Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
45
HVAD ER AÐ GERAST URIHELGINA?
Líf í leir ’84
„LÍF í leir ’84“ heitir sýning Leirlistarfélagsins, sem nú stendur yfir
í Listasafni ASÍ viö Grensásveg. Heiðursgestur sýningarinnar er
Ragnar Kjartansson, en auk hans sýna Borghildur Óskarsdóttir,
Edda Óskarsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Gestur Þorgrímsson,
Sigrún Guöjónsdóttir, Guöný Magnúsdóttir, Hjördís Guömunds-
dóttir, Jóna Guóvarðardóttir, Jónína Guönadóttir, Kolbrún S.
Kjarval, Kristín ísleifsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Steinunn
Marteinsdóttir. Sýningin stendur til 24. júní.
Leikur, dans og
söngur í Dóm-
kirkjunni
EXULTATE — tónleikar meó
upplestri, dansi og orgelleik,
veröa haldnir í Dómkirkjunni í
Reykavík kl. 20.30 é laugar-
dagskvöld. Þar koma fram
norskir listamenn, Per Christ-
ensen, leikari, Ragni Kolle
Kieulf, dansari, og Björn Kére
Moe, orgelleikari, og flytja
verk eftir Reger, Bach,
Nystedt og Hvoslef.
SAMKOMUR
ÁRBÆJARSAFN:
Hvaöan komum
viö?
Árbæjarsafn er nú opið alla
virka daga, nema mánudaga, frá
kl. 13.30—18 og frá kl. 10 sunnu-
daga og laugardaga.
í Eimreiðarskemmunni verður
um helgina fluttur leikþátturinn
„Hvaöan komum við?“ eftir Árna
Björnsson, þjóðháttafræöing, en
þátturinn er á vegum Listahátíðar.
Borgar Garðarsson, leikari, flytur
þáttinn á laugardag og á sunnudag
kl. 15 og 17.
ARKITEKTAFÉLAG
ÍSLANDS:
Híbýli ’84
Arkitektafélag Islands heldur nú
sýningu í Ásmundarsal sem nefnist
Híbýli ’84. Sýningin er liöur í Lista-
hátíö og veröur hún opin frá kl.
14—22 fram til 17. júní.
REYKJAVÍK:
Hjólreiðakeppni
Hjólreiöafélag Reykjavíkur held-
ur hjólreiöakeppni á laugardag og
hefst hún kl. 14 viö Hafnarbööin á
Grandagarði. Veröur hjólaö eftir
Ánanaustum út á Eiösgranda,
áfram út Noröurströnd og endaö
viö Sægaröa. Keppt veröur í
tveimur flokkum, almenningsflokki
og keppnisflokki. Aldurstakmark
er 13 ára. Veröa keppendur ræstir
meö mínútu millibili.
HERKASTALINN:
Samkoma 17. júní
Þjóöhátíöarkaffi verður í
Herkastala Hjálpræöishersins 17.
júní frá kl. 14—22. Sutt hugvekju-
stund verður einnig haldin kl.
20.30.
KSF:
Samkoma
Kristilegt stúdentafélag heldur
sína árlegu kaffisölu í félagsheimil-
inu, Freyjugötu 27, 3. hæö, á þjóö-
hátíöardaginn. Hefst hún kl. 15.30
meö stuttri andakt Stínu Gísladótt-
ur, guöfræöinema.
FERÐIR
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS:
Á slóöir
Kjalnesingasögu
Ferðafélagiö fer á laugardag kl.
13 í ferö sem ber heitiö „Á slóöir
Kjalnesingasögu", undir leiösögn
Jóns Böövarssonar, skólameist-
ara. Á sunnudag veröa síöan tvær
gönguferöir, kl. 10.30 á Botnssúlur
og kl. 13 um eyöibýlin í Þingvalla-
sveit.
Vefmyndir á
Selfossi
VEFMYNDIR nefnist sýning
sem opnuó verður é laugar-
dag kl. 14 í Byggða- og lista-
safni Árnessýslu á Selfossi.
Átta vefarar, sem unnið hafa
undir handleiöslu Hildar
Hákonardóttur, eiga 50 verk á
sýningunni og er þetta er 3.
sýning hópsins. Hún verður
opin daglega frá kl. 14—22
fram til 24. júní.
UTIVIST:
Þjóðhátíðar-
ganga á Esju
Feröafélagiö Útivist fer i kvöld
kl. 20 í helgarferð á Höfðabrekku-
afrétt í Mýrdal. Árleg þjóöhátíöar-
ganga félagsins á Esju veröur síö-
an á laugardagskvöld. Veröur
gengiö frá Mógilsá upp á Þver-
fellshorn Esjunnar. Á sunnudag kl.
13 veröur gengiö frá Elliöavatni um
Hjaila í Kaldársel.
NVSV:
Söguferð um
Kópavogsland
Náttúruverndarfélag Suövest-
urlands hefur sumarstarfiö meö
því aö endurtaka á laugardag nátt-
úruskoðunar- og söguferö um
Kópavogsland. Fariö veröur um
Kópavog, Elliöavatn, Bláfjöll og
Heiðmörk og endaö á aö skoöa
Náttúrustofu Kópavogs. Feröin
hefst við Norræna húsiö kl. 13.30.
Leiðsögumenn veröa þeir Adolf
Petersen, Agnar Ingólfsson, Árni
Waag og Sigmundur Einarsson.
GL/ESIBÆ SIMI 3 43 50 .
i .•
. ■ ' ■ ■ V
SNORRABRAUT 56 SIMI 1 35 05