Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1984
Minning:
Katrín Bergrós
Sigurgeirsdóttir
Quömundur Stunwon
kl. 20.00.
Fram
Fædd 31. ágúst 1911
Dáin 24. júní 1984
Það er margs að minnast, þegar
gömul æskuvinkona deyr, ekki síst
þegar einnig er um frændsemi að
ræða. Þegar mágkona Beggu
hringdi á Jónsmessudag og til-
kynnti, að hún hefði dáið þann
morgun kl. 10, þá dimmdi sannar-
lega yfir þessum degi, jafnvel þótt
búist hafi verið við þessari fregn
síðustu vikurnar.
Katrín Bergrós Sigurgeirsdótt-
ir, eins og hún hét fullu nafni,
faeddist 31. ágúst 1911. Foreldrar
hennar voru hjónin Sigurgeir Jó-
hannsson frá Hafnarfirði og Bóel
Bergsdóttir frá Varmahlíð undir
Eyjafjöllum. Begga ólst upp í stór-
KARIBAHAFIÐ
JAMAICA — CURACAO — VENEZUELA — BARBADOS — MARTINQUE —
ST.MARTEEN — PUERTO RICO — VIRGIN ISLAND
Fyrst fljúgum við til Florida og hvílum okkur á huggulegu hóteli í 2 nætur áöur en siglt er af staö í 16
daga ævintýraferð um Karibahafið. Skemmtiferðaskipið Sun Viking er ævintýraland á floti. Þar er aö
finna næturklúbba, spilasali, verslanir, veitingasali, snyrtistofur, sundlaug, íþróttasal og margt, margt
fleira. Ferðinni lýkur síðan með 6 daga dvöl í Florida.
Gerum drauminn að veruleika
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarslígl.Símar 28388 og28580
a
um systkinahópi og þurfti
snemma að fara að vinna fyrir sér,
bæði í sveit og einnig við ýmis
búðarstörf. M.a. vann hún við af-
greiðslu í hannyrðaverslun systur
sinnar Þórunnar, sem nú er látin
fyrir nokkrum árum.
Ung giftist hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Sveini Sigurðs-
syni, málarameistara, og hafa þau
búið saman i farsælu hjónabandi í
rúm 49 ár. Þeim varð 3 barna auð-
ið, en þau eru Sveindís, sem gift
var Atla Atlasyni, húsasmiði en
hann lést árið 1973, Sigurður Ingi,
kvæntur Halldóru Guðnadóttur,
og Sigrún, gift Vigni Jónssyni.
Jarðvist Beggu er nú lokið, en
minningin um hana deyr ekki. Við
f saumaklúbbnum sögðum alltaf,
að Begga væri perla, hvað svo sem
um okkur hinar mætti segja.
Myndarskapur hennar á öllum
sviðum, glaðværð hennar og elsku-
legt viðmót var slíkt, að öllum
þótti vænt um hana. Það eru
margar góðar minningar um
saumaklúbbskvöldin i gegnum hér
um bil hálfa öld, en við komum
fyrst saman árið 1935. Svo eru
minningar um ferðalög, afmælis-
veislur með miklum glæsibrag,
síðast þegar Svenni varð sjötugur
og elsta dóttirin hélt upp á daginn
og lúðrasveitin Svanur kom og
heiðraði afmælisbarnið með dynj-
andi hljómlist fyrir utan húsiö.
Var þeim auðvitað öllum boðið inn
að fá hressingu, annað hefði ekki
komið til mála hjá þessari fjöl-
skyldu.
Begga var alltaf boðin og búin
til að hjálpa og hlúa að þeim sem
þess þurftu með, enda fékk systir
hennar heitin að njóta þess vel og
lengi.
Eg og mín fjölskylda vottum
Svenna, börnum og barnabörnum
okkar dýpstu samúð. Guð blessi
minningu Beggu.
GS
Að leiðarlokum verður sú ást og
hlýja sem amma mín hafði öllum
að gefa efst í huga mér.
Og langar mig að þakka fyrir
þær stundir sem við áttum hjá
henni og afa í Hólmgarði með
sálmi úr Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar, sem hún færði mér
þegar ég var fimm ára.
„Dauðans stríð af þín heilög hðnd
' hjálpi mér vel að þreyja.
Meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.“
RagnheiðurKatrín
Wterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
j