Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984 ,, þú kennur ktukkutima of seint! þú skalt ekki' ásaka mi'9 þótt ostesamíokan þin sé oríin köid.1' Ast er ... ... að syngja henni sætan söng. TM R«o. U.S. Pat. Otf.-aH rights res«fvod «1984 Los Angeles Times Syndicate Jaeja vinur. — í*á eru þad mjólk- urpeningarnir? HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. Rómverskar tölur Jón Gissurarson hringdi og hafði eftirfarandi að segja við krossgátusmið Morgunblaðs- ins: Ég vil gjarnan leiðrétta misskilning sem gætir hjá höfundi krossgátu Mbl. Stórt ID er ekki rómversk tala eins og stóð í skýringum hans fyrir helgi. Rómverskur einn (I) dregst einungis frá fimm (V) og tíu (X). Þú munt hafa haft í huga fjögurhundruð- níutíuogníu, en sú tala væri rituð CDXCIX. Rómverskar tölur henta vel í krossgátur þínar, en þú þarft bersýnilega að lesa þér til um ritun þeirra. Ég bendi þér á Reikningsbók eftir Jón Gissurarson og Steinþór Guð- mundsson sem er gefin út 1966. í henni er örstuttur kafli um ritun rómverskra talna. Með bestu kveðjum. Kynhverfa orsakast af illum anda Wiily Hansen hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langaði að koma örlitlu á framfæri vegna skrifa „eins í felum" í Velvakanda síðast- liðinn þriðjudag. Það er ef til vill engin ein skýring á því hvers vegna þeir eru haldnir þessari hneigð en ég tel mig vita hvernig þeir geta losnað við hana. Og svarið er að trúa á frelsara vorn, Jesúm Krist, og láta reka þetta úr líkaman- um. Ég hefi séð fólk á Nýja Sjálandi frelsast undan illum anda sem orsakaði vitlausa kynhneigð og það er enginn vafi að um slíka anda er að ræða í þessum tilfellum. Ef þessi maður, sem skrif- aði í Velvakanda á þriðjudag- inn, trúir því að Biblían sé orð Guðs þá er hann vissulega á réttri leið og ef hann tekur á móti Jesú sem frelsara sínum og iðrast þá opnast dyrnar fyrir þennan illa anda til að yfirgefa hann. Ef einhver er reiðubúinn til að snúa við á >eirri braut sem hann nú er á >á er ég reiðubúinn til að tala við hann um þessi mál og hjálpa eftir megni. / Biblían veitir svar við öllu Ragnar Konráðsson skrifar og vill svara „einum í felum“ sem rit- aði pistil í Velvakanda síðastlið- inn þriðjudag. Svar mitt er til þín kæri vinur, sem skrifaðir í Velvakanda 26. júní síðastliðinn, um baráttu þína, að vera hommi sem kallað er. Björgun til að læknast er Jesús Kristur. Til þess kom hann, að frelsa synduga menn eins og orð Guðs segir. Það orð er satt og í alla staði þess vert að við því sé tekið, því Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn. Þú segist hafa leitað til Biblí- unnar og að þú trúir að hún sé orð guðs. Guð bendir okkur á hvað er syndsamlegt líferni. Þér finnst að Biblían hafi andstyggð á svona líf- erni. Það er rétt. Guð hefur and- styggð á syndinni en bendir um leið á björgun. Hann vísar þér til sonar síns Jésú Krists. Ég var drykkjumaður í mörg ár og átti í erfiðleikum og baráttu. Síðan eru liðin rúm tuttugu ár, að þeim þrautum var létt af mér. J'-sú var björgun mín. Hann er in friður og frelsari. Hvað segir Biblían um drykkjuskap? Hún segir að við skulum ekki drekka okkur full, því slíkt leiði aðeins til spillingar. Það er satt en samt eru margir sem ekki vilja viðurkenna vandann og vita ekki fyrr en þeir eru orðnir þrælar hans. Taktu guð á orðinu, því Jesú sagði: Komið til mín, allir sem erfiðið og þunga eru hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Hallgrímur Pétursson yrkir líka á einum stað í sálmi, að guðs orð sýna hvað sé okkur leyft og bannað. Ég komst við í hjarta mínu þeg- ar ég heyrði ákall þitt, kæri vinur. Von mín er sú að guð hafi leitt mig til að svara ákalli þínu og ég bið hann allrar hjálpar og mis- kunnar fyrir þig og þá sem við sama vanda eiga að stríða. Mig langar til að benda þér á pistil eftir Billy Graham sem birt- ist í Mbl. 21. júní síðastliðinn. Svo kveð ég með þessum orðum: Því svo elskaði guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Lengið útsendingar- tíma „Frístundar“ Ágæti Velvakandi. Eftir að hafa hlustað á þáttinn „Frístund" á rás 2 fyrir skömmu get ég ekki lengur orða bundist og vildi gjarnan koma á fram- færi ánægju minni með þáttinn. Frístund er ekki bara skemmti- legur þáttur, hann er meirihátt- ar. Oft hef ég hlustað á ungl- ingaþætti í útvarpinu en enginn þeirra kemst i hálfkvisti við „Frístund". Eðvarð Ingólfsson, stjórnandi þáttarins, er með færustu út- varpsmönnum sem við eigum, það hafa þættir hans sýnt og sannað. Ábyggilega er mikill vandi að stýra fjölbreyttum þætti eins og Frístund er í beinni útsendingu. Þá er þátttaka unglinganna í þættinum mjög skemmtileg og þeir standa sig vel. Þá er fram- haldsleikritið sem verið hefur í þættinum mjög skemmtilegt og þyrfti slíkt leikrit að vera í hverjum þætti. Að lokum til yfirmanna rásar 2: Fyrir alla muni lengið útsend- ingartíma „Frístundar", annað Eðvarð Ingólfsson hvort með því að hafa þáttinn tvisvar í viku eða tvo tíma í senn, þátturinn á það skilið því hann stendur svo sannarlega fyrir sínu og ég veit að margir eru á sömu skoðun og ég. "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.