Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1984, Blaðsíða 27
63 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1984 Snúið ekki aftur til „hins veika og fátæklegau Yasniín B.N. Björnsdóttir skrifar: Ágæti Velvakandi! Ég vil þakka biskupi fslands fyrir svar hans við bréfi mínu frá 24.5.’84 „Gefum gætum hver að öðrum". Hann segir þar meðal annars, að prestarnir séu meðal lægstlaunuðu embættismanna ríkisins. Mikið vorkenni ég þeim hvað þeir eiga bágt. Það lítur út fyrir að hvorki ríkið né Guð sé með þeim. Samt eru flestir þeirra sem ég hef séð spik- feitir, vel klæddir og aka um á flott- um bílum. Og margir eiga annað- hvort íbúð, hús eða búa í höll. Svona sagði Jesús um þá: „Þeir binda þungar byrðar og lítt bærar, og leggja mönnum þær á herðar en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær með fingri sínum," Mattheus 23, 1-7. Eins og venjan er á íslandi borða þeir svona fimm sinnum á dag, á meðan fólk í öðrum löndum deyr í milljónatali úr hungri! Svona segir Esekíel um þessa hirða: „Vei hirð- um, er héldu sjálfum sér til haga! Eiga ekki hirðarnir að halda sauð- unum til haga? Mjólkurinnar neytt- uð þér, klædduð yður af ullinni, slátruðuð alifénu, en sauöunum hafið þér eigi haldið til haga. Þér komuð ekki þrótti í veiku skepnurn- ar og læknuðuð ekki hið sjúka, bunduð ekki um hið limlesta, sóttuð ekki það, er hrakist hafði, og leituð- uð ekki hins týnda, heldur drottn- uðuð þér yfir þeim með hörku og grimmd," Esekíel 34, 3—7. Og hvað segir Páll postuli um laun þess að kenna Guðs orð? „Hver eru þá laun mín? Að ég læt fagnaðarerindið vera ókeypis, er ég boða það, svo ég hagnýti mér ekki það, sem ég á rétt á í fagnaðarerindinu. Þannig hefir Drottinn einnig fyrirskipað, að þeir sem prédika fagnaðarerindið, skuli lifa af fagnaðarerindinu," 1. Kor- intubréf 9, 18 og 17 og 14—15. Já, af fagnaðarerindinu og ekki af launum frá ríkinu, þí að Guð sjálfur sér um alla þá, sem boða fagnaðar- erindið. Eins og allir vita er Guð almáttugur og getur því vel séð um hirða sína sem halda sauðunum til haga. En í staðinn eru þeir alltaf og fyrst og fremst að hugsa um sína eigin hagsmuni. Ef trú á Guð væri fyrir hendi hjá þessum ríkisstarfs- mönnum, þá væru þeir ekki alltaf svona áhyggjufullir; Mattheus 6, 19—32 og 1. Kor. 10, 24. Þessir klerkar álíta sig hirða, þegar þeir eru í raun og veru ekkert annað en ríkisstarfsmenn með laun sem slík- ir, eins og biskup tslands staðfesti í bréfi sínu. Og svo skíra og ferma og gifta þeir allt þetta fólk sem hvorki les Biblíuna né trúir á Guð og spámenn hans. Hvers konar prestar eru það eiginlega? „Vei yður, fræði- menn og farísear, þér blindir leið- togar! Þér hreinsið bikarinn og diskinn aö utan, en að innan eru þeir fullir ráns og óhófs. Þannig sýnist þér og hið ytra réttlátir fyrir mönnum, en hið innra eruð þér full- ir af hræsni og lögmálsbrotum," Mattheus 23, 23—28. Hvað eiga þessir svokölluðu prestar og ríkis- starfsmenn sameiginlegt með hirð- um Drottins, sem halda sauðunum hans til haga, lækna hina sjúku, leita hinna týndu, sækja það sem hrakist hefur, koma þrótti í hina veiku? Þeir sem vanhelga helgi- dóminn með kaffisölu og spila- kvöldum og málverkasýningum og bingóum og alls konar andskotans uppátækjum til að fylla tóma kirkjubyggingu? „Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og van- helgað helgidóma mína; þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu! Og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra — segir Drottinn," Esekíel 22, 26. Já, þeir hafa gjört hús Drottins að sölubúð eins og á Jesú tíma. Og að lokum ein spurning enn: Af hverju lætur aðalhirðirinn kalla sig „herra“? Ég þekki aðeins einn herra, og það er Drottinn Guð. Jes- ús sagði einmitt: „Þér skuluð eigi kalla yður „herra", því að einn er yðar herra, hann sem er á himnum; en þér allir eruð bræður. Hver sá, er upp hefur sjálfan sig, mun niður- lægjast! Þér eruð mennirnir, sem réttlæt- ið sjálfa yður í augsýn manna; en Guð þekkir hjörtu yðar. Því að það sem er hátt meðal manna, er viður- styggð í augsýn Guðs.“ Mattheus 23, 5—12 og Lúkas 16,15. P.S.: Ætti ég nú að fara að heimta peninga fyrir þetta bréf? 6.6.’84. U ndirskrif tasöfn- un Samhygðar Jósef Smári Asmundsson, leiðbein- andi í félagsmáladeild Samhygðar, skrifar. Kæri Velvakandi! „Nokkrir ungir piltar" tjáðu sig um undirskriftasöfnun Samhygðar 10. júní sl. Mig langar að gera nokkrar athugasemdir við mál þeirra. 1) Ég vil hugga þá með því að þeir voru að skrifa með atvinnu og gegn atvinnuleysi — engu öðru. 2) Á öllum undirskriftalistum var yfirskrift: Herferð með atvinnu og gegn atvinnuleysi, þannig að það gat ekki farið framhjá neinum und- ir hvað hann var að skrifa. Blöð sem „ekkert var skrifað á“, voru alls ekki notuð. 3) Allir sem skrifuðu undir fengu miða með sama texta og var á plak- atinu sem þeir sögðust hafa lesið. Á miðanum voru upplýsingar um her- ferðina og tillögur um hvernig hver og einn gat tekið þátt í henni. Neðst var heimilisfang og sími bar sem hægt var að leita sér uppl. Á miðan- um eða plakatinu er ekkert í þeim dúr að það væru alþjóðaauðmenn sem allt legðu undir sig og stórfyr- irtæki einokuðu allt á markaðinum. Hinsvegar er þar málsgrein sem hljóðar svo orðrétt: „Hin dulbúna heimsvaldastefna, græðgi hins al- þjóðlega auðmagns, innreið fjöl- þjóðafyrirtækja og hernaðarútgjöld valda gjaldþroti fyrirtækja og at- vinnuleysi." 4) Hin opinbera tala atvinnu- lausra var 1800 þegar dreifimiðinn var prentaður. Þessi opinbera tala er ekki rétt þar sem meira en helm- ingur skráir sig ekki. Talan 3000 var varlega áætluð þá og alls ekki ólíklegt að hún sé í fullu gildi í dag þó hin opinbera tala hafi lækkað í 1200. 5) Við höfum safnað 40.000 undir- skriftum, að eigin sögn, en undir- skriftirnar eru yfirfarnar af hlut- lausum aðila (borgardómaranum í Rvík). 6) „Þeir rexa í öllum sem í fyrstu vilja ekki skrifa undir þar til þeir láta undan." Þetta er fullyrðing sem enginn fótur er fyrir. Varla dæma piltarnir út frá eigin reynslu því ég get ekki lesið úr skrifum þeirra að þeir hafi verið þvingaðir til að skrifa enda væri það brot á grundvallarreglu Samhygðar. Mig langar að lokum að benda öllum þeim, sem hafa eitthvað við þessa undirskriftasöfnun að athuga, á að við erum ávallt til viðtals á fund- arstöðum Samhygðar. Einnig vil ég hvetja alla til að nota tjáningar- frelsi sitt og skrifa í blöðin. Auðvit- að er skemmtilegra að menn hafi kjark í sér til að skrifa fullt nafn undir og bera þannig fulla ábyrgð á skrifum sínum. Ef piltarnir hafa áhuga býð ég þeim að koma niður á Hverfisgötu 108 eitthvert kvöldið og ræða málin.“ Sjónvarpið er leiðinlegt Tvær frekar reiðar skrifa: „Við erum búnar að fá nóg af íslenska sjónvarpinu. Það er alveg ferlega leiðinlegt. Sérstaklega bíómyndirnar sem eru sýndar um helgar. Við erum einar af þessum barnapíum og verðum oft fyrir vonbrigðum um helgar þegar bíómyndirnar eru leiðinlegar. Okkur finnst að þeir sem ráða þessu megi fara að sýna betri myndir heldur en kínverskar, sænskar og gamlar myndir. Hvar fær sjónvarið þær eiginlega? Það mætti gjarnan fara að sýna myndir sem eru við allra hæfi og einnig að fá betri framhaldsþætti. Berlin Alexanderplatz er til dæm- is alveg að gera út af við okkur og mætti gjarnan sýna Dallas í stað þess þáttar. Þá mætti sýna betra og meira barnaefni en nú er gert á sunnu- dögum. Þá mætti einnig sýna Skonrokk í hverri viku og hafa hvern þátt lengri en verið hefur. Heppnir eru þeir sem „videó“ hafa því það bjargar öllu hjá þeim.“ Við eigum geysimikið úrvai af rúmum og nú bjóðum við þér alveg sérstök tilboðskjör. Meðan birgðir endast RÚM MEÐ DÝNU Undir 10.000, 2.000 út gr. 1.000 á mán. 10.000—15.000, 3.000 út. gr. 1.500 á mán. 15.000—20.000, 4.000 út gr. 2.000 á mán. Yfir 20.000, 5.000 út gr. 2.500 á mán. Úrvaliö af fururúmum er geysilega gott. Á mynd- i inni sérðu tegund Hilda. Verö meö dýnum kr. 19.910. Náttborö verö kr. 2.860. Taktu eftir verðinu á þessu setti. Allt settið kr. 14.780 m/dýnum. 0g fyrir börnin bjóöum viö hinar vinsælu barnasamstaeöur i Ijósu furulíki sem er allt í senn hirslur, klæða- skápar og rúm. Öll samstæöan meö dínu og þremur púöum á 14.960.- Aöeins 2.500 út og 1.500 á mánuöi. HÚS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÓFÐA 20 -110 REYKJAVÍK « 91-81199 OQ 81410 ..............-" v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.