Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984
TEXTI: HILDUR EINARSDÓTTIR
MYNDIR: RAGNHEIÐUR HANSON
„Kappaksturinn í Monte Carlo er sá erfiöasti í Formúlu-
akstrinum, því brautin er svo þröng og bugöótt og ég spái
því aö þaö veröi ekki nema 8—10 bílar eftir í keppninni -
þegar henni lýkur á morgun,“ sagöi Niki Lauda,
sem er í ööru sæti í formúlu 1-kappakstrinum,
viö blaðamann Morgunblaösins daginn fyrir
Formúlu 1-keppnina í Monte Carlo, sem
haldin var nýlega. Þar vorum viö stödd
til aö fylgjast meö keppninni og
ræddum meðal annars viö Lauda og
Alain Prost, sem nú er efstur í keppn-
inni. Samræöan viö Niki Lauda fór fram
skömmu eftir aö undanrásum lauk sem fara
fram daginn fyrir aðalkeppnina. Þá aka bílstjórarnir tvo hringi og sá
sem nær besta tíma, er fremstur í rásmarkinu í aöalkeppninni og svo koll af kolli.
Áhættan tvöfaldast í rigningu
Niki Lauda, þessi fyrrum heims-
meistari og þjóðsagnarpersóna hafði
ekki náð nógu góðum tíma I undan-
rásinni en hann varð áttundi. Þaö er
mjög mikilvægt að vera framarlega I
upphafi keppninnar, þv( það er ekki
heiglum hent, að komast fram úr á
þröngum brautum eins og I Monte
Carlo. Þrátt fyrir þetta var Lauda f
ágætu skapi og sagöi: „Ég verð
bara að bíða eftir þvf að keppinaut-
arnir geri einhverja vitleysu. Annað
hvort gerist það í „startinu" eða ég
ek á réttum hraða fyrstu 25 hringina
og reyni svo að leita tækifæra til að
komast fram úr.“ — Það var gaman
að spjalla við Lauda, hann er afar
vingjarnlegur og afslappaður náungi.
Hann gengur alltaf með derhúfu,
hvort sem það er út á götu aö degi
til eða í hanastélsboði aö kvöldlagi,
til að hylja áverka, sem hann hlaut á
höföi I kappakstursslysi áriö 1976 og
var þá vart hugað líf. En eftir það tók
hann sér frí í nokkur ár en byrjaði
aftur að keppa fyrir 2 árum síðan og
hefur verið í fremstu röð sfðan. Niki
Lauda keppir fyrir Marlboro-McLar-
en-liðið, sem er eitt sigurstrang-
legasta liöið i ár. En annar ökumaöur
þess, Alan Prost, er nú f fyrsta sæti I
keppninni, eins og áður segir. Bif-
reiðir þeirra Niki Lauda og Alain
Prost eru alveg eins en þær eru með
Tag turbo-vél, sem reynst hefur afar
vel það sem af er keppnistímabilinu
og sama er að segja um sjálfa yfir-
bygginguna." „Annars vitum við
ekki hvernig þessir bílar reynast
hérna á brautinni f Monte Carlo og
höfum þvf verið að prófa okkur
áfram," sagði Lauda. „í tlmatökunni
áðan (eins og áður segir lenti Lauda
í 8. sæti en Prost var með besta
timann í undanrásinni) var stilling á
fjöðrum, vindkljúfum og forþjöppun,
Fylgst meö Grand
Prix, Formula 1-
kappakstrinum í
grenjandi rigningu
í Monte Carlo og
rætt viö fyrrum
heimsmeistara
Niki Lauda og
Alain Prost, sem
nú eru efstir í
þessari keppni.
mismunandi á bflunum. Stillingin
reyndist betri á bll Prosts og þess
vegna verða bílarnir báðir stilltir
þannig á morgun,“ sagði Lauda.
En vlkjum frá samtalinu við Niki
Lauda um sinn og að keppnisstaðn-
um sjálfum. Kappaksturinn I Monte
Carlo er talinn einn sá sérstæöasti (
Formúlu 1-akstrinum vegna þess að
keppt er á götum borgarinnar en
ekki á sérstökum brautum. Fyrir
keppnina er komið fyrir mjög sterk-
legum járngrindum meöfram götun-
um, ef verið gæti að bflarnir ækju út
tyrir. Einnig er brautin öll girt með
járngirðingu, þar sem þess gerist
þörf, til þess að varna þvf að fólk
gangi inn á hana. Niður við höfnina
er komið fyrir áhorfendapöllum og
þeir eru víðar meðfram brautinni,
sem liggur niöur við ströndina. Þessi
keppnisstaður er ægi glæsilegur. I
höfninni liggja stórar, hvitar og renni-
Niki Lauda áöur en keppni hófst.
legar skútur upp á 3—4 hæöir, sem
venjulega eru með tveim 8 cylendra
vélum. Þær heita nöfnum eins og No
Destiny og Kúng Fú. Það mátti
gjarnan sjá hásetana skrúbba land-
festarnar eða sjá þá færa húsbænd-
um slnum hressingu þar sem þeir
lágu og bökuðu sig f sólinni. Snekkj-
urnar tóku oft athyglina frá kapp-
akstrinum, þegar þær renndu sér inn
I hafnarmynnið og sama gerði einka-
þyrlan hans Rainiers fursta, þegar
hún settist á stórglæsilega snekkju
hans.
Uþp af höfninni og I hlfðinni fyrir
ofan teigöu sig svo há og glæsileg
hús með furstahöllina I forgrunninn. í
Monte Carlo er aö finna mikið rfki-
dæmi, sem birtist ekki aðeins I
glæsilegum húsakynnum og snekkj-
um heldur einnig I bllaeign. Eftir að
vera búin að vera í Mónakó I nokkra
daga þá vorum við hætt að snúa
okkur við þótt við sæjum Rolls Royce
Porche, Ferrari eöa Masserati, þvl
svo algengir voru þeir á götum þess-
arar borgar. Það þurfti eitthvað al-
veg sérstakt svo viö glenntum upp
skjáinn eins og bilategundina Lag-
onda, sem er nýjasta tegundin frá
Ashton Martin. Og þegar við vorum
oröin þreytt á að horfa á snekkjur og
bfla þá virtum við fyrir okkur mót-
orhjólin, sem eiga sér enga hlið- -
stæðu, eins og dýrustu gerðina af
Honda, Golden Wing og Harley Dav-
idson.
Vlkjum aðeins að tilhögun keppn-
innar I grófum dráttum. A fimmtu-
dagsmorgni fyrir keppnina sem var á
sunnudegi, var allt tilbúið til for-
keppninnar og reynsluakstursins.
Liðin búin að setja upp verkstæði sln
meöfram höfninni og tækniliðiö, sem