Morgunblaðið - 01.07.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.07.1984, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLl 1984 Lagöi séra Oddur ríka áherslu a það við heimarólk sitt að það gstti Solveigar vel og fékk til þess sérstaklega eina gríðkvenna sinna. 'Teikning: Gfsli Sigurðsson) Lokaþátturinn í yfir tveggja alda sögu Solveig- ar frá Miklabæ á þjóðsögu Kross Solveigar í Glaumhæjarkirkjugarði. MorgunblaðiÖ/—ai Síðdegis á laugardaginn fyrir hvíta- sunnu komu saman fjórir menn í Glaumbæjarkirkjugarði í Skagafirði. Þeir höfðu með sér snotran en látlaus- an kross úr járni, sem þeir settu yfir ómerkt leiði í garðinum. Á svartri plötu á kross- inum stóð grafskriftin, sem Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg hafði stungið uppá, einföld en sagði allt sem hægt var: HÉR HVILIR SOLVEIG FRÁ MIKLABÆ. Með krossinum var settur punktur aftan við merki- lega sögu, sem hófst á seinni hluta 18. aldar og fylgt hefur þjóðinni allt fram á þennan dag. Það er í sjálfu sér lítið um Sol- veigu vitað fyrir víst þótt hún hafi lifað með sveitinni og þjóðinni í meira en tvær aldir. Sagan segir að hún hafi verið ástfangin af séra Oddi Gíslasyni, presti á Miklabæ, en framið sjálfsmorð eftir að prestur kvæntist annarri konu. Nokkrum árum seinna hvarf séra Oddur á dularfullan hátt og var Solveig sögð völd að því. Af alþýðu manna I Skagafirði var því fast- lega trúað að Solveig gengi mjög aftur og lifði sú trú jafnvel fram undir lok síðustu aldar. Solveig var grafin í óvígðri mold utan við kirkjugarðinn á Miklabæ en lenti innan hans eftir þvi sem garður- inn stækkaði. Árið 1937 kom hún fram á miðilsfundum ( Reykjavík þar sem hún óskaði þess að vera flutt yfir í Glaumbæjarkirkju- garð. Var farið aö þessari ósk hennar og var fjölmenni við end- urgreftrun Solveigar, þar á meðal Haildór Laxness rithöfundur. Og nú, árið 1984, er saga Solveigar frá Miklabæ loks á enda, ef hægt er að segja að þjóðsögur endi nokkurn tima. Mennirnir i kirkjugarði Glaum- bæjarkirkju þessa hljóðu síðdeg- isstund um hvftasunnuhelgina voru: séra Gísli Gunnarsson i Glaumbæ, Halldór Gíslason bóndi á Halldórsstöðum, Sigurjón Jón- asson bóndi á Syðra-Skörðugili og Sigurður Jónsson smiður frá Ak- ureyri, sem smiðaði krossinn, en Sigurjón átti frumkvæðið að þvi að krossinn var settur á leiðið. „Mér hefur," sagði hann, „aldrei liðið betur á ævinni en þegar krossinn var settur niður.“ Solveig og séra Oddur Saga Solveigar hefst þegar hún réðst ung sem ráðskona til séra Odds prests á Miklabæ í Blöndu- hlíð í Skagafirði. Séra Oddur var sonur Gísla biskups Magnússonar á Hólum og konu hans, Ingibjarg- ar Sigurðardóttur. Hann fæddist að Miðfelli í Hrunamannahreppi árið 1740 og vfgðist hann til Miklabæjar árið 1767 og var þar prestur þar til hann hvarf árið 1786, eða i rúm 19 ár. Um Solveigu er minna vitað. Sumir segja að hún hafi verið utan úr Sléttuhlfð en aðrir úr Fljótunum. Er sagt að hún hafi verið litillar ættar, en vel að sér ger og hin sjálegasta. Hún þótti nokkuð lundstór, en stillti þó vel í hóf, var ágætlega verki farin og stundaði bú prests ágæta vel. Sagt er að Solveig hafi fellt hug til séra Odds og jafnvel lagt á hann svo mikla ást, aö varla mátti sjálfrátt telja en sagnir greinir á um hvort hún hafi verið endur- goldin. Telja sumir að séra Oddur hafi einnig haft ást á Solveigu en aðrir segja þann orðróm einungis dreginn af ástleitni hennar og að prestur hafi aðeins komið vel fram við hana. Árið 1777 kvæntist séra Oddur Guðrúnu Jónsdóttur, Jóns prests Sveinssonar í Goðdölum og er haft fyrir satt að Solveigu hafi fallið illa sá ráðahagur og er sagt að hún hafi talið séra Odd hafa brugðið eiginorði við sig. Sótti nú á Solveigu þunglyndi og ágerðist það eftir því sem lengra leið þar til hún tók að sækjast eftir þvf að farga sér. Lagði séra Oddur rfka áherslu á það við heimafólk sitt að það gætti hennar vel og fékk til þess sérstaklega eina griðkvenna sinna, Guðlaugu Björnsdóttur. I Glaumbæjarkirkjugarði liggur Gísli Oddsson, sonur séra Odds á Miklabæ. Solveig fargar sér Þann 1L april 1778 losnaði Sol- veig undan gæslunni og fyrirfór sér. (í hinni elstu prestþjónustu- bók Miklabæjar, sem er í Þjóð- skjalasafninu og nær frá 1747—1784, hefur vandlega verið klippt ferhyrnt stykki úr einu blaðinu einmitt i árinu 1778 og á þeim stað, þar sem láts Solveigar hefði átt að vera getið, og hefur það eflaust unnið einhver sá, er viljað hefur afmá nafn Solveigar úr tölu heiðarlegs fólks þar i prestakallinu, en hefur unnið það eitt, að föðurnafn Solveigar þekk- ist nú ekki.) Séra Oddur var að heiman þennan örlagaríka dag. Solveig átti vasahníf, sem Guð- laug geymdi, og bað hún hana að láta sig hafa hann stutta stund þvf hún þurfti að spretta upp bót á klæðnaði, sem hún var að bæta. Lét Guðlaug Solveigu hafa hnffinn en var svo kölluð frá augnablik en Solveig stóð upp og gekk þegar út. Vinnumaður, sem hét Jón Stein- grímsson (er kallaður Þorsteinn í Þjóðsögum Jóns Árnasonar) sá til ferða Solveigar og vissi um varnað þann, sem prestur hafði við lagt, að hafa gætur á stúlkunni. Hann brá skjótt við en Solveig varð skjótari, hafði stokkið uppá vegg við bæinn og skorið sig á háls. Herma sagnir að Jón hafi sagt er hann sá til hennar: „Hana, þar tók fjandinn við henni." Aðrar sagnir herma að hann hafi sagt: „Þar tókst henni það, helvítinu því arna.“ Tók hann Solveigu upp og gat numið það af orðum hennar að hún bað hann aö skila því til prestsins að hann sæi um að hún fengi leg f kirkjugarði. Lést hún í örmum Jóns við svo búið. Viðbrögð séra Odds Skömmu seinna kom séra Oddur heim og varð honum svo um þetta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.