Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1984 FERÐALOG í Henry Ford-safninu er stærsta og merki- legasta bílasafn veraldar. Hór mó sjó hluta af Því. liggja vegir til allra átta Hin stórglæsilega bygg- ing Renaissance Center í Detroit. Hæsti hluti henn- ar er 74 hæóir. Flugleiðir hófu fyrir skömmu að fljúga til nýs viökomustaðar í Bandaríkjun- um, Detroit í Michigan. Nú er áætlun- arflug til fjögurra staða í Bandaríkjun- um, New York, Chicago, Baltimore og Detroit, 18 ferðir alls á viku. Til að byrja með er aðeins ein ferð vikulega til Detroit og hefur bókast vel í ferð- ___irnar. Flugleiðir hyggjast bæta við fleiri stöðum á næstunni og sótt hef- jjr verið um lendingarleyfi f Orlando í Flórída frá og með næsta hausti. Allmörgum gestum var boöiö í fyrstu feröina til Detroit og var Matthías Bjarnason sam- gönguráöherra heiöursgestur. Fjölmargir blaöamenn frá ýmsum Evrópulöndum voru í förinni og frá Morgunblaðinu var undirritaöur. Feröin var vel skipulögö af hálfu Flugleiða og feröamálayfirvalda í Michigan, sem greinilega leggja mikið kapp á aö kynna Michigan sem ríki þess viröi, aö þaö sé heimsótt af ferðamönnum. Paradís bíla- áhugamanna Fyrir áhugamenn um bíla hlýtur Detroit að teljast paradís. Þar er aö finna miöstöö bílaiðnaðarins i Bandaríkjunum. General Motors, Ford Motors, American Motors, Chrysler og bandarísku Volkswag- en-verksmiöjurnar hafa höfuö- stöövar sínar í Detroit og efna- hagslif Michigan stendur og fellur meö gengi bílaiönaöarins, enda langstærsti atvinnuveitandinn. Þegar kreppan var sem mest í bílaiðnaöinum var efnahags- ástandið herfilegt i ríkinu en nú um stundir a.m.k. stendur bílaiönaöur- inn vel að vígi enda blómstrar Michigan. Það var sama hvern maöur hitti i feröinni, allir voru af- skaplega stoltir af Michigan og bjartsýnir á framtíö ríkisins. „Þaö er hvergi betra aö búa í öllum Bandarikjunum,“ var viökvæöiö hjá mörgum Michigan-búum, og minntu þeir aö þessu leytinu á Ak- ureyringa. Þegar fylgst er meö um- feröinni í Detroit leynir þaö sér ekki aö bílar eru þar framleiddir, maöur sér varla annaö en stóra ameríska „kagga“ eins og þaö heitir á íslensku töffaramáli. í Dearborn, útborg Detroit, er stærsta og merkasta bílasafn ver- aldar, enda bílakóngurinn Henry Ford stofnandi þess. Þar er aö finna 200 sögufræga bíla frá öllum tímum. Ekki eru tök á aö telja upp alla dýröina en nefna má að í safn- inu eru einkabílar Henry Fords, Pierpont Morgans, Elisabetar drottningar, Roosevelts forseta og Lincoln-bifreiöin, sem Kennedy forseti var í 22. nóvember 1963 í Dallas, Texas, þegar hann var skotinn til bana. í Dearborn fæddist Henry Ford og þar bjó hann til sína fyrstu bíla. En Henry Ford safnaði fleiru en bíl- um, segja má aö hann hafi safnaö öllu milli himins og jaröar. i Dear- born hefur veriö komiö fyrir grip- um þeim er hann safnaöi, verkfær- um alls konar, gufuvélum, flugvél- um o.fl. o.ffl. En merkast er lítiö þorp, sem sett hefur veriö upp í Dearborn og heitir Greenfield Vill- age. Þar hafa verið sett upp fræg hús svo sem fyrsta bílaverksmiðja Fords, rannsóknarstofur Edisons, fæöingarstaöir frægra manna og margt fleira. Þaö er vægast sagt mjög sérkennileg reynsla aö vera Ýmsar fígúrur eru í skemmtigaröinum Auto World, sem opnaður verö ur ó næstunni í borginni Flint. Samgönguráðherra, forstjóri Flugleióa, framkvæmdastjórar ósamt frúm og óhöfn fyrstu Flugleiöaþotunnar ó Detroit-flugvelli í mói sl. staddur í húsinu, þar sem fyrsti bill Fords varö til eöa í rannsóknar- stofunni, þar sem Edison fann upp Ijósaperuna. Ford og Edison voru báöir fæddir í Michigan og þeir voru miklir vinir. Enda skýröi Ford safn sitt í höfuðiö á Edison og nefndi þaö Edison-stofnunin, en þaö gengur líka undir nafninu Safn Henry Fords. Safniö er svo merki- legt og þar er svo margt að sjá aö ekki veitir af 2—3 dögum til aö skoöa þaö. Detroit irel í sveit sett Detroit er stærsta borg Michig- an og sjötta stærsta borg Banda- ríkjanna með rúmlega fjórar millj- ónir íbúa séu allar útborgir taldar meö. Þaðan er tiltölulega stutt til margra helstu borga Bandaríkj- anna. 60% byggöar í Bandaríkjun- um er innan viö einnar stundar flug frá Detroit. Borgin er þvi tilvalin fyrir þá, sem ætla aö fara til borg- ar, sem Flugleiöir fljúga ekki beint til. Aöeins Detroit-áin skilur að Detroit og borgina Windsor í Kanada, svo þaö er mjög hentugt fyrir þá islendinga, sem ætla til ís- lendingabyggðanna í Kanada aö fara til Detroit. Þaö er hægt að fljúga eöa aka til Kanada. Detroit er vinaleg borg og þrátt fyrir aö hún sé sjötta stærsta borg Bandaríkjanna hefur maöur ekki á tilfinningunni aö hún sé yfirþyrm- andi stór. í borginni sjálfri er afar margt fyrir feröamenn aö sjá, t.d. einhverja stórbrotnustu byggingu, sem undirritaöur hefur augum litiö og nefnist Renaissance Center. Hún stendur í miöborginni og er hæsti hluti hennar 74 hæöir. j byggingunni er allt sem nöfnum tjáir aö nefna, 1.400 herbergja hótel, veitingasalir, verslanir, ráö- stefnusalir o.s.frv. Segja má aö byggingin sé heill heimur út af fyrir sig. Ymislegt er gert til aö laöa aö feröamenn, má þar nefna glæsi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.