Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 45
».m ) rr*T. r mnt rrn i «r>«/ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984 45 Útvarp kl. 14.15: Ástir samlyndra hjóna Klukkan 14:45 hefst blönduð dagskrá er nefnist „Ástir sam- lyndra hjóna“. Er hún { umsjá Þórdísar Bachmann. Eins og nafnið bendir til er víða komið við í efnisöflun og flytjendur fjölmargir. M.a. túlka Arnar Jónsson og Bríet Héðins- dóttir Macbeth lávarð og lafði hans í verki Shakespeares. Tekin verða fyrir nokkur vel þekkt hjónabönd allt frá tímum ódys- seifs Penelópu til sambands nú- tíma-hjóna og þau reifuð í bók- menntalegum skilningi. íslenskt efni verður einnig á dagskrá og eru þar helst ís- landsklukka Kiljans, Fjallkirkja Gunnars Gunnarssonar og sagan „Hjartað býr enn í helli sínum" eftir Guðberg Bergsson. Lesari er Arthúr Björgvin Bollason. Inn á milli atriða verður kryddað með viðeigandi tónlist. Þórdís Bachmann, umsjónarmaður dagskrárinnar „Ástir samlyndra hjóna'*. Þátturinn er klukkustundar- langur. Snaust h.í Siðumúla 7-9, simi 82722. Bllanaust h.f. hefur nú á boöstólum hljóðkúta, púströr og festingar I flestar gerðir bfla. Stuðla- berg h.f., framleiða nlðsterk pústkerfi og hljóð- kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams konar framleiðslu erlendra fyrirtækja. Þessa isl- ensku gæðaframleiöslu erum vió stoltir af að bjóða viðskiptavinum vorum jafnhliða vörum frá HUÖÐKÚTAR PUSTKERFI Útvarp kl. 20.00: Nýstárleg getraun í sumarútvarpi unga fólksins I þsttinum „Sumarútvarp unga fólksins“ í kvöld kl. 20.00 hefst hlustendagetraun með ansi nýstár- legu sniði. Þraut þessi er í 8 hlut- um og verður meðal efnis þáttanna nestu 8 sunnudagskvöld. Til þess að geta tekið þátt í getraunaleikn- um verða hlustendur að heyra alla hluta hans. I hverjum þætti verður á ein- hvern hátt gefinn til kynna ákveðinn bókstafur. Saman mynda þessir bókstafir átta stafa orð sem verður vitaskuld ekki lýðum ljóst fyrr en allir stafirnir hafa verið gefnir til kynna. Þátttakendur útbúa sér blað og bæta hverjum bókstaf inn í raðleikinn um leið og þeir hafa uppgötvað staf hvers þátt- ar. Síðan senda þeir lausnina til þáttarins þegar getrauninni er lokið. Vegleg bóka- og hljóm- plötuverðlaun verða veitt fyrir rétt svar að þrautinni lokinni og allir þáttakendur fá auk þess viðurkenningarskjal frá Ríkis- útvarpinu. Fyrsti bókstarf þessa dular- fulla orðs verður sem fyrr segir gefinn til kynna næstkomandi sunnudagskvöld og síðan koll af kolli næstu sjö sunnudaga á eft- ir. Stafirnir verða gefnir í skyn með ýmsum hætti en þó þannig að fæstum ætti að veitast þraut- in erfið. ítrekað skal að mikilvægt er að fylgjast með frá byrjun, Helgi Már Barðason, stjórnandi sumarútvarps unga fólksins. geyma svarseðilinn vel og senda hann síðan þættinum í ágústlok þegar loks upplýsist hvaða orð um er að ræða. Unglingar eru að sjálfsögðu hvattir til að vera með í leiknum og einnig til þess að senda þætt- inum bréf um hvað sem vera vill og snertir málefni unglinga, eða allt sem mönnum dettur í hug að kunni að eiga erindi til annarra. Umsjónarmaður sumarút- varpsins er Helgi Már Barðason. Sjónvarp sunnudag kl. 21.50 og mánudag kl. 21.30: GEORGE ORWELL Á dagskrá sjónvarpsins á sunnu- dag og mánudag er athyglisverð heimildarmynd í tveim hlutum um ævi breska rithöfundarins George Orwells. Hann er einn af merk- ustu höfundum þessarar aldar og snörp ádeila hans á ýmsar veikar hliðar f heimi nútímamannsins hafa hvarvetna hlotið mikið lof, jafnt gagnrýnenda sem almenn- ings. Þessir bresku þættir, eru skýr- asti vitnisburðurinn sem hingað til hefur sést um líf Orwell. Haft var náið samráð við rithöfund- inn og prófessorinn Bernard Crick sem fékk sérstakt leyfi frá afkomendum Orwell, til að rann- saka líf hans. Hann tók það sér- staklega fram í erfðaskrá sinni að hann vildi ekki láta rita ævi- sína. dagskránni er grennslast fyrir um bakgrunn verka Eric Blair, en það var rétta nafn Orwells, og hver voru markmið hans með svo áhrifamiklum verkum sem „1984“ og „Animal Farm“, að enn í dag eiga þau erindi til okkar. Framleiðandi er Nigel Williams. FERÐAFÉLAGINN FRÁ ROADSTAR PS-2060 1 bílinn M E T A L AUTO-STOP I A C Gæða-bflhjólatæki meö útvarpi og segulbandi. Þetta tæki er ■ sérstaklega hannað fyrir mikla notkun. LW, MW og FM-stereó 2x7 wött. Tíðnisvörun: 30—14.000 rið. Stærð: Breidd 178, hæð 42 og dýpt 120 millimetrar. Mono- og stereórofi. Læst hraðspól- un, styrk-, jafnvægis- og tónstillar. Sjálfvirk stöðvun á enda með Ijósmerki. FM stereó-ljós. í stuttu máli: Tækið sem er tilbúið í slaginn. Kr. 4.980,- SENDUM UM ALLT LAND ISETNING SAMDÆGURS HÁTALARAR OG LOFTNETSEFNI í MIKLU ÚRVALI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.