Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 26
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 ;;þíi hepur brot'ib besta. blómapottiw mnr\\" Ást er ... ... að vera páskaung- inn hans TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rlghts reserved •1984 Los Angeles Times Syndlcate biðja um örina Afsakið. Má ég mína aftur? HÖGNI HREKKVÍSI £&s!K „ J-ejA, k (Zakkap- ... rRi/vu'NÚTot? iJHSli " pei/M EK AP FARA FRAM ." Þessir hringdu . . . Hverjir eru grátkór „Suðurnesja“? Örn Erlingsson, útgerðarmaður á Suðurnesjum, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Ég vildi gjarnan spyrja Ingva Hrafn Jónsson, fréttamann, að því hvað hann á við með „Grát- kór Suðurnesja". í umræðuþættinum sem var í sjónvarpinu á þriðjudagskvöldið og hann stýrði komst hann svo að orði að grátkór Suðurnesja væri fluttur austur og nú vil ég fá skýlaus svör við því við hverja hann á og hvar á Suðurnesjum þessi grátkór hefur haldið sig. Tvær spurn- ingar til dómsmála- ráðherra Áhugamaður um dómsmál hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar að beina nokkrum spurningum til dómsmálaráð- herra. Fyrsta spurningin er hvers vegna hann ræddi ekkert um dómsmálin í eldhúsdagsum- ræðunum sem fram fóru fyrir nokkrum vikum? Seinni spurn- ingin er sú hvort ekki sé hægt að fá hann í umræðuþátt í útvarpið til að ræða um dómsmálin, en á þeim vettvangi finnst mér allt vera í niðurníðslu. Velvakandi leitaði svara við þessum spurningum hjá Jóni Helgasyni, dósmálaráðherra. Sagði hann að landbúnaðarmál- in hefðu verið mjög í brennidepli um það leyti sem eldhúsdags- umræðurnar fóru fram og hefði Ingvi Hrafn Jónsson hann því kosið að fjalla um þau mál en ekki dómsmálin og þar sem hverjum ræðumanni hefði ekki gefist langur tími til ráð- stafana hefði ekki verið hægt að taka báða málaflokkana fyrir. Varðandi seinni spurninguna svaraði dómsmálaráðherra því til að hann væri ávallt reiðubú- inn að ræða dómsmálin en hvort færi gæfist á að koma fram í útvarpsþætti um þau mál ætti eftir að koma í ljós. Sýnið „Lengst- ur dagur“ Anton Erlendsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar að beina einni spurningu til sjónvarpsins. Er ekki hægt að sýna myndina „Lengstur dagur" (Longest Day) sem gerð var eftir bók Cornelius Ryans fyrir u.þ.b. tuttugu árum. Þetta er mjög merkileg mynd sem fjallar um innrásina á Normandí og léku í henni margir frægir leikarar. Það væri nú fengur að því að fá þessa mynd sýnda. Ég hef reynt að fá hana leigða á myndbandaleigum borg- arinnar en hún hefur hvergi fengist. Velvakandi spurði Ellert Sig- urbjörnsson, dagskrárstjóra sjónvarpsins, hvort mögulegt væri að þessi mynd yrði sýnd bráðlega í sjónvarpinu. Ellert sagði að ekki væri á dagskrá á næstunni að sýna þessa mynd Jón Helgason, dómsmálaráðherra. þar sem sjónvarpið hefði ekki gert neinar ráðstafanir til þess að verða sér úti um hana. Sagði hann að sjálfsagt væri að taka ósk þessa til greina. Sjónvarpinu bærust oft óskir um að fá ákveðn- myndir til sýningar og þá væri oft falast eftir þeim myndum fremur en öðrum. Heilög Sesselja lítur ekki út eins og Gilitrutt Aðdáandi Heilagrar Sesselju hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Eg hefi undanfarið verið að reka augun í plaköt af Heilagri Sesselju og auðvitað hef ég ekki heldur komist hjá því að sjá stóra mynd af dýrlingnum hanga utan á Útvegsbankanum við Lækjartorg. Ég vildi gjarnan koma því á framfæri að þetta er dýrlingur í rómversk-kaþólsku kirkjunni og verndardýrlingur tónlistarinnar og sérílagi kirkju- tónlistarinnar. Ég er fæddur á Sesseljumessu og er Heilög Sesselja því í miklu uppáhaldi hjá mér og þykir mér vænt um þennan dýrling. Því fellur mér það illa að þurfa að horfa á dýrlinginn teiknaðan eins og Gilitrutt á hlaupum um Austurstræti. Nú langar mig að spyrja hvort ekki sé til betri mynd af dýrlingnum en þetta og ef svo er, hvort ekki væri hægt að fá að sjá þá mynd. Myodin sem hangir utan á (Jtvegsbankanum Mynd >f líkneski sem gert liefur verið af við Lækjartorg. Heilagri Sesselju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.