Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1984
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Ritari óskast
Viðskiptaráðuneytið óskar aö ráða ritara frá
1. ágúst nk. Góð kunnátta í vélritun, ensku
og einu norðurlandamáli tilskilin. Umsóknir
sendist viðskiptaráðuneytinu Arnarhvoli fyrir
15. júlí nk.
Opinber stofnun óskar aö ráða
viðskiptafræðing
til starfa sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri störf skal
skila á afgreiöslu blaðsins fyrir 3. júlí merkt:
„P — 0465“.
Aðstoð
óskast á tannlæknastofu. Um er aö ræöa fullt
starf, sem að hluta til er unnið í Reykjavík en
að hluta til í nágrenni borgarinnar. Þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf óskast sendar afgreiðslu Mbl.
fyrir 4. júlí nk. merkt: „T — 860“.
Tæknimaður
Tæknimaður á rafmagnssviöi óskast.
Starfið felst m.a. í eftirlits- og samræm-
ingarstörfum.
Óskað er eftir rafiönaöarfræöingi eða raf-
magnstæknifræðingi meö sveinspróf í raf-
virkjun.
Upplýsingar um starfið veitir starfsmanna-
stjóri í síma 91-17400.
Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber
aö skila til starfsmannahalds Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík,
fyrir 10. júlí 1984.
Rafmagnsveitur rikisins, tæknisviö,
Laugavegi 118, 105 Reykjavík.
Innkaupastjóri
Líflegur/frumkvæöi
Við leitum aö innkaupastjóra fyrir einn af
viðskiptavinum okkar.
Fyrirtækið:
Traust og þekkt fyrirtæki í innflutningsversl-
un meö áratuga reynslu.
Starfssviö:
Innkaupastjóri skal sjá um eftirfarandi þætti:
— erlend samskipti,
— framkvæmd innkaupa,
— yfirumsjón lagerhalds,
— markaðsþróun í samvinnu við sölusviö.
Viö óskum eftir:
Manni sem:
— er líflegur og hefur frumkvæöi,
— á auðvelt meö að umgangast aðra og
vinna í hóp,
— vinnur skipulega og vill ná árangri í starfi,
— hefur gott vald á ensku, æskileg þekking
á þýsku og einu norðurlandamáli,
— sem hefur viöskipta- eða tæknimenntun,
— er á aldrinum 28—35 ára.
í boöi er:
Líflegt og skemmtilegt starf í fyrirtæki sem er
með nútímalegri stjórnun og leggur áherslu á
hópvinnu og góð tengsl við starfsmenn sína.
Góð laun fyrir réttan mann.
Ef þetta er eitthvaö fyrir þig hafðu þá sam-
band við eða sendu umsókn til Davíös Guö-
mundssonar, Rekstrarstofunni, pósthólf 220,
202 Kópavogi, sími 44033. Fariö veröur meö
allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum
verður svarað.
Ráðgjafaþjónusta
Stpbmun- Stupuáag
Stupuáagrang — Vrnuramtókrw
FMrang—tim - ftrgMmU
UpptýwngatwH - ToMxáðg
Madtaða- og aOlurAAgpt
St|6manda- og slartsp)ái*un
REKSTRARSTOFAN
— Samstarf i|álfst*ðra rahstrarráðgiafa á miamunandi smðum —
Hamraborg 1 202 Kópavogt
Simi 91 - 44033
Verkstjóri
Stórt frystihús í Reykjavík óskar eftir verk-
stjóra í sal.
Upplýsingar um fyrri störf sendist augld. Mbl.
merkt: „F — 1894“.
Vöruútleysingar
Innflytjandi tekur að sér að leysa út vörur í
banka og tolli gegn heildsöluálagningu. Full-
um trúnaöi heitiö. Lysthafendur leggi upplýs-
ingar inn á afgreiöslu Morgunblaðsins merkt:
„Import — 0868“.
Laus staða:
Landsbanki íslands óskar aö ráöa starfs-
mann í starf fræðslufulltrúa bankans, viö-
komandi þarf aö geta hafiö starf síöla
sumars eöa nk. haust.
Við leitum að starfsmanni sem er:
— gæddur góöum samskiptahæfileikum
— vanur aö starfa sjálfstætt
— kunnugur bankastörfum, þó ekki skilyrði
— lipur í samskiptum við starfsfólk
— meö þekkingu í miölun fræðsluefnis eöa
hefur reynslu á því sviöi
— framsækinn og áhugasamur.
Hér er um nýtt starf að ræöa, sem felst í
daglegri stjórnun og skipulagningu fræðslu-
mála innan bankans. Laun samkvæmt kjara-
samningi SÍB.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra Lands-
bankans, Laugavegi 7, 4. hæð, sérmerktar
„fræðslufulltrúi" fyrir 15. júlí nk.
Starfskraftur
óskast
á véla- og varahlutalager til alhliða af-
greiöslu- og lagerstarfa. Upplýsingar um
aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild
Morgunblaösins fyrir miövikudaginn 4. júlí
merkt: „F — 571“.
Aðalbókari
Vantar haröduglegan bókhaldsmann til þess
að taka að sér aö koma lagi á stórt og um-
fangsmikiö bókhald hjá stóru verslunarfyrir-
tæki. Þetta er starf sem krefst nákvæmni og
vinnusemi og hæfileika til aö vinna meö öör-
um. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. fyrir 8.
júlí merktar: „Aðalbókari — 0300“. Öllum
umsóknum svarað.
Skrifstofustjóri
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar aö ráöa skrif-
stofustjóra. Leitaö er að dugmiklum manni
meö menntun og/eöa mikla reynslu í bók-
haldi. Viðkomandi þarf aö hafa hæfileika til
aö umgangast og stjórna fólki og geta starf-
aö sjálfstætt.
Viö bjóöum góöa vinnuaöstöðu í vaxandi og
lifandi fyrirtæki.
Góð laun í boöi fyrir hæfan aðila. Með allar
umsóknir veður farið sem trúnaöarmál og
öllum svaraö.
Umsóknir merktar: „Hæfur — 0278“ sendist
augl.deild Mbl. fyrir 6. júlí.
Starf við SCBP
sprunguviðgerðir
SCBP-þrýstiþétting er raunhæf aöferö til viö-
gerðar á sprungum og til endurstyrkingar á
steinsteyptum mannvirkjum. SCBP tækni
höfum við nú notað til viögerðar á fjölda hús-
bygginga og annarra mannvirkja á síöast-
liönum 10 árum.
Við leitum nú að hæfum starfsmanni til starfa
viö þessa frábæru tækni. Ef þú ert vandvirk-
ur, þolinmóður, stundvís og heiðarlegur og
hefur áhuga fyrir aö kynna þér starfiö, þá
haföu samband viö okkur.
Vinsamlegast pantið viötalstíma í síma
83499.
ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON HF
Suöurlandsbraut 6, sími 83499.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Hjúkrunarfræöingur óskast á kvenlækninga-
deíld 21A. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor-
stjóri Landspítalans í síma 29000.
Félagsráðgjafi óskast við geödeildir ríkis-
spítalanna. Nokkur starfsreynsla í almennum
félagsráögjafastörfum æskileg. Umsóknir er
greini nám og fyrri störf sendist stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna fyrir 1. ágúst nk. Upp-
lýsingar veitir yfirfélagsráögjafi geödeilda í
síma 29000.
Sjúkraliðar óskast viö Vífilsstaðaspítala.
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri í síma 42800.
Starfsmenn óskast til ræstinga í hlutavinnu
árdegis viö Kópavogshæli. Upplýsingar veitir
ræstingastjóri í síma 41500.
Starf skólamála-
fulltrúa KÍ
Kennarasamband íslands óskar eftir aö ráöa
skólamálafulltrúa er sinni skólamálaþættin-
um í rekstri skrifstofu KÍ og veröi starfsmaö-
ur skólamálaráðs.
Um er aö ræöa Vfe starf frá 1. september nk.
og þarf viðkomandi aö hafa kennaramenntun
og reynslu í kennslu. Skriflegar umsóknir
sendist stjórn KÍ, Grettisgötu 89, 105 Reykja-
vík, fyrir 1. ágúst nk.
Stjórn KÍ.
nKSEESSSm
Sjúkraþjálfarar
1. Starfsmannasjúkraþjálfari óskast viö
Borgarspítalann. Um er aö ræöa 50% starf á
móti öörum sjúkraþjálfara, sem hefur sinnt
stööunni um árabil.
Starfiö er aöallega fólgið í:
— ráögjöf um vinnuaöstööu í núverandi
húsnæöi spítalans og nýbyggingu,
— ráögjöf viö innkaup tækja, húsbúnaöar
o.fl.
— námskeiöahaldi/fræöslu um vinnutækni.
— hópleikfimi fyrir starfsfólk.
Einnig kemur til greina 100% staöa, þar sem
viðkomandi vinnur sem sjúkraþjálfari á
sjúkradeild á móti.
2. Sjúkraþjálfarar óskast í 100% starf á
sjúkradeildir og endurhæfingadeild.
Ath. Ný glæsileg aöstaöa í sjónmáli.
Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari í síma
81200 (315 eöa 356 kl. 13.00—14.00).
Reykjavik, 1. júlí 1984.
BORGARSPímiNN
0 81200