Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 26
rs
26
mi tnu.rnirnAaTWMTW omA.wvnir)íroM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984
Kross
á þjóðsögu
Skömmu fyrir síðustu aldamót
gerðist svipaður atburður og var
það talið sönnun þess að Solveig
hefði dregið prest í dysina til sín.
Árið 1914 átti að grafa gamla
konu í Miklabæjargarði. Einn
grafarmanna var Sigurður Ein-
arsson í Stokkhólma og hefur
hann sagt frá atburðinum. Graf-
armenn komu niður á kistu, sem
snéri öfugt við það, sem venja er
til. Þeir brutu kistuna og í henni
reyndust vera kvenmannsbein,
fremur smávaxin. Séra Björn
Jónsson var þá á Miklabæ og voru
hann og aðrir þess fullvissir að um
bein Solveigar væri að ræða. Var
beinunum komið fyrir, sem venja
er með gröft, í gröfinni, sem þarna
var tekin, og lík gömlu konunnar
var svo jarðsett í gröfinni.
Framdi séra Oddur
sjálfsmorð?
Eins og fram hefur komið, hefur
aldrei spurst til séra Odds Gísla-
sonar eftir að hann hélt heim að
Miklabæ frá Víðivöllum en uppi
hafa verið ýmsar getgátur um af-
drif hans. Spurningunni um hvað
henti hann verður sennilega aldrei
svarað. Á miðilsfundum í Reykja-
vík 1937, þar sem Solveig bað um
að bein sín yrðu flutt í Glaumbæj-
arkirkjugarð og getið verður um
síðar, kom fram að Solveig hefði
ekki orðið séra Oddi að bana held-
ur hafi hann verið veginn af
jarðneskum mönnum. Jón Jóhann-
esson frá Siglufirði segir í grein
um séra Odd á Miklabæ i Grímu
frá 1948 og hér er m.a. stuðst við,
að því sem gerist á miðilsfundum
beri að taka með varúð, en ef séra
Oddur var myrtur, segir Jón, ligg-
ur næst að ímynda sér að einhver
sem hefna vildi Solveigar hafi
framið ódæðið. En það er fátt sem
rennir stoðum undir þá kenningu.
Jón heldur hins vegar að dauði
Solveigar hafi fengið svo á séra
Odd að hann hafi fargað sér. Það
er ekki erfitt, segir Jón, að ímynda
sér að ástarsamband hafi mynd-
ast á milli Solveigar og séra Odds,
en stöðumunur, ættgöfgi og aðrar
ytri aðstæður hafi komið í veg
fyrir að þau gætu kvænst. Þegar
svo Guðrún giftist séra Oddi verð-
ur það Solveigu ofraun, hún sturl-
ast og fyrirfer sér. Séra Oddi verð-
ur svo mikið um dauða hennar að
hann fellur í ómegin. Honum fell-
ur einnig þungt að geta ekki veitt
Solveigu hinstu bæn hennar, að
grafa hana í vígðri mold. Samvisk-
an ásakar hann um það, að hann
hafi farið illa með stúlkuna og eigi
sök á dauða hennar. Hann gerist
þunglyndur og taugaveiklaður.
Jón Espólín segir í Árbókum sín-
um að séra Oddur hafi alla stund
þótt mjög undarlegur í skapi.
Myrkfælnin kvelur hann og hjá-
trúin hefur smitað heimafólk og
nágranna. Öll sveitin trúir því, að
Solveig hafi dáið í heiftarhug til
hans og að hún ásæki hann og vilji
granda honum. Og það kemur að
því að hann verður ómegnugur að
bera það og „hið myrka haust-
kvöld 1786 sigrar hugstríðið karl-
mennsku hans, og hann fargar sér,
en hvar og með hverjum hætti,
verður sennilega aldrei vitað".
Benedikt Gíslason frá Hofteigi
skrifar um séra Odd í bók sinni,
Fólk og saga, sem út kom árið
1958. Þar segir hann að Vigfús
Scheving sýslumaður og allir viti
bornir menn hafi vitað hvað gerst
hefði. Séra Oddur hefði fyrirfarið
sér — en það var voði í sambandi
við málið. Það yrði að grafa hann
utangarðs ef hann fyndist. Allra-
handa draugasögum var komið í
gang, Solveig átti að hafa drepið
hann og dregið hann kvikan í sitt
eigið utangarðsleg. „Það gæti ekki
Samantekt:
Arnaldur Indriðason
komið verra fyrir," segir Benedikt
„en séra Oddur fyndist."
Benedikt segir að vorið 1789
hafi séra Oddur fundist í læknum
Gegni og að gruna mætti að Vig-
fús sýslumaður, Pétur prófastur
Pétursson og fleiri menn hafi vit-
að um líkið, en ekki viljað hreyfa
það af ótta við að þurfa að grafa
það utangarðs. Heimild að fundi
séra Odds segir Benedikt vera
samtímabréf, sem frú Ragnheiður
Thorarensen skrifaði frá Viðey 6.
sept. þetta sama sumar en í því sé
sagt berum orðum, að séra Oddur
á Miklabæ „í vor fundinn í læk
þeim er Gegnir heitir."
Og Benedikt segir: „[En] það er
auðséð hvað til ráðs er tekið.
Oddur er grafinn í kyrrþey og alls
ekki á Miklabæ. Það vitnast ekki
að hann er fundinn og grafinn og
Pétur prófastur, sem veit það, að
kirkjuskipanin er brotin, talar
aldrei eitt einasta orð um þetta,
hvorki við Esphólín né aðra, enda
er Esphólín úti í Kaupmannahöfn
þegar þetta fer fram ..."
Kvæði Einars
Að síðustu skal getið kvæðis
Einars Benediktssonar, „Hvarf
síra Odds frá Miklabæ (þjóð-
saga)“, sem hefur haft ómæld
áhrif á þjóðsöguna um Solveigu og
séra Odd. Það er í 18 erindum en
erindi 10 og 11 eru á þessa leið:
Reidd, sem til höggs, er höndin kreppt
hátt á lopti, önnur er hept
á bitrum, blikandi hnífi.
Þýtur í golu af þungum móð
þulin heiting. Svo mælti fljóð,
svikin, er svipti sig lífi:
„Svo illar hvfldir eg af þér fékk
og óhreinan hef eg setið bekk,
því ertu nú dauðadeigur.—
Þótt svikir þú mig skal orð mitt efnt,
mín er eptir þessa nóttu hefnt,
séra Oddur, nú ertu feigur".
f þjóðtrúnni var Solveig orðin
að draug, ægilegum draug.
f seinni hluta þessarar greinar
verður vikið að því þegar bein Sol-
veigar voru flutt úr Miklabæjar-
kirkjugarði í Glaumbæjarkirkju-
garð.
Boreal er nýstárleg
veggklæðning, frumleg,
falleg og notadrjúg, fram-
leidd úr finnsku úrvals-
birki af heimsþekktum
framleiðanda.
GÆÐIFARA ALDREIÚR TÍSKU
áf/\ KRISTJflfl
f/<#SIGG£IRSSOn HF.
y ^ W LAUGAVEG113,
r SMIÐJUSTÍG 6, SÍMI 25870
a#Wa A»WA AltyA
^ Verð tilboð
Þetta stórglæsilega tæki frá AIWA meö LW — MW — SW og FM stereo, 2x14 w. magnara og
lausum hátölurum, 5 banda tónjafnara, segulband meö Dolby og fyrir CrO2 og Metal-spólur og
marga aöra mjög skemmtilega möguleika, kostar nú aöeins kr.
Attt til hljómfíutnings fyrir:
HEIMILID - BÍLINN
OG
DISKÓTEKIÐ
D i .i
Kacfiö
ARMULA 38 iSelmúla megin) 105 REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF 1366