Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 HVAD ER AÐ GERAST URIHELGINA? Gler og steinsteypa í Listmunahúsinu Sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur veröur opnuö í Listmunahúsinu viö Lækjartorg á laugardag kl. 14. Á sýningunni, sem er 4. einkasýning Steinunnar, eru 17 skúlptúrverk, unnin í gler og steinsteypu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um helgar frá kl. 14—18, en lokaö er á mánudögum. LEIKLIST ÞJÓDLEIKHÚSID: Gæjar og píur Söngleikurinn Gæjar og piur eft- ir Frank Loesser, Jo Swerling og Abe Burrows veröur sýndur í Þjóö- leikhúsinu í kvöld og á laugar- dagskvöld. Fáar sýningar eru eftir, enda leikári senn lokið, en yfir 20.000 manns hafa séö sýninguna. LR: Fjöreggið og Brosið — síðustu sýningar Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú um helgina síöustu sýningarnar á leikárinu. í kvöld veröur sýnt leikrit Sveins Einarssonar, Fjöreggiö. Leikstjóri er Haukur J. Gunnars- son, en leikendur eru 15 talsins. Allra síöasta sýning á Brosi úr djúpinu, leikriti Lars Norén, verður á laugardagskvöld. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson, en leikarar eru fimm. FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA: Brúðuheimilið Brúöuheimili Ibsens veröur sýnt í síöara sinn í Félagsstofnunn stúd- enta í kvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en leikritiö er í senn leikið á íslensku og færeysku. Meö stærstu hlutverk fara Elín Maouritsen, Pétur Einarsson, Laura Joensen, Borgar Garöars- son og Ólivur Næss. TONLIST SELFOSS: Dansbandiö og Stjúpsystur Hljómsveitin Dansbandiö skemmtir í Selfossbíói á laugar- dagskvöld ásamt söngkonunni Önnu Vilhjálms og söngtríóinu Stúpsystrum, sem eru Saga Jónsdóttir, Guörún Alfreösdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Á dansleiknum koma auk ofangreindra fram feguröarauka- drottning íslands, rokkkóngurinn Hallrefur og Dúddúasystur. MYNDLIST AKUREYRI: Listkynning Listkynning á verkum málarans Kristins G. Jóhannssonar stendur nú yfir í Alþýðubankanum á Akur- eyri. Þar eru sýnd olíumálverk sem Kristinn hefur unniö meö gömlum munstrum. Listkynningin er haldin á vegum Menningarsambands Norölendinga og Alþýöubankans. GALLERÍ PORTIÐ: Myndir Stefáns frá Möðrudal Stefán Jónsson, myndlistar- maöur frá Möörudal, heldur um þessar mundir sýningu á verkum sínum í Gallerí Portinu, Laugavegi 1. Á sýningunni eru um 500 verk, olíumálverk og vatnslitamyndir, sem Stefán hefur málaö á undan- förnum þremur árum. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 15—20. GERPUBERG: Textílsýning Textílfélagiö sýnir nú 15 verk textílkvenna í menningarmiðstöö- inni Geröubergi. Verkin á sýning- unni eru 40 talsins, myndvefnaöur, tauþrykk og verk unnin með blandaöri tækni. Sýningin stendur til 17. júní, opin mánudaga —fimmtudaga frá kl. 16—22 og föstudaga—sunnudaga frá kl. 14—18. Hún er liður í Listahátíð 1984 og lýkur 17. júní. LISTASAFN ÍSLANDS: Verk Karel Appel I Listasafni íslands stendur nú yfir sýning á verkum hollenska listmálarans Karel Appel, en sýn- ingin er framlag safnsins til Lista- hátíöar. Verkin á sýningunni spanna tímabiliö 1959—83. Eru þau 48 talsins, olíumálverk, akrýl- myndir, grafík og myndir unnar meö blandaöri tækni. Sýningin veröur opin daglega frá kl. 13.30—22, en henni lýkur þann 24. júní. JL-HÚSIÐ: Verk Ellen Birgis Ellen Birgis, myndlistarmaöur, Ábending ÞEIM aðilum sem hafa hug á aó senda fréttatilkynningar í þáttinn „Hvaö ar aó gerast um helgina?“ er bent á aö skila þeim eigi síóar en kl. 18.30 á miövíkudögum. Efni ( þáttinn er ekki tekiö í gegnum síma, nema utan af landi. hefur nú opnaö sýningu í kaffiteríu JL-hússins viö Hringbraut. Sýning- in er önnur einkasýning Ellenar, en hún hefur áöur sýnt verk sín í Eden i Hveragerði. KÓPAVOGUR: Verk Mattheu Jónsdóttur Matthea Jónsdóttir, myndlistar- maöur, sýnir nú um 50 myndir í sýningarsal viö heimili sitt aö Digranesvegi í Kópavogi. Sýningin, sem er 9. einkasýning Mattheu, stendur til 16. júní, opin um helgar frá kl. 14—22 og aðra daga frá kl. 16—22. ÁSGRÍMSSAFN: Sumarsýning Árleg sumarsýning Ásgríms- safns viö Bergstaöastræti stendur nú yfir. Á sýningunni eru olíu- og vatnslitamyndir, m.a. nokkur stór málverk frá Húsafelli og olíumál- verk frá Vestmannaeyjum frá árinu 1903, en þaö er eitt af elstu verk- um safnsins. Sýningin er opin alla daga, nema laugardaga, frá kl. 13.30—16, fram j lok ágústmán- aðar. MOSFELLSSVEIT: Litir og form „Litir og forrn" er yfirskrift myndlistarsýningar sem nú stend- ur yfir í Héraðsbókasafninu í Mos- fellssveit. Þar sýnir Rut Rebekka Sigurjónsdóttir verk sem hún hefur unnið með akrýl-litum og í silki- þrykk. Sýningin stendur út júní- mánuö, opin um helgar frá kl. 14—19 og aöra daga frá kl. 13—20. NORRÆNA HÚSIÐ: Finnsk og íslensk myndlist í Norræna húsinu standa nú yfir tvær myndlistarsýningar. i sýn- ingarsölum sýnir Finninn Juhani Linnovaara 43 málverk og graf- íkmyndir, frá kl. 14—19 alla daga. Margrét Reykdal sýnir í anddyri hússins vatnslita- og olíumyndir. Saga skipanna — svipmyndir úr siglingum og sjávarútvegi „SAGA skipanna, svipmyndir úr siglingum og sjávarútvegi," er yfirskríft sýningar sem opnuö veröur í dag ( Háholti ( Hafnarfirói. Þar er sýnd þróun útgeröar á fslandi, meö skips- líkönum, myndum og ýmsum munum, sem fengnir hafa ver- iö aö láni hjá útgerðarfélög- um, stofnunum og einstakl- íngum. M.a. eru sýndir 16 grip- ir í eigu Landhelgisgæslunnar s.s. klippurnar frægu úr þorskastríöinu, auk þess sem Víkíngasafnið á Bygdöy lán- aöi, fyrir tilstilli norska sendi- ráðsins, þriggja metra líkan af Osebergsskipinu. 16 talsins, sem hún hefur unniö á þessu ári. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 09—19, nema á sunnu- dögum. Báöum sýningunum lýkur 17. júní. MOKKA: Verk Hannesar Sigurðssonar Hannes Sigurösson, myndlistar- maöur, sýnir um þessar mundir verk sín í Mokka-kaffi viö Skóla- vöröustíg. Sýningin stendur til 18. júní. KEFLAVÍK: Myndir Elfars Guðna f Glóöinnl í Keflavík stendur nú yfir sýning á verkum Stokkseyr- ingsins Elfars Guöna og er þaö 10. einkasýning hans. Á henni eru olíu- og vatnslitaverk frá Þingvöllum, Húsafelli, Þjórsárdal og víöar. Sýn- ingunni lýkur 17. júní, en hún verö- ur opin um helgina frá kl. 14—17. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Sýning í Safnahúsi og höggmyndagarði Listasafn Einars Jónssonar hef- ur nú veriö opnaö eftir endurbæt- ur. Safnahúsiö er opiö daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagaröur- inn, sem í eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins, er opinn frá kl. 10—18. GALLERÍ LANGBRÓK: Samsýning Langbróka Samsýning á nýjum verkum eftir Langbrækur stendur nú yfir í Gall- erí Langbrók. Á sýningunni eru grafíkmyndir, textílverk, keramik, vatnslitamyndir, glermyndir, fatn- aður og fleira. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Langbrækur eiga einnig verk á samsýningu í Bogasal Þjóöminja- safnsins, sem haldin er í tengslum viö Listahátíö. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. júní kl. 22.00. Á laugardag sýnir fslenski dansflokk- urinn fatnaö sem þrjár Langbræk- ur hafa hannaö og veröur sýningin í Bogasal kl. 15.30. KJARVALSSTAÐIR: Verk íslendinga erlendis frá Á Kjarvalsstööum stendur nú yf- ir sýning á verkum tíu íslenskra listamanna, sem búsettir eru er- hátíö. Þeir sem eiga verk þar eru: Erró, sem sendi 5 stór olíumálverk frá París, Louisa Matthíasdóttir, sem kom frá New York meö um 50 olíumálverk, Kristín og Jóhann Eyfells, sem komu frá Flórída meö skúlptúra og málverk, Tryggvi Ólafsson, sem kom meö málverk frá Kaupmannahöfn, Steinunn Bjarnadóttir, sem kom meö myndbönd frá Mexíkó og fjór- menningarnir Hreinn Friöfinnsson, Amsterdam, Þóröur Ben Sveins- son, Dússeldorf, Sigurður Guö- mundsson, Amsterdam, og Krist- ján Guömundsson, Amsterdam, en verk þeirra fylla vestursal húss- ins. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22. Málverkasýning í Eden ÓFEIGUR Ólafsson hefur nú opnað málverkasýningu í Eden í Hveragerói, þar sem hann sýnir 28 olíumálverk og 11 vatnslita- myndir. Sýningin er opin alla daga vikunnar, en henni lýkur þann 24. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.