Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 36

Morgunblaðið - 02.06.1984, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚNl 1984 36 Minning: Sigurður Einar Einarsson, Hólavatni Fæddur 13. febrúar 1899 Dáinn 23. maí 1984 Það kom mér ekki á óvart að heyra dánarfregn Sigurðar móð- urbróður míns. Hann var háaldr- aður og hafði mikið tapað heilsu síðustu árin, svo að hann mátti illa við áföllum. Hann hafði reyndar oft á orði, að hann hefði löngu lokið sínu verki og var sátt- ur við að fara, þegar kallið kæmi. Sigurður Einar Einarsson var fæddur í Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi 13. febrúar 1899 elstur fjögurra barna Einars Einarsson- ar bónda þar og síðar í Vestri- Garðsauka og fyrri konu hans, Kristínar Sigurðardóttur frá Þórunúpi. Systurnar Sigríður og Guðríður lifa bróður sinn, en yngri bróðirinn, Sighvatur, dó í bernsku. Móður sína missti Sigurður árið 1905, en tveimur árum síðar kvæntist faðir hans Þorgerði Jónsdóttur frá Hemru í Skaftár- tungu, sem gekk börnum hans í móður stað. Þau áttu saman tvö börn, Jón og Kristínu, sem bæði eru á lífi. Sigurður ólst upp í Garðsauka og átti þar heima meðan hann var sjálfs sín og hafði ekki fyrir heim- ili að sjá. Vann á búi föður síns og fór til vers, oftast í Vestmanna- eyjar og Þorlákshöfn. Árið 1940 festi hann ráð sitt og kvæntist Elínu Ingvarsdóttur frá Neðra-Dal undir Eyjafjöllum. Þau keyptu jörðina A-Búðarhólshjá- leigu í Landeyjum (síðar nefnd Hólavatn) og bjuggu þar alla tíð síðan. Jörðin var ekki stór, en grösug og mýrlend, og þó að flat- lent sé í Landeyjum, þá er þar tignarleg fjallasýn og rúmt fyrir augað. Fyrstu árin voru nokkuð erfið, efnin lítil og tækni ekki farið að gæta að marki í landbúnaði, en Sigurður var seigur búmaður og kona hans stóð vel með honum að því að byggja upp bústofn og jörð. Þau lifðu mikla breytingatíma í sveit sinni, þegar framræslan gerði hjáleigur Landeyja að vildis- jörðum, og voru þátttakendur í þeirri byltingu. Sigurður fór ekki að hlutunum með bægslagangi og hann forðað- ist að ráðast í stærri verkefni en hann var viss um að ráða við, enda lauk hann flestu því sem hann ætlaði sér. Hann vann sér hægt og bætti jörðina stöðugt að ræktun og byggingum, og vandaði val sitt á áhöldum. Lét sig frekar vanta verkfæri en að kaupa það sem hann var ekki ánægður með. Ég kynntist Sigga frænda, þeg- ar mér var komið til hans í sveit 7 ára gömlum, og hjá þeim hjónum fékk ég síðan níu sumra uppeldi. Það var gott að vera heimamað- ur á Hólavatni. Lífinu var ekki lif- að þar til að drífa það af. — Auð- vitað var oft mikið annríki, en samt góður tími til að vera til og spekúlera. Okkur börnunum voru ætluð verk og gengið eftir því að við skiluðum þeim þokkalega, en aldrei var okkur ætlað um of, og frístundirnar voru margar og góð- ar. Sigurður var skemmtilega grín- aktugur. Hann var engin sérstök barnagæla, en börn hændust að sérstæðri og hlýlegri kímni hans. Honum lét vel að segja okkur til við vinnu og kenna vinnubrögð. Þeirri tilsögn fylgdu oft vanga- veltur um heimsmálin, og þar sem ég var rauðhærður, var ég sjálf- kjörinn blóraböggull Maós for- manns og Moskvuvaldsins og lát- inn svara fyrir þeirra pólitík. Stundum, þegar honum var ráðafátt í einhverju verki, kvaddi hann til kúarektorinn og spurði Fæddur 14. júlí 1900 Dáinn 21. maí 1984 Hann var fæddur að Neðra- Apavatni í Grímsnesi, sonur Ás- mundar bónda og oddvita á Neðra-Apavatni, Eiríkssonar, bónda á Gjábakka í Þingvalla- sveit, Grímssonar. Móðir Guð- laugs var kona Ásmundar, Guðrún Jónsdóttir, bónda og hreppstjóra í Skógarkoti í Þingvallasveit, Krist- jánssonar. Guðlaugur var næst- yngstur níu systkina sem upp komust, hann óx með þeim úr grasi á heimili foreldra sinna og átti heima á Neðra-Apavatni alla ævi, einhleypur maður og nú í byrjun sauðburðar sofnaði hann þaðan burt. Bernskuheimili hans var marg- mennt; þau Ásmundur og Guðrún ólu önn fyrir fleiri börnum en þeim sem þau áttu og gamalmenni bæði skyld og óskyld húsráðend- um lifðu þar sitt ævikvöld. Jörðin er víðlend, smalamennskur því miklar og langar, slægjur fjarri bæ og heybandsvegur langur, ým- ist af votlendi eða ofan úr heiði. Sauðir voru margir og hafðir á beitarhúsum sem drjúgan spöl var að fara á, ær kvíaðar og yfir þeim varð að sitja. Silungsveiði var stunduð í vatninu, vitjað um nær daglega meðan autt var og veitt um ís á veturna; pjökkuð netlöng rauf gegnum ísinn, net lagt niður og staðið yfir unz fiska varð vart. Ungum dreng var Gauðlaugi hald- ið að verki, hann gætti kvíaánna á sumrin og hélt sauðum til beitar á vetrum og því meira sem hann bar því fleiri urðu verkin; sláttur, róð- ur, torfrista, göngur, húsa- byggingar og hvaðeina annað sem til féll. Hann var lágvaxinn mað- ur; vaxtarlagið bar vitni um þrot- laust starf frá blautu barnsbeini, axlirnar signar, hendurnar sigg- grónar, beinaberar og fingurnir réttu ekki úr sér eftir langvarandi grip um árar og amboð. Svipur hans var ávallt rór, augun grá og skýr, horfðu við fjarlægðinni eins og hún væri alófær, honum var hlýrra til þess sem nær var og hægt að þreifa á og fór ekki langt. Hann var árrisull alla tíð, var oftast nýkominn frá að vitja um hann faglega útúr, eins og ráðu- naut, og stökk ekki bros, en var í senn sposkur og grafalvarlegur svo sem honum einum var lagið. Aldrei nefndi hann mig sumar- langt sama tilbrigðinu um Jóns- nafnið. Fannst ég vera frískari að vakna ef ég var ávarpaður með ný- nefni t.a.m. á þriggja vikna fresti. Hið sama átti við um hundinn, köttinn og gamla vagnhestinn. Fannst Elínu stundum nóg um þennan framúrstefnuhúmor bónda sins, enda var henni annt um sitt heimafólk. Sigurður var á yngri árum gef- inn fyrir hesta og hafði glöggt auga fyrir reiðhestum, þó að hann sinnti því sporti ekkert eftir að við kynntumst, og hann þurfti ekki lengur hesta við í búskapnum. Fannst mér það fréttnæmt, þegar ég heyrði að hann hefði staðið í hrossaprangi og farið ríðandi í langa lystitúra með vinum sínum hér áður fyrr, því að hann var svo heimakær, að það þurfti þó nokk- uð klókar fortölur og ýtni til að fá hann með sér af bæ. Hann var hins vegar reisuglaður, þegar hann var kominn upp á ferðina. Honum leið samt hvergi betur en vinnuklæddum heimavið. Ef hann hafði nauðsynlega þurft að vera einhverja daga að heiman, þá var hann ekki tilbúinn að heilsa fólk- inu fyrr en hann var kominn í hversdagsföt og búinn að drekka kaffibolla við austurendann á eldhúsborðinu. Hann sleit því ekki mörgum sparifötum um dagana. Hann var bóndi og sáttur við að vera það, þrátt fyrir alla erfið- leika. Hefði naumast þrifist við þegar aðrir komu á fætur eða bú- inn að slá margar brýnur eða far- inn til gegninga fyrr en aðrir. Hann var veðurglöggur, hljóðlátur í dagfari en þögul návist hans var heimilisfólki meira öryggi en orð. Verklag hans var fjársjóður hans og þann fjársjóð lagði hann þeim til sem áttu með honum heimili og hag sinn allan undir traustum húsvegg, vönduðum túngarði og vel hirtum peningi. Þessi lágvaxni maður, grannur, álútur, stuttstíg- ur en léttur á fæti bjó yfir áunn- inni seiglu, það var eins og hann yrði ekki þreyttur þótt lengi væri verið að, honum væri ekki kalt klæddur slitinni buru í nepju og eins og honum leiddist ekki fá- brotinn dagur. Þessi undraverða seigla bar ævi hans uppi með óslitinni vinnu sem lögð var fram í þeirri vissu að heilbrigðri hönd sé það skylda að sjá fyrir ómegð og hlúa að öllu sem lifnar, grær og vex. Verklag sitt hlaut hann í arf frá gengnum kynslóðum í þessu landi og öðrum fjær, hann var gæddur því verksviti sem hjálpar okkur mönnunum að lifa af. Guð- laugur þroskaði með sér þau hygg- indi hins góða verkmanns sem beitir ekki líkama sínum af afli heldur notar lag. Hann var af- bragðs sláttumaður með orfi og ljá og vel lagtækur við smíðar, gat gert notadrjúgt búsgagn af rýrum efnivið og veggirnir sem hann hlóð og hélt við skriðnuðu seint, hleðslumaðurinn þekkti undirlag- ið og gat látið ótilhöggvinn stein og burðarlitla torfu standast þannig á að húsagerðin stæðist. Þessu verksviti hans fylgdi innileg nærfærni við menn og skepnur. Honum var einkar lagið með sinni lágu, hlýju rödd og hrjúfu hönd að sætta grátið barn aftur við heim- inn og smíðisgripir hans, álftir tálgaðar úr ýsubeini og reiðhestar sagaðir úr krossviðarplötum, upp- fylltu hugdjarfa bernskudrauma þeirra sem þessir hlutir voru gerð- ir. Guðlaugur bjó á móti Grími, bróður sínum, á Neðra-Apavatni á árunum 1931—41 en seldi Grími sinn hlut í jörðinni og vann eftir það bróður sínum og hans heimili annað starf a.m.k. ekki eftir að ég þekkti hann. Þau Elín voru að mörgu leyti ólíkar manneskjur, en samt fór vel á með þeim og heimilisbragur var notalegur, þótt húsakynni væru þröng. Börn áttu þau ekki saman, en ólu upp tvær systkinadætur El- ínar, sem alla tíð voru þeim sem þeirra eigin börn. Þau áttu kjör- son, Hallgrím, sem nú byr á Hóla- vatni ásamt konu sinni, Margréti Högnadóttur, og dætrum þeirra. Þau önnuðust gömlu hjónin af miklum kærleika við erfiðar að- stæður, meðan hægt var að hjúkra þeim heima, og verður sú um- hyggja seint metin eða fulllaunuð. Nú í vor fluttu gömlu hjónin á ellihjúkrunarheimilið á Selfossi, enda löngu þurfandi fyrir þann aðbúnað. Þar átti Sigurður skamma dvöl. Heilsan var lengi búin að vera tæp og þrekið smá- fjaraði út seinustu árin. Sigurður Einarsson var sáttur við það líf, sem hann lifði, og sátt- ur við að sofna eftir langan dag. Ég bið Guð að styrkja og hugga eftirlifandi konu hans og ástvini — og harma að ég get ekki fylgt honum seinasta spölinn. Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið mér svo marga góða daga með þessum frænda mínum og fyrir þá góðu minningu, sem hann skilur eftir hjá okkur. Ég minnist hans í dag eins og ég man hann marga vordaga, þegar við vorum tveir við verk úti undir víðum himni og gróandinn söng í kringum okkur. Bolungarvík, 30. maí ’84, Jón Ragnarsson allt en var sjálfur með dálítinn fjárstofn, harðgert fé, stórbeinótt og sjálfbjarga sem var gjarnt að heimtast ekki fyrr en í síðustu leitum og sumt ekki fyrr en á að- ventu. Guðlaugur var fjármaður, glöggur og trúr, þeim var óhætt ánum meðan hann fylgdist með þeim um sauðburðinn, hann þekkti kjörhaga hverrar og einnar og markglöggur var hann; það fór ekki bæjavillt úr réttum á haustin féð sem hann hýsti. Að leiðarlokum eru Guðlaugi færðar þakkir fyrir allt hans starf og alla hans veru. Hyggjuvit, ár- vekni hans og verklag er undirrit- aðri leiðarljós frá bernsku, af hon- um nam hún áratog og flórmokst- ur, hann kenndi henni fyrstur að rifja og raka með ofboð stuttri hrífu, sagði henni eða þagði henni ýmis leyndarmál sauðkindarinnar og jarðarinnar, kenndi henni ör- nefni í landareigninni og á afrétti, sýndi henni hvernig breiða mátti yfir þreyttan hest og svangan undir nótt í haustleitum, sem ekki átti annað skjól fyrir hretum en rofabarð. Hvar sem niður er borið er þessa leiðarljóss minnzt hversu sem til tekst. Og ekki síður var gott að biðja hann segja sér af fortíðinni, æskudögum hans, minnugur á liðna tíð sagði hann þannig frá að sjaldnast var orði ofaukið, því til skila haldið sem þurfti, annað ekki nefnt. Lygisög- ur sagði hann ekki, talaði ekki um trúmál eða drauma, eyddi talinu ef minnzt var á álfa, tröll eða drauga, hann notaði orðin og setn- ingarnar þannig að það sem hann sagði hafði auðskiljanlega merkingu, þess vegna var ekki frá öðru sagt en því sem óyggjandi hafði sézt, heyrzt og fundizt. Hljóðlátur, ósérhlífinn og án þess að hann virtist nokkurn tíma gera nokkra kröfu á annarra hendur lifði hann fyrir það að hygla að öðrum. Honum hlotnaðist sú mannheill að eiga trygga vináttu góðra granna, förunauta sinna um heiðar og fjöll, samverkamanna sinna í því starfi að halda sveit f byggð. Það var hamingja hans að lifa og starfa í nánd þessara góðu granna og nú seinustu árin eftir að heilsan bilaði og sjónin þvarr var yndi hans mest ungur drengur á heimili hans, sonur undirritaðr- ar, honum gaf Guðlaugur ástúð sína, heila og sanna eins og hann sjálfur var í öllu þessu basli sem nú er að baki. Honum sé ævinleg þökk og frið- ur. Guðrún Ása Grímsdóttir t Móöir okkar, GUÐRÚN ÁSTA ANDRÉSDÓTTIR, Kveldúlfsgötu 28, Borgarnesi, andaðist 29. maí. Börnin. Sonur minn. t GUÐFINNUR ANTONSSON, Sörlaskjóli 58, andaöist í Landspítalanum, fimmtudaginn 31. maí. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Valgeröur Siguröardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR STEFÁN BALDVINSSON fré ísafiröi, andaöist aö heimili sinu, Þingvallastræti 8, Akureyri, aöfaranótt 31. maí. Þórunn Árnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÓLÖF BJARNADÓTTIR, Hólavegi 10, Sauóórkróki er látin. Hauöur Haraldsdóttir, Gígja Haraldsdóttir, Böövar Bragason, Haraldur Bragi Böövarsson, Ragnheiður Ólöf Böövarsdóttir. t Otför móöur okkar, GRÓU ÁGÚSTU GUOMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. júní kl. 13.30. Sigrún P. Smith, Björn Pálsson. Minning: Guðlaugur Ásmunds- son, Neðra-Apavatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.