Morgunblaðið - 01.07.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 1984
Þing Alþjóða verslunarráðsins:
„Haftastefnan er mjög mik
ilvæg orsök atvinnuleysis"
— segir Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri BUR
ÞING AlþjóAaverslunarráðsins var
haldið í Stokkhólmi dagana
17.—18. júní. Tólf fulltrúar Lands-
nefndar Verslunarráðs íslands
sóttu þingið þar sem meðal annars
var fjallað um hvernig atvinnufyrir-
tæki geta unnið að framgangi þess
að efnahagslífið nái sér á strik og
komist í fullan gang.
Fjölmargt bar á góma á þing-
inu og meðal þeirra sem fluttu
erindi þar voru David Rockefell-
er, forstjóri Chase Manhattan
Bank, Henry Ford, frá Ford Mot-
or Company, Pehr G. Gyllen-
hammar, forstjóri Volvo-verk-
smiðjanna, Jan Carlzon, forstjóri
SAS, og Reymond Barre, fyrrver-
andi forsætisráðherra Frakk-
lands.
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, sótti þingið og
sagði hann að greinilega hefði
komið í ljós á þessu þingi að spá
manna um þann uppgang sem
verið hefði í bandarísku atvinnu-
lífi á undanförnum árum væri sú
að mjög ætti eftir að draga úr
honum á næstu árum. Sagði
hann að aukning á bandariskri
iðnaðarframleiðslu á síðustu ár-
um hefði að mörgu leyti ýtt undir
Brynjólfur Bjarnason
framleiðslu annarra þjóða þvi
þær hefðu selt mikið af fram-
STIÖRNU
‘reikningar
Æskuspamaður / Lífeyrisspamaður
Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri
verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn-
ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun.
Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit-
inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris-
þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn.
ÆSKUSPARNAÐUR
Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim
sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður
16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til
útborgunar og gott vegarnesti út í lífið.
LÍFEYRISSPARNAÐUR
Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn
i fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman.
* Verðtryggð innistæða
og 5% vextir að auki!
A,
Við gerum vel við okkar folk
Alþyöubankinn hf.
leiðslu sinni til Bandaríkjanna.
Þá sagði Brynjólfur að eftir for-
setakosningarnar í Bandaríkjun-
um í haust yrði tekið á þeim
vöruskiptahalla og halla á fjár-
lögum sem þar hefði verið og því
yrðu þjóðir Evrópu að snúa sér
að því á næstu tveimur árum að
koma vöru sinni út á heima-
markaði.
Þá var einnig rætt á þinginu
um þróunarlöndin og skuldir
þeirra og var ein niðurstaða
þingsins sú, að sögn Brynjólfs, að
hðft í utanríkisviðskiptum, sem
borið hefði á á undanförnum ár-
um, hefðu dregið úr eðlilegum
vexti þeirra.
„Haftastefnan," sagði Brynj-
ólfur, „er mjög mikilvæg orsök
atvinnuleysis og hvort sem hún
hefur birst í innflutningstak-
mörkunum, niðurgreiðslum eða
styrkjum til útflutnings hefur
hún beint atvinnustarfsemi þjóð-
anna í óarðbæra farvegi.
Haftastefnan hefur dregið úr
og seinkað efnahagsbata, en það
er einmitt mjög mikilvægt að
þróunarlöndin séu ekki útilokuð
frá mörkuðum þróuðu landanna
til sölu á vörum sínum og geti
þanni aflað gjaldeyris til endur-
greiðslu á skuldbindingum sín-
um, sem annars verður þungur
baggi á fjármálakerfi heimsins,"
sagði Brynjólfur að lokum.
Hannes Pétursson, yfirlæknir
Röng mynd
Með frétt í Morgunblaðinu í gær
um fundi Matthíasar Bjarnasonar
heilbrigðisráðherra, á Húsavík og
Akureyri, birtist röng mynd af
Hannesi Péturssyni yfirlækni,
sem ræðir um geðheilbrigðismál á
fundinum. Fundurinn á Húsavík
verður haldinn 2. júlf kl. 20,30 í
félagsheimilinu og á Akureyri
hinn 3. júlí í Mánasal Sjálfstæð-
ishússins á sama tíma. Hlutaðeig-
endur eru beðnir velvirðingar á
þessum myndamistökum.
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80