Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 01.07.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLl 1984 37 Leikmunadeildin að störfum. Umsjónarmenn i tökustað, Agúst Baldursson (Lv.) og Philip Kohler að störfum. Matartími í vinnubúðunum. Fjórir fjallgöngugarpar frá Alpaklúbbnum starfa einnig við myndina, þeir Ari Trausti Guð- mundsson, Árni Árnason, Olgeir Sigmarsson og Hreinn Magnús- son. Þeirra starf felst í því að skíða á jöklinum, en skíðasenan verður fullgerð í Sviss og þá með svissneskum skíðamönnum. Þá starfa við lónið nokkrir Hornfirð- ingar við ýmsa aðstoð, flutninga á bátum og þar fram eftir götunum. Öllum íslendingunum bar sam- an um að samstarfið væri eins og best gerðist og þeir Ágúst og Jón Þór sögðu í samtali við blm. að til þessa hefði ekkert óleysanlegt vandamál komið upp, hvorki við undirbúningin né eftir að tökur hófust. Hornfirðingar hefðu reynst fúsir til samstarfs við hóp- inn, sem býr á Höfn og sérstakar þakkir vildu þeir færa Björgun- arsveitinni á staðnum. Upphafsatriðið kemur til með að taka um fjórar mínútur í fullri lengd, að sögn Peter Bennetts. Ekki verður það allt tekið á Jök- ulsárlóni, skíðasenan verður kvikmynduð í Sviss og stúdíósenur í Bretlandi, en þær eiga að gerast inni í „ísjaka" sem Bond fer í og kemst þannig undan á flótta frá Rússum. ísjaki úr einangrunar- plasti hefur verið notaður við tök- urnar á lóninu og má ekki á milli sjá hvor er raunverulegri þegar hann ber við ísjaka á lóninu, en jakinn er eitt af framlögum Ken Court, listræns ráðunautar mynd- arinnar. Þegar allar ofangreindar tökur eru frá, verður þeim skeytt saman þannig að úr verður eitt upphafs- atriði sem í augum kvikmynda- húsagesta gerist allt á sama stað. Þá má ekki gleyma þyrlunni sem notuð er við tökurnar, en henni var sérstaklega flogið til íslands vegna þeirra. Flugmaður þyrlunn- ar er Mark Wolff, sem hefur sér- hæft sig í áhættuflugi á þyrlu fyrir kvikmyndir. M.a. flaug hann inn á milli verksmiðjubygginga í myndinni „For Your Eyes Only“. Um þá senu sagði Terry Madden, sem einnig vann við myndina: „Hann er með þeim bestu sem eru í áhættuflugi og leggur ekki út i neitt nema að vera viss um að það takist. Þrátt fyrir það skal ég við- urkenna að ég horfði nú meira á allt annað en þyrluna þegar atrið- ið var tekiðl. Áuk þyrlunnar eru fjarstýrð líkön af henni notuð við tökurnar. Að vanda má búast við að „tækninýjungar" fylgi þessarri Bond-mynd sem öðrum. „Ætli það verði ekki svona eitt og annað „fundið upp“ í myndinni," sagði Bennett brosandi þegar hann var inntur eftir því og vildi sem minnst ræða slíkt hernaðarleynd- armál. Kostnaður við gerð myndarinn- ar er óráðinn enn, að sögn Tony Way aðstoðarleikstjóra hennar. Sagði hann ekki unnt að reikna heildarkostnaðinn nákvæmlega út fyrr en kvikmyndatökuhópur 2 hefði lokið störfum, en kostnaður- inn yrði að vanda töluverður, því að ekkert væri til sparað við þessa mynd, frekar en aðrar James Bond-myndir, til þess að gera hana sem best úr garði. Kvikmyndatökuhópur 2 lýkur væntanlega vinnu sinni hér eftir viku, en sem fyrr segir lýkur tök- um ekki fyrr en eftir u.þ.b. sex mánuði. Og þá er bara að bíða og sjá hvernig „James Bond“ lítur út í íslensku umhverfi. Áhættuleikarinn Martin Grace — Sjá næstu síðu — I verslun Heimilistækja í Sætúni 8 er mesta úrval kæliskápa sem til er á íslandi. Þeir eru allt frá 90 til 600 lítra, 48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum, með eða án frystihólfs, með hálf- eða alsjálfvirkri afþýðingu, í ýmsum litum, evrópskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco. Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur í Sætúni 8. í Hafnarstræti 3 eru einnig fjolmörg sýnishorn af kæliskápaúrvalinu og þar fást líka allar upplýsingar. $ Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455-SÆTÚN! 8 -15655 s L tHJ 1 “ ■■ 1 ■ 1 ■■ ■1 ■ ■■ ■ ■■ H ■ ■ ■1 ■■ ~ ■■■■ mm ■■■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.