Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 3

Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 35 hann sé, heldur sýna sterka skap- gerð, vera hreinskiptinn I öllu atferli, frjálsmannlegur og gasddur næmum tilfinningum." Höfundurinn segir aö- tilfinninga- næmi hjá karlmanni hafi I meira en áratug þótt bera þvl glöggt vitni, aö þar væri á ferðinni menntaður maö- ur. En telur þó aö þessi ummerki rikra tilfinninga i fari hins nýja, menntaða og framsækna karlmanns sé lltið annaö en oröin tóm. Hún segir: .Oröaval, sem lætur I Ijós rlkar tilfinningar, er aö minnsta kosti orðið nýja karlmanninum ansi tamt, og eitt er vist, aö hann myndi sist af öllu viöurkenna fyrir sjálfum sér eöa öör- um tilfinningakulda eöa tillitslaust yf- irlæti." Möguleikarnir fleiri Fleiri atriöi gera hinn nýja karl- mann frábrugöinn eldri geröinni, segir höfundur: .Eldri gerö karla skll- greindi karlmannleg viöhorf sln og hátterni sem ákveöna andstæðu viö allt, sem kvenlegt var og sú kviöatil- finning, sem bagaöi þá mest og kvaldi, var óttinn viö aö missa get- una til kynmaka. Nýju útgáfunni af karlmönnum virðist hins vegar mun umhugaöra aö viöhalda greinilegum mörkum milli stéttanna, fremur en aö undirstrika kröftuglega mismun- inn milli kynjanna. Þessir ungu karlmenn óttast þaö slður aö þurfa aö slá verulega af karlmannlegum tilburöum slnum en að veröa fyrir þvl aö hrapa niöur viröingarstiga þjóö- félagsins og verða viðskila viö betri hluta miöstéttar". En hver er skýringin á tilkomu þessarar nýju geröar af karlmanni, spyr höfundur? Hún telur ekki aö kvenfrelsisbaráttan sé meginskýring- in á þessari breytingu og segir aö karlmenn eins og þeir sem hún er aö lýsa hafi verið til um langan aldur og miklu lengur en hin nýlega endur- vakta kvenfrelsisbarátta. Skýringar- innar sé fremur að leita I heföbund- inni hlutverkaskiptingu karla og kvenna. Þegar þjóðfélagið tók aö breytast I iönvætt borgarsamfélag, þá segir höfundur aö karlmenn hafi afsalað sér frelsi sinu fyrir þau heldur vafasömu forréttindi aö sjá konu far- borða. I hjónabandinu hafi maöurinn fengiö I staðinn ýmiss konar þjón- ustu auk stuönings á tilfinningasviö- inu. En til þess aö andúö karla á hjónabandinu gæti orðið eitthhvað annað og meira en eins konar undir- straumur, þurfti þrennt aö koma til: I fyrsta lagi varö þaö aö vera körlum gerlegt og sæmilega þægilegt aö búa einir og út af fyrir sig. En á heimilum á 19. öld og I upphafi þessarar kröföust einföldustu hlutir eins og að framreiöa morgunverö eöa aö þvo og stlfa karlmannsskyrtu margra vinnustunda og mikillar fyrir- hafnar. Þess vegna meöal annars tóku flestir karlmenn fremur þann kostinn aö kvongast og stofna helm- ili en aö gerast kostgangarar á greiðasölum. Annaö skilyröi fyrir lausn karla undan hjónabandsfyrir- komulaginu aö sögn höfundar var, aö þeir fyndu eitthvað áhugaveröara aö eyða fjármunum slnum I en aö sjá fjölskyldu farboröa. Þeir kostir, sem stóöu karlmönnum opnir I þeim efn- um hér áöur fyrr voru að sögn Ehrenreich þeir helstir aö stunda drykkju og fjárhættuspil; þess háttar áhugamál hafa — og þaö af góöum og gildum ástæöum — löngum þótt vera heldur óheillavænleg llfsstefna og lltt uppbyggilegt tómstunda- gaman. I þriöja lagi þurfti svo ómild viöhorf almenningsálitsins gagnvart þeim karlmönnum, sem af einhverj- um ástæöum létu sér ekki segjast. Og voru þeir þá gjarnan ásakaölr um skort á þroska, vöntun á ábyrgöar- tilfinningu eöa hneigö til frávika I kynferöislegri hegöun. Þessi viðhorf almennings hafa hins vegar algjör- lega gufaö upp á undanförnum ára- tugum og fremur snúist elnhleypum mönnum I hag. Nú er svo komið, segir höfundur, aö ðll skilyrði fyrir menn aö losna úr viðjum hjóna- bandsins eru fyrir hendi. Margvisleg hjálpartæki á sviöi heimilisstarfa hafa komiö til sögunnar, slaukiö framboö á húsnæöi af öllum stærö- um og geröum, veitingahús meö úr- vali rétta á viöráöanlegu verði. Viö þetta bætast breytingar á neytenda- markaönum á slöustu áratugum. Hér áöur fyrr var framleiösla á alls konar neyslu- og nauðsynja- varningi fyrir almenning einkum miö- uö viö þarfir fjölskyldunnar, en á slö- ari tlmum hefur veriö lögö aukin áhersla á mun meiri greiningu og sundurliðun markaðarins eftir hinum ýmsu kaupendum. En vart heföi þessi nýi, einstakl- ingsbundnari llfsstlll karlmanna oröiö aölaöandi kostur ef ekki heföi komið til breytt almenningsálit aö áliti höf- undar: . Allt frá þvl um miðjan 7. áratuginn hafa tekiö aö heyrast æ fleiri raddir sérfróöra manna, sem brjóta I bága viö hina hefðbundnu ævafornu lofgjörö um ágæti hjóna- bandsins og viðtekna hlutverkaskipt- ingu kynjanna. Læknar voru til dæmis farnir að gefa I skyn, aö körl- um kynni aö vera hættara viö alls konar hjartasjúkdómum aö nokkru leyti vegna þeirrar byröi, sem efna- leg forsjá fjölskyldu legöi þeim á heröar." Þjódfélagsstéttir ridlast Hðfundur telur aö fleira veröi að koma til aö skýra þá breytingu, sem orðiö hefur á hluta karlmanna I bandarisku samfélagi og telur hún skýringanna einkum aö leita I aukn- um stéttaátökum. Segir höfundur aö bandarfska miöstéttin, sem löngum hafi helgaö sér hin æðri stjórnunar- störf I embættum og atvlnnulffi, eigi nú oröið I vök aö verjast. A árunum milli 1950—1970 gátu ungir menn af þessari stétt horft fram til öruggra embætta og annarra starfa innan SJÁ NÆSTU SÍÐU Sannkallað Nýlista- safn Hljóm- Siguröur Sverrisson Ýmsir popparar Breska bylgjan Steinar hf. Safnplötur hafa verið þær piötur, sem best hafa selst á undanförnum mánuðum og jafn- vei allt siðastliðið ár. Það er helst að Footloose-æðið hafi náð að þeyta þeirri plötu upp á milli best seldu safnplatanna. Þrátt fyrir lækkandi plötuverð hefur hinn almenni skattgreiðandi aldrei setið sveittari við segul- bandsupptökur en einmitt nú. Þannig verið um leið að grafa undan stoðum þeirrar tónlistar, sem hann tekur hvað mest upp. Mótleikur hljómplötufyrir- tækja hefur verið að demba safnplötum yfir lýðinn. Þær hafa selst vel og nánast verið það eina, sem selst hefur al- mennilega. Þó hafa þeir gripir verið ákaflega misgóðir eins og gefur að skilja, sumir hreinlega lélegir. Kannski eru útgefendur og innflytjendur sjálfir að grafa sér gröf með þessari útgáfu- starfsemi — kannski ekki. Kannski er þetta síðasta her- bragð þeirra til að selja plötur og kynna um leið fyrir almenn- ingi sýnishorn úr ýmsum áttum. Breska bylgjan nefnist nýj- asta safnið frá Steinum og það get ég sagt með fullri vissu hér og nú að tæpast hefur komið út traustari safngripur á þeim bænum. Hér er að finna 12 lög, sem eru hvert öðru betra. Ég gerði það svona að gamni minu að gefa lögunum einkunn frá 1 og upp i 5 og taldi síðan saman punktana. Heildartalan varð 43, lögin eru 12. Besta lag plötunnar að minu viti, Your Love is King með Sade (framborið (Shar-day) er reynd- ar á fyrri hliðinni en síðari hlið- in er heilsteyptari. Þar fara flokkar á borð við Wang Chung, Icicle Works, Psychedelic Furs og Simple Minds á kostum. Breska bylgjan er gripur sem er sannkallað Nýlistasafn og hittir í mark. Nokkuð annað en sagt verður um hið eina og sanna Ný- listasafn á Vatnsstignum. Sáraómerki- legt sköpun- arverk Golden Earring Northeastwestsouth Metronome/ Fálkinn Það hefur augljóslega mikið vatn runnið til sjávar, jafnt í poppheiminum sem hjá Golden Earring, frá því sveitin sló í gegn með lagi sínu Radar Love fyrir um áratug. Þá fannst manni þetta vera trukksveit en er ekki aldeilis sömu skoðunar nú og hefur maður þó ekki yngst fremur en meðlimir þessa Niður- landaflokks. Golden Earring er reyndar ágætis hljómsveit hvað snertir hljóðfæraleik en er eiginlega eins og illa gerður hlutur i tón- listarlifi nútímans. Tónlistin er nefnilega gamalt rokk að uppi- stöðu til og ekki betur fram sett en svo, að lögin renna átakalaust inn um annað eyrað og út um hitt. Tónlistin er augsýnilega (auðheyrilega væri kannski nær að segja?) samin með Banda- ríkjamarkað i huga en mér er til efs að einu sinni Bandaríkja- menn séu ginnkeyptir fyrir þess- ari nýjustu afurð Golden Ear- ring. Fjórmenningarnir í Golden Earring eru sem fyrr segir ágæt- ustu hljóðfæraleikarar og er git- arleikarinn George Kooymans fremstur. Platan er jafnframt tekin upp i einkahljóðveri hans og hefur sá hluti tekist einkar vel. Cesar Zuiderwijk heitir trommarinn (eftirnafnið ósvikið hollenskt) og ,er góður. Bassa- leikarinn heitir Rinus Gerritsen og söngvarinn Barry Hay. Sannast sagna er erfitt að gera sér grein fyrir hvert Golden Earring stefnir með þessari plötu. Heiti plötunnar segir kannski mest um vegvillur hljómsveitarinnar, sem virðist ekki geta gert upp við sig hvert skal haldið. Ég held að þessi tónlist fjórmenninganna sé alls staðar utangarðs. Hún hefði kannski gengið fyrir fimm árum, en tæpast í dag. Sem frumleg sköpun er N.E.W.S. sáraómerki- leg plata. Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaidi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NÖTTÐ ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGHD. LLINGf Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími. 31340,82740,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.