Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson 2. sunnud. eftir þrenn.hátíð „Maður nokkur gjörði mikla kvöldmáltíð og bauð .. Og þeir tóku allir i einu hljóði að af- saka sig ..." Lk. 14:16—24. Hvar er yndið mest og ljúf- legast að vera? Liklega þar sem eitthvað er að gerast, þar sem er kapp og kæti og líf. Og víða er eftirsótt að komast að, til að mynda við öldurhús á siðkvöldum, þar upphefst allt að því grátur og gnístran tanna hjá þeim sem ekki fá smogið inn í dýrðina. Aðrir leita á önnur mið sér til svöl- unar og tilbreytingar, bylgjan ris og hnígur, fjöldinn fer og kemur, dvelur við einn brunn- inn af öðrum, þar sem sælast er hvterjum og einum frá degi til dags. Ýmislegt er að hafa, bæði ljúft og bætandi, annað reynist lindarauga sorans, þar sem margur ærist við imynd- aðan gleðiheim. Kirkjudyr standa einnig opnar. Þrýsting- irnir meta mest, heldur bauð hann öilum, vanheilum, hölt- um, blindum, óróasömum og ílla siðuðum. Þannig er Guð, þannig er boð hans af vörum og i verkum Jesú Krists. Nietzsche mælti: „Mannkyn- ið er óværa, illgresi á jarð- skorpunni." Vissulega er unnt að líta slíkum augum á van- mátt okkar, háttalag og til- burði flesta, að þessi nafngift þyki við hæfi. En Jesús var önnum kafinn við að hringja boðsklukkum fyrir þennan mislita söfnuð, boðsklukkum, sem kölluðu þessa óværu sem sumir álíta, inn í fögnuð himn- anna. I einni sögu Dostojevskis má, lesa um föður gleðikon- unnar Sonju, er hann er tekinn fastur fyrir óhugglegt líferni, þá mælir hann við þá sem handtaka hann: „Einn er sá, sem hefur vald til að fyrirgefa, hinum vondu og góðu, hinum vitru og fávísu og þeir eru allir Guðspjallið, sem tilheyrir þessum degi færir okkur dráttsterka mynd af kvöld- máltíðinni miklu. Þar má margur lesa úr þætti eigin sögu, hvað hann ætlaði og vildi, hvað var vanrækt og hverju var snúið baki við. En til að kunna á stafina til lestr- ar, að til blessunar verði, þarf Guð að kenna. Kristin kirkja er opin til þess, þar er Orðið flutt og þar er máltíð reiðubú- in. Af hálfu kirkjunnar hefur því ekki verð haldið fram af neinum með réttu ráði, að sú stofnun væri hrein og tær af því að þeir, sem þar leituðu skjóls, væri hreinir, heldur af því að Guð væri heilagur og gæti gróðursett visna sprota á sínnm mikla meiði og gefið þeim lífssafa. Jesús veit að mannlífið er áhyggja og barátta og hann veit líka að það er ekkert nema áhyggjan ein án Guðs, ef að við ur úti fyrir þeim dyrum er með minnsta móti, svona alla jafna. Þó er þar inni sá Drott- inn boðaður, sem sagður er hafa hug og hjarta bundið þeim mannfjölda, sem mestur er úti fyrir og hyggur að því sem þar finnst til þarfa, raunverulegra sem ímyndaðra. Svíi einn sagði: „Þegar sagt er að Guð elski mennina, þá er ekki verið að lýsa því yfir hvernig mennirnir eru, heldur hvernig Guð er.“ Og það var einmitt nýjung í eyrum manna, þegar Jesús mælti að Guð þætti vænt um mennina, án alls fyrirvara um ágæti þeirra, eigindir og afstöðu. Fátt lýsir þessu betur en frá- sagan af kvöldmáltíðinni miklu. Fyrstir voru þeir boð- nir, sem voru eitthvað í ásynd þjóðar, báru uppi stolt og heið- ur samfélagsins. En þeir töldu sig nægjanlega sadda í andleg- um efnum, þó að þeir færu ekki að matast við veisluborð ósýnilegs konungs. Þeim þótti meira um vert að rækja skyld- ur dagsins við kaup og sölu, stjórnun búa og allt það, sem önnin krefst, en að stunda bænahald og sálmasöng þó aldrei nema borðhald fylgdi. Það má orða þessar mótbárur á ýmsan veg, en útkoman verð- ur ætíð hin sama, að það eru aðrar dyr en helgidóma Drott- ins, sem heilla mest, önnur mettun, en frá háborði Guðs í kirkju hans, sem fjöldanum er eftirsóknarverð. Svo reiddist húsbóndinn. Þá hljómar bæn spámannsins þannig: „Herra minnstu mis- kunnseminnar í reiði þinni." Og húsbóndinn minntist þess og spurði ekki framar um at- ferli eða eðliskosti, sem menn- í þörf fyrir það. Og þegar hann hefur dæmt alla menn, þá mun hann snúa sér að okkur og segja: Komið hingað, einnig þið veiku og lastafullu og drykkfelldu, komið til mín. Og við komum öll, án þess að roðna og göngum fram fyrir hann og þá segir hann: Þið lík- ist dýrunum í drafinu, þið haf- ið drætti dýrsins skráða í ásjónur ykkar. En komið samt, einnig þið. En þá munu hinir vitru og slægu hrópa: Herra hversvegna tekurðu einnig þessa til þín? Og hann mun svaTa: Vegna þess að enginn þeirra hefur álitið sig verðan þess. Og síðan breiðir hann arma sína yfir okkur alla. Og við föllum fram á ásjónur okkar og munum komast til þekkingar. 0 komi ríki þitt Drottinn." Já, svona er sannar upplýs- ingar um kristindóminn einnig að finna í skáldsögum, þær eru líka tiltækar undur víða af vörum fólks allra tíma. Kelos nefndist maður einn, afar vel siðaður. Hann stóð á tali við kirkjuföðurinn Origenes. Hann botnar ekkert í þessum kristna átrúnaði og segir við kirkjuföðurinn: Það er tiðast okkar á meðal, að þeir sem bjóða til sín fólki gæti þess að það sé hreint um hendurnar, tali af viti, hafi ekkert illt á samviskunni og lifi vamm- lausu lífi. En þið, hvað gerið þið? Þið bjóðið syndurum og einfeldningum, þeim sem hafa lertt í hremmingum og hrakn- ingum." Hverju gat kirkjufað- irinn svarað? Hreint engu, nema að svona væri þetta, þannig væri kristindómur, boðið næði aldrei til annarra en þeirra, sem væru óverðugir. köfum svo í hégómann og jafn- vel nytjamál og hugsanir að við gleymum kalli húsbóndans. Það má auðvitað spyrja sem svo: Hversvegna megum við ekki vera alfarið í því sem ak- ursins er? Er ekki nægjanlegt að vita til Guðs, þó að við för- um ekki endilega að sækja heim boð hans í þau hús, sem honum eru endilega helguð? Þetta er um leið spurning þess hvort við viljum yfirhöfuð eiga nokkurn helgidóm eða hvort við viljum þá ekki gera eitt- hvert annað hús og önnur efni að helgidómum en þær bygg- ingar sem nefnast Guðshús. Jesús hélt gjarnan til í kirkj- um sinnar tíðar, eða svo grein- ir Ritningin frá. Samfélag, já, samfélag í söfnuði um heilagt mál er lífsnauðsyn, ekki aðeins til þess að boðskapurinn fái haldist að erfðum, heldur og til þess að einstaklingur geti átt svölum þeirri þörf að lofa og biðja og samtengjast þeim, sem álíka finna til. Að hlýða kalli kirkjunnar til guðsþjón- ustu þýðir að stilla sig inn á svið helgi, þar sem þjálfast það skyn, sem nemur og skynjar rödd Guðs. En hástig í helgi- dóminum er siðan að finna við altari kirkjunnar, sem saga guðspjallsins getur minnt á, þar sem líkamleg neysla jarðn- eskra efna fer fram, sem vísar um leið til himneskrar hátíðar í eilífu ríki Drottins. Og við það borð er enginn hærri öðr- um, enginn sterkari og enginn veikari, hvað sem annars ger- ist í annríkinu fyrir dyrum úti. Þar megum við öll minnast fyrirheits Drottins, sem til okkar er beint: hverju sinni sem þú minnist mín, mun ég koma til þín og blessa þig.“ P^4^IÐSTOÐ VERÐBREFA- VIÐSKIPTANNA VILTU AUKA TEKJUR ÞÍNAR UM 34%, 44%, 72%? HVERNIG ER ÞETTA HÆGT? Hið opinbera lítur silfrið mismunandi augum. — Þannig greiðir þú tekjuskatt af launum þínum — en ekki af vaxtatekjum. AÐFERÐ TIL TEKJUAUKNINGAR: FJÁRLOSUN y^\Minnka fjárbindingu ' Jsi neyslufjárfest- / ingum og setja í sparifjár- festingu. 1 milljón Fé til sparifjárfestinga er því samtals: V2 milljón s= IV2 millión Ef ofangreind fjárupphæð er ávöxtuð t.d. í verð- tryggðum veðskuldabréfum sem gefa í dag um 12 % raunvexti á ári, gæti dæmið litið þannig út: Skattskyld laun Hjón & 2 börn Nettó laun eftirskatta Hækkun tekna v/spari fjárfestinga Hækkun tekna % 750.000 536,500 180.000 34% 500.000 404.800 180.000 44% 250.000 250.000 180.000 72% Spariskírteini og happdrattitlán ríkittjóði Veðskuldabréf — verðtryggð OG - ÞAÐ SEM MEIRA ER: Þessar tekjur eru skattfrjálsar og verðtryggðar, en það er ekki sjálfgefið með launatekjur í dag. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 2. júlí 1984 Ar-flokkur 1970- 2 1971- 1 1972- 1 1972- 2 1973- 1 1973- 2 1974- 1 1975- 1 1975- 2 1976- 1 1976- 2 1977- 1 1977- 2 1978- 1 1978- 2 1979- 1 1979- 2 1980- 1 1980- 2 1981- 1 1981- 2 1982- 1 1982- 2 1983- 1 1983-2 1974-D 1974-E 1974- F 1975- G 1976- H 1976- 1 1977- J Sölugengi pr. kr. 100 17.415.64 15.825.64 14.343,58 11.543.65 8.674.85 8.401.47 5.421,70 4.260,69 3.180.85 2.934,81 2.381.12 2.122,16 1.812,75 1.438,89 1.158,08 975,37 752,32 649,30 498,57 426,21 313,66 298,87 220,83 169,91 110,24 5,319,50 3.782,21 3.782,21 2.418.13 2.228.47 1.696,08 1.513,88 1981-1. fl. 328,25 Avöxtun-1 Dagafjöldi arkrafa | til innl.d. Innlv. í Seðlab. 5.02.84 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 1 á/ 1 ár 2ár 3 ár 3 ár 4 ár 73 d. 203 d. 73 d. 73 d. 203 d. 73 d. 188 d. 203 d. 248 d. 203 d. Innlv. i Seðlab. 25.03.84 5,80% 68 d. Innlv. i Seðlab. 25.03.84 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% 5,80% \ 1 ár 1 ár 2 ár 1 ár 1 ár 1 ár 68 d. 233 d. 73 d. 283 d. 113 d. 203 d. 103 d. 239 d. 89 d. 239 d. 149 d. Innlv. i Seðlab. 20.03.84 8,00% 149 d. 8,00% 149 d. 8,00% 1 ár 149 d. 8,00% 1 ár 268 d. 8,00% 2 ár 148 d. 8,00% 2 ár 269 d. 8,00% 1 ár 299 d. Sölugengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir (HLV) Avöxtun umfram verötr. 1 ár 95.46 4% 10,75% 2 ár 92.56 4% 10,87% 3 ár 91,27 5% 11,00% 4 ár 88,94 5% 11,12% 5 ár 86.67 5% 11,25% 6 ár 84.49 5% 11,37% 7 ár 82,36 5% 11,50% 8 ár 80,32 5% 11,62% 9 ár 78.34 5% 11,75% 10 ár 76.45 5% 11,87% 11 ár 74,61 5% 12,00% 12 ár 72,87 5% 12,12% 13 ár 71,17 5% 12,25% 14 ár 69,57 5% 12,37% 15 ár 68,03 5% j 12,49% Veðskuldabréf óverðtryg gð Sölug.m/v 18% 20% (Hlv| Þak 1 atb a ári 21% 20% 1 ár 84 85 86 82 2 ár 72 74 75 69 3 ár 62 64 65 58 4 ár 54 56 57 49 5 ár 48 51 52 43 Sölug.m/v 2 afb. á ári 18% 20% Í(HÍ7) 21% Þak 20% 1 ár 88 90 90 87 2 ár 78 80 80 75 3 ár 68 70 71 64 4 ár 60 62 63 56 5 ár 54 56 58 49 Daglegur gengisútreikningur Veröbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Sími 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.