Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 3
MORGtJlító-Abltí, Þ’RlÐJtfDAGTlR lO. JÚLl 1984 ‘3 að fullyrða minna. Einn kappi af Suðurnesjum var að dorga á góð- um veiðistað í Borgarfirðinum fyrir skemmstu, bar sem berg- vatnsá rennur saman við Hvitá, en á vatnamótunum er hinn ákjósanlegasti veiðistaður. Það var sól og sumar og kapp- inn með börnin með sér á ár- bakkanum. Mikil varð gleðin er stöngin svignaði og vænn lax fór hamförum um allt með öngul Suðurnesjamannsins í kjaftin- um. Var laxinum landað í fyll- ingu tímans og áhorfendurnir fylgdust hugfangnir með er veiðimaður greip um sporð lax- ins, bar hann upp á bakkann, lagði hann þar og myndaðist við að rota fenginn. Þá varð börnun- um litið á ána og voru þar boða- föll mikil. „Pabbi, þarna er ann- ar lax,“ æptu börnin og lögðu til atlögu við stóran lax sem synt hafði upp í fjöruborðið og barð- ist nú um hraustlega, enda búinn að átta sig á því að f óefni var komið. Veiðimaður leit upp, en hafði varla áttað sig á því hvað um var að vera, en börnin æptu aftur upp yfir sig, „pabbi, þarna er einn í viðbót og hann er með skegg! Reis nú veiðimaður á fæt- ur og vildi forvitnast hvað um var að vera. Horfðu allir eitt andartak í forundran á skeggj- aða laxinn, sem reyndist hinn myndarlegasti selur. Kobbi stakk sér strax á kaf aftur, en laxinn hafði notað tækifærið og smeygt sér úr greipum barn- anna. óhætt er að segja að sá lax hafi ekki verið feigur þann dag- inn. Að minnsta kosti ekki það augnablikið. — 88- Leiðrétting Sigurður Kr. Jónsson á Blönduósi hafði samband við Mbl. í gær og óskaði eftir leið- réttingu í veiðifréttum Mbl. 4. júlí síðastliðinn. Þar var haft eftir Friðrik D. Stefánssyni framkvæmdastjóra Stangaveiði- félags Reykjavíkur, að félagið hefði á leigu að hluta til Laxá í Refasveit. Þetta sagði Sigurður alrangt, hið sanna væri, að SVFR hefði einungis keypt um þriðjung veiðileyfa í ánni af Stangaveiðifélagi Austur- Húnavatnssýslu, sem væri hinn raunverulegi leigutaki árinnar. Er þessu hér með komið til skila. Stykkishólmur: Stöðvarstjóraskipti hjá Pósti og síma Stykkiahðlmi, 4. júlí. IIM SL. mánaðamót fóru fram stöð- varstjóraskipti hjá Pósti og sfma í Stykkisbólmi. í ár eru liðin 72 ára sfðan símstöð var sett á fót hér í Ilólminum, en það sem eftirtektar- vert er er að þetta er í annað sinn sem hér hafa orðið stöðvarstjóra- skipti og mun það eindæmi á land- <nu. W.Th. Möller var hér stöðvar- stjóri og póstmeistari í 42 ár og við af honum tók Árni Helgason sýsluskrifari þá og hefur hann gegnt starfinu í 30 ár og 3 mánuð- um betur. Af honum tekur nú við starfinu Þorsteinn Ólafsson sem hefir gegnt stöðvarstjórastarfi á Reyðarfirði um 8 ára skeið og er hann hingað fluttur með fjöl- skyldu sinni. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þeir Árni og Þorsteinn skiptust á heillaóskum og Árni af- henti honum lykla stöðvarinnar. Hólmarar bjóða nýkominn stöðvarstjóra velkominn í bæinn og í þessa ábyrgðarstöðu og óska honum farsældar og hans fjöl- skyldu í starfi. Spútnikáin byrjar vel „Spútniká" síðasta veiðitíma- bils, Álftá, hefur byrjað vel eins og hennar var von og vísa. Veiði- menn sem þar voru að veiðum um helgina sögðu nær 50 laxa komna á land á tvær stangir frá því að veiðin hófst 20. júní. „Það hefur veiðst alla dagana til þessa að einum undanskildum," sagði viðmælandi blaðsins i gær. Meðalþunginn er ákaflega góður, flestir laxarnir um og yfir 10 pund enn sem komið er og aðeins fáeinir þar undir. Stærsti laxinn til þessa var 19,5 punda fiskur sem veiddist í Hrafnshyl á Hairy Mary. Mest hefur veiðst á maðk, en fáeinir á flugu. Við- mælandi Mbl. sagði að þó nokkr- ir fiskar í sama þyngdarflokki og sá fyrrgreindi væru á sveimi í ánni. Um 500 laxar veiddust I Álftá síðasta sumar, en sem fyrr segir er þar aðeins veitt á tvær stangir. Þá byrjaði strax að veið- ast I júní eins og nú, en í gegn um árin hefur það heldur verið undantekning i þessari á heldur en hitt. Þá er samsvarandi með- alþungi nú hærri en í fyrra og þótti mörgum hann þó góður þá. Mikil veiði í Þingvallavatni, en fiskur smár Mbl. hefur fengið þær fregnir að all vel hafi aflast í Þingvalla- vatni síðustu dagana og vikurn- ar, en fiskur verið ákaflega smár þó dagamunur og undantekn- ingar hafi auðvitað verið sem endranær í silungsveiði. Engar tölur er unnt að nefna því skýrslur eru ekki færðar. Einn sem Mbl. hafði tal af sagðist hafa mokveitt eitt kvöldið fyrir skömmu, „þetta voru milljón fiskar! en ég gat ekki samvisku minnar vrgna hirt nema 10—12 fiska, hinir voru alger síli. Og þessir sem ég hirti voru heldur engir boltar, rétt ætir. Mbl. hef- ur skilist að ýmsir aðrir hafi svipaða sögu að segja frá Þing- völlum. „Pabbi, laxinn er meé skegg“ Það gerist margt skrýtið á bökkum laxveiðiánna, óhætt er HVAR eru stjömumar þmar? Þú ert ekki fædd(ur) undir áhrifum aöeins einnar stjörnu heldur margra eins og sjá má á þessu stjörnukorti Gústafs Agnarssonar, fyrrverandi Norðurlandameistara í lyftingum. Hann á sameiginlegt meö mörgum afreksmönnum í íþróttum aö hafa Mars í hágöngu, svo sem rann- sóknir franska tölfræöingsins M. Gaugelins hafa sýnt fram á. Hvað getur stjörnuspekin gert fyrir þig? Þú getur notaö stjörnuspeki sem sjálfskönnun- arspegil, ekki til aö fá endanleg svör viö spurning- um þínum, heldur viömiðanir sem þú getur sjálf(ur) unnið út frá. Þú getur spurt: Hvert er sjálf mitt og grunntónn? — Er ég í góöum tengslum viö sjálf mitt og hvernig beiti ég vilja mínum? — Hverjar eru tilfinningalegar gunnþarfir mínar? — Hvers konar daglegt tífsmunstur á best viö mig? — Hvernig beiti ég hugsun minni? — Hverjir eru hæfileikar hugsunar minnar og hvaö þarf ég aö varast? — Hverjar eru ástarþarfir mínar og hvers konar manngeröir eiga best viö mig? — Hvernig er ég í nánu samstarfi og hvaö get ég gert til aö mér gangi betur aö umgangast aöra? — Hvernig nýti ég starfsorku mína og inn á hvaöa sviö er best aö beita henni? — Hvernig beiti ég kynorku minni? — Hverjar eru lífsskoöanir mínar og þjóöfélagshugmyndir? — Hver eru markmið mín og hvar liggur helsti vaxtarbroddur minn? — A hvaöa sviöum liggja helstu veikleikar mínir og hömlur og hverju vil ég breyta og hvað vil ég bæta í fari mínu? — Hver er ábyrgö mín gagnvart sjálfum mér og öörum? — Hvaöa hæfileikar mínir liggja ónýttir? Veriö velkomin STiDRNUSftEKL KOSTÖO! Laugavegi 66, sími 10377. FrétUriUri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.