Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 24
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLl 1984 Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra: Kemur til greina að varnarliðið taki þátt í vega- og flugvallargerð „Það kom mér í óvart hrað margir íslendingar vilja taka gjald af varnarliðinu og ég hef verið á öndverðum meiði við það. Mér finnst að það kxmi þá helst til greina að varnarliðið taki þá ein- hvern meiri þátt í samgöngumál- Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður: Athyglisvert hve margir svara ekki „Það er athyglisvert hve margir yfirleitt, ekki einungis Kvennalist- inn, segjast enga skoðun hafa, eða öllu heldur vilja ekki svara spurn- ingu um áframhaldandi veru Is- lands í NATO, en það er til dxmis ncstum helmingur allra þeirra kvenna sem spurðar eru, eða um 47%. Ennfremur að afstaða til herstöðvarinnar hér á landi og af- staða til aðildar að NATO eru að- greind mál í hugum manna og kemur það heim og saman við skoðanakannanir í löndum Evr- ópu. Þar kemur einmitt víða í Ijós áhugi manna á aðild að NATO, en jafnframt andstaða gegn því að kjarnorkuvopn verði staðsett ( löndum þeirra og andúð á þeirri hernaðarstefnu, sem rekin er. Þó að 39% kjósenda Kvennalistans séu hlynntir aðild að NATO, er samt 60% sem lýsa sig andvíga herstöðinni í Keflavík,“ sagði Guð- rún Agnarsdóttir þegar hún var innt eftir því hvernig Kvennalist- inn myndi bregðast við niðurstöð- um skoðanakönnunar þar sem fram kemur að rúmur helmingur kjósenda hans styður aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. „Andstaðan við herstöðina kemur ekki á óvart, þar sem Kvennalistinn telur ekki að vopn tryggi frið, en telur einmitt að íslenskar konur verði að samein- ast i baráttunni fyrir afnámi allra hernaðarbandalaga, af- vopnun og friði. Þá sjálfheldu sem hernaðarhyggja hefur kom- ið heiminum í, verður að rjúfa með nýrri hugsun og nýrri nálg- um og flugvöllum, sem skipta máli í vörnum landsins, en ég er mót- fallinn beinni gjaldtöku.“ Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er hann var spurður álits á hugmyndum um að un, því það finnast engar varnir gegn þeim vopnum sem að okkur beinast. Því má ekki gleyma að þessi könnun var gerð fyrir u.þ.b. ári og margt hefur gerst í friðar- og öryggismálum síðan, bæði hérlendis og erlendis. Ekki síst hefur umræðan hérlendis orðið meiri og víðtækari, en hún áður var. „Það eru viðhorf Alþýðuflokks- ins og ég held flestra íslendinga að við ættum ekki að verða efnahags- lega háðir veru varnarliðsins hér og sú afstaða flokksins byggir á gömlum grunni og er óbreytt. Það er auðvitað grundvallaratriði sem nauðsynlegt er að menn hyggi að. Hitt er annað mál að það er mjög cskilegt ef hcgt vcri að afnema þau tollafríðindi sem gilda á þessu svcði þannig að það vcru engin sérfríðindi sem þar giltu. Ég held að íslensk stjórnvöld cttu að hyggja að þeim þctti,“ sagði Kjart- an Jóhannsson, er hann var spurð- ur álits á niðurstöðum könnunar, taka gjald af varnarliðinu. „Ég á ekki von á því að Fram- sóknarflokkurinn taki upp á því að breyta stefnu sinni hvað þetta varðar, og vilja taka það upp að selja aðgang að vellinum. En eins og ég sagði þá finnst mér heldur koma til greina meiri þátttaka þeirra í nauðsynlegum samgöngum." —Nú virðist að nokkur and- staða sé fyrir hendi innan Fram- sóknarflokksins við varnarliðið. Mun þetta breyta að einhverju leyti stefnu flokksins í utanrík- ismálum? „Eins og fram kemur í könn- uninni eru hátt í 90% framsókn- armanna sem vilja vera í Atl- antshafsbandalaginu. Það er þó lægri prósenta, sem vill herinn hér, en þó verulegur meirihluti. Við framsóknarmenn viljum gjarnan vera lausir við herinn, en meirihlutinn vill ekki að svo komnu máli láta hann fara úr landi og skerða það jafnvægi sem nú er.“ þar sem fram kemur að mikill meirihluti fslendinga vill beina gjaldtöku af varnarliðinu. „Ég er hins vegar ekki trúaður á að það verði einhverjar stökk- breytingar á afstöðu stjórnmála- flokkana vegna niðurstöðu skoð- anakönnunarinnar hvað varðar fylgi kjósenda við gjaldtöku af varnarliðinu. Þetta mál hefur oft verið til umræðu og umfjöll- unar og skotið upp af og til, en niðurstaðan hefur ætíð orðið sú að menn hafa haldið óbreyttri stefnu. Spá mín er sú að svo muni verða áfram." Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Eigum ekki að vera efnahagslega háð varnarliðinu Stefán Benediktsson þingmaður: Gjaldtaka siðferðis- lega illa verjandi „Ég er ekki fylgjandi gjaldtöku og tel það siðferðilega illa verjandi að við séum að við hagnast á her- mennsku eða hernaði hvers konar, jafnvel þó það tengist okkar þctti I varnarsamstarfi Norður-Atlants- hafsbandalagsins, enda er það dcmi sem illa gengur upp ef það eru hagsmunir félaga okkar í bandalaginu að hafa hér herstöð, þá getum við einnig sagst að það séu hagsmunir okkar að það séu herstöðvar í öðrum löndum Atl- antshafsbandalagsins.“ Þetta sagði Stefán Benediktsson þing- maður Bandalags jafnaðarmanna þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins innti hann eftir áliti hans á niðurstöðum skoðanakönnunar þar sem fram kemur að meirihluti kjósenda virðist því hlynntur að taka gjald af varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. „Ef maður á að taka eitthvert mark á þeim ummælum sem ég hlustaði á sl. fimmtudag þá sýndist mér a.m.k. örla á þeim möguleika hjá tveimur stjórn- málaflokkum, Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Það er þó kannski hæpið að leggja þannig beint út af orðum Þorsteins Pálssonar, en hann gaf undir fótinn með það. Og ef svo er tel ég umræðuna komna inná hæpn- ar brautir. Við hjá Bandalagi jafnaðarmanna erum mjög á móti því að þessi þátttaka okkar í varnarsamstarfinu verði að einhverjum alvarlegum þætti i efnahagslífinu og geri það að verkum að afstaða okkar mótist frekar af því heldur en spurning- unni um hlutverk varnarsam- starfsins. Menn verða að gera sér grein fyrir því að hvort sem við höfum her í landinu eða ekki verðum við að byggja okkar brýr og vegi. Ef við ætlum að gera herliðið af fjárhagslegum grundvelli verklegra fram- kvæmda sjá allir til hvers það leiðir,“ sagði Stefán Benedikts- son að lokum. Iðunn Ágústsdótt- ír sýnir í Akureyri, 9. júlí. IÐUNN Agústsdóttir, myndlista- kona frá Akureyri, opnar málverka- sýningu í Eden, Hveragerði, 10. júlí og stendur sýning hennar til 22. júlí nk. Iðunn sýnir þar 42 verk sín, Eden unnin í oliu og pastel, og eru flest verkanna unnin á þessu ári. Þetta er þriðja einkasýning Ið- unnar, en auk þess hefur hún tekið þátt i átta samsýningum. GBerg. „Hey Good Looking“ í Laugarásbíói LAUGARÁSBló hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Hey Good Looking", sem er ný bandarísk teiknimynd er fjallar um táninga í Brooklyn á árunum 1950—1960. Ralph Bakshi er framleiðandi, höfundur og leikstjóri myndarinn- ar, en hann gerði einnig myndirn- ar „Fritz the Cat“ og „Lords of the Rings“. Bílabæn fyrir íslenska ökumenn BÍLABÆNIN er eins og nafnið gef- ur til kynna bcn ctluð ökumönnum og befur hún verið gefin út á límmið- um í tíu ár. Jón Oddgeir Guðmunds- son, skrifstofumaður í Hljómveri á Akureyri, hefur frá upphafi haft veg og vanda af útgáfu þessari. I spjalli við blm. Morgunblaðs- ins, sagði Jón að fyrirmyndin að bílabæninni væri ensk. Kvað hann nauðsvn á þvi, að hvetja ökumenn til þess að sýna varkámi í umferð- inni og taldi áhrifamest í því sam- bandi að hafa áminninguna inni í bílnum, þar sem ökumaður ræki sífellt augun í hana. Jón sagði að Drottinn Guð, veit mér vernd þína, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. bílabænin væri gefin út á mörgum mismunandi litum límmiðum og kostaði hver miði 20 krónur. Bíla- bænina er hægt að kaupa í Kirkju- húsinu við Klapparstíg og í Hljómveri á Akureyri. Makalausir í Þórsmörk FÉLAG makalausra gengst fyrir hópferð til Þórsmerkur dagana 14.—15. júlí ncstkomandi. Farið verður með áætlunarbíl- um Austurleiða frá Umferðar- miðstöðinni og Iagt af stað klukk- an 8.30 á laugardagsmorgun. Komið verður aftur á sunnu- dagskvöld. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að þátttakendur séu beðnir að mæta tímanlega með tjöld og annan viðlegubúnað. Þar segir ennfremur að félagið sé hóp- ur fólks sem vill skemmta sér saman, fara í ferðalög, halda fundi, dansleiki, tala og hlæja saman og að félagsmenn hafi á stefnuskrá sinni að vinna að mál- efnum einhleypra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.