Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 16
-16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ÓLAFUR ORMSSON Sumar- leyfi Hópur landsmanna er kominn í sumarleyfi. ólíkt síðastliðnu sumri er sumarið í ár hlýtt og nokkuð sólríkt það sem af er. Gróðurinn í borginni er myndar- legur og þar sem hann er þétt- astur er hann líkastur frum- skógi. Hann hefur víða teygt úr sér og er svo glæsilegur í húsa- görðum að ekki þarf annað en að opna stofuglugga þá er hægt að handfjatla laufin á trjánum og húsráðandi sem ekki vill láta nafns síns getið bíður þess að rifsberin á trjánum verði það þroskuð að hann geti boðið gest- unum að snæða úr stofuglugga. Ólíklegustu atvik koma upp þegar menn hefja sumarleyfi. Kunnur borgari var t.d. rétt nýbúinn að stimpla sig út af vinnustað og hafði sofið í rúman klukkutíma heima hjá sér þegar hann var vakinn af símhring- ingu. Maðurinn fór í símann, geispaði og spurði: — Hvað gengur eiginlega á? Eru Rússarnir komnir? Eða hvað? Maðurinn sem hringdi stundi upp erindinu: — Heyrðu góði, heyrðu vinur. Er þetta ekki hjá Bónstöðinni? Ég þarf endilega að koma bíln- um að. Ég er að fara með fjöl- skylduna f sumarfrí norður í land og gerðu það fyrir mig að taka bílinn inn á Bónstöðina. Maðurinn, sem vakinn var af værum svefni, rétt nýkominn í sumarleyfi, brást hinn versti við þessari óvæntu truflun, um leið og hann lagði símtólið á, sagði hann: — Hér er engin bónstöð sem betur fer og fáðu þér svo kleinu með kaffinu og þegiðu. Á stéttinni fyrir framan Herrahúsið í Aðalstræti stóðu fjórir félagar um daginn. Það var í hádeginu, í miðri viku, þeir voru í góðu skapi, það sást til sólar af og til, en þeir horfðu mest á bílaumferðina og dáðust að bílaeign borgarbúa. Þeir stóðu þarna í glæsilegum fötum og utanyfirfrökkum, ljósum að lit, og í hópnum sá ég góðan kunningja á fertugsaldri sem nú er að verða toppmaður hja Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, gætir peninga. Mig minnir að hann hafi byrjað þar sem sendill fyrir rúmum tuttugu árum, líkt og Vilhjálmur Þór löngu fyrr á öldinni norður á Akureyri hjá KEA. Við hittumst þarna á stéttinni fyrir framan Herra- húsið og spjölluðum saman um daginn og veginn eins og gengur þegar fólk hittist á förnum vegi. Mest töluðum við um bókmennt- ir og erfiða stöðu bókarinnar á tímum myndbandaæðisins og annarrar ómenningar sem flæð- ir yfir þetta góða land okkar. Við ræddum einnig um ferðalög og sumarleyfi. Sambandsmaðurinn horfði fjarlægu augnaráði yfir í Austurstræti. Hann brosti þegar hann sagði frá fyrirhugaðri ferð síðar í sumar á hestum um óbyggðir landins og allt til Aust- fjarða. Þeir ætla saman nokkrir ungir frammámenn hjá Sam- bandinu á hestum að skoða land- ið, mannlífið. Fyrst og fremst er þó tilgangurinn sá að treysta tengslin við fólkið í landinu, al- þýðuna, fátæka bændur og leigu- liða sem mynda Samvinnuhreyf- inguna eins og kunnugt er. Og enn af sumarleyfum. Mað- ur rúmlega þrítugur er ég veit deili á var nýlega að undirbúa sumarferðalag um hringveginn. Hann er fjölskyldumaður með konu og tvö börn, starfar á bif- reiðaverkstæði í borginni og er búinn að vinna þar alla virka daga og helgidaga frá síðustu áramótum. Hann hefur verið að safna fyrir tjaldvagni og haft það góðar tekjur að í upphafi sumars keypti hann stóran og glæsilegan tjaldvagn. Af ástæð- um sem þykja næstum óskiljan- legar þá fékk hann leyfi hjá eig- anda verkstæðisins til að geyma tjaldvagninn inná verkstæðinu I sólarhring áður en hann fór í þriggja vikna sumarleyfi með fjölskylduna um ísland. Skýr- ingin á því háttalagi kom síðar. Maðurinn á svo sem ágætan bílskúr við heimahús. Hann gat sem sagt ekki hugsað sér að geyma tjaldvagninn þar. Hann vildi geyma hann á bílaverk- stæðinu þar sem hann vinnur og einn félaga hans á verkstæðinu kom með skýringuna. — Hann Palli verður að fá verkstæðislyktina inní vagninn svo hann verði ekki eins og álfur út úr hól i sumarleyfinu um landsbyggðina. Hann verður helst að fara með smurnings- drulluna með sér og koppafeit- ina. Forstöðumenn ferðaskrifstofa eru bjartsýnir og spá góðu sumri og hausti. Þegar er uppselt í nær allar ferðir á sólarstrendur Spánar og Portúgals og ferða- menn til landsins frá útlöndum munu að líkindum veða fleiri en undanfarin ár. Ég kom við á ferðaskrifstofu í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir þjóð- hátíðardag 17. júní síðastliðin. Þar sat við stórt eikarskrifborð kunnur ferðaskrifstofufrömuður og lögfræðingur sem þekkir ferðabissnessinn af langri reynslu. Hann var afar bjart- sýnn á lífið og tilveruna og sagði fátítt að þyrfti að skrifa uppá víxla vegna sólarlandafeða. Inná hans skrifstofu kæmi fólk sem liði ekki neinn skort undir traustri og styrkri alþýðustjórn, eins og hann orðaði það. Ferða- skrifstofufrömuðorinn keðju- reykti sígarettur á meðan hann greindi frá vaxandi viðskiptum og fyrir ofan skrifborðið er stórt plakat, með mynd af sólarupprás á baðströnd úti í heimi, mynd sem örugglega hefur góð áhrif á viðskiptavini. Þá fer að langa f sólina og vilja endilega komast burt úr tíu til fimmtán stiga hita og sól stöku sinnum, í tuttugu til þrjátíu stiga hita og steikjandi sólskin dag hvern ... Einar Matthíasson Doktor f matvæla- verkfræði ÞANN 29. maí síðastliðinn varði Einar Matthíasson doktorsritgerð í matvælaverkfræði við háskólann í Lundi, Svíþjéð. Ritgerðin ber heitið „Macromolecular Absorbtion and Fouling in Ultrafiltration and their Relationships to Concentration Pol- arization“. Einar Matthíasson tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970 og BS-próf í efna- fræði við Háskóla íslands 1974. hann lauk prófi í matvælaverk- fræði frá Lundarháskóla 1976 og hefur starfað við matvælatækni- deild hans síðan 1977. Hann hefur verið ráðinn til starfa sem sér- fræðingur í matvælatækni við Iðntæknistofnun íslands. Einar hefur skrifað margar greinar bæði í erlend vísindarit og fræðibækur og liggur hluti þeirra til grundvallar doktorsritgerðinni. Hún fjallar um rannsóknir á himnusíun, en það er tiltölulega ný tækni, sem notuð er m.a. í mat- væla-, efna- og lyfjaiðnaði, til að aðskilja uppleyst efni í lausnum eða til að auka þykkni þeirra. Foreldrar Einars eru Gunnþór- unn Einarsdóttir og Matthías Guðmundsson fyrrv. póstmeistari í Reykjavík. Eiginkona Einars er Guðbjörg Guðbergsdóttir heilsu- verndarhjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn. S tarjsjólk sœkramlumrinmr Kjötkjar vegur Ijúfnáö á Haslns liF IshmSmwgm Bíldshöfða 10, jrá Plastos hf. P.O. BOX 5127, SÍMI: 82655. Smiðir eins og þeir gerast bestir Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson The Smiths The Smiths Tónlistin hefur verið góð það sem af er árinu. Þessu til stuðn- ings má benda á að nýju nöfnin hafa komið með góð lög og plöt- ur sem lofa góðu. Eitt af þessum nýju nöfnum er hljómsveitin „The Smiths." Fjórir strákar skipa þennan flokk. Til að byrja með gáfu þeir út þrjár smáskíf- ur. Allar gengu þær vel og var beðið með eftirvæntingu eftir fyrstu breiðskífu þeirra. Þegar hún svo loksins kom voru von- brigðin nokkur. Breskir gagn- rýnendur héldu því fram að ef sex lög hefðu verið á plötunni þá hefði hún endað sem ein af bestu plötum ársins. Þessu er ég ekki alveg sam- mála. Platan er frábær. Tónlist- in létt popp sem stundum minnir á monotorísku nýbylgjuna í kringum 1980. Laglínur eru gríp- andi og öll úrvinnsla mjög góð. Það sem hinsvegar má deila um er Morrissey söngvari flokksins. Hann syngur frábærlega í flest- um lögunum en svo er eins og hann falli ekki að sumu sem hljómsveitin er að reyna að gera. Til dæmis er gólið í laginu „Mis- erable lie“ hroðalega leiðinlegt og hefði mátt sleppa því. Strax á eftir því syngur hann frábærlega í laginu „Pretty girls make gra- ves“. Þar beitir hann röddinni á svipaðan hátt og í laginu á und- an nema nú er árangurinn mun áheyrilegri. En þótt ég sé ekki alveg sáttur við söng Morrissey þá bætir hljóðfæraleikurinn allt upp. Drengirnir spila eins og englar og heildin hreint unaðs- leg. Það lag sem hvað þekktast er orðið af plötunni er „What diff- erence does it make?“ Þetta er gott lag en ekki það besta. Lang- besta lag plötunnar og eitt það besta sem heyrst hefur á árinu er „Reel around the fountain". Þar sameinast allir hæfileikar hljómsveitarinnar og jafn gull- fallegt lag er erfitt að endur- taka. í stuttu máli má síðan segja: Fyrsta plata „The Smiths“ er góð og gefur fyrirheit um að vænta megi mikils frá þessum drengjum í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.