Morgunblaðið - 04.07.1984, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
43
Reykvísk-
ur geimfari
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Ólafur Gunnarsson:
Gaga.
Iðunn 1984.
»Ég ætti að kveikja í Reykja-
vík,“ hugsaði Geimfarinn. „Mars
er vatnslaus pláneta og þeir geta
ekki slökkt."
Þessar setningar úr Gaga Ólafs
Gunnarssonar þarfnast skýringa.
Geimfarinn er Valdi í sjopp-
unni, Reykvíkingur sem fær þá
flugu í höfuðið einn morgun, þegar
hann vaknar, að hann sé staddur á
Mars. Valdi hefur greinilega lesið
mikið um geimferðir, einkum til
Mars, því að hann er fullur af
fróðleik um þá plánetu. En þegar
Valdi vaknar, sér hann að hann er
staddur í nákvæmri eftirlíkingu af
herbergi sínu á jörðinni. Hann
hefur lesið að Marsbúar iðkuðu
slíkar sjónhverfingar gagnvart
óboðnum gestum.
En Valdi er ekki sáttur við það
að láta Marsbúa blekkja sig lengi.
Hann er jafnvel til í að fremja
morð svo að þeir sýni sitt rétta
andlit. í Gaga er lýst ferð Valda
um Reykjavík, sem hann telur
stælingu Marsbúa á borginni, en
er reyndar ekkert annað en borgin
sjálf með öllu sínu hversdags-
vafstri.
Valdi er í því að skelfa gamlar
konur og leigubílstjóra og tekur á
sig furðulegt gervi sem nokkra at-
hygli vekur.
Segja má að ólafur Gunnarsson
hafi valið sérkennilega aðferð til
að lýsa Reykjavík. En með þessari
Reykjavíkurlýsingu fer hann
varla inn á nýjar brautir. Hér er
komin enn ein nöturleikamyndin
af borginni.
Víða er komist þannig að orði að
eftirtekt vekur. I kaflanum Inn-
rásin á Mars, er sagt frá skugga-
legri heimsókn Geimfarans í hús í
miðborginni. Kjallaradyr eru
ólæstar og Geimfarinn er staddur
í þvottahúsi. Hann gengur inn
gang:
„Þar stóð nýlegt reiðhjól og
hann festi buxnaskálm í pedala
svo hjólið rann niður vegginn og
lenti skakkt og bjagað á gólfinu.
Geimfarinn stóð grafkyrr með
hálfopinn munninn og hengdi
haus og hlustaði. Skarkalinn var
líkastur sprengingu sem kastaðist
upp stigann, skall á veggjunum,
fór hæð af hæð og braust loks upp
um skorsteininn og breiddi þar úr
sér eins og furðulegt blóm og stóð
kyrrt og steinrunnið."
Er Gaga saga sem lætur nægja
að lýsa hinu hversdagslega sviði
Þegar allt
verður falt
Kvíkmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
ÞEGAR ALLT VERÐUR FALT
Framleiðandi William Aldrich.
Leikstjórí: Robert Aldrich.
Ilandrit: Mel Frohman.
Myndataka: Joseph Biroc.
Nafn á frummáli: The California
Dolls.
Sýnd í Nýja Bíó.
Nýjasta kvikmynd Nýja Bíós:
The California Dolls eða Kalif-
orníudúkkurnar, fjallar um
ákaflega einkennilegt fyrirbrigði
í mannlífinu, þá karlmaður tek-
ur uppá því að lifa einsog sníkju-
dýr á kvenfólki, ekki ósvipað og
fugl sá er lifir í nánu samneyti
við krókódílinn. Fuglinn stangar
úr tönnum krókódílsins sem á
móti syndir með hann á bakinu
rétt eins og fuglinn hafi eignast
fljótandi hótel. Karlmaður sá er
greinir frá í nýjustu mynd Nýja
Bíós hafði einmitt eignast slíkan
krókódíl, er sá honum fyrir mat
og húsaskjóli. Á móti lagði
manntötur þetta til aflóga kád-
' ílják er flutti kompaníið milli
staða. Sá snjalli leikari Peter
Falk leikur manntötrið en stúlk-
urnar sem sjá fyrir honum eru
hér leiknar af lítt þekktum
stjörnum. Stöllur þessar ganga i
myndinni undir nafninu: Kalif-
orníudúkkurnar og hafa það
hlutverk að keppa í fjölbragða-
glímu.
Á fyrstu mínútum myndarinn-
ar fannst mér ákaflega litið til
fangbragða þessara föngulegu
kvenna koma en er líða tók á
myndina og Peter Falk efldist af
glímunni við hlutverkið, fór svo
að ég hreifst með og hvatti Kal-
iforníudúkkurnar til dáða. Þetta
gerðist i trássi við klaufalega
leikstjórn Robert Aldrich, en sá
ágæti maður ætti nú að ráða við
jafn auðsagða sögu og hér er
sögð, nóga hefir hann þjálfun-
ina, á rjátli, verið bakvið mynda-
vélina síðan ’50. Virðist Aldrich
karlinn hafa gleymt því að það
er til nokkuð er heitir hljóðsetn-
ing, því slík er músíkin að það er
næstum eins og hún berist frá
annarri kvikmynd alls óskildri.
Robert Aldrich hefur aftur á
móti lag á því að skapa stemmn-
ingu á þeirri stundu er stúlkurn-
ar stíga inní hringinn, og efast
ég um að myndirnar um Rocky
Montano komist í þvílíkar hæðir
á lokapunkti og þá Kalifornfu-
dúkkurnar heyja sína úrslita-
baráttu við „hlébarðana". En
það er jú allt og sumt, og þó
kannski sýnir þessi mynd Robert
Aldrich okkur svart á hvítu hvað
gerist í samfélagi þar sem
manngildið er minna virt en aur-
arnir.
Kaliforníudúkkurnar höfðu f
raun og veru ógeð á starfi sfnu,
en þær voru á flótta undan lág-
launastarfi slíku er bíður þess
próflausa og hið sama mátti
segja um umboðsmanninn sem
lifir aðeins fyrir vonina um verð-
launaféð.
Og lýðurinn krefst þess að allt
sé falt og því upphefst nöturlegt
ferðalag þessa sómafólks milli
keppnissala. 1 augum lýðsins eru
stúlkurnar frá Kaliforniu aðeins
söluvara sem hefir verið greitt
ákveðið verð fyrir, án tillits til
þess að hér eru manneskjur á
ferð en ekki skynlausar skepnur.
Til allrar hamingju þrffast slíkir
leikar gladiatora — og hér sjá
dagsins Ijós á filmu — ekki i
skemmtihúsum lands vors, en
hvað getur ekki gerst f landi þar
sem skólastrákar aka um á Rolls
Royce á sama tfma og spyrst að
sjúklingar bresti f grát i apótek-
um vegna þess að þeir eiga ekki
fyrir lyfjum. Sýnum aðgæslu f
fjármálum en glötum ekki þvf
sem áunnist hefur í þágu vorra
minnstu bræðra, þá mun vel fara
og börn okkar ekki glata sýn á
verðmæti i skuggsælum spilasöl-
um.
Ólafur Gunnarsson
borgarinnar og hugarórum geð-
truflaðs manns? Freistandi er að
láta slíka niðurstöðu duga. En
margt bendir til að skoða megi
Gaga sem einskonar uppreisn
gegn hinu staðnaða og venju-
bundna. Höfundurinn notar
Geimfarann til að spegla andúð
sína á nútíma lífsháttum.
Gaga er vel samin saga. En f
henni er minna líf en f fyrri sögum
Ólafs Gunnarssonar, ef til vill
þroskaðri efnistök, en frásagnar-
gleði skortir. Að mínum dómi
hlýtur þessi saga að teljast ein-
skonar hliðarspor. Það eru von-
andi meiri átök framundan.
Uppgjafarokk
Hljóm
Sigurður Sverrisson
April Wine
Animal Grace
Capitol/ Fálkinn
Lfkast til eru liðin ein fimm ár
frá því ég heyrði fyrst til April
Wine. Var það á hljómleikaplötu
frá Castle Donigton-tónleikun-
um 1979. Ef minnið svíkur ekki
reyndu meðlimir April Wine allt
hvað þeir gátu til þess að stand-
ast hinum sveitunum snúning en
tókst engan veginn.
Sennilega hafa Kanadamenn-
irnir hreinlega gefist upp við að
spreyta sig á þungarokkinu og
snúið sér alfarið að iðnaðarrokk-
inu og það sem verra er — valið
aumasta anga þeirrar tónlistar.
Ef marka má þessa plötu er
April Wine safn fimm ör-
þreyttra hljóðfæraleikara, sem
ráfa stefnulaust um f frumskógi
FM-útvarpsstöðvanna. Mér er til
efs að þeir eigi nokkra mögu-
leika þar. Frumskógarlögmálið
er nefnilega í algleymingi á þeim
vettvangi.
Myles Goodwin heitir sá, sem
ber ábyrgðina á öllum lögum
þessarar plötu að einu undan-
skildu. Lög hans falla öll undir
sama rammann nema það sið-
asta. Það er enda byggt á göml-
um blússtandard og á því lítið
skyld við lagasmíðar Goodwin að
öðru leyti. Ekki er það honum
góður vitnisburður, að þetta Jag
skuli einmitt vera besta lag plöt-
unnar.
Þá vekur það óskipta athygli,
að „sándið" á plötunni er með
ólíkindum ómerkilegt. Það er
engu líkara en hátalararnir hjá
manni séu umvafðir sellófani.
„Sándið" hjá trommaranum er
sérkapítuli. Mætti halda að þar
færi frístundahúðasláttumaður
frá Héraðsskólanum að Núpi en
ekki atvinnumaður. „There is
something rotten in the state of
Denmark" segir í málshætti.
Hann mætti útleggja á ástkæra,
ylhýra: Nú er daunillt í Dana-
veldi. Þetta er ekkert annað en
uppgjafarokk.
Sjö„smá"atriði
sem stundum deymast
viðwf
á nýrri þvottavél
250.,
IÞvottavél sem á ad nægja venju-
legu heimili, þarf að taka a.m.k.
5 kfló af þurrum þvotti. því það ér
ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló
af handklæðum, rúmfötum og bux-
um. Það er ffka nauðsynlegt að hafa
sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn
af taui, s.s. þegar þarf að þvo við-
kvæman þvott.
íf
þoma á snúrunni (sum efni er reynd-
ar hægt að strauja beint úr vélinni),
heldur sparar hún mikla orku ef
notaður er þurrkari.
4Qrkusparnaður er mikilvægur.
Auk verulegs sparnaðar af góðri
þeytivindu, minnkar raforkunotkun-
in við þvottinn um ca. 45% ef
þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt
og kalt vatn.
9
2Það er ekki nóg að hægt sé að
troða 5 kílóum af þvotti inní
vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög
stóran þvottabelg og þvo í miklu
vatni, til þess að þvotturinn verði
skínandi hreinn. Stærstu heimilis-
vélar hafa 45 Ktra bvottahclo
133
3Vinduhraði er mjög mikilvægur.
Sumar vélar vinda aðeins með
400-500 snúninga hraða á mtnútu,
aðrar með allt að 800 snúninga
hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki
aðeins að þvotturinn sé fljótur að
5Verðið hefur sitt að segja. Það
má aldrei gleymast að það er
verðmætið sem skiptir öllu. Auð-
vitað er lítil þvottavél sem þvær
lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur
aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti-
vindur illa, ódýrari en stór vél sem
er afkastamikil, þvær og vindur vel
og sparar orku. Á móti kemur að sú
litla er miklu dýrari og óhentugri í
rekstri og viðhaldsfrekari.
6Þjónustan er atriði sem enginn
má gleyma. Sennilega þurfa eng-
in heimilistæki að þola jafn mikið
álag og þvottavélar og auðvitað
bregðast þær helst þegar mest reynir
á þær. Þær bestu geta líka brugðist.
Þess vegna er traust og fljótvirk
viðhaldsþjónusta og vel birgur vara*
hlutalager algjör forsenda þegar ný
þvottavél er valin.
7Philco er samt aðalatriðið. Ef
þú sérð Philco merkið framan á
þvottavélinni geturðu hætt að hugsa
um hin „smáatriðin“ sem reyndar
eru ekki svo lítil þegar allt kemur
til alls. Framleiðendur Philco og
hafa
biónustudeild Heimilistækia
séð fyrir þeim öllum:
5 kfló af þurrþvotti, 45 lítra belgur,
800 snúningar á mínútu, heitt og kalt
vatn, sanngjarnt verð og örugg
þjónusta.
Við erum sveigianlegir
í samningum!
„Veríu
oruesur
velduTniIco
heimilistæki hf.
HAFNARSTRÆTI3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655