Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
47 ‘
Jesús og fjölskylda
Erlendar
bækur
lilugi Jökulsson
Michacl Baigent, Richard Leigh
Henry Lincoln:
THE HOLY BLOOD &
THE HOLY GRAIL
Corgi 1983
Þetta er stórskemmtileg bók.
Eftir miklar og nákvæmar rann-
sóknir, sem virðast hafa tekið
röskan áratug, hafa höfundarnir
þrír komist að þeirri niðurstöðu
að beinir afkomendur Jesú séu enn
á meðal vor og geri tilkall til kon-
ungdóms í Frakklandi.
Afkomendur Jesú? Já, já. Jesús
dó nefnilega ekkert á krossinum.
Hann var af aðalsættum í Gyð-
ingalandi, forríkur, og gerði í raun
og sann kröfu um konungdóm í
ísrael — þótt hann hafi sjálfsagt
ekkert meint nema gott með
boðskapnum sem hann sauð sam-
an til að afla sér fylgis hjá sauð-
Einhverjum
góð minning
Hljóm-
plotur
Finnbogi Marinósson
Footloose.
Ýmsir flytjendur.
Flestir eru sammála um að
kvikmyndin „Footloose" sé ekki
eins góð og „Flashdance". Þetta
er smekksatriði og eitt af því
sem skiptir sköpum er tónlistin.
Uppskriftin að svona plötu
miðar við að tónlistin sé létt og
hressileg. Á einum stað er síðan
dregið niður og runnið í gegnum
rólegt hjartnæmt lag. Stundum
heppnast þetta og stundum ekki.
Á „Footloose" plötunni er árang-
urinn þolanlegur en hefði getað
verið betri hefðu fleiri virkilega
góð lög verið með. Af þeim lög-
um sem eru virkilega góð stuðlög
bera „Footloose" og „Holding
Out for A Hero" af. Kenny Logg-
ins syngur titillagið og gerir það
vel. Bonnie Tyler syngur það
seinna. Það heyrist langar leiðir
að Jim Steinman hefur samið
lagið og útsett það. Fyrir ein-
hverja er þetta orðið þreytandi
en við stíl hans er eitthvað virki-
lega heillandi sem virðist ætla
að endast honum mjög lengi.
Önnur góð lög sem ekki teljast
til þeirra bestu eru „Dancing in
The Streets" með Shalamar,
„Never“ með Moving Pictures og
„Let’s Hear it From The Boy“
með Denice Williams. Rólega
lagið er sungiðaf Mike Reno
(Loverboy) og Ann Wilson (He-
art). „Almost Paradise" heitir
lagið. Fyrir mína parta færir
það mig eins langt frá paradís-
inni því lagið vekur upp ljótar
hugsanir. Enn er verið að semja
svona hryllileg lög og troða inn á
fólk. En hvað með það, platan er
hin sæmilegasta og ætti að vera
einhverjum góð minning. Já, og
þá til dæmis krökkunum sem
dönsuðu upp á sviði Háskólabíós
eftir prófin í vor.
Myndi ekki veðja
á hana þessa
Hljóm-
otur
Sigurður Sverrisson
Sherry Kean
People Talk
Capitol/ Fálkinn
Sherry Kean heitir lítt eða
óþekkt bandarisk söngkona.
People talk er að því ég best veit
frumraun hennar á framabraut-
inni glerhálu. Vel má vera að
Kean eigi eftir að „meika’ða“ en
færi svo gæti ég ekki annað sagt
en að það kæmi mér á óvart.
Þrátt fyrir að söngur Kean sé
snotur í flestum laganna án þess
að vera nokkru sinni neitt átaka-
verk dugir hann einfaldlega ekki
til. Lögin, sem hún og Dave
Baxter eru skráð fyrir í samein-
ingu, eru alls ekki nægilega
sterk. Ekkert þeirra situr við
nánari hlustun og það er galli,
sem ógerningur er að líta fram-
hjá.
Hljóðfæraleikur á plötunni er
allur hinn snotrasti og hann er,
eins og reyndar söngurinn, aldr-
ei neitt átakaverk. Rennur (
gegnum heilabúið án þess maður
veiti einhverjum þætti hans
meiri athygli en öðrum. Þannig
er það reyndar um svo geysilega
margar bandarískar plötur. Fág-
að yfirbragð er sett öllu framar
enda ber markaðurinn þess
merki.
Lögin á People Talk eru tíu
talsins og fæst þeirra tel ég lík-
leg til afreka. Það sem einna
helst situr eftir er Would You
Miss Me. Það, að aðeins eitt lag-
anna tíu skuli vera þess virði að
maður merki sérstaklega við,
hlýtur að vera umhugsunarefni.
Ætli Kean sér stærri hluti þarf
hún að skoða sinn gang hvað
lagasmíðarnar snertir.
svörtum, auðtrúa almúganum. En
tilraun hans fór út um þúfur,
Rómverjar — ekki gyðingar —
brugðust hart við og hann var
dæmdur á kross. Það var nú meiri
blekkingin. Því miður hefur höf-
undunum ekki enn tekist að fá úr
því skorið, hvort annar maður tók
sæti hans á Golgata, eða hvort
Jesús tók lyf til að þola skamma
vist sína þar, en svo mikið er víst
að ekki dó hann. Þessu hafa
reyndar margir haldið fram áður
en þremenningarnir ganga lengra.
Þeir vita ekki hvað varð um Jesúm
sjálfan — enda þykir þeim það
harla lítilfjörlegt mál — en fjöl-
skyldu hans var laumað til
Frakklands.
Fjölskyldu? Jú, nú er komið að
kjarna málsins. Jesús var giftur
Maríu Magdalenu. Hvernig skyldi
standa á því að enginn hefur áður
komið auga á að brúðkaupið í
Kana var brúðkaup Jesú sjálfs?
Þau áttu börnin, hjónin, og svei
mér, ef Barrabas var ekki bara
sonur Jesú. Eitthvað er skrýtið við
hann, alla vega. En hvað um það,
fjölskyldan kom sem sagt til
Frakklands og fékk seinna skjól
hjá Franka-ættbálki þeim sem
hvort sem er var kominn af hinni
horfnu ættkvísl Benjamíns. Ald-
irnar jiðu og með tímanum kom-
ust afkomendur Jesú til áhrifa í
samfélaginu — þeir urðu að lokum
konungar Franka og kölluðust þá
Meróvingar. Því miður urðu völd
ættarinnar fremur skammvinn,
því bévaðir Karlungarnir — ætt
Karlamagnúsar — bolaði henni
frá völdum og reyndu að útrýma
öllum helstu ættarlaukunum en
giftast kvenfólkinu, til að fá þó
eitthvað af þessu merka blóði í
sínar raðir. Ættin hélst þó tiltölu-
lega hrein og óspillt og komst til
valda í Akvitaníu og síðar í Lorra-
ine. Einn helsti leiðtogi Krossfar-
anna og eiginlegur konungur í
Jerúsalem, Godfroi de Bouillon,
var af þessari ætt og tókst þannig
að ná því sem forfaðirinn hafði
glutrað út úr höndunum á sér.
En — Landið helga féll aftur í
hendur Aröbum og ættin varð að
hrökklast til Evrópu á ný. Með sér
hafði hún hins vegar óyggjandi
sannanir fyrir ætterni sínu, sem
fundist höfðu undir Musterinu, og
þeirra sannana hefur alla tíð síð-
an verið gætt undur vel. Muster-
isriddararnir voru til dæmis í
þjónustu ættarinnar, og undan-
farnar aldir hefur dularfull regla
gegnt sama hlutverki. Stórmeist-
arar þeirrar reglu hafa ekki verið
nein smámenni — til dæmis Isaac
Newton, Leonardo, Victor Hugo,
Debussy og Jean Cockteu — og
sumir þeirra hafa meira að segja
sjálfir verið af þessari gagnmerku
ætt. Þá má geta þess, að reglan, og
ættin, hafa haft geysilega mikil
áhrif á bak við tjöldin, og eigin-
iega stjórnað fjölmörgum þjóðar-
leiðtogum, án þess að eftir yrði
tekið fyrr en nú, þó að ættinni hafi
að vísu einhverra hluta vegna
aldrei tekist að ná aftur völdum í
Frakklandi — hvað þá Jerúsalem!
Nú er ef til vill að verða breyting á
— það er nefnilega margt sem
bendir til þess að sannanirnar
verði lagðar fram innan skamms,
en þangað til getur þessi ágæta
bók vísað veginn.
Höfundarnir þrír hafa allir að
baki langan feril við rannsóknir á
ýmsum leyndardómum sögunnar,
þó ekki hafi þeir dottið í lukku-
pottinn fyrr en nú. Þeir skrifa
bráðskemmtilega og styðja mál
sitt ótal gögnum, sem vísað er í
aftast í bókinni, þar sem eru
heimildaskrár og athugasemdir
eins og í öllum góðum vísindarit-
um. En nú kemur rúsínan í pylsu-
endanum: Ef marka má þau við-
brögð sem þessi bók fékk, þá virð-
ast margir hafa lagt trúnað á
þessa sögu. Höfundarnir hljóta að
hafa hlegið sig máttlausa!
Ilrn
Gæöin eru landsþekkt
Jb/«
Þaö er auöséö aö þeir klæöast mclkc:
Hönnun og litir eftir nýjustu tísku.
Gæöin veita öryggi — öryggi sem helst þótt flíkin sé margþvegin.
ruimi i™
Snorrabraut Simi 13505
Glæsibæ Simi 34350
Austurstnvti 10
simi. 27211