Morgunblaðið - 10.07.1984, Síða 40

Morgunblaðið - 10.07.1984, Síða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 n s----------------- /-31 t 1984 Univerul Prets Syndicile „Úg spur&i ekki hvori reyktir, E9 sagbi „ parf t |pú ó. eldspf/tum db halda^" Ast er ... ... að s/nZa />að sem minnir á hann. TM Rea. U.S. Pat. Oft.—all rights re*;erve<J °19M Los Angeles Timcs Syndicaie Ekki áhyggjufullur. Ég skulda skattana mína og þeir finna okkur áreiðanlega. Járnbrautir það sem koma skal Ingjaidur Tómasson skrifar: Velvakandi. í Morgunblaðinu 30. maí síðast- liðinn birtist athyglisverð grein eftir Óskar Þór Karlsson um sam- göngumál og fleira þeim tengt. Hann bendir réttilega á núverandi umferðaröngþveiti og gífurlegan kostnað af hinni miklu bifreiða- notkun hér (erum við ekki að verða önnur bílríkasta þjóð ver- aldar?) og líka á hin mörgu slys, sem í kjölfar fylgir bæklun ung- menna í hjólastól, oft ævilangt. Auk þess fjallar hann um fjölda minniháttarslysa og dauðaslysa svo og geysilegar skemmdir öku- tækjanna. Þetta jaðrar við stríðs- ástand þeirra þjóða sem virðast hafa það helsta markmið að stunda vopnabrak og manndráp sem að mestu lendir á hinum al- menna borgara. Oft hef ég skrifað um þessi mál og fleira sem þeim er tengt. t.d. um hinn mikla innflutning bens- íns og olíu sem nú er, ásamt öðru, að eyðileggja tilveru togaraflota íslendinga og þar með efnahags- afkomu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Varla er hægt endalaust að slá erlend lán fyrir olíunni og margri annarri hringavitleysu sem látin er afskiptalaus af stjórnvöldum. Kjarninn í grein Óskars Þórs er sá að við hefðum fyrir löngu átt að taka í notkun rafknúnar járnbrautir á Stór- Reykjavíkursvæðinu og lengri leiðum. Olíu- og bensínnotkun hér er löngu orðin stórvandamál sem ég hefi margoft áður minnst á, bæði vegna mengunar og óhóflegs verðs. Við eigum fjölmarga mjög færa uppfinningamenn. Þessum mönnum þyrfti að skapa bestu fá- anlegu aðstöðu, þar sem þeir gætu sameinað krafta sína og hugvit til margskonar nýsköpunar. Stærsta verkefni þessarar stofnunar yrði að vinna að betri nýtingu okkar á innlendri orku í stað rándýrrar innfluttrar, sem er að steypa land- inu í erlend lánakviksyndi. Það kæmi líka til greina að smíða til- raunaskip með vetnisorku undir stjórn fyrrnefndrar stofnunar. Ég efast ekki um að okkar ágætu upp- finningamenn næðu sameiginlega glæsilegum árangri. Hvað skyldi vera langt síðan farið var að bjóða Norðlendingum að beisla hina miklu orku Blöndu með virkjun tengdri einhvers kon- ar stóriðju. Mikilli andstöðu hefir alltaf gætt gegn helst öllum virkj- unum fyrir norðan. öllum eru í fersku minni hótanirnar sem flugu þegar átti að stórauka af- köst Laxárvirkjunar með mjög hagkvæmri viðbót. Nú er hafinn mikill samblástur á Akureyri gegn stóriðju í Eyjafirði undir for- ystu háttsetts skólaleiðtoga þar. Hvað ætti svo að gera við stór- virkjun ef flestar vélar bæði á sjó og landi eiga að nota erlenda orku til eilífðarnóns og stöðugt er kynt undir stóriðjuhatri fyrir norðan sem víðar. Auðvitað þarf fjár- magn til að byggja upp rafknúið samgöngukerfi, bæði á Stór- Reykjavíkursvæðinu og lengri leiðum t.d. milli Reykjavíkur og Akureyrar. En í hvað fara erlendu stórlánin sem stöðugt eru tekin? Þau fara í alls konar flott- ræfilshátt, sem búið er að venja stóran hluta þjóðarinnar á. Eg minni á milljónatap á Listahátíð, sem mjög hefur verið umdeild. Eitt listaverkið voru tvær mal- arhrúgur. Ekki datt mér það í hug þegar ég var að vinna í sandnámi borgarinnar við Elliðaárósinn að malarhrúgurnar þar yrðu ein- hvern tíma gjaldgengar á Lista- hátíð. Segja má að virkjunar- og iðn- aðarmálum hafi verið haldið í al- gjöru lágmarki ailar götur síðan viðreisnarstjórnin fór frá. Hún tók á þessum málum með mikilli reisn og stórhug með tilkomu Búrfellsvirkjunar og Álvers sem bæði hafa gefið stórfellda björg í þjóðarbúið. Það er engu líkara en stóriðju- og virkjanahatarar á þessu landi ætli þjóðinni að lifa í glæsihöllum verslana, skemmti- og drykkjukrám á hverju götu- horni, margs konar gervilist, sem almenningur er skyldur til að halda uppi með miklum styrkjum og háum upphæðum til að greiða halla svonefndra listahátíða. Fjöl- margt fleira mætti nefna, því af nógu er að taka, en það yrði of langt mál. Eitt dagblaðanna talaði um að öll okkar vandræði stöfuðu af strjálbýli landsins og alveg sér- staklega vegna sveitabúskaparins. Það má segja að þetta blað hafi í langan tíma haldið uppi heilögu stríði gegn bændum landsins. Engu likara er en að þetta blað eigi þá ósk heitasta að allir fslend- ingar verði sem fyrst búsettir á Reykjavíkursvæðinu. Eins og Óskar Þór bendir á eru járnbrautir ódýrustu og afkasta- mestu samgöngutæki nútímans, bæði í þéttbýli og á lengri leiðum. Margar þjóðir hafa tekið í notkun rafbíla til að minnka olíunotkun og mengun, bæði hvað varðar and- rúmsloft og hávaða. En hvernig var það með rafbílinn hans Gísla i Háskólanum. Er hann ef til vill kominn á safn eða erum við uppúr því vaxin að spara. Þegar sjómenn okkar fá ekki lengur þorskbein úr sjó, þá virðist vandalaust fyrir forystumenn okkar að „kasta“ á veiðisvæði erlendra lánastofnana og koma heim með fullfermi í hverri veiðiferð. HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu . . . Að kasta glerjum M. Ólafsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja um um- gengnisvenjur fólks. í öllu írafárinu yfir hundahaldi hér í borginni og þeirri móðursýki sem því hefur fylgt vil ég benda á eitt atriði sem alveg virðist hafa gleymst hjá postulum þessarar umræðu. Ég á hund sjálf og bý í Selja- hverfinu. Á hverjum degi fer ég tvisvar til þrisvar með hann út og ég hef ávallt plastpoka meðferðis til að hirða upp eftir hann þegar hann gerir stykki sín eins og stendur í lögum að maður eigi að gera. En nú er svo komið að okkur er varla hættandi út undir bert loft, því ekki er hægt að stinga niður fæti fyrir glerbrotum. Það er sama hvort gengið er á gang- stéttum eða auðum svæðum hér fyrir neðan, alls staðar eru þau og ástandið er sérlega slæmt kring- um strætisvagnastöðvarnar. Ný- verið skar hundurinn sig illa á fæti og hefur ekki getað staðið í hann síðan. En glerbrotin eru ekki einasta hættuleg fyrir dýrin. Smábörnun- um sem hér eru í hverju húsi er líka hætta búin. En svo virðist sem íbúarnir séu orðnir samdauna draslinu og sóðaskapnum. Jafnt unglingar sem fullorðnir fleygja tómum glerílátum út um allar trissur og hugsa ekkert um afleið- ingar gerða sinna. Þegar þetta er haft fyrir börnunum er ekki von á góðu, enda læra þau fljótt að virða ekki annað fólk eða almennar um- gengnisvenjur sem tíðkast annars staðar í heiminum, jafnvel í frum- stæðustu samfélögum. Ég mælist eindregið til þess að eitthvað róttækt verði gert f þess- um málum, áður en fleiri óhöpp verða bæði á mönnum og dýrum. Þegar gleri er hent er peningum sóað og limum annarra hætta bú- in. Að lúsast út á mölina Keiður bílstjóri hringdi og vildi koma eftirfarandi athugasemd á framfæri um umferðarþáttinn „Út á mölina" sem sýndur var í sjón- varpinu síðastliðinn laugardag. Ég fylgdist með þættinum Út á mölina og get ekki þagað yfir óánægju minni með hann, og finnst hann mjög gott dæmi um það hvernig umferðarþáttur á ekki að vera. í fyrsta lagi var hann alltof langur sem fælir frá alla yngri ökumenn sem mest þyrftu á fræðslu að halda. Stjórnandi þátt- arins gekk út frá fyrirfram gefn- um niðurstöðum í umræðunum með þvf að spyrja mjög leiðandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.