Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR L JÚLÍ 1984 Áttræður er á morgun Sveinbjörn Árnason sem unnið hefur í verslun í 64 ár. Hér ræðir hann um gullstrætið Austurstræti og tímabilið 1920— 1930 í íslenskri verslun. “E g er fæddur í Olafsvík 2. Ijúlí 1904 og dvaldi þar öll mín bernskuár. Til Reykja- víkur kom ég á gaml- ársdagskvöld um mið- nætti árið 1919, og ég man að bærinn tók vel á móti mér, því þetta var bær þá en ekki borg. Ég kom með skipi og höfn- in var öll ísi lögð, þann- ig að við rétt gátum lagst að bryggjunni. Það var margt um manninn við höfnina og bærinn uppljómaður, þó ekki væri það í tilefni þess að ég kæmi í bæinn!“ Það er Sveinbjörn Árnason kaupmaður í Fatabúðinni við Skólavörðustig sem hefur orðið, en við heimsóttum hann á heimili hans og konu hans, Súsönnu Grímsdóttur, á Hávallagötunni í vikunni. Tilefnið er áttræðisaf- mæli Sveinbjarnar, en hann á einnig að baki langa starfsævi sem verslunarmaður, búinn að starfa í verslun í rúm 64 ár og heldur enn fullri starfsorku. Lengi framan af, eða í allt að 40 ár, vann hann i Haraldarbúð í Austur- stræti sem var ein af helstu versl- unum bæjarins i þá daga, en Gullstrætið Austurstræti i irunum 1920—30. spái því aö stórar fallegar verslanir komi aftur“ Sveinbjörn Arnason Ljósm. RAX. WJ f Jt stofnaði svo Fatabúðina við Skóla- vörðustíg og hefur unnið þar fram á þennan dag. Sveinbjörn hefur þvi góða yfirsýn yfir þróunina í íslenskri verslunarsögu. Hvaða tímabil finnst honum hafa verið skemmtilegast í islenskri verslun? „Árin milli 1920 og 1930,“ svarar hann án þess að hugsa sig um. „Þá voru islenskir kaupsýslumenn að hasla sér völl innan verslunarinn- ar sem hefur verið í sífelldri þróun frá þeim tíma. íslensk verslun- arstétt blómgast með sjálfstæði landsins 1918, og tímabilið 1920—1930 er því skemmtilegast f mínum huga því þar er grundvöll- urinn lagður að fjölbreyttri versl- un. Mér eru þessi ár líka sérstak- lega minnisstæð, enda nýkominn til Reykjavikur, unglingur utan af landi. Það var mikið líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur á þessum ár- um. Fyrsta veturinn minn í bæn- um bjó ég úti á Nesi og ég man vel eftir þeim verslunum sem settu svip sinn á miðbæinn. Við Vestur- götuna var verslun Björns Krist- jánssonar, gróin og góð verslun. Þá var fínasta matvöruverslun bæjarins, Liverpool, i kjallaranum þar skáhallt á móti, þar sem nú er verslunin Kjallarinn. Duus- verslun var þar sem verslunin Geysir er nú, en það var mjög skemmtileg búð, verslað með gler og gjafavöru. Það var útgerðar- og verslunarfyrirtæki sem stóð að þeirri verslun, og þar sem íslensk- ur heimilisiðnaður er í dag var vefnaðarvörubúð frá Duus. Það var mikið um klæðskera á þessum tima og þar sem Morgun- blaðshúsið er nú var klæðskerinn G.H. Bjarnason og Fjeldsted. Rétt þar hjá var Breiðfjörðsbúð, þá kom Verslun Gunnþórunnar, Hannyrðaverslun Ágústu Svend- sen og svo klæðskeraverslunin Andersen og synir. Á horninu þar á móti, gegnt Herkastalanum, voru Uppsalir, þekktur veitinga- og matsölustaður. Brown-verslun- in var þar sem nú er Miðbæjar- markaðurinn, þar næst kom Brynjólfur Bjarnason sem versl- aði með járn- og byggingarvörur og svo Vöruhúsið í gríðarlega stóru húsi sem hét Hótel ísland. I Austurstræti var Thorvald- senbasar á sama stað og hann er nú og þar voru einnig margar smáverslanir. Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar var á horninu á móti Thorvaldsenbasar, ísafold- arprentsmiðja var þar sem versl- unin ísafold er f dag, en mikið var enn um óbyggð svæði i Austur- stræti eftir brunann 1915, stórt óbyggt svæði var t.d. þar sem Torgið er nú. Fleiri verslanir voru í Austurstræti svo sem Sápuhúsið, tóbaksverslun og einhver hatta- búð. Eymundsen var þar sem hann er nú, en þar sem Hressingarskál- inn er var íbúðarhús. Á þessum tíma voru tvær versl- anir mér sérstaklega minnisstæð- ar, Halldór Sigurðsson úra- og silfurverslun, á horninu á Hafnar- stræti og Pósthússtræti, sem kall- að var Ingólfshvoll, en þetta var sérstaklega skrautleg verslun. Hin verslunin var Hjaltested, hún var á horninu þar sem nú er verslunin Jurtin, mjög skemmtileg gjafa- vörubúð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.