Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 13
W*ei iTfTT Of VTTTOAaiTT.OTfltl ffTOA JÍTVrTTOVTOWI MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Stykkishólmur: Keppni f ökuleikni Stjkkiflhólmi, 4. júlí. í GÆR fór hér fram í Stykkishólmi ökuleikni á vegum Bindindisfélags ökumanna. Þátttaka var ægiet og fjöldi manns safnaðist saman til að fylgjast með því sem fram fór. 13 keppendur mættu til leiks en keppn- in fór fram á flötinni fyrir framan hótelið. Keppt var bæði í karla- og kvennariðli. Keppnin snerist um það að svara fyrst nokkrum stig. Karlariðill. 1. varð Kristján Auðunsson á Mazda 818 með 183 refsistig. Jóhann Gunnlaugsson varð nr. 2 með 195 stig, ók VW rúgbrauð, 3. Sigurður Ágústsson á BMW 520 hafði 198 st. Hótel Stykkishólmur gaf verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hvorum riðli. BFÖ heldur þessar keppnir á 24 stöðum um land allt. Nú hefir verið keppt á 14 stöðum og 196 keppendur Frá keppninni. spurningum um umferð, og því- næst að aka gegnum margskonar þrautir sem lagðar voru fyrir keppendur. Gefin voru refsistig fyrir röng svör og villur og kom þar margt til greina. Úrslit urðu þau að i kvennariðli sigraði Auður Stefnisdóttir á Mazda 818 með 296 refsistig. 2. varð Guðrún Magnús- dóttir á Mercury C með 479 refsi- samtals. Sigurvegarar í hvorum riðli keppa svo til úrslita í Reykja- vik í haust og keppa þá um Is- landsmeistaratitil og sá hlýtur utanlandsferð á vegum Arnar- flugs. Mikil ánægja er yfir þessu móti og Hólmarar þegar tilbúnir að endurtaka það. Þökk sé BFÖ fyrir þetta góða framtak. Fréttaritari Doktor í stærðfræði NÝLEGA varði Snjólfur Ólafsson doktorsritgerð í stærðfræði við há- skólann í Stokkhólmi. Heiti ritgerð- arinnar var: „Rannsóknir á hrað- virkni hendingarkenndu Simplex- aðferðarinnar" (Studies of the Eff- iciency of the Stochastic Simplex Method). Hann varð stúdent frá MH árið 1974. Sú stærðfræðiaðferð, sem mest hefur verið notuð yið úrvinnslu í tölvum síðastliðna þrjá áratugi, er nefnd Simplex-aðferðin. Aðferðin er notuð til þess að finna „bestu lausn“, (t.d. lágmarkskostnað eða minnstu tímanotkun) fyrir línuleg stærðfræðilíkön. Hún er t.d. notuð við skipulagningu á framleiðslu (hráefniskaup o.fl.) og flutningum. Rannsóknir dr. Snjólfs voru lið- ur í að útskýra stærðfræðilega, hvers vegna þessi aðferð er jafn hraðvirk og raun ber vitni. Rann- sakað var hvernig hendingar- kennda Simplex-aðferðin reynist við lausn á tvenns konar vanda- málum („assignment"- og „trans- portation“-vandamálum). Rannsóknirnar voru annarsveg- ar fólgnar í tilraunum með tölvu og hinsvegar fræðilegar. Niður- stöðurnar varpa nýju ljósi á suma þætti málsins og kollvarpa jafn- Dr. Snjólfur Ólafsson framt ýmsum skýringum, sem fram hafa komið áður, m.a. hjá andmælanda við doktorsvörnina. Dr. Snjólfur er sonur hjónanna ólafs E. Guðmundssonar, hús- gagnasmiðs, og Þorbjargar Þor- valdsdóttur, Stórholti 32 í Rvík. Hann er kvæntur Guðrúnu Eyj- ólfsdóttur, lyfjafræðingi, og eiga þau tvö börn. Snjólfur hefur verið ráðinn sérfræðingur við Reikni- stofu Háskóla íslands og mun hefja störf þar á næstunni. (FrétUtilkynning) : ■*. j. Einn legsteinanna, sem nýlega var velt um koll í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Kirkjugarðurinn við Suóurgötu: Skemmdarverk unnin á legsteinum og líkneskjum ENN á ný hafa verið unnin spjöll á legsteinum í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Undanfarið hafa einhverjir gert það að leik sín- um, að henda um koll legsteinum og styttum, sem prýða leiði, en slík skemmdarverk hafa verið unnin af og til undanfarin ár. Friðrik Vigfússon, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði, að erfitt væri að koma í veg fyrir slík spellvirki, því mikill gróður væri í garðinum og erfitt að koma auga á fólk, sem stundaði þessa miður þokkalegu iðju. Kirkjugarðurinn við Suðurgötu yrði fyrir þessu öðrum fremur, þar sem hann er einna helst í alfaraleið. Yfirleitt væru skemmdir mestar í norðaustur- horni garðsins, þ.e. á horni Suð- urgötu og Kirkjugarðsstígs, og virðist sem fólk stytti sér leið um garðinn frá Suðurgötu að Hringbraut. Friðrik sagði enn- fremur, að líkneski í garðinum hefðu oft orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og hefði verið hellt yfir þau málningu. Kirkju- garðamir væru ekki ábyrgir fyrir þessum skemmdum og kæmi kostnaður því á aðstand- endur þeirra sem í garðinum hvíldu. Aðspurður hvort ekki hefði komið til tals að hafa eftir- lit með honum sagði Friðrik að lögreglan hefði reynt að fylgjast með garðinum, en það væri erf- itt, því eins og áður sagði skygg- ir gróður mjög á. Friðrik kvaðst sjálfur hafa reynt að fylgjast með þessu, en haft lítið erindi sem erfiði, því unglingar, sem hann hefði nokkrum sinnum orð- ið var við í garðinum, hefðu ver- ið fljótir á brott, þegar þeir urðu mannaferða varir og ekki átt í minnstu erfiðleikum með að dyljast inn á milli trjáa og leiða. Friðrik vildi að lokum koma þeirri ósk á framfæri við vegfar- endur og íbúa við kirkjugarðinn, að þeir létu lögregluna vita ef þeir yrðu varir við grunsamlegar mannaferðir í garðinum, svo hægt yrði að stöðva þessa skammarlegu iðju. Honecker með nýtt tilboð Kóm. AP. LEIÐTOGI austur-þýska kommúnistaflokksins, Erich Honecker, lýsti því yfir um helgina að hann mundi beita sér fyrir að fjarlægðar verði þær sovésku eldflaugar sem nú eru staðsettar í Austur-Þýskalandi, ef Bandaríkjamenn hættu upp- setningu meðaldrægra kjarn- orkueldflauga í Vestur-Þýska- landi. Áskriftarsiminn er83033 í MIÐBÆNUM Til sölu einstaklings, 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúöir við Tryggvagöfu í hinu nýendurgeröa Hamarshúsi. Allar íbúðirnar afhendast málaöar, með parketi á gólfum. Nýtt rafmagn. Danfoss. Sameign frágengin. Hlutdeild í húsvarðaríbúð. Lyfta. Margir hafa nú þegar fesl sér íbúð en ennþá eru óseldar fallegar ibúóir á góóu verói. Einstaklingsíbúðir frá kr. 880.000.00 2ja herbergja frá kr. 1.080.000.00 3ja—4ra herbergja frá kr. 1.550.000.00 Hagstæd lán og sveigjanleiki í greiðslukjörum. VAGN JÓNSSON us Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.