Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið. Ríkisstjórn á tímamótum Forustumenn ríkisstjórn- arinnar hafa margsinnis 1 vor lýst því yfir að ríkis- stjórnin standi á tímamótum. Eftir eins árs setu hefur henni tekist það sem fáir áttu von á, verðbólgan er komin á viðráð- anlegt stig, full atvinna er í landinu og atvinnuvegirnir standa styrkari fótum en ella. Þessi árangur er ekki hvað síst að þakka skilningi og stuðningi almennings, sem hefur verið tilbúinn að taka á sig byrðar og færa fórnir til að framtíðin verði tryggð og lífskjör bætt. Það hlýtur því að vera meginhlutverk ríkis- stjórnarinnar að tryggja að þær fórnir hafi ekki verið færðar til einskis. Næstu vik- ur og mánuðir skera úr um hvort stjórninni tekst að rétta hlut þeirra sem verst hafa orðið úti í verðbólgustríði undangenginna ára. í árlegri sumarferð lands- málafélagsins Varðar hélt Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðu þar sem hann gerði að umtalsefni nýja verkefnaskrá ríkisstjórn- arinnar, en viðræður um hana byrja í ágústmánuði. Nefndi Þorsteinn Pálsson í þessu sambandi fimm atriði sem nauðsynlegt væri að ákvarð- anir yrðu teknar um: í fyrsta lagi að núverandi gengisstefnu, sem verið hefur undirstaða aðgerða ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmál- um, verði framfylgt og geng- inu haldið stöðugu. í annan stað að bann við vísitöluteng- ingu launa verði framlengt og þannig komið í veg fyrir vél- ræna og sjálfvirka verðþenslu. Jafnframt að takmarka eða banna vísitölubindingu á öðr- um sviðum, til dæmis á lánum sem ekki eru til lengri tíma. í þriðja lagi að teknar verði ákvarðanir, er leitt geti til aukinnar framleiðni í land- búnaði og sjávarútvegi. Verð- myndunarkerfi landbúnaðar- ins endurskoðað, með það í huga að útflutningsbætur verði óþarfar og sjávarútveg- inum gert kleift að aðlagast breyttum rekstrarskilyrðum. í fjórða lagi sagði Þorsteinn Pálsson það nauðsynlegt að leggja grundvöll fyrir ný- sköpun í atvinnulífi lands- manna, með almennum að- gerðum og kerfisbreytingum, er beina fjármagni inn á nýj- ar brautir í atvinnulífinu. Og í fimmta og síðasta lagi verður að gera áætlun um að halda vexti ríkisútgjalda sem næst núlli, og þannig skapa svig- rúm fyrir grósku í atvinnulíf- inu. Að þessu loknu sagði for- maður Sjálfstæðisflokksins: „Ég hef hér dregið upp ein- falda mynd af nokkrum mik- ilvægum atriðum sem þýðingu hafa þegar við vörðum veginn fram á við. Ég hygg að margir hafi efast um árangur í fyrra þegar ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir sínar og það skorti ekkert á hrakspárnar og þeir voru ófáir sem gerðu lítið úr þeim ákvörðunum sem þá voru teknar. En á akri reynslunnar höfum við upp- skorið eins og til var sáð. Nú í haust hefur fólkið í landinu það í hendi sér hvort arfinn og illgresið fær að skjóta þar rót- um á nýjan leik og kæfa þann ávöxt sem hann hefur borið. Sem fyrr hvílir mikil ábyrgð á forustumönnum hagsmuna- samtaka á vinnumarkaðnum." Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að ábyrgðin liggur ekki aðeins hjá ríkisstjórn- inni, heldur einnig hjá þeim, er veita samtökum launafólks annars vegar og atvinnurek- enda hins vegar, forustu. Með samstilltu átaki þessara þriggja aðila, með fulltingi al- mennings, verður hægt að vinna að því á næstu mánuð- um og misserum að bæta lífs- kjör í landinu. Síðustu kjara- samningar hafa aukið vonir manna að okkur auðnist að starfa saman og leysa vanda- málin, stétt með stétt. ísland er velferðarríki og öll getum við verið sammála að hvergi sé betra að búa. Það er hlutverk allra ríkisstjórna að tryggja að svo verði áfram og að allir fái notið öryggis og velsældar. Þess vegna verða forustumenn ríkisstjórnar- innar að beita sér fyrir því að kjör þeirra sem verst eru sett- ir séu bætt og gæta þess að gjá myndist ekki milli ein- stakra hópa ílandinu. í 55 ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist undir kjörorðinu: Stétt með stétt. Og nú þegar hann er í forustu á Alþingi hafa sjálfstæðismenn tækifæri til að tryggja enn betur að ís- lenska þjóðin standi sameinuð í þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Fámennri þjóð er samstaða nauðsyn. Árskógssandur: Meira en hálfnaðir með ann og allt vaðandi í hn HREFNUVEIÐAR hófust fyrir u.þ.b. sjö vikum og hafa þær gengið sæmi- lega. Frá Árskógssandi hefur báturinn Sólrún EA 151 verið gerður út á hrefnuveiðar. „Báturinn er þegar búinn að veiða 17 dýr og er það vel viðunandi árangur og aðeins skárri en í fyrra. Við hófum veiðarnar í byrjun júní og reiknum með að ná fyllilega upp í okkar kvóta,“ sagði Pétur Sigurðs- son, verkstjóri og meðeigandi í út- gerðar- og fiskverkunarfyrirtækinu Sólrúnu hf. á Árskógssandi í sam- tali við Morgunblaðið um Hrefnu- veiðina. „Við gerum út einn bát til veið- anna og tökum við öllum hans afla og einnig er bátur í viðskiptum við okkur frá Þórshöfn. Hrefnuvinnslan er ekki það mikil hjá okkur að við getum annað meiri veiði en þessara tveggja báta. Eg hefi það hins vegar fyrir satt að allt sé vaðandi í hrefnu og föð- urbróðir minn, sem stundað hefur hrefnuveiðar héðan undanfarin 15 ár, segist aldrei hafa séð jafn mikla hrefnu síðan hann hóf að sækja hana héðan. Það hefur reyndar ver- ið vaninn að hægt hafi verið að rek- ast nánast allsstaðar á hrefnuna og svo er einnig nú, nema hvað það virðist vera miklu meira af henni," sagði Pétur. Pétur sagði að fram að þessu hefði veðrið verið ákaflega hliðhollt, veiðunum og einungis hefðu fimm dagar farið til spillis vegna veðurs og væri það óvenjulegt. „Það er heimilt að veiða hrefnuna til 15. ágúst og við erum rúmlega hálfnaðir með okkar kvóta en það eru 32 hrefnur sem við megum veiða," sagði Pétur. „Þessi mikli fjöldi hrefna sem nú virðist vera í sjónum gerir það að verkum að þeir sem stunda veiðarn- ar geta gefið sér tóm til að leita uppi stærstu dýrin og veiða þau, því hrefnukvótinn snýst um fjölda dýra en ekki um tonnafjölda. Vegna þessa kvóta hefur því meðalþungi þeirra dýra sem við veiðum farið hækkandi. Kvenþjóóin lætur ekki sitt eftir liggja við vinnslu hrefnunnar. Pétur Sigurðsson Frá síðasta hlaupi úr Hnútulóni 28. ágúst 1982. Myndin var tekin við Kreppubrú. Jökulhlaup úr Hnútulóni: Tók með sér fyllingu við brúna á Kreppu I inútulón eftir hlaupið. Á SUNNUDAG kom jökulhlaup úr lóni í Kverkárnesi við Brúarjökul f Vatnajökli sem kallað hefur verið Hnútulón. Hlaupið féll um ána Kverká og í Kreppu sem fellur í Jök- ulsá á Fjöllum. Lokaðist vegurinn inn í Krepputungur er vegfyllingu við brúna á Kreppu tók í sundur en fólk sem við það lokaðist inni komst til baka í gær þegar sjatnað hafði í ánni. Vatnsmagnið í Dettifossi tvöfaldaðist þegar hlaupið kom í Jökulsá og hefur þessi mikli foss verið í meira lagi tign- arlegur á meðan á hlaupinu stóð. Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur hjá Orkustofnun sagði í samtali við Mbl. í gær aö hlaup sem þessi hefðu komið annað hvert ár sfðan 1976. Áætlaði hann að þetta hlaup hefðu verið 30 gigalitrar, hlaupin hefði alltaf verið á bilinu 20 til 40 gígalítrar. Síðast hefði komið hlaup þarna í lok ágúst 1982 og hefði þá einnig tekið í sundur vegfyllingu við brúna á Kreppu. Sagði Sigurjón að áður hefði runnið úr þessu lóni norður yfir fjöllin en eftir breyt- ingar sem orðið hefðu á Brúarjökli árið 1976 hefði lónið farið að renna undir jökulinn og næði nú ekki nógu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.