Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 9
41 Meðan viö leikararnir frá sex þjóö- um uröum næstum því heimsfræg í smáborginni Dundalk, stal Reagan gjörsamlega senunni í höfuðborg- inni Dublin og héraðinu Tipperary sem allir kannast viö frá gamla slagaranum „It's a long way to Tipperary..." Enda var hann kirj- aður óspart á götum úti og í útvarpi fyrir komu Reagans. Þangaö gat Bandarikjaforseti rakiö ættir sínar og auövitaö varö uppi fótur og fit hjá ráöamönnum til aö gera dvöl sonarins ógleymanlega og heiöra hann á minnisveröan hátt. Aöeins eitt skyggöi á fyrirætlanirnar, þeir voru nýbúnir aö heiöra annan næstum jafn heimsfrægan son og þaö varö aö slá þaö út. Hinn sonur- inn var nefnilega poppstjarnan Boy George! En það tókst og í sjónvarpinu var hægt aö fylgjast meö móttökunni og heiöursathöfninni í beinni út- sendingu sem aldrei ætlaöi enda aö taka og efast ég um aö þeir hafi boöiö Boy George upp á aö sjá all- ar kynslóöir þjóödansafélagsins hverja um sig dansa sömu dans- ana, sem tók tvo klukkutíma og þaö í rigningu. Varla var fjallaö um annaö á for- síöum blaöa og í fréttatímum en omas Macanna leikstjóri. Reagan. Glæsilegar litmyndir af for- setahjónunum og viröulegar um- fjallanir um þaö sem þau tóku sér fyrir hendur. Ýtarlegt viötal viö af- greiöslumanninn á þorpskránni sem þau heimsóttu. Á hverjum degi fékk þjóöin gefiö upp á forsíöu eins dagblaöanna hvaö forsetahjónin höföu lagt sér til munns í morgun- mat. Þannig var fjallaö um þau á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Einhverju sinni þegar ég var staddur í verslun í Dublin og út- varpiö var í gangi þar (eins og alls staðar meöan á dvöl hinna tignu gesta stóö) var að byrja þáttur sem fékk mig til aö snarstoppa. Röddin í útvarpinu spuröi: „Kann Nancy Breakdans? Á Reagan reiöhjól? Boröar Nancy hamborgara í morg- unmat?" Síðan kom runa af spurn- ingum í þessum dúr og röddin klykkti út meö: „Þessum spurning- um og fleiri veröur svarað í þættin- um í dag!" Ekki haföi ég tíma til aö bíöa eftir svörunum svo lesendur Morgunblaösins veröa af þeirri vitn- eskju aö sinni. I tímaritinu In Dublin, sem er ákaflega skemmtilegt blaö, voru af- bragös greinar, e.k. „nærmyndir" af forsetahjónunum, hvoru í sínu lagi. Og til aó hafa jafnréttiö í heiöri var helmingur upplagsins meö mynd af Ronald Reagan og hinn af Nancy. Þetta voru áþekkar myndir, and- litsteikningar og var gert ráö fyrir aö áhugasamir lesendur klipptu þær út ásamt teikningu af trépinna sem hægt var aö festa á auöveldan hátt á höku andlitsins og var þar komin grima, sem hægt var að hafa fyrir andlitinu og gátu þá Meðaljón- ar og -gunnur Dublinar boriö ásjónu forsetahjónanna — eöa (eins og þetta minnti óþægilega á) frumlegan sleikipinna! í ELTINGALEIK MEÐ MACANNA Þegar sýningu okkar var lokiö í Dundalk fór ég til Dublinar til aö eyða þar nokkrum dögum og for- vitnast um leikhúslífiö þar. Sér- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1984 Helmllishorn Bergljót Ingólfsdóttir Eplaedik er til margra hluta nytsamlegt Það hefur veriö á það minnst hér éður í Heimilishorninu að eplaedik er hið mesta þarfaþing og nota mé þaö til hinna margvísiegustu hlusta. Notkun eplaediks á sér langa sögu og í ýmsum löndum hefur það veriö taliö ómissandi til matargeröar, drykkjar og annarra hluta. Hér fylgir með dálítil samantekt á notagildi fyrrnefnds vökva, endurteknar ráö- leggingar og nýjar. 1. Eplaedik er ágætis grenningar- meöal. Ráólagt er aö drekka vatnsglas meö einni til tveimur matsk. eplaediks út í rétt fyrir máltíö, þaö á aö hjálpa til viö brennslu. 2. Eplaedik er ágætis lækning vió særindum í hálsi og hósta. Hræra skal einni matsk. af ediki og einni af hunangi út í heitt vatn og drekka. 3. Eplaedik getur verið gott fyrir þurra húö, þá er settur einn bolli af ediki út í baövatniö. 4. Eplaedik er gott til aö skola háriö úr (þaó sama er reyndar aö segja um venjulegt edik), þá er sett dá- lítió edik út i siöasta skolvatniö. Þaö gefur fallegan gljáa og eyöir auk þess flösu. 5. Eplaedik má nota í stað efna, sem koma eiga í veg fyrir svitalykt, þ.e.a.s. ef vandamáliö er ekki í stærra lagi. Edikinu er þá blandaö saman viö volgt vatn og strokiö með því yfir húóina. 6. Eplaedik — ein matsk. út í vatns- glas er gott fyrir meltinguna — og þarf aö neyta þess á fastandi maga. Af ofanskráöu sést aö þaö er ekki ofmælt aö eplaedik sé til margra hluta nytsamlegt, hið innra sem ytra og áreiöanlega ekki allt taliö hér. Aukin þjónusta, Akureyripgar nn Iðnaðarbankinn hefur stigið stórt skref til aukinnar þjónustu við Akureyri og nágrannabyggðalög. ______Nýr afgreiðslusalur við Geislagötu. Við höfum gjörbreytt aðalútibúinu að Geislagötu 14. Stórbætt alla aðstöðu til vinnu og þjónustu. Við höfum líka glatt augað með glæsilegum og vönduðum innréttingum, — íslenskri hönnun og íslenskri framleiðslu. „On-line“ tölvukerfi. Afgreiðsla beint hjá gjaldkera. Nýtt tölvukerfi, beinlínukerfi hefur verið tekið í notkun. Því er ætlað að bæta þjónustu og auka öryggi við afgreiðslu. Þannig ferð þú beint til gjaldkera t.d.með úttekt og gjaldeyriskaup. Slíkt flýtir aldeilis fyrir. _____Nýr afgreiðslustaður að Hrísalundi 1. Við höfum tekið í notkun nýja afgreiðslu. Tilgangurinn er auðvitað að stytta leiðir þeirra sem erindi eiga við Iðnaðarbankann. Afgreiðslan er opin á venjulegum bankatíma, frá kl. 9.15 - 16.00. Gjörið svo vel Akureyringar, komið og heimsækið Iðnaðarbankann að Geislagötu 14 og í Hrísalundi 1. Skoðið húsakynni, reynið þjónustuna. q / ln - VALLARGERÐj. CZD LTLr- R1 Iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.