Morgunblaðið - 04.07.1984, Síða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 1984
Góðum árangri ríkis-
stjórnarinnar fagnað
Þjóðmálaályktun stjórnar SUS
Geír H. Haarde formaður SUS og Halldór Blöndal alþingismaður.
Stjórnarfundur SUS á Akureyri
„Stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna fagnar
þeim mikla árangri sem
núverandi ríkisstjórn hefur
náð á fyrsta starfsári sínu.
Algjör umskipti hafa orðið
í efnahagslífinu. Verðbólg-
an hefur lækkað verulega
svo og vextir, viðskiptahall-
inn hefur minnkað og gengi
íslensku krónunnar haldist
stöðugt. Þrátt fyrir erfitt
árferði, minnkandi sjávar-
afla og lækkandi þjóðar-
tekjur, hefur tekist að
halda fullri atvinnu. Þessi
árangur hefði ekki náðst
nema með samstilltu þjóð-
arátaki þar sem allir lögð-
ust á eitt.
Auk hins mikla efna-
hagsbata sem náðst hefur,
hafa á liðnu ári leikið frísk-
ir vindar frjálsræðis og
fjölbreytileika um ýmsa
þætti þjóðlífsins, sem hafa
árhif á daglegt líf hins al-
menna borgara. Ber að
fagna því sérstaklega hve
frjálsræði á ýmsum sviðum
Út er komið Ferðamálarit
Heimdallar, 29. árgangur. í
ritinu er að finna greinar um
trjárækt í þéttbýli og strjál-
býli, Bláfjallafólkvang og
fleira. Greinarhöfundar eru
þau Gestur Ólafsson skipu-
lagsfræðingur og Hulda Val-
týsdóttir formaður Skóg-
ræktarfélags Islands. Einnig
eru í blaðinu gagnlegar upp-
Sumarskóli DEMYC verður
haldinn í Danmörku, nánar til-
tekið í Senderborg, dagana
5.—11. ágúst næstkomandi.
Yfirskrift sumarskólans í ár
er: „Freedom makes peace", en
þetta er í þriðja skipti sem
DEMYC heldur sumarskóla.
Sumarskólann sækir ungt fólk
frá flestum löndum Vestur-
Evrópu. Markmið hans er að
efla tengsl ungmenna sem
hafa áhuga á stjórnmálum, en
eiga þess alla jafnan ekki kost
að taka þátt i alþjóðlegu æsku-
viðskipta- og gjaldeyris-
mála hefur aukist.
Ungir sjálfstæðismenn
telja þau miklu umskipti
sem orðið hafa á sl. ári
sýna mikilvægi þess að
samhentur Sjálfstæðis-
flokkur sé í aðstöðu til að
stjórna.
Nú þegar þessum fyrsta
áfanga í átt til efnahags-
legs stöðugleika er náð ber
brýna þörf til að tryggja í
sessi þann árangur sem
náðst hefur og hefja sam-
hliða kröftugt uppbygg-
ingarstarf sem miðar að
því að bæta almenn lífskjör
í landinu. Að þessu leyti
stendur ríkisstjórnin nú á
krossgötum og stjórn SUS
telur sýnt að hún verði því
sem allra fyrst að leggja
fram nýja verkefnaáætlun
sem í senn verji fenginn
árangur og vísi veginn
fram á við.
Stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna vill vekja
lýsingar til ferðamanna, kynn-
ing á bókunum „Ferðarispur"
eftir Matthías Johannessen og
„Landið þitt“ eftir þá Steindór
Steindórsson, Þorstein Jóns-
son og Pál Líndal. Þá er í blað-
inu ýmislegt léttmeti svo sem
örnefnasögur, staðakynning,
grín, gátur, leikir og margt
fleira. Ritstjóri Ferðamála-
ritsins er Þór Sigfússon.
lýðsstarfi. Dagskráin er fjöl-
breytt og inniheldur m.a.
kynnisferðir og ýmiss konar
uppákomur auk þess sem
þátttakendum mun gefast
tækifæri til að ræða meginefni
sumarskólans við stjórnmála-
menn og fjölmiðlafólk.
Ungt sjálfstæðisfólk, sem
hefur áhuga á að taka þátt í
sumarskólanum, getur snúið
sér til skrifstofu SUS, sem
veitir allar nánari upplýs-
ingar.
athygli á og taka vara við
þeirri viðleitni sem nú er
uppi höfð af hálfu forustu
sumra launþegafélaga að
efna til ófriðar á vinnu-
markaðnum loks þegar tek-
ist hefur að ná sæmilegu
jafnvægi í íslensku efna-
hagslífi eftir áratug óráð-
síu og upplausnar. Að mati
stjórnar SUS ganga þeir
menn ekki erinda alþýðu
þessa lands."
Stjóm Heimdallar hefur
ákveðið að gangast fyrir bóka-
happdrætti í sumar. Bóka-
happdrætti Heimdallar var síð-
ast haldið árið 1950. Þá var dreg-
ið um einn vinning, bókaskáp
fullan af bókum, en nú er ætlun-
in að hafa vinningana fleiri eða
alls 25. Þar á meðal eru ritsöfn
þeirra Tómasar Guðmundssonar
og Guðmundar G. Hagalín sem
Almenna bókafélagið gefur út.
Auk þess er meðal vinninga
fjöldi bóka um stjórnmál og
fleira. Má þar nefna bækurnar
um ólaf Thors, Bjarna Bene-
diktsson, Gunnar Thoroddsen og
marga fleiri.
Vonast er til að fólk sjái sér
fært að taka þátt í happdrætti
þessu, en miðaverði verður mjög
stillt í hóf, eða aðeins kr. 50. Sala
happdrættismiða fer fram á
skrifstofu Heimdallar í Valhöll,
Stjórn SUS hélt fund á Akur-
eyri, laugardaginn 23. júní síð-
astliðinn. Gestur fundarins var
Halldór Blöndal alþingismaður
og ræddi hann stjórnmálavið-
horfið við fundarmenn. Á fund-
inum var samþykkt stjórnmála-
en auk þess munu Heimdellingar
selja miða víðs vegar um höfuð-
borgarsvæðið nú á næstunni.
Fjöldi miða er 3.000 og verður
ályktun, sem birtist annars stað-
ar á síðunni. Einnig var á fund-
inum samþykkt að ráða Eirík
Ingólfsson sem ritstjóra Stefnis
frá og með þriðja tölublaði þessa
árs.
dregið þann 25. júlí næstkom-
andi. Allar nánari upplýsingar
veitir Þór Sigfússon á skrifstofu
Heimdallar í Valhöll, s. 82900.
Ferð til Vest-
mannaeyja
Helgina 6.-8. júlí næstkom-
andi hyggjast Heimdellingar
leggja land undir fót og heim-
sækja Eyverja, félag ungra
sjálfstæðismanna í Vestmanna-
eyjum. Margt skemmtilegt er á
dagskrá, svo sem bátsferð um
eyjarnar, heimsókn í Náttúru-
gripasafnið, að ógleymdum
„óformlegum fundarhöldum"
þegar kvölda tekur.
Þeir Heimdellingar, sem hafa
áhuga á að slást í hópinn, eru
hér með hvattir til að skrá sig
fyrir fimmtudagskvöld 5. júlí, í
síma 82900, en þar er einnig
hægt að fá nánari upplýsingar
um verð og ferðatilhögun.
Gróðursett í Heiðmörk
Laugardaginn 16. júní síðastliðinn fóru Heimdellingar f árlega
gróðursetningarferð sína I Heiðmörk, en þar í félagið reit, sem
beimsóttur er árlega. Ferðin tókst vel, þótt veður væri ekki uppá það
besta. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra Heimdellinga að gróðurs-
etningarstörfum.
Ferðamálarit Heim-
dallar komið út
Sumarskóli DEMYC
Bókahappdrætti
Heimdallar endurvakið
BÓKAHAPPDRÆm
HEIMDALLAR SUS
é'
HEIMDALLUR
SAMT0K uncra
sjAlfstæðismanna
I REYKJAVlK
VINNINGAR:
^ Rlt Tómasar GudmuncLssonar l-X
Rltverk Gudmundar G. Haflalín
I.—15. fyrrl hlutl
Bjami Benedlktsson
Einstaklingsfrelsi og hagsklpulag
Frelsl og framtak
Frjálshyggja og alr«*ólshyggja
Kristallar
LeiOln til ánauðar
Morgunn í maí
öfriöur í adsigl
ölafur Thors - ævi og störf
Út úr vítahringnum
Velferdarríki á villlgötum
Upprelsn fijálshygg|tnnar
Þjóömálaþættlr
Gunnar Thoroddsen
WUUk Krydd í tilveruna
Til vamar freLsinu
SJálfstædiSstefnan
Fjölskyldan í frjálsu samfólagl
Rauöa bókin - Leyniskýrslur SÍA
hjóðmál
New York
Matreiöslubók handa ungu fólkl á öllum aldrl
Náttúra Islands
Alls 25 vinntngar.
Ferðabæklingur um
Mývatn og nágrenni
„Qrninn flýgur**;
Tímarit frá
ÚT ER komið tímaritið „örninn
flýgur" sem flugfélagið Arnarflug
gefur út. Meðal efnis í þessu tölu-
blaði eru greinarnar „Gull í greip-
ar Ægis“, sem fjallar um rann-
sóknakafbátinn Epaulard sem
mun vera frábrugðinn öðrum,
„Amsterdam og París“, þar sem
greint er frá ýmsu því sem hægt
er að skoða í þessum tveimur Evr-
Arnarflugi
ópuborgum, „Ráð við flughræðslu"
þar sem þeim er ekki eiga við
flughræðslu að stríða en verða
fyrir því að lenda í sæti við hliðina
á flughræddum flugfarþega er
gefið gott ráð. Einnig eru greinar
um Eileen Ford, undravélina
OMAC-1, og Janni Spies, ekkju
Simons Spies.
ÚT ER kominn bæklingurinn „Mý-
vatn og nágrenni", sem er eins og
nafnið gefur til kynna, leiðbein-
ingarbæklingur um Mývatnssveit og
nágrenni.
Bæklingur þessi er gefinn út af
Ferðamálafélagi Mývatnssveitar
1984, og eru í honum helstu upp-
lýsingar um áhugaverða staði í
sveitinni. Einnig eru í bæklingn-
um upplýsingar um allt sem snýr
að íþróttum og útilifi og skráð eru
hótel, gististaðir og tjaldsvæði.