Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 20
2Ó MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Eldsvoði eyðilagði suðurálmu dómkirkjunnar f Jórvík: „Hér hefur mikill harmleikur orðið“ — sagði dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantaraborg Jónrík, 9. júlí. AP. SUÐURÁLMA dómkirkjunnar í Jórvík á Noróur-Englandi, sem er stærsta miðaldakirkja f Norður-Evrópu, skemmdist mjög mikið f elds- voða sem þar varð í nótt og hrundi m.a. þak álmunnar. Upptök brunans eru rakin til eldingar sem sló niður nótt. Eitt og hundrað og fimmtíu slökkviðliðsmenn komu á vett- vang og tókst þeim að ráða niður- lögum eldsins á þremur klukku- stundum. Þykir mesta mildi að eldurinn skuli ekki hafa náö að breiðast út f aðrar álmur kirkj- unnar, sem er krosslaga, en þar urðu þó einnig skemmdir af völd- um vatns og reyks. Séra Ronald Jasper, 66 ára gamall djákni Jórvíkurdómkirkj- unnar, og Betty, kona hans, voru einna fyrst á vettvang eftir að eldurinn kom upp og báru þau, ásamt sjálfboðaliðum er fljótt dreif að, fjölda dýrgripa, þ.á m. veggteppi, messuklæði og silfur- stjaka, út úr suðurálmunni, áður en steikjandi hitinn af eldinum neyddi þau til að hætta björgun- arstarfinu. „Hér hefur mikill harmleikur orðið. En kirkjan verður endur- reist,“ er haft eftir dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantara- borg, sem staddur er í Jórvík vegna prestastefnu í háskólanum þak kirkjunnar um hálf tvö leytið í þar og kom i dag til að skoða skemmdirnar. Hann kvað hina giftusamlegu björgun dómkirkj- unnar ganga kraftaverki næst. Margrét Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hafði í morgun samband við séra Ronald Jasper og sagði honum að ríkisstjórnin væri að íhuga fjárhagsaðstoð til að endurreisa suðurálmuna, sem er einn elsti hluti byggingarinnar, en tjónið sem þar varð er metið á um eina milljón sterlingspunda, sem er jafnvirði um 40 milljóna íslenskra króna. Dómkirkjan í Jórvík var reist á árunum 1220—1470 og hefur um aldir verið vettvangur mikilla sögulegra viðburða. í kirkjunni eru frægir gluggar með steindu gleri frá öndverðri fimmtándu öld og er það stærsta safn sinnar teg- undar í Evrópu. Talsverðar skemmdir virðast hafa orðið á gluggunum og einhverjir þeirra hafa brotnað, en sérfræðingar sem skoðað hafa skemmdirnar voru í gær vongóðir um að unnt yrði að gera við flesta þeirra. Á föstudag fór fram biskups- vígsla í dómkirkjunni, sem vakti mikla athygli. Séra David Jenkins var þá vígður til biskups í Dur- ham, en yfirlýsingar hans þess efnis, að hann trúi ekki á meyfæð- inguna og upprisu frelsarans hafa vakið mikla reiði rétttrúaðra. Hefur jafnvel hvarflað að mönn- um að borinn hafi verið eldur að dómkirkjunni til að mótmæla vígslu hans, en lögregla og kirkju- yfirvöld vísa þeim orðrómi á bug og segja að um íkveikju hafi alls ekki verið að ræða. Dómkirkja var fyrst reist í Jórvík snemma á 7. öld og bisk- upsembætti var stofnað þar árið 627. Kirkjan, sem var úr timbri, eyðilagðist i eldsvoða nokkrum árum eftir að hún var byggð. Steinkirkja var þá reist í staðinn, en hún brann einnig árið 741. Þriðja dómkirkjan eyðilagðist að mestu leyti i brunanum mikla í Jórvík 1066, en leifar hennar eru innan núverandi dómkirkju. Árið 1824 bar vitskertur maður, Jon- athan Martin að nafni, eld að dómkirkjunni og eyðilagðist þá timburkór hennar. Siðast kom upp eldur í kirkjunni árið 1840. Dr. Ronald Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, sem er höfuðleiðtogi ensku biskupakirkjunnar, virðir fyrir sér skemmdirnar f suðurálmu dómkirkjunnar í í Jórvfk í gær. Stjórnarhermenn stoppa jeppa í fjallahéraði einu á Norður-Filippseyjum, en stórsókn hersins þar gegn skæruliðum stendur nú yfir. Filippseyjan Stórsókn hersins gegn skæruliðum Bontor. FilippHeyjum. ». júlí. AP. Nú stendur yfir mikil sókn stjórn- arhersins á Filippseyjum gegn kommúnískum skæruliðum í fjöllun- um í norðurhluta eyjanna. Um þrjú þúsund hermenn, sem studdir eru af þyrlum og herþotum, taka þátt í Aþenu, 9. júlí. AP. STJÓRNVÖLD í Grikklandi sökuðu í dag Bandaríkjastjórn um íhlutun í grísk innanrikismál og enn fremur um að útvega Tyrkjum vopn, „en slík vopnasala ógnar öryggi Grikklands og Kýpur“, sagði í yfirlýsingunni. Þau afskipti af innanríkismálum Grikkja sem kvartað er yfir, varða kvörtun embættismanns i banda- sókninni gegn skæruliðum, hinni mestu til þessa. Að sögn heimildarmanna innan kirkjunnar féllu átta stjórnar- hermenn og einn skæruliöi særð- ist í bardögum í Kalinga-héraði í síðustu viku, en yfirmaður hersins ríska utanríkisráðuneytinu vegna þess aö Grikkir létu lausan Jórdana er ekki fundust nægar sannanir fyrir því að hann væri hryðjuverkamaður. Starfsmanni bandarisku leyniþjón- ustunnar var jafnframt visað frá Grikklandi, en hann var staðinn að verki við að leita f heimildarleysi f fbúð í borginni f tengslum við mál Jórdans. hélt því fram að 51 skæruliði hefði fallið og einn stjórnarhermaður. Markmiðið með sókn stjórnar- hersins er að vinna bug á svoköll- uðum „Nýjum alþýðuher" (NPA) um 500 skæruliðum f Kalinga- héraði og um 100 mönnum, sem eru í fjallahéruðum í norðurhlut- anum. Fréttamenn, sem hafa fylgst með sókninni, segja að skæruliðar hafi fram að þessu reynt að forðast átök við stjórn- arherinn. Einn þeirra manna, sem stjórn- arherinn reynir að handsama, er kaþólskur prestur, Balviga að nafni. Er hann nánast orðinn þjóðsagnapersóna f fjallahéruðun- um, og talinn stjórna aðgerðum skæruliða. Marcos forseti segir að um sex þúsund manns heyri hinum Nýja alþýðuher til á eyjunum, en skæruliðar sjálfir segja 20 þúsund. Grikkir veitast að Bandaríkjamönnum Frú Sakharov leidd fyrir rétt? London, 9. júlí. AP. YELENA BONNER, eiginkona sov- éska andófsmannsins Andrei Sakh- arovs, verður sótt til saka fyrir meinta „andsovéska hegðun“, segir í Lundunablaðinu Sunday Express. Blaðið ber ótilgreindar heimild- ir í Moskvu fyrir fréttinni og segir undirbúning málsóknarinnar þeg- ar hafinn í borginni Gorky. Segir Sunday Express, að meg- insakargiftirnar á hendur Yelenu Bonner séu samskipti hennar við vestræna blaðamenn frá því að eiginmaður hennar var dæmdur í útlegð. Vinkona frú Bonner, Irina Kristi, sagði við AP-fréttastofuna, Yelena Bonner. að vinkona sín hefði látið þau orð falla 6. maí sl., að hún hefði verið ákærð fyrir brot á 190 grein sov- ésku hegningarlaganna, sem legg- ur bann við „andsovéskum áróðri og rógburði". Sunday Express segir, að nýtt áfall í máli Sakharov-hjónanna sé „ruddaleg vísbending af hálfu Sovétmanna um, að vonir Vestur- veldanna um samstarf risaveld- anna séu út i bláinn". Likud-bandalagið vinnur sér fylgi Tel Avó, 9. júlí. AP. SKOÐANAKÖNNUN á fylgi stjórnmálaflokkanna í ísrael, sem birt var f dag, bendir til þess, að Likud-bandalagið, sem er helsti stjórnarflokkurinn, sæki á, þótt enn sé Verkamannaflokkurinn, sem er Samkvæmt könnuninni fær Likud-bandalagið 37 þingmenn kjörna, en Verkamannaflokkurinn 47. í skoðanakönnun fyrir mánuði fékk Likud 36 þingmenn og Verkamannaflokkurinn 51. Á þingi ísraela, Knesset, sitja 120 menn, og þau 36 sæti sem eftir eru skiptast samkvæmt könnuninni, sem birt var i dag, á milli 16 smáflokka. Þykir það visbending um aukna óánægju kjósenda með höfuðflokka landsins. Menachem Begin, fyrrum forsæt- stjórnarandstöðu, með mikla yfirburði. isráðherra, er ekki í framboði i kosn- ingunum, sem verða 23. júli, en hann hefur hins vegar verið mjög áber- andi f fjölmiðlum að undanförnu. Hefur óspart verið leitað álits hans á ýmsum þáttum kosningabaráttunn- ar og fram hefur komið að margir, sem hyggjast greiða Likud-banda- laginu atkvæði sitt, gera það til að lýsa stuðningi við Begin. Sjálfur hef- ur hann ekki kvatt sér hljóðs Likud til stuðnings, en margir eiga von á þvf að hann geri það innan skamms, enda hart lagt að honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.