Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 33

Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 33
33 \ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JtJNÍ 1984 Sumarsýning Ásgrímssafns ÁRLEG sumarsýning Ásgrímssafns viö Vestmannaeyjum frá árinu 1903, sem er eitt af Bergstaöastræti veröur opnuö á sunnudag. Þar elstu verkum safnsins. Sumarsýningin verður verða sýndar olíu- og vatnslitamyndir, m.a. nokk- opin alla daga nema laugardaga frá kl. 13.30—16 í ur stór málverk frá Húsafelli og olíumálverk frá júní-, júlí- og ágústmánuöi. Málverk Sigurbjörns E. Logasonar SIGURBJÖRN Eldon Logason, olíumyndir, en þetta er þriöja myndlistarmaöur, opnar í dag einkasýning Sigurbjörns. Hún kl. 14 málverkasýningu í félags- veröur opin nú um helgina og heimili Ölfusinga í Hverageröi. um þá nœstu frá kl. 14—22. Á sýningunni eru vatnslita- og menningarmiöstööinni Geröu- bergi. Verkin á sýningunni eru 40 talsins, myndvefnaöur, tauþrykk og verk unnin meö blandaöri tækni. Sýningin stendur til 17. júní, opin mánudaga—fimmtudaga frá kl. 16—22 og föstudaga—sunnu- daga frá kl. 14—18. Sýningin er liöur í Listahátíö 1984. Ásmundarsalur: Sýning Bjarna Ragnars Myndlistarmaöurinn Bjarni Ragnar sýnir nú verk sín í Ás- mundarsal viö Freyjugötu. Á sýn- ingunni, sem er 4. einkasýning hans, eru um 30 myndir, olíumál- verk og teikningar sem hann hefur málað frá árinu 1978. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 14—22 fram til 6. júní. Listmunahúsið: Hamskipti og skepnuskapur Magnús Tómasson myndlistar- maöur sýnir nú 32 olíumálverk í Listmunahúsinu viö Lækjargötu, á sýningu sem ber yfirskriftina „Hamskipti og skepnuskapur". Sýningin er opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14.—18. Henni lýkur 11. júní. Gallerí Portið: Myndir Stefáns frá Möörudal Stefán Jónsson, myndlistar- maöur frá Möörudal, heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum i Gallerí Portinu á Laugavegi 1. Á sýningunni eru um 500 verk, olíumálverk og vatnslitamyndir, sem Stefán hefur málaö á undan- förnum þremur árum. Sýningin í Gallerí Portinu er opin alla daga vikunnar frá kl. 15—20. TÓNLIST Kópavogskirkja: Skólakór Kársness Skólakór Kársness heldur i dag kl. 16 tónleika í Kópavogskirkju, undir stjórn Þórunnar Björnsdótt- ur. Á tónleikunum kemur „Litli kór- inn“ úr Kársnesskóla einnig fram. Hlégarður: Álafosskórinn Álafosskórinn heldur kvöld- skemmtun í Hlégaröi í kvöld, kl. 21. Einsöngvarar meö kórnum eru IHelgi Einarsson og Dóra Reyndal, en söngstjóri er Páll Helgason. Á kvöldskemmtuninni veröur sýndur tískufatnaður frá Álafossi. Myndlist á Mokka HANNES Siguröarson, mynd- listarmaöur, hefur nú opnaö sýningu á verkum sínum í Mokka-kaffi viö Skólavöröu- stíg. Sýningin stendur til 18. júní, opin á opnunartíma hússins. SAMKOMUR Árbæjarsafn opiö Árbæjarsafn hefur nú verið opnað á ný eftir vetrarhlé. Safniö veröur að vanda opiö alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13.30—18 og frá kl. 10 sunnudaga og laugardaga. í Eimreiöarskemmunni stendur nú yfir sýning á þeim hluta skipu- lagssýningarinnar sem var á Kjarvalsstööum og tekur yfir gaml- ar Ijósmyndir og uppdrætti. Kaffi- veitingar eru einnig í Eimreiðar- skemmunni. Hótel Loftleiðir: Stúdentsafmæli Bekkjarráö stúdenta frá MH voriö ’74 gengst fyrir samkomu í kvöld kl. 19.30 á Hótel Loftleiöum. Meöal atriða á skemmtuninni verður myndasýning frá skólaár- unum og fleira. Vindáshlíð: Sumarstarfið hafið Sumarstarf KFUK í Vindáshlíö hefst á sunnudag, meö guösþjón- ustu í Hallgrímskirkju og í Vind- áshlíð í Kjós, sem hefst kl. 14.30 og veröur kaffisala aö henni lokinni í sumarbúöunum. Hafnarfjörður/. Reykjavík: Sjómannadag- urinn Útihátíöarhöld sjómannadags- ins í Reykjavík hefjast kl. 13.30 á sunnudag viö Reykjavíkurhöfn, en á sunnudagsmorgun verða fánar dregnir aö húni á skipum í höfninni kl. 8, kl. 10 leikur Lúörasveit Reykjavíkur viö Hrafnistu í Reykja- vík og Minningarguösþjónusta veröur í Dómkirkjunni kl. 11, þar sem Pétur Sigurgeirsson, biskup, minnist látinna sjómanna. Kl. 13.30 leikur lúöraveitin viö Reykja- víkurhöfn, en síöan hefst samkoma þar sem flutt veröa ávörp og aldr- aöir sjómenn heiðraöir. Kappróöur veröur í höfninni og Björgunar- sveitin Ingólfur veröur meö björg- unarsýningu. Þá flytjast atriöi Listahátíöar, sem áöur voru aug- lýst á Lækjartorgi, aö Reykjavíkur- höfn. í Hafnarfiröi hefst sjómanna- dagurinn meö leik Lúörasveitar Hafnarfjaröar viö Hrafnistu kl. 10 og kl. 11 verður sjómannamessa í kapellu Hrafnistu, prestur veröur sr. Siguröur H. Guðmundsson. Á milli kl. 15 og 17 veröur kaffisala í samkomusal Hrafnistu og sýning á vinnu vistmanna. Þá veröa vernd- aöar þjónustuíbúöir aldraöra i Garöabæ til sýnis á sama tíma. Á sunnudagskvöld veröur síðan haldiö Sjómannadagshóf í Súlna- sal Hótel Sögu og hefst þaö kl. 19.30. FERÐIR Ferðafélag íslands: Verbúðarústir og tófubyrgi Ferðafélagiö fer á sunnudag í tvær gönguferöir. Kl. 10 er ferö um Klóarveg, sem er gömul leiö milli Grafnings og Hverageröis. Gangan hefst viö Villingavatn í Grafningi og leiöin endar viö Gufudal. Klukkan 13 er ferö á Seltanga, sem er gömul verstöö miöja vegu milli Grindavíkur og Krísuvíkur. Veröa þar skoöaöar gamiar minj- ar, s.s. verbúðarústir og tófubyrgi, en þær eru nú friðlýstar. Gróður og garðar Gróður og garöar er nýtt tímarit sem hentar þeim fjölmörgu sem áhuga hafa á garðrækt, blómarækt og gróöri. Fjölbreytt efni og glæsilegt útlit gera Gróður og garða aö blaði sem menn geyma og lesa aftur og aftur. Meðal efnis í 1. tbl. ★ Matjurtarækt ★ Pottablóm og umhirða þeirra ★ Skipulag garða ★ Áhrif veðurfarsins á gróður og garða ★ Trjárækt ★ Úöun garða ★ Garðyrkjuskóli ríksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.