Morgunblaðið - 10.07.1984, Page 25

Morgunblaðið - 10.07.1984, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLl 1984 29 Fyrirhuguð laxafóðurverk smiðja í Krossanesi — athugasemd vegna fréttar í Mbl. 30. júní í MORGUNBLAÐINU þann 30. júní Óvenjulegir félagar í Nýja Bíói sl. er birt viðtal við Sigurð Eyjólfs- son, framkvæmdastjóra Mjólkurfé- lags Reykjavíkur, þar sem hann greinir frá áformum MR um að hefja framleiðslu á laxafóðri. Vegna þeirra ummæla sem þar eru viðhöfð varðandi fyrirhugaða laxafóðurverk- smiðju á Akureyri þykir rétt að upp- lýsa eftirfarandi: Frá því snemma á sl. hausti hef- ur Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. í samráði við fiskimjölsverk- smiðjuna í Krossanesi unnið að athugun á hagkvæmni þess að reisa og reka laxafóðurverksmiðju á Akureyri. Þann 9. maí sl. var undirritað samkomulag á Akur- eyri á milli norska fyrirtækisins T. Skretting a/s, Krossanesverk- smiðjunnar og Kaupfélags Eyfirð- inga um frekari undirbúning að því að koma á fót slíkri fram- leiðslu. Gert er ráð fyrir að vænt- anlegt hlutafélag um reksturinn verði í eign þessara þriggja aðila. T. Skretting a/s er stærsti fram- leiðandi á laxafóðri í Evrópu og hefur fyrirtækið unnið að um- fangsmiklu þrónar- og rannsókn- arstarfi á undanförnum árum varðandi nýjar og betri fóðurteg- undir til fiskeldis. Helmingur hrá- efnis í laxafóður er fiskimjöl en í heild mun um 80% af hráefni í fyrirhugað fóður verða af innlend- um uppruna. Talið er að Krossa- nes sé enn sem komið er best búna fiskimjölsverksmiðjan hér á landi til að framleiða fiskimjöl af þeim gæðum sem til þarf í laxafóður. í fyrrgreindu viðtali við Morg- unblaðið fullyrðir framkvæmda- stjóri MR að Mjólkurfélag Reykja- víkur geti komið af stað fram- leiðslu á laxafóðri fyrir lítinn hluta af þeirri upphæð sem slíkt mundi kosta í Krossanesi. Stað- reyndin er hins vegar sú að hér er alls ekki um sambærilega fram- leiðslu að ræða. í samráði við T. Skretting var sá möguleiki sér- staklega kannaður hvort hag- kvæmt væri að tengja laxafóður- verksmiðju við hlðstæða fram- leiðslulínu og Mjólkurfélag Reykjavíkur hefur yfir að ráða, þ.e.a.s. að tengja hana við þegar starfandi fóðurstöð KEA og KSÞ á Akureyri sem nýlega hefur fest kaup á útbúnaði til kjarnfóður- framleiðslu. Niðurstaðan varð hins vegar sú að sparnaður í fjár- festingu, miðað við þá verksmiðju- gerð sem stefnt er að, yrði mjög lítill þótt verksmiðjan yrði reist í tengslum við hefðbundna kjarn- fóðurverksmiðju. Þvert á móti töldu fulltrúar T. Sketting mun hagkvæmara af ýmsum öðrum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, að verksmiðjan yrði reist og rekin í tengslum við fiskimjöls- verksmiðjuna í Krossanesi. Ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er fyrst og fremst sú að á undan- förnum árum hefur átt sér stað vöruþróun í laxafóðurframleiðslu eins og í annarri framleiðslu og ný tækni komið til sögunnar sem gert er ráð fyrir að nýta í þeirri verk- smiðju sem fyrirhugað er að reisa á Akureyri. Þessi nýja tækni gerir kleift að framleiða fóður sem er betra að gæðum og mun hag- kvæmara í notkun fyrir laxeldis- stöðvarnar en það fóður sem mest hefur verið notað hingað til. Um- mæli framkvæmdastjóra MR geta hins vegar fullkomlega staðist ef miðað er við framleiðslu á eldri tegundum laxafóðurs enda leiddi V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! ItforgimMafoifo fyrrnefnd könnun í ljós að í slíku tilviki væri mjög mikill sparnaður í því fólginn að reisa laxa- fóðurverksmiðjuna í tengslum við fóðurstöð KEA og KSÞ. Það var hins vegar mat þeirra sem standa að fyrirhugaðri verksmiðju í Krossanesi að mjög óráðlegt væri að fara af stað með laxafóður- framleiðslu hér á landi án þess að taka tillit til þeirrar vöruþróunar sem átt hefur sér stað á þessu sviði á allra síðustu árum. Að lokum er rétt að fram komi að markaður fyrir laxafóður á Is- landi er enn sem komið er mjög lítill eða einungis 400—500 tonn á ári. Núverandi markaður stendur þannig ekki einu sinni undir einni verksmiðju hvað þá tveimur. Ákvarðanir um byggingu laxafóð- urverksmiðju í Krossanesi munu því byggjast á þeirri forsendu að stærstur hluti framleiðslunnar fari á erlendan markað fyrstu rekstrarár væntanlegrar verk- smiðju. Akureyri 4. júlí 1984, Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar, Pétur Áuðunsson fram- kvæmdastjóri Sfldarverk- smiðjunnar í Krossanesi. Nýja Bíó hefur hafið sýningar á myndinni óvenjulegir félagar, sem er bandarísk gamanmynd með leikurunum Jack Lemmon, Walter Matthau og Klaus Kinski í aðalhlutverkum. Leikstjóri mynd- arinnar er Billy Wilder, en fram- leiðandi hennar er Jay Weston. STÆRSTA OO FJOLNENnASTA ÍÞRÓTTAMÓT sem haldið er hér á landi Knattspyrna, frjálsar íþróttir, sund, starfsíþróttir, glíma, blak, handknattleikur, júdó, skák, borðtennis, körfuknattleikur, siglingar, íþróttir fatlaðra, golf. Mótsetning föstudagskvöld, kvöldvaka laugardagskvöld, hátíðarsamkoma sunnudagskvöld. Fjölbreyttar sýningar og skemmtiatriði. Dansleikir í Stapa föstudag, laugardag og sunnudag. Hljómsveitin Miðlarnir skemmtir. Hæg tjaldstæði Verið velkomin ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.