Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 4

Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 4
’&> MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 FERÐAMÁL Á ÍSLANDI / Einar Þ. Guöjohnsen Lenging ferðamannatímans Árum saman hafa menn velt því fyrir sér, hvað hægt sé að gera til að lengja ferðamanna- tímann á íslandi. Helzt hafa menn hallast að ráðstefnum sem lausninni, og vissulega er þar mikilvægur þáttur málsins. í samræmi við þessar hugmyndir hefur mikið verið gert til að ná hingað ýmiskonar ráðstefnum utan háannatímans, en með mis- jöfnum árangri. Annar þáttur í þessarri við- leitni gæti verið vetrarferðir á snjóbílum og vélsleðum. Snjó- sleðamenn söfnuðust saman á hálendinu nú seinnihluta vetrar og lentu í erfiðu veðri. Ég er ekki með það í huga að safna saman stórum hópum útlendinga inni á miðju hálendinu á vetrum. Slíkt yrði of varasamt í misjöfnum veðrum, en þessar ferðir gætu samt orðið stærri þáttur en nú er fyrir vel búið æfintýrafólk, og það er ótrúlega mikið til af þvf fólki í heiminum. Nokkuð hefur verið um slíkar ferðir, aðallega inn á Landmannalaugasvæðið, en aðstæður hafa verið of óviss- ar og erfiðar, aðallega vegna gistingarþarfa, sem reynast ótraustar. Ég hef oft talað um, að í Landmannalaugum þurfi í framtíðinni að koma hótel, sem veitir fullkomna þjónustu sumar sem vetur. Það hefur lengi verið vitað, að núverandi baðaðstaða í Laugum er ófullnægjandi og böðin mjög menguð, en böðin þar eru eitt aðalaðdráttaraflið fyrir útlendinga. Landmannalaugar og Hvera- vellir hafa sérstöðu sem heils- ársferðamannastaðir á hálend- inu vegna jarðhitans, sem nýta mætti betur en nú er gert. Kerl- ingarfjöll gætu hugsanlega kom- izt í sama flokk ef það tækist að nýta jarðhitann þar. Sigöldu- vegurinn hefur sýnt, að tiltölu- lega auðvelt er að teygja heils- ársvegi lengra inn á hálendið en nú er. Það sem á vantaði gætu snjóbílar annast. Þetta eru framtíðardraumar, sem athuga þarf frá ýmsum hliðum áður en af verður, en fullkomlega framkvæmanlegir. Það sem nærtækara er og hægt er að gera strax allt í kringum landið, er skipulagðar snjóbíla- og vélsleðaferðir frá gististöðum í byggð, þar sem öll aðstaða er þegar fyrir hendi. Þá er hægt að haga ferðunum nokkuð eftir veðri og hætta sér ekki lengra en óhætt er hverju sinni. Nú er veðráttu okkar þannig háttað, að ekki er alltaf nægur snjór þegar til þarf að taka. Þá verður að hafa aðra möguleika á tak- teinum, og kemur margt til greina, sem veturinn hefur að bjóða. Ég er alinn upp á Húsavík og hef því ýmislegt það í huga, sem heillaði mig sjálfan á ýmsan hátt á uppvaxtarárunum. Það er nokkuð merkileg upplifun að anda að sér iðulausri stórhríð eða að fara vel gallaður út í grenjandi rok og rigningu, og ótrúlega margt fólk hefur aldrei reynt slíkt eða jafnvel séð snjó. Þá er stórbrim á vetrum ekki ómerkilegt fyrirbæri og fjöldi fólks, sem aldrei hefur séð sjóinn hvað þá heldur brim. Allt þetta fer saman með „vondu“ veðri og þessvegna er ekki út í hött að bjóða einnig illveðursferðir til íslands, sérstaklega þegar nú ku vera búið að sanna, að ísland sé mesti rokrass í heimi. „Það er nokkuð merki- leg upplifun að anda að sér iðulausri stórhríð eða að fara vel gallaður út í grenjandi rok og rigningu — og ótrúlega margt fólk hefur aldrei reynt slíkt eða jafnvel séð snjó.“ Fleira má finna til gamans á vetrum. Oft eru mikil svellalög um mýrar og skurði á vetrum og þar á milli hjarn. Við þær að- stæður má hafa mikla ánægju af skautaferðum og ferðast á skautum um hjarn og svellfláka. Til þessa þarf gömlu íslenzku skautana, sem spenntir voru með ólum á hvaða skó sem var. Hótelin úti á landi gætu haft birgðir af þessum gömlu skaut- um til útláns fyrir gesti, og allir gætu haft af þessu gagn og gam- an. Loks má ekki gleyma skíðun- um, en aðstaða til skíðaiðkana er víða orðin frábær, og skíðaáhugi er mjög vaxandi í heiminum. Hér að framan hef ég mest talað um útlendinga, en Islend- ingar sjálfir hafa jú sömu þarfir og löngun til ferðalaga. Þeim má einnig bjóða sömu dægrastytt- ingar á vetrum víðsvegar um landið, en verðlagið verður að lækka verulega utan annatfmans ef til þeirra á að nást. Ódýrar utanlandsferðir keppa hér um sama fólkið, og fyrir sama verð eða svipað ferðast menn heldur erlendis almennt séð. Snúum okkar aftur að vél- sleðaferðum. Það er ekki vafi, að miklu meira er hægt að bjóða af ferðum á snjóbílum og sleðum, jafnvel fyrir valda hópa, inn á hálendið. Þá verður þessi móð- ursýki að hætta, sem gagntók marga fjölmiðla og fleiri f sam- bandi við vélsleðamótið á Sprengisandi. Velbúið og þaul- vant ferðamfólk er ekki f neinni hættu þó að það þurfi að liggja f skafli eða f tjaldi nótt og nótt. Hinsvegar má enginn aka f blindni um lítt eða óþekkt land, menn verða að hafa vit á að setj- ast að þegar ekki verður lengur ferðast svo öruggt sé. Það er ánægjulegt að heyra, að víða um land er verið eða búið að stofna ferðamálafélög eða samtök, sem hafa það hlutverk að efla ferðamálin hvert á sínu svæði. Ef einhver af þessum hugmyndum gæti komið þessum aðilum að gagni þá er það gott. Verkföll Það skeður nærri þvf árlega, að einhverjir hópar f ferða- mannaþjónustunni fara í verk- fall eða hóta verkfalli. Allir, sem nærri þessum málum koma, vita, að atvinnuvegir, sem að ein- hverju leyti treysta á ferða- menn, eru viðkvæmari en aðrir fyrir þessu fyrirbæri. Það er mjög hörð samkeppni landa á milli um ferðamennina, og nú orðið geta menn almennt ákveð- ið ferðir sínar með stuttum fyrirvara, slíkt er úrvalið á þess- um markaði. Þessvegna sveiflast stór hluti ferðamanna milli landa fram á síðustu stundu, og verkföll og verkfallshótanir hafa þar veruleg áhrif. Verkfallsboðanirnar nú f vor höfðu strax áhrif og um veru- legar afbókanir var að ræða. Þessi verkfallavitleysa verður að hætta. Það er ekki til neitt, sem heitir heilagur verkfallsréttur. Réttur hvers manns endar þar sem réttur næsta manns byrjar. Ekkert verkfall verður gert nema gengið sé á rétt einhvers annars. Það er því augljóst, að verkföll eru ofbeldisaðgerð, eða með öðr- um orðum stríðsaðgerð. Okkar litla þjóðfélag verður að halda á öllu sínu til að geta haldið uppi því frjálsa menningarlffi, sem flest okkar vilja, þessvegna bein- ast allar verkfallsaðgerðir gegn öllu þjóðfélagina og einstakling- um þess, ekki aðeins viðkomandi atvinnurekanda. Auðvitað eiga allir vinnu- samningar að vera frjálsir, en þegar viðkomandi aðilar geta ekki samið um málin sfn á milli á að dæma í þeim af viðurkennd- um opinberum dómstóli, t.d. tengdum hæstarétti. Semjandi aðilar og ríkisstjórnir mega alls ekki hafa bein áhrif á þann dómstól. Væri ekki ráð að reyna eitthvað þessu líkt og haga sér eins og siðuðu fólki sæmir? Það er öllum í hag, að vinnudeilur séu leystar friðsamlega. Eiaar Þ. Guðjobasen rar iður fram- kvæmdastjóri Feróafélags íslands og Úlivistar. Á að beygja sig fyrir bölvaldinum? eftirPál V. Daníelsson Marjatta ísberg skrifar í Morg- unblaðið 30. maí sl. Ég færi henni bestu þakkir fyrir ágæta grein. Þar kemur skýrt fram sá megin kjarni, að áfengisneyslan hefur verið og er mikið bðl. Greinarhöf- undur leggur nokkra áherslu á að ég hafi ekki farið rétt með í sam- bandi við bjórneysluna f Finn- landi, þar sem ég talaði um að Finnar hefðu fengið bjórinn 1968, en þá var breytt um stefnu og frjáls sala hófst 1. jan. 1969. Áður hafi bjór verið seldur í áfengis- verslun ríkisins. E.t.v. hefði verið rétt að orða þetta á annan veg og skal ekki um það deilt. En þetta misræmi f orðavali skiptir litlu f sambandi við efni málsins og breytir engu í efnislegri niður- stöðu. Miklar hörmungar Marjatta ísberg lýsir kynnum sfnum á áfengisneyslu í Finnlandi „Menning í sambandi við áfengisneyslu er hvergi til og hefur aldrei verið til eftir mínum skilningi á oröinu menning ... “ með þessum orðum: „... þar sem hver heiðarlegur verkamaður áleit það skyldu sína að eyða mestum parti vikulauna sinna í áfengi. Þess vegna voru föstudagar fullir ótta og kvíða fyrir flestar fjöl- skyldur. Börn laumuðust út f horn og konuræfillinn bað til guðs, að a.m.k. bestu húsmunir myndu bjargast." Og þessi lýsing á við áð- ur en bjórinn er gefinn frjáls í Finnlandi. Það er rétt hjá grein- arhöfundi, svona hörmungar al- mennt hefi ég ekki þekkt en nóg samt til þess að taka afstöðu gegn áfengisneyslu. Marktækar tölur sem tala En hver var svo þróunin f áfeng- isneyslu Finna? Árið 1950 var heildarneyslan af 100% vinanda að meðaltali á mann 1,7 lftrar og var komin í 2,6 lítra 1967 eða aukning nm 52,9%. Neysla sterkra drykkja miðað við 100% vínanda jókst á sama tfma um 4,3%, neysla bjórs, magn, um 24,2% og magn veikari vintegunda um 440%. Aukningu heildarneyslunnar valda því fyrst og fremst hinar veikari vintegundir. Litum svo á árin 1968 og 1969. Þá koma hlutir f ljós, sem rétt er að gera sér grein fyrir. Á árinu 1968 jókst heildar- neysla 100% vfnanda úr 2,6 lítrum f 2,9 Iftra að meðaltali á fbúa eða um 11,5%, neysla sterkra drykkja 100% vínandi um 0,7%, neysla bjórs, magn, um 9,4% og léttari vína, magn, um 7,4%. Og svo kem- ur örlagaárið 1969, þegar stefnu- breytingin í áfengismálum, sem sjálfsagt hefur átt að bæta úr Pill V. Daníelsson slæmu ástandi, kemst í fram- kvæmd og frjáls sala áfengs öls hefst. Þá jókst heildarneysla 100% vfnanda á íbúa úr 2,9 lftrum í 4,2 lítra eða um 44,8%. Neysla sterkra drykkja á mann miðað við 100% vínanda jókst um 13,0%, (0,7% árið áður), bjórneysla jókst að magni um 62,9% og léttari vfn að magni um 7,9%. Þessar tölur segja nokkra sögu. Neysluaukning sterkra drykkja er mjög hæg þar til bjórinn verður frjáls, þá bætist hann ekki aðeins við heildarneysluna heldur eykur hann jafnframt neyslu sterku drykkjanna. Þetta gerist í öðrum löndum en Finnlandi svo að reynslan þar er engin undantekn- ing. öll bjórlönd eiga við að stríða mikla aukningu á neyslu sterkra drykkja og þar sem frelsið er mest í meðferð áfengis er ástandið verst varðandi önnur vímuefni. Bjórsala í áfengis- verslun — frjáls sala Nú vilja málsvarar bjórs e.t.v. halda þvf fram að það hafi verið af því að sala bjórsins var gefin frjáls í Finnlandi að svo fór sem fór. En séu þau rök haldbær að áfengur bjór dragi úr neyslu sterkra drykkja þá ætti hann að verða þeim mun áhrifarikari í því efni, sem auðveldara er að ná til hans, ekki sfst sé haldið takmörk- unum í sambandi við sterku drykkina. Það eru einföld sölu- lögmál. Að vilja bjór, telja hann verða til góðs með því að beita boðum og bönnum í meðferð hans en til bölvunar sé hann frjáls, er tæpast rökrétt að minnsta kosti getur verið erfitt að finna mörkin milli góðs og ills. 12—15 milljónir lítra Hér á landi hefur forstjóri öl- gerðarfyrirtækis talað. Hann tel- ur markaðinn á íslandi verða 12—15 milljónir lítra af áfengu öli á ári. Hann áætlar ekki óvarlega. Hann virðist heldur ekki óttast að sala bjórs í hálfum og heilum kössum í áfengisversluninni hamli þarna á móti. Þessi neysla yrði ca. 60 lítrar á mann að meðaltali, eða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.