Morgunblaðið - 04.07.1984, Side 25
ffclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLl 1984
57
Þessi fékk sUrf sem baöstrandarvörður, sem er mjög eftirsótt starf af ungum mönnum. Síðan hefur hann mátt norpa
Danir að leggjast
í rúmið
vegna veðursins
Dönsku baðstrendurnar eru hvítar
og fallegar og hitastigið í sjónum
hvorki meira né minna en 13 gráður.
Næstum eins hlýtt og á ströndinni
sjálfri þar sem lofthitinn hefur að
jafnaði verið 14 gráður.
+ Strandirnar og útiveitingahúsin
eru auð og tóm. A biðstofum er hins
vegar fullt hús. Þar sitja sjúklingarn-
ir og hneykslast á veðrinu með sult-
ardropana í nefinu, hálsbólgu, kvef,
barkabólgu eða eitthvað annað. Þeg-
ar horft er eftir götunum mætti
halda að „regnhlífasamtökin" hefðu
tekið völdin. Þannig hefur veðrið
verið ( sumar hjá frændum vorum
Dönum, a.m.k. júnímánuður og þeir
eru orðnir svo örvæntingarfullir, að
þeir eru farnir að fjalla um það í
forystugreinum blaðanna.
„Fríið mitt fór gjörsamlega í
vaskinn vegna veðursins. Ég ætla
að vera veikur seinna í sumar ef
veðrið batnar,“ sagði ríkisstarfs-
maður nokkur og þótt orð hans
lýsi kannski ekki miklu vinnusið-
gæði þá óttast Danir, að mikið
verði um fjarvistir seinna í sumar
vegna raunverulegra veikinda.
Segja læknar, að viðnámsþróttur
þjóðarinnar gegn sjúkdómum sé
stórlega skertur vegna kuldans og
sólarleysisins sem líka megi sjá á
aðsókninni að læknastofunum.
Segja þeir, að nú vanti tilfinnan-
lega D-vítamín í danska kroppa og
að það sé aðeins lýsið, sem geti
bjargað einhverju.
Það er þó ekki aðeins í Dan-
mörku, sem veðrið hefur verið
leiðinlegt því að frá Narvík í norð-
ri til Munchen í suðri og Varsjá í
austri hefur verið sama veður,
indælis íslenskt sumarveður en
nokkuð sem fólki á þessum slóðum
hryllir við. Hitinn þetta frá 12 til
16 stig.
Lítm
áhugi á
Eric Clapton
+ Tími hinna stóru útihátíöa
viröist vera aö líða undir lok,
a.m.k. í Evrópu. I Kaupmanna-
höfn var nú nýlega efnt til mik-
illar og þrælauglýstra hljóm-
leika meö mörgum frægum
nöfnum, en þrátt fyrir þaö seld-
ust aöeins 600 miðar fyrirfram
og hallinn varö gífurlegur. Þaö
sama er upp á teningnum í
Vestur-Þýskalandi en þar hefur
oröiö aö aflýsa hljómleikum
meö tveimur frægum mönnum,
Roger Waters úr Pink Floyd og
Eric Clapton. Aðeins þrjú þús-
und manns reyndust hafa
áhuga á aö sjá þá felaga og
varö þá aö aflýsa öllu saman.
COSPER
— Borðaðu nú súpuna á meðan hún er heit.
Þú færð tæknilega og faglega aðstoð við
lausn á vandamálum þínum hjá arkitekt-
um og tæknifræðingum sem veita alla
venjulega ráðgjöf sem tengist nýbyggingu
húsa, endurnýjun eða breytingum á eldra
húsnæði, og gerð efnislista.
Byggingarráðgjafarnir aðstoða við lausn
á minniháttar vandamálum án endur-
gjalds.
Byggingaráðgjafar eru þér til aðstoðar |
þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 4—6 e.h. g
í verzlun JL við Sólvallagötu.
■1 1BYGGINGAVORUR
JL T- ' ~ HRINGRRAI IT 1 90 Mammgarvorur og verhf*r- 20-605 i innxvjunnu I I<1U. Fi.saroghre.ni»t«t»k. 28-430 Byggmgavorur 28-600 SolustjOf 28-693 Goffteppadeiid 28-603 Sknfstofa 28-620
^ Timtmrðeiid 28-604 Harðviðarsaia_______________________2R-604
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
Vikuskammtur af skellihlátri
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR