Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 30
MORÖUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Dagatal fylgiblaöanna ALLTAF Á ÞRIÐJIIDÖGUM BRCpv ALLTAFÁ FIMMTUEXDGUM ALltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM SlfflfiRA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróöleikur og skemmtun Mogganum þínum! Tillaga forseta lagadeildar: Læknadeild lokað í þrjú ár Tannlæknadeild lögð niður — afmenntunarstefna segir háskólarektor Á fundi Háskólaráðs nýlega lagði Björn Þ. Guðmundsson prófessor og forseti lagadeildar fram tillögu, sem m.a felur í sér að læknadeild verði lokað í a.m.k. 3 ár frá og með haust- inu 1985. Þá er einnig gert ráð fyrir í tillögunum að tannlæknadeild verði lögð niður. I greinargerð sem Björn Þ. Guð- mundsson lét fylgja með kemur fram að allar þær deildir, sem far- ið hafa fram á fjöldatakmarkanir, eru deildir sem mennta fólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Flutn- ingsmaður varpar þeirri spurn- ingu fram hvort kostnaður vegna kennslu- og rannsóknarrýmis, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna tækjakaupa, ætti ekki með réttu að flytjast frá menntamála- ráðuneytinu yfir á önnur útgjöld ríkisins vegna heilbrigðisþjónust- unnar. Þó er gert ráð fyrir að menntamálaráðuneytið muni standa straum af launum fastra kennara. Til að hrinda tillögunum í framkvæmd leggur Björn Þ. Guðmundsson til að stofnaður verði sérstakur læknaskóli i tengslum við Háskólann. Eins og áður segir leggur Björn Þ. Guðmundsson til að tann- læknadeild verði lögð niður. Telur hann að vegna óhemju kostnaðar við menntun 8 tannlækna á ári og vegna rannsóknarstarfa, sé engan veginn réttlætanlegt að starf- rækja deildina. Björn leggur því til að frá og með haustinu 1985 verði deildinni lokað og þegar þeir stúdentar, sem þá hafa verið inn- ritaðir, eru útskrifaðir, verði tannlæknadeild lögð niður. Telur flutningsmaður að hægt sé að full- nægja þörf hérlendis \annaðhvort með því að senda stúdentana er- lendis til náms eða flytja inn út- lenda tannlækna. Þætti þetta ekki fýsilegur kostur mætti að mati Björns koma upp námsbraut við læknaskólann. I greinargerð Björns Þ. Guð- mundssonar er bent á að með um- ræddum breytingum gæfist reyndum íslenskum læknum sem starfa erlendis tækifæri til þess að snúa heim og miðla af þekkingu sinni og reynslu við nýja lækna- skólann í samkeppni við þá sem fyrir eru. „Af hverju ekki íagadeild?“ Morgunblaðið snéri sér til Björns Þ. Guðmundssonar og spurði hann hvers vegna hann hefði ekki jafnframt flutt tillögu þess efnis, að lagadeild yrði einnig lokað líkt og iæknadeild, enda halda margir því fram, að at- vinnuleysi blasi við þeim mikla fjölda lögfræðinga, sem nú er að útskrifast eða útskrifast á næstu árum. „Þessi spurning er ekki tíma- bær,“ svaraði Björn. „Vegna þess að menntun lögfræðinga er al- menn eiga þeir mun auðveldara með að finna sér sess í atvinnulíf- inu. Þetta gildir hins vegar ekki um heilbrigðisstéttirnar. Þegar ég útskrifaðist, árið 1965, vorum við 16 og enginn trúði því að við myndum öll fá vinnu. Þeir höfðu rangt fyrir sér. Það kann hins veg- ar að vera, að það komi að því að lögfræðimenntaðir menn verði of margir, en þeir eru það ekki í dag.“ „Fjarstæöukenndur möguleiki“ „Þessi tillaga kom ekki fram fyrr en í lok fundar og hefur því lítið sem ekkert verið rædd,“ sagði Jónas Hallgrímsson, forseti læknadeildar, er Mbl. innti hann eftir áliti hans á tillögu Björns. „Við í deildinni höfum hins vegar rætt þennan möguleika á því að leysa vandann sem hlýst af því hve stóra árganga við erum með núna, en þótt hann fjarstæðu- kenndur. Þetta myndi stöðva svo marga og það væri ekki réttlátt gagnvart því fólki, sem er í menntaskóla núna og hyggur á nám í deildinni, að meina því að- gang að henni næstu þrjú árin eða svo. Það á heldur ekki að vera hlutverk læknadeildar, að ákveða hversu marga lækna landið þarf. Það er líka erfitt að meta slíkt. Þeir sem eru að innritast núna verða ekki komnir til starfa sem sérfræðingar fyrr en eftir u.þ.b. tólf ár og hver veit hvernig staðan verður þá. Hugmyndinni um sér- stakan læknaskóla hefur líka ver- ið hreyft, en hún ekki hlotið neinn hljómgrunn. Það yrði þá að breyta allri stjórnsýslu læknadeildar og tengslum hennar við Háskólann. I sjálfu sér væri það þó ekki mikið mál að flytja læknakennsluna yfir á heilbrigðisráðuneytið, þar sem hún fer að miklu leyti l'ram á heil- brigðisstofnunum. Þá er mikill áhugi í læknadeild á auknu sjálfstæði og sjálfræði hennar gagnvart Háskólaráði, bæði mál- efnalegu og fjárhagslegu," sagði Jónas Hallgrímsson. „Frekar afmenntunar- stefna en menntastefna“ „Svona í fljótu bragði virðast þetta vera nokkuð djarfar tillög- ur,“ sagði háskólarektor, Guð- mundur Magnússon. „Ég hefði skilið þær betur ef þær hefðu komið frá manni í lagadeild, sem vildi láta stofna sérstakan laga- skóla. En hér er rætt um málefni annarra deilda og þá frekar frá fjárhagslegu sjónarmiði en menntunarlegu. Eg nefndi það á fundinum, að frekar væri á ferð- inni afmenntunarstefna en menntastefna þegar kæmi til tals að leggja niður kennslu í heilum deildum. Ef tilgangurinn á að vera að auka sjálfræði deilda, þá er það nú að aukast smátt og smátt. I ár hafa deildirnar t.d. alveg sjálf- stæðan fjárhag. En það væri vel hægt að hugsa sér lagabreytingu þess efnis, að deildirnar fengju meira sjálfræði í sínum málum. Við kappkostum að hafa ávallt til afgreiðslu flestar dekkja- stærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá Þýskalandi, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sérpöntum með stuttum fyrirvara „rnassív" dekk. Sölusíminn er 91-28411 frá 8.30-18.00. 18x7-8 14PR 700x15 500-8 8PR 750x15 600-9 10PR 825x15 650-10 10PR 600-115 23x9-10 16PR 10.5x18 750-10 12PR 12.0-18 700-12 12PR 10.5x20 27x10 12 12PR 12.5x20 16/70x20 10PR 14.5x20 12PR 12PR | I -s i HRINGIÐI . |!91-28411! iopr ■ 09 við Hilmar, iopr ■hann veit allt um dekkinj| /lusturbakki hf. fJZJ BORGARTÚNI 20 I o I 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.