Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 „Mér finnst þessi könn- un jákvæð fyrir okkur" — segir Jónas Ragnarsson, einn forráðamanna Impex „ÞEGAR við gerðum verðkönnun okkar miðuðum við við verð, sem almennt var í minni verslununum, ekki stórmörk- uðunum,“ sagði Jónas Ragnarsson hjá Impex, er blm. Mbl. ræddi við hann í gær í framhaldi af verðkönnuninni. „Mér fínnst þessi könnun, sem þið hafíð gert, vera jákvæð fyrir okkur. Hún sýnir að við erum þegar farnir að skáka stór- mörkuðunum í einstökum vöruflokkum og eigum vonandi eftir að gera betur. Ég þori að ábyrgjast aö þótt ein og ein vörutegund fínnist ódýrari eru vörur okkar undir því verði, sem almennt gerist í verslunum.“ mjög «Sdýrt og enn ódýrar frá Búlgaríu. Þessi vara stenst bara ekki samanburð við evrópska sultu svo dæmi sé nefnt." Jónas sagði það vera markmiðið, að kaupmenn í smærri verslunum geti boðið sambærilegt verð og í stórmörkuðum, helst lægra. „Upphafleg könnun okkar tók mið af því verði, sem var al- mennt í minni verslununum, og af þessari nýju könnun, sem þið hafið gert, sést að við höfum þegar náð umtalsverðum árangri. Vörur okkar eru í sum- um tilfellum þegar orðnar ódýr- ari en sambærilegar vörur í stórmörkuðunum. Það finnst mér góður árangur." Jónas Ragnarsson, einn eigenda heildsölunnar Impex. Morgunblaðið/KEE. Jónas hélt áfram og sagði: „Ég skal segja þér og stend við það, að ef ég væri að flytja inn fyrir mig einan gæti engin verslun staðist mér snúning. Því má ekki gleyma, að stórmarkað- irnir, sem ég geri ráð fyrir að St Fer inn á lang flest heimili landsins! hafi átt lægsta verðið þar sem Impex-vörur voru ekki ódýrast- ar, flytja margt af sínum vörum inn beint og milliliðalaust. Við flytjum inn í gegnum heildsölu og hún verður auðvitað að fá eitthvað fyrir sinn snúð, öðru vísi væri ekki hægt að reka hana. Þessir stórmarkaðir ættu því að geta selt þær vörur sínar, sem þeir flytja beint inn, enn ódýrar en þeir gera í raun.“ Þá vildi Jónas leggja á það áherslu, að þótt finna mætti ein- stakar vörutegundir, sem væru vel undir því verði, sem Impex byði þýddi það ekki endilega að gæðin væru hin sömu. „Allar okkar vörur koma frá V-Þýska- landi og þar í landi eru gerðar miklar gæðakröfur. Það er hægt að kaupa sultu frá Rússlandi Verð á Impex-vörum og annarra hliðstæðra kannað: Allt frá 59 % ódýrara og upp í 68 % dýrara VIÐ KÖNNUN, sem blm. Mbl. framkvæmdi í matvöniverslunum og stórmörkuðum í Keflavfk og Njarð- vík í gær I framhaldi af fréttum um vöruverð heildsölunnar Impex f Keflavík og efasemda framkvæmda- stjóra stórmarkaðanna f Reykjavfk þar að lútandi, kom f Ijós, að í 5 vöruflokkum af 8, sem kannaðir voru, reyndust vörur Impex dýrari en þær ódýrustu sem blm. fann f könnun sinni. Vörur í þremur flokk- um voru hins vegar ódýrari. Allur samanburður miðaðist við sama magn. Gæði voru eðlilega ekki könnuð enda matsatriði hvers og eins. Svo vikið sé beint að þeim vör- um, sem kannaðar voru, reyndist innflutt rauðkál frá Impex koma sterkast út. Var það 59% ódýrara en ódýrasta innflutta rauðkálið, sem blm. fann. Pakkningar voru mjög svipaðar. Sú vara Impex, sem verst kom út úr könnuninni, var hins vegar sinnepstegund, sem ^bíeitO Ljúfmcív í Q/dmjinuj C* ælkeraverslunin \/í atarmikil braud- V C* ælkeraverslunin (__) Kjötbær, Laugavegi 34a, heíur ávallt gott úrval heitra rétta í hádeginu. Pað kemur sér vel fyrir vinnandi fólk og vegfarendur að geta valið á milli 5 heitra rétta hvem virkan dag í hádeginu. L júfmeti Kjötbæjar léttir dagsverkið. Viðskiptavinir Kjötbæjar geta snætt heitt ljúímetið í versluninni, — þar er andrúmsloft sem fellur sælkerum vel í geð. Eins er hægt að fá matinn í sér- stökum umbúðum sem halda honum heitum. Þessir ljúfmetisbakkar tryggja góða meðferð á góðum mat. ^S/Í'sneið íhádeginu ogmeð kaffínu Hvem virkan dag tilreiða matreiðslu- meistarar Kjötbæjar ríkuleg og gimileg salöt, með besta fáanlega hráefni. Þá má ekki gleyma álegginu. Að minnsta kosti 25 áleggsgerðir eru í boði. Þetta er eitthvað ofan á brauð! í Kiötl 1 jötbær er „delikatessen" sniðinn eftir þýskri fyrirmynd. Kjötúrvalið Kjötbæ er með ólíkindum gott: Safaríkar pylsur og steikur. ‘aff11*. |1KÍ: 1 ■ 1S$töttrœr S wm 343 Lau9ave9‘ Ma-Síml 14165 y heildsalan taldi eitt helsta tromp sitt. Sinnepið reyndist 68% dýrara en ódýrasta tegundin, sem blm. fann. Þess ber þó að geta, að ódýr- ara sinnepið var í tvöfalt stærri pakkningu og þvf e.t.v. eitthvað hagkvæmara af þeim sökum. Jarðarberjasulta, sem Impex flytur inn, var við könnun 20% dýrari en ódýrasta innflutta sult- an. Báðar tegundirnar voru í 450 gramma pakkningum. Spaghetti Impex reyndist 11% dýrara en ódýrasta tegundin. Hvoru tveggja var í 500 gr pökkum. Laussoðin hrísgrjón reyndust 18% dýrari en ódýrasta sambærilega tegundin. Sú var jafnframt í mun minni pakkningum en Impex-varan og e.t.v. ekki eins hagkvæmum. Samt talsvert ódýrari. Kókómalt frá Impex reyndist 44,5% dýrara en ódýrasta kókómaltið á markaðn- um þar syðra. Auk rauðkálsins, sem kom sér- lega vel út, reyndist verð á korn- flögum í 250 gramma pakkningum Impex f vil. Reyndist tegund þeirra 39% ódýrari en þekktasta kornflögutegundin á markaðnum. Hins vegar fann blm. f tveimur verslunum 1000 gramma pakkn- ingar af kornflögunum, sem Imp- ex keppir við, og reyndust þær mjög hagstæðar. Væri saman- burður gerður á 250 gr pakkning- um Impex-kornflaganna og hinna væri Impex-varan 70% dýrari. Þá er aðeins ótalið „instant“-kaffi úr könnuninni. Það reyndist 10% ódýrara en ódýrasta sambærilega pakkningin, sem blm. fann. Sú var jafnframt frá mjög þekktu fyrir- tæki á þessu sviði. Sérstök sending af Electrolux eldavélum á veröi semekki verður endurtekiö jj Sérstök sending af nýjum Electrolux eldavélum á aðeins 14.990 kr. st. (21% verðlækkun). Útborgun í hverri vél er aðeins 1500 kr. Electrolux vélarnar eru með grilli, grillmótor, sjálfhreinsandi ofni með barnalæsingu, fjórum suðuplötum, hitaofnskúffu, klukkuborði og færan- legum sökkli. í þessari sendingu eru 45 gular eldavélar, 29 rauðar eldavélar og 9 koparlitaðar eldavélar. ____________ (4.990- Athugiö: Ef þú ætlar aö taka eldhúsið í gegn eru enn til hjá okkur örfáar uppþvottavélar á gamla afsláttarveröinu 19.990 kr. stk. m/10°/c útborgun. ÖRI ARMULA- EIÐISTORGI- SIMI: 91-686117 )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.