Morgunblaðið - 04.07.1984, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.07.1984, Qupperneq 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984 „Botnfískveiðar við Grænhöfðaeyjar eiga hiklaust framtíð fyrir sér“ — rætt við dr. Jakob Magnússon og Vilhelmínu Vilhelmsdóttur Góður afli um bord ( Feng. Fiskifræðingarnir og hjónin Vilhelmína Vii- helmsdóttir og dr. Jakob Magnússon komu á dögun- um heim úr sex vikna ferð, sem þau fóru í til Græn- höfðaeyja, Capo Verde, á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands. En eins og flestum mun kunnugt, hafa íslendingar um nokk- urra ára skeiö haldiö úti nokkurri aðstoð við íbúa eyjanna, aðallega á sviði fiskveiða og rannsókna er þeim tengjast og gera nú út veiði- og rannsóknaskipið Feng frá borginni Mindelo, en þar er stærsta höfn á Grænhöfðaeyjunum. „Þetta var fiskveiðiverkefni og miðaðist við að kanna möguleika á því að veiða fleiri fisktegundir til útflutnings en gert hefur ver- ið,“ sogðu þau Jakob og Vilhelm- ína er blm. Mbl. innti þau eftir verkefnum þeirra í ferðinni. „Aðalveiðar íbúa Grænhöfða- eyja miðast við túnfisk. En þær er aðeins hægt að stunda tak- markaðan tíma á árinu og því er þeim í mun að finna önnur verk- efni og fá upplýsingar um það, hvað er að finna af öðrum nýti- legum fiski við eyjarnar. Land- grunn er lítið og því takmarkað eftir hve miklu er að slægjast, a.m.k. hvað botnlægar tegundir - snertir. En við gerðum yfirlit með tilliti til botnfiska. Ég var mest í landi en Jakob á sjó,“ sagði Vilhelmína. „Það var ekki til ransóknastofa þegar ég kom, svo að fyrsta verkefnið var að byggja hana upp. Við komum með nokkur nauðsynleg tæki með okkur frá fslandi og síðan þurfti að þjálfa fólk á staðnum í að nota þau. Aðalnemandi minn var kona, fiskifræðingur, sem hafði lært í Brasilíu, en aðallega Fiskifræðingarnir dr. Jakob Magnússon og Vilhelmína Vilhelmsdóttir. Ljósm. Mbl. Krístján Einarsson Vilhelmína og Vanda MJS. Monteiro við vinnu á rannsóknarstofunni í Mindelo. fengist við tðlfræði í tengslum við túnfiskveiðarnar fram að þessu. En þegar við fórum var hún farin að vinna sjálfstætt á rannsóknastofunni. Fengur aflaði sýnishornanna og við unnum úr þeim á rann- sóknastofunni, ákvörðuðum teg- undir, lifnaðarhætti, útbreiðslu o.s.frv. Það eru hátt í 3.000 teg- undir í sjónum umhverfis eyj- arnar, u.þ.b. 150 fjölskyldur af fiskum og 30 til 40 tegundir í sumum þeirra. Þetta er yfirleitt heldur smávaxinn fiskur og eng- in islensk nöfn til yfir hann, en sumum tegundunum mætti e.t.v. líkja við karfa.“ „Ég held að óhætt sé að segja að þetta hafi gengið vel,“ sagði Jakob. „Skipið reyndist vel. bað urðu engin óhöpp, fyrirgreiðsla var öll hin besta og við komumst að þeirri niðurstöðu, að þarna væru til tegundir, sem vel kæmi Frá Mindelo. Þar búa um 45.000 manns en alls eru íbúar Grænhöfðaeyja “/« Fengur og fiskibátarnir í höfninni í Mindelo. um 300.000 talsins. til greina að veiða til útflutn- ings. Mikilvægi þess að það verði hægt liggur m.a. í því, að þeir eru með mörg lítil skip og þrjú stór, sem eru svo dýr i rekstri, að ekki er hægt að halda þeim úti nema rétt yfir toppinn af tún- fiskvertíðinni. Það er því mikil- vægt að finna verkefni fyrir þessi skip utan túnfiskvertíðar- innar. Við teljum hiklaust að botn- fiskveiðar við Grænhöfðaeyjar eigi framtíð fyrir sér. Fiskstofn- arnir eru að vísu takmarkaðir, en hættan á ofveiði er lítil því túnfiskurinn verður alltaf aðal- fisktegundin og veiði smáfiski- manna á opnum bátum nægir fyrir innanlandsmarkað og hana vilja þeir ekki eyðileggja. A-Þjóðverjar voru með skip við rannsóknir á svipuðum slóð- um árið 1976 og 1981 gerði norska rannsóknaskipið Fridjof Nansen bergmálsrannsóknir á fiskmagni á svæðinu. í þau skipti fannst mjög lítið af botn- fiski, en þær rannsóknir voru ekki eins nákvæmar og þær sem við gerðum, enda einungis liður í stærri yfirferð. í okkar yfirferð kom í ljós, að á stórum svæðum, sem þeir höfðu afskrifað, er fisk að finna. Næsta verkefni hjá Feng verð- ur svo að finna beitufiskinn úti á hafi, þannig að stóru skipin þurfi ekki að skrapa strendurnar og taka hann frá fiskimönnun- um og þeim sem lifa af því að veiða hann upp við ströndina. Þrátt fyrir mikla og stranga vinnu höfðum við bæði mikla ánægju af þessu verkefni," sögðu þau hjón. „Hinir innfæddu voru bæði þakklátir og mjög áhuga- samir og ísléndingarnir voru samstilltur hópur. Það var gagn- legt og flýtti fyrir, að skipstjór- inn á Feng, Halldór Lárusson, hafði verið þarna áður með skip- ið Bjart og þekkti því vel til stað- hátta. Verkefnastjóri er Jóhann- es Guðmundsson en aðrir íslend- ingar sem vinna við verkefnið eru Egill Bjarnason, sem sér um tækjabúnað, Guðmundur Krist- jánsson, stýrimaður, og Jens Andrésson, vélstjóri. Það var líka mjög ánægjulegt hve vel tókst að koma rann- sóknastofunni á laggirnar," sögðu þau Jakob og Vilhelmína að lokum. „Við vorum þrjú og hálft ár á Filippseyjum og tvö f Mið-Ameríku við þróunaraðstoð og þekkjum þvf af reynslu, að það getur brugðið til beggja vona með áhuga fólks. En það var greinilega mikill áhugi fyrir þessu starfi á Grænhöfðaeyj- um.“ Því má svo hér við bæta, að um það leyti, sem viðtalið fór í prentun bárust dr. Jakobi þær fréttir að Fengur væri kominn að landi í Mindelo úr fyrstu veiðiferðinni, sem stóð í sex daga, með fullfermi af botnfiski. — h.h.s.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.