Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 57 félk í fréttum H ættir í rokkinu fyrir Hare Krishna + Söngkonan Annie Lennoxí The Eurythmics, sem fræg er fyrir sitt gulrótarlitaða hár, hefur nú hótað að venda sínu kvæði í kross og hætta alveg í hljóm- sveitinni. Ástæðan er sú, aö hún er svo gagntekin af Hare Krishna-hreyfingunni að hún get- ur ekki um annað hugsaö og ætl- ar seinna á árinu að skoða gömul hindúahof á Indlandi. „Sá tími kemur, aö þaö veröur engin Eurythmics, engin Annie, bara ekkert. Þaö veröur fyrr en varir,“ segir Annie og talar eins og véfrétt. Hún les heldur ekkert ann- aö en bækur Hare Krishna-hreyf- ingarinnar, sem eru víst mjög heimspekilegar. The Eurythmics eru nú í hljóm- leikaferö í Japan og er ekki annað vitaö en Annie ætli aö Ijúka henni áöur en hún gengur trúnni alveg á hönd. Plötur hljómsveitarinnar hafa selst í milljónatali og síöasta stóra plata hennar, „Touch“, komst í fyrsta sætiö, bæöi í Bandaríkjunum og Englandi. Tennisstjörnur skilja + Tennisstjörnurnar og hjónin John Lloyd og Chris Evert hafa nú ákveðið aö vera bara stjörnur en ekki hjón en ætia þó ekki aö skýra opinberlega frá því fyrr en að lokinni Wimbledon-keppninni í næsta mánuði. Þau hafa nú (heilt ár veriö að reyna aö lappa upp á sambúðina en þykir nú fullreynt. Chris er raunar þegar búin að láta alla keppnishaldara í Banda- ríkjunum vita hvað til stendur og að hér eftir heiti hún bara Chris Evert, ekki Lloyd, og í París vakti það líka athygli, að hún var búin að taka ofan giftingarhringinn. John Lloyd rekur hér konu sinni, Chris, rembingskoss eftir sigur þeirra í „tvíliöaleík ástarinnar", sem svo er kallaöur. Síöar hafa þau komist aö því að enginn er annars bróðir í leik, ekki einu sinni hjónabandsleik. Karólína meö frum- burðinn + Karólína prinsessa af Mónakó heldur hér i frumburðinum í fangi sér, en hann hefur þegar hlotið nafn og heitir Andrea Albert. Karólína étti soninn á fæðingar- stofnun sem heitir eftir móður hennar og aö sjálfsögðu var faö- irinn, Stefano Casir- aghi, viðstaddur fæð- inguna. COSPER — Stína og Bjössi ætla aö gifta sig í dag. Þú nærð því aö komast í 10 ára brúðkaupsafmælið. + Janni Spies, ríkasta ekkja í Evrópu, er í prófum um þessar mundir og gengur bara vel. Nú um daginn kom hún upp í reikn- ingi og stærðfræöi og glansaöi í gegn með 10. Þaö þykir góös viti fyrir hana þar sem hún verður að hafa gott auga með fyrirtækjun- um sem Spies lét eftir sig. LOKSINS KOMIN Spilin vinsælu Sendum í póstkröfu Hjá Magna k?;.15 FALLEGAR S€NSKAR TREVORUR A heimilið, í sumar bústaðinn og til gjafa. Vandaðar, handunnar trévörur í miklu úrvali sem henta hvar sem er. Opið: Mánud. - fimmtud. kl. 9-18 Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10 - 17 Sunnudaga kl. 13 - 17 [ J n r r DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI ■J lJ lJ siMI 54171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.