Morgunblaðið - 04.07.1984, Side 12

Morgunblaðið - 04.07.1984, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984 Einn skóla fyrir alla SKÓLI er fyrir alla, einnig fatl- aða nemendur. í þessari grein segir skólasálfræðingurinn Ole Hansen frá því starfi sem unnið er í sveitarfélögunum Hadsten, Hinnerup og Rosenholm í Dan- mörku í því skyni að gera fötluð- um börnum kleift að taka þátt í því starfi sem fram fer dagíega í skólum. Ole Hansen varð kenn- ari árið 1968 og lauk embættis- prófi í uppeldis- og sálarfræði ár- ið 1976. Sama ár hlaut hann það verkefni að starfa sem skólasál- fræðingur í þremur áðurgreind- um sveitarfélögum. í sveitarfélögunum Hadsten, Hinnerup og Rosenholm var á ár- unum 1979—81 unnið mikið starf sem fólst í því að reyna að fara eftir samþykkt danska þingsins frá árinu 1969. Þessi samþykkt fól 1 sér „endurbætur á grunnmennt- un„ og að komið skyldi á hinu svonefnda 9-punkta kerfi þar sem byggt er á hugmyndafræði um samskipan í dönsku skólakerfi. Hægt var að leiða út frá þessum endurbótum á menntakerfinu mikilvægustu reglurnar fyrir barnakennslu í dönskum skólum: mikilvægi nálægðarinnar, mikil- vægi þess að fötluð börn geti yfir- unnið fötlun sína, að sérkennsla sé skipulögð þannig að fötlun barns verði því sem minnstur fjötur um fót, og að fötluðum börnum sé gert kleift að stunda nám með ófötluð- um börnum. Á næstu árum voru þessar regl- ur hafðar að leiðarljósi í allri um- ræðu um sérkennslu. í Hadsten, Hinnerup og Rosenholm fengu þær eftirfarandi merkingu: Nálægðarreglan táknar að fatlað barn á að fá þá hjálp, sem þaö þarfnast í eins nánu sambandi við heimili sitt og skóla og hægt er. Fötluðu barni á ekki að hjálpa meira en nauðsynlegt er í hverju tilfelli fyrir sig. Sérkennsla eða uppeldisfræðileg aðstoð er lög- bundin. Þetta þýðir að það sem skipulagt er fyrir barnið, t.d. 1 skólanum, skal reynt að haga þannig að fötlunin verði yfirunnin eða hafi a.m.k. sem minnst áhrif. Einnig skal þess gætt, að réttur barnsins varðandi kennslu í sam- ræmi við aldur þess sé virtur. UppeldisfræÖilegir ávinningar Þegar um er að ræða fötlun á háu stigi er frekari aðstoð nauð- synleg. Það er einmitt í því sem mest hefur áunnist. Farið var út á þær brautir að gera öllum fötluð- um börnum, sem áður höfðu verið á stofnunum fyrir þroskahefta, kleift að hljóta reglulega skóla- göngu. Þetta var ekki stefnumark. heldur var þegar farið að vinna að þessu í áðurnefndum sveitarfélög- um. Markmiðið var að gera öllum börnum kleift að stunda skóla- göngu í venjulegum skólum og að því var unnið sleitulaust og mikið hefur áunnist í þeim efnum. Byrjað var að kanna þau vanda- mál sem skólabarnið stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt var að meta réttarstöðu nemandans og finna ferli sem hentaði þörfum hans, þrátt fyrir fötlunina. Hefðir og venjur { stefnuskrá grunnskólans er gert ráð fyrir fjölmörgum hæfn- issviðum og þáttum, sem eiga að koma nemandanum til góða í skólagöngunni. Þeir, sem að þessu verkefni stóðu í sveitarfélögunum Hadsten, Hinnerup og Rosenholm, gerðu sér grein fyrir þeirri hættu að þegar vandamálin í kennslunni kæmu áþreifanlega í ljós, væri viss tilhneiging til að setja nem- andann til hliðar eða setja hann i sérstöðu vegna fötlunarinnar. Eftirfarandi atriði eru veiga- mikil í þessu sambandi: 1. Það má ekki einungis hafa í huga hvað nemandanum er boðið upp á, heldur einnig hverju honum er haldið frá. 2. Það er ljóst að hinar gömlu vinnuaðferðir þar sem einblínt var á sjúkdómsgreiningu og fötlun barnsins eru orðnar úreltar og verða að breytast. 3. Hafa verður í huga, að sér- kennsla er lítill liður í stórri heild. 4. Hér þarf að vera hægt að ganga út frá heildarsjónarmiði og það er auðveldast þegar nemand- inn er í eðlilegu skólaumhverfi. 5. Nauðsynlegt er að gera nem- andanum kleift að auka við sjálfsvitund sína og sjálfsöryggi. Stærri vandamál Meðan unnið var að því að koma þessum hugmyndum í fram- kvæmd komu ákveðin atriði í ljós, og ég mun hér á eftir nefna þau sem eru mikilvægust: Þátttaka foreldra i skólagöngu barna. Ég hef í starfi mínu sem skólasálfræðingur og aðalhvata- maður að þessum breytingum lengst af viðurkennt, að skóla- ganga barnsins getur því einungis lánast, að það hljóti algjöran stuðning og hvatningu frá foreldr- um. Einnig er ljóst, að að foreldr- ar geta einungis stutt barnið til hlítar hafi þeir traust þess og þekkingu á því sem um er að vera. Það er oft erfitt að fá upplýs- ingar um áhrif skólans og mark- mið hans, og ég hef oft orðið var við það, að foreldrar fá þá tilfinn- ingu að kerfið taki fram fyrir hendurnar á þeim. Án þess að fara nánar út í réttmæti þessa vil ég samt benda á að ef foreldrum finnst að þeir fái ekki nægar upp- lýsingar, hafi ekkert um málin að segja og eru óöruggir, þá er eitt- hvað athugavert. Þess vegna er það mikilvægt fyrir mig að geta sagt, að við (sér- fræðingar), sem sjáum um skóla- göngu barnsins, verðum nú að koma til móts við foreldra og hafa samráð við þá. Nauðsynlegt er að líta á foreldrana sem sérfræðinga í heildarstöðunni, þeir sjá um barnið frá degi til dags. Samráð og ráðgjöf Við komum til samráðs við for- eldra með þekkingu á smáatriöum varðandi sérkennsluna. Aðalatrið- ið fyrir fjölskylduna verður ávallt að gera barnið að dugandi ein- staklingi, sem þrátt fyrir fötlun sína getur lifað sjálfstæðu lífi. í viðleitni sinni við að skipu- leggja möguleika fatlaðs barns lenda foreldrar oft í þeirri aðstöðu að verða óttaslegnir og það lýsir sér sem öryggisleysi. Það er á þeim tímum, sem við verðum að koma til sögunnar sem ráðgjafar á þann hátt, að eiginleikar mikið fatlaðs nemanda fái að þroskast. Þetta er ekki gert með hefð- bundnum sérkennslufræðilegum aðferðum, þar sem einblínt er á annmarkann. Á þessu sviði verð- um við að breyta um aðferðir þannig að barnið læri að þekkja þjóðfélag sitt og lífið f kringum sig. Með þessu móti er leitast við að aðlaga hið fatiaða barn samfélag- inu, þar sem það þarf ekki að lfða fyrir skort á sjálfssöryggi og sjálfsvitund. Þörf á frekari þekkingu Gegnum þetta starf mitt og þá sérstaklega gegnum þau námskeið sem við höfum haldið fyrir kenn- ara hefur mér orðið ljós þörfin á nýjum þekkingarsviðum og nýj- ungum innan sérkennslufræðinn- ar. Nauðsynlegt er fyrir sérkenn- ara að vera vel meðvitaðir um þau vandamá! sem þeir kunna að standa frammi fyrir í uppeldis- og kennslufræðilegum efnum. Þeir verða að vera færir um að vinna í samvinnu við aðra í almennum skólum vegna þess að þar munu fötluð börn sitja við sama borð og ófötluð í framtíðinni. Við höfum þörf fyrir frekari al- menna þekkingu f sérkennslu- fræðum og á þvf sviði er nauðsyn- legt að leggja áherslu á að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem Fri kennslu í dönskum grunnskóla, þar sem reynt er að gera (otluðum börnum kleift að stunda nim með ófötluðum. Málefni aldraðra VIII Þórir S. Guðbergsson Afsláttur til aldraðra Margir aldraðir hafa engin önnur laun eða tekjur en frá TryKginKastofnun rfkisins sem nema um tveim þúsund krónum minna en lágmarkslaun á mán- uði. Aldraðir rfsa þó ekki upp sem einn maður og krefjast hærri tekna. Enn hafa þeir ekki myndað neinn þrýstihóp sem fylgir málum þeirra eftir. Þeir gera kröfur til sjálfra sín. Með ráðdeild, hagsýni og sparnaði tekst þeim flestum að lifa af, þó ekki öllum. Grunur leikur á að margir aldraðir búi við mjög krappan kost, borði einhæft fæði og líði því af næringarskorti. Það er sorglegt að borfa á marga aldr- aða sem verða að draga saman seglin þegar launavinnu er hætt, einmitt á þeim tíma sem þeir gætu hvað best notið lífsins. Áður hefur verið nefnt hvern- ig Tryggingastofnun ríkisins kemur til móts við tekjulitla lff- eyrisþega þó að mörgum finnist reglur afar flóknar og ruglings- legar á stundum og mörgum vaxi i augum „skriffinska" kringum alla hluti. Þá hefur Póstur og sími og Ríkisútvarp/sjónvarp einnig komið til móts við elli- og örorkulífeyrisþega með því að fella niður afnotagjald undir ákveðnum kringumstæðum. Svo undarlega vill til að reglu- gerðir fyrir þessar tvær stofnan- ir eru ekki eins. Póstur og sími fella aðeins niður ársfjórðungs- gjald af síma, ef viðkomandi aðili eða hjón hafa fulla, óskerta tekju- tryggingu. Hafi tekjutryggingin skerst þó ekki sé nema fimm krónur þá er útilokað að fá niðurfelld afnotagjöldin. Og þó að tekjur séu svipaðar hjá tveimur einstaklingum, þar sem annar hefur tekjur sfnar frá Tryggingastofnun og fulla tekju- tryggingu en hinn fær greidda svipaða upphæð úr lffeyrissjóði, verður sá sem fær greitt úr líf- eyrissjóði aðn greiða ársfjórð- ungsgjald sfma að fullu en hinn ekki. Hitt er þó undraverðara hvers vegna sömu reglur gilda ekki hjá Ríkisútvarpi/sjónvarpi og hvers vegna þessar reglur eru ekki samræmdar. Sá einn getur fengið niðurfell- ingu á afnotagjöldum hljóðvarps og sjónvarps sem hefur fengið heimildaruppbætur hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Hér gildir því ekki reglan um fulla tekju- tryggingu heldur um uppbætur vegna lyfja- og lækniskostnaðar, hárrar húsaleigu o.s.frv. Tekjulágir eða tekjulitlir elli- og örorkulífeyrisþegar geta einnig sent beiðni til sveitarfé- laga (borgarráðs) um lækkun út- svara eða fasteignagjalda. Ákveðinn hefur verið sérstakur viðmiðunarkvarði sem borgar- ráð styðst við f útreikningum sfnum. Missi aðilinn tekjur á miðju ári eða sfðari hluta árs t.d. og tekjur skerðast til muna er einnig unnt að senda bréf með beiðni um lækkun. Ekki gilda þó alls staöar sömu reglur um „Ég er orðinn þreytt- ur á að sanna hvað ég sé gamall og hvað ég sé fátækur. Látið okkur hafa mann- sæmandi laun svo að við getum greitt fyrir okkur eins og aðrir.“ lækkun fasteignagjalda og út- svara fyrir aldraða og er þvf best að kynna sér það rækilega hjá viðkomandi sveitarfélagi. Miklar umræður hafa spunn- ist um afslátt til aldraðra, vfða á Norðurlöndunum, og sýnist þar sitt hverjum. Skipafélög bjóða afslátt, flugfélög, sundstaðir, strætisvagnar, menningarstofn- anir o.s.frv. og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Það gerir fólki kleift að lifa eilftið lengur eins og annað fólk, og þó? Ef við ferðumst með strætis- vögnum þurfum við að sanna hverjir við erum, þvf að annars fáum við ekki afsláttinn. Sé fólk á aldrinum 67—70 ára, þurfa af- greiðslumennirnir að fletta upp f skjölum frá Tryggingastofnun ríkisins og athuga hvort við sé- um ein af þessum tekjulitlu sem einungis hafa tekjutryggingu og hana óskerta. Stundum gildir af- sláttur fyrir 67 ára og eldri en á mörgum •stöðum fyrir 70 ára og eldri. Mörgum virðist það því ljóst að fjöldi aldraðra hefur lftið og takmarkað ráðstöfunarfé á milli handa. Svo lftið að f hvfvetna þurfa yfirvðld og fyrirtæki að koma til móts við þennan hóp þjóðfélagsþegna og veita þeim afslátt af „öllu mögulegu". Sum- um finnst þetta allt f lagi, en öðrum ekki. Hér eru e.t.v. marg- ar hliðar á sama máli eins og oft áður. Þessi aldurshópur hefur unnið hörðum höndum, vinnan hefur verið þeim eitt og allt, nánast mikill hluti af lffinu sjálfu. Takmark þeirra á kreppu- tfmum og í erfiðleikum var að komast af og bjarga sér upp á eigin spýtur og með samhjálp annarra. Það er þvi að vonum að margir geta tekið undir með áttræðum heiðursmanni er hann var spurður um þessi mál: „Ég er orðinn helv... þreyttur ó að sanna fyrir öllum mögulegum mönnum hvað ég sé gamall og hvað ég sé fótækur. Lótið okkur hafa mannsæmandi laun svo að við getum greitt fyrir okkur eins og aðrir þjóðfélagsþegnar þessa ógæta lands."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.