Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 44
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUStURSTfíÆ-l 22 INNSTRÆTI. SlMI '1033 AUSTURSTRÆTl 22 INNSTRÆTI. SlMI 11340 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Ungur drengur drukknaði í Elliðaánum NÍU ÁRA gamall drengur drukknaði í gaer er hann féll í Skáfoss í Elliöaán- um, skammt austan göngubrúarinnar fyrir ofan Rafveituhúsin. Drengurinn var að leik ásamt nokkrum félögum sínum er slysið varð. Félagarnir létu þegar vita um óhappið og bárust lögreglu boðin kl. 14.57. Að sögn lögreglunnar var fjöl- mennt lið strax sent á vettvang og bætt við þann hóp skömmu síðar. Gerðar voru ráðstafanir til þess að loka tafarlaust fyrir vatnið f ánni. Auk lögreglumanna kom læknir og sjúkrabifreið strax á vettvang svo og kafarar. Var leit þegar hafin við og í ánni. Þyrlan TF-GRO var einnig fengin til að- stoðar. Þá dreif að fjölda borgara. sem tóku þátt i leitinni. Eftir ábendingu leikfélaganna tveggja var leitin strax takmörkuð við ákveðið svæði, um 100 metra langt. Eftir að það hafði verið fínkembt í um klukkustund fannst drengurinn rétt fyrir neðan foss- inn. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Ekki er hægt að birta nafn drengsins að svo stöddu. Morgunblaöið/HBj. Brakandi þurrkur í Borgarfirði Mjög góður þurrkur hefur verið f Borgarfirði undanfarna daga, og hafa flestir bændur notað hann vel, náð miklu heyi og góðu. Myndin var tekin í gær á Læk í Leirársveit en þar voru allir sem vettlingi gátu valdið í heyskapnum. Sjá ramma á miðsíðu um heyskap fyrir norðan. Alvaro Barreto: Vona að viðræðurnar eyði misskilningi Frá leitinni við Elliðaárnar f gærdag. Morgunblaðiö/Júllus. ALVARO BARRETO, utanrfkis- viðskipta- og ferðamálaráðherra Portúgal, sagði í viðtali við blm. Mbl. í gær að misskilnings hefði gætt hvað varðaði 12%toll Portúgala á saltriski, sem ráðherrann sagði, að hefði tekið gildi frá og með 1. júlí. Ráðherrann vildi ekki skilgreina, hvaða misskilning hann ætti við, en kvaðst vona, að hann yrði úr sögunni eftir viðræður hans við íslenska ráð- herra í dag. Ráðherrann sagði að sér væri ekki kunnugt um orsakir þeirr- ar tafar sem orðið hefur á afgreiðslu saltfisks úr íslenska skipinu Kefla- vík, sem beðið hefur í höfn f Aveiro síðan 29. júní sl. Barreto sagði, að 12% tollurinn yrði aðeins eitt af umræðuefnun- um í viðræðum hans við fslenska ráðherra, þeir myndu einnig ræða önnur viðskipti og samskipti Portúgals og Islands og þá ekki síst eftir að Portúgal gengur í Evrópubandalagið (EBE) í janúar 1986. Flutningaskipið Keflavfk hefur nú beðið löndunar í Aveiro í Portúgal síðan 29. júní síðastlið- inn með um 1.500 lestir af saltfiski innanborðs. Vesturland er vænt- anlegt til Portúgal á miðvikudag með svipað magn, og sama dag er fyrirhugað að þriðja skipið, Eld- vík, haldi héðan með um 1.300 lestir. Portúgölsku kaupendurnir hafa enn ekki fengið innflutn- ingsleyfi, sem nauðsynleg eru fyrir hvern einstakan farm. Til þessa hafa afskipanir á fs- lenskum fiski fallið undir eldri reglugerð um innflutning á salt- fiski og þvf ekki komið upp nein vandkvæði. Farmur Keflavíkur og hinna skipanna fellur hins vegar undir sölusamning frá því f vor, sem felur í sér sölu 12.000 lesta af saltfiski, þar af 8.000 til 11.000 lesta til afhendingar á þessu ári. Útflytjendur munu binda vonir við það, að nýja reglugerðin um 12% tollinn taki ekki gildi að svo stöddu fyrst innflutningsleyfi samkvæmt henni hafa enn ekki verið gefin út. Asmundur Stefánsson forseti ASI: Mannréttindi að tryggja kaupmátt með samningum „MÉR FINNST þessi yfirlýsing furðuleg og ekki sæmandi formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hún gefur nánast til kynna að hann eigi erfitt með að stíga upp af stóli forstjóra Vinnuveitendasambandsins, þó hann sé búinn að færa sig annað,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í tilefni af orðum Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Varðarferð, þar sem hann segir að þörf sé á að framlengja banni við vísitölutengingu launa í haust til að hindra vélræna og sjálfvirka verðþenslu. „Það er augljóslega markmið verkalýðssamtakanna að tryggja kaupmátt þeirra launa sem samið er um á hverjum tíma. Það verður ekki gert nema með einhverjum hætti sé tryggt að kaup hækki til samræmis við verðhækkanir. Reynslan sýnir að á tímum þegar ekki er um vísitölubindingu að ræða, verða samningstímabil óhjákvæmi- lega stutt eða samningar gerðir þannig að þeir séu opnanlegir, eins og til dæmis er nú. Við stöndum frammi fyrir því að 1. september þyrfti kaup að hækka um 7% til að kaupmætti fjórða ársfjórðungs síðastliðins árs verði náð, en samningar gera ráð fyrir 3% hækkun," sagði Ásmundur. „Ég tel það sjálfsögð mann- réttindi að frjálst sé að semja um með hvaða hætti kaupmátt- ur sé tryggður og það hljóti að eiga að vera verkefni samnings- aðila að koma sér saman um með hvaða hætti það sé gert. Bann við vísitölubindingu í hvaða formi sem er hlýtur að leiða til mikillar óvissu á vinnu- markaði og þar með í efnahags- lífinu öllu. Hætt er við að þeir hópar sem minnst mega sín verði helst út undan á meðan þeir sem sterkari stöðu hafa nái til sín því sem þarf til að vega upp á móti verðhækkununum," sagði Ásmundur Stefánsson. Bjargaði bróður sínum frá drukknun ÁITA ÁRA gamall strákur bjarg- aði bróöur sínum 5 ára gömlum frá drukknun í höfninni á Seyð- isfirði, eftir að sá yngri hafði dottið í höfnina. Aðdragnadi slyssins varð með þeim hætti að bræðurnir, sem eru frá Vestmannaeyjum, en í heimsókn á Seyðisfirði, voru að leik við höfnina. Sá yngri var að stökkva út í bát þegar slysið varð og stakk þá bróðir hans sér á eftir honum, synti til hans og dró hann að landi, en ekkert eldri manna var þarna viðstatt þegar slysið varð og þegar menn komu að hafði honum tekist að koma bróður sínum í land. Strákunum mun ekki hafa orðið meint af volkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.