan-
förnum misserum hefur almennur
stykkjavöruflutningur til landsins
dregist saman um 12—14%, en
magnsamdráttur hjá félaginu á
sama tíma verið innan við 10%.
Ragnar vék enn fremur að gagn-
rýni, sem komið hefur fram vegna
þess að íslensk kaupskipaútgerð
hefur tekið erlend skip á leigu.
Sagði hann að við umbyltingu ís-
lenzku skipaútgerðarinnar á und-
anförnum árum hefði skipum
fækkað samhliða því sem þau
hefðu stækkað. Því hefðu fjölmörg
þessara leiguskipa bæst í íslenzka
kaupskipaflotann. Svo hefði t.a.m.
verið með þau 3 skip sem Hafskip
hefði fest kaup á undanfarin ár.
„Þjóðhagslegt mikilvægi kaupsigl-
inga byggir á öryggi og ítrustu
hagkvæmni í þágu þjóðarheildar,
og íslenzkar siglingar á íslenzkum
skipum eru að sjálfsögðu sameig-
inlegt markmið þorra hugsandi
manna. Hins vegar verður að líða
þessum atvinnurekstri sem öðr-
um, ráðrúm til tilrauna og sveigj-
anleika til þess m.a. að geta mætt
hugsanlegum áföllum,“ sagði
Ragnar Kjartansson.