Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 38 + Sonur okkar, faöir og afi, ÞORLÁKUR GUÐGEIRSSON, húsgagnabólatrari, Ásgarói 59, Raykjavfk, lést í Landspitalanum 7. júti. Fyrir hönd vandamanna, Valgair Þorláksson. + Eignmaöur minn og faðir okkar, SIGURFINNUR GUÐMUNDSSON, Reyrhaga 2, Salfossi, lést laugardaginn 7. júli. Dröfn Halldórsdóttir og synir. + JÓN HALLDÓRSSON, fyrrv. söngstjóri karlakórsins Fóstbrssóra, Hólavallagötu 9, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. júli. Ættingjar. 1 Sonur minn og bróöir okkar. m MAGNÚS HARALDUR RICHTER, Gnoöarvogi 80, lést í Borgarspítalanum 7. júlí. Haraldur Richter, Samúel Richtar, Sigurjón Richter, Soffía Richtar. ■ Ástkær eiglnkona mín og móölr okkar, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Kambasali 85, lést aö morgni 9. júlí í London. Aamundur Halldórsson, Ingólfur Arnarson, Linda Arnardóttir, Halldór Ásmundsson. + Móðir mín og tengdamóðir, RAGNHILDUR LOFTSDÓTTIR, Hátúni 10B, er látin. Ragna Jóhannsdóttir, Gísli Ólatsson. t Móðir okkar og systir, MATTHEA HALLDÓRSDÓTTIR frá Siglufirði, andaöist i Borgarspítalanum 8. júlí. Kristfn Jörgensan, Halldór Jónasson, Hafliöi Halldórsson. + Eiginkona mín og móðir okkar, ÓLAFÍA GUDRÚN SUMARLIÐADÓTTIR, iést í Borgarspítalanum aö kvöldi 6. júlí. Jón Ársasll Jónsson og börnin. + JÖRGEN MÖRKÖRE, Faxastíg 15, Vestmannaeyjum, sem lést 22. júní, var jarösunginn 6. júlí frá Eyöiskirkju i Færeyjum. Ásbjörg Jónsdóttir, Jón Andrésson. Minning: Jón S. Guöjónsson loftskeytamaður í gær, mánudaginn 9. júlí 1984, var til moldar borinn Stefán Jón Guðjónsson, er fæddur er að Hest- eyri, Sléttuhreppi, Norður-lsa- fjarðarsýslu, 23.12. 1898. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Pálína Pétursdóttir og Guðjón Krist- jánsson, útvegsbóndi á Hesteyri. Móðir hans mun hafa dáið rétt eftir fæðinguna og var hann þá tekinn í fóstur af hjónunum Bene- dikt Jónssyni og Hjálmfríði Finnbjörnsdóttur að Langavöll- um, Hesteyri, og þar ólst hann upp. Undirritaður man fyrst eftir honum, er hann var við sjóróðra á Sæbóli í Aðalvík, og mun ég þá hafa verið 7—8 ára gamall. Hann var þá á mótorbát er Guðmundur Helgi Finnbjarnarson átti, en hann var bróðir Hjálmfríðar Finnbjörnsdóttur á Hesteyri. Formaður á bátnum mun hafa verið Jóhannes sonur Guðmundar. Næst man ég greinilega eftir Jóni Stefáni, eins og hann var kallaður heima, þegar ég kom inn að Hesteyri 10—11 ára gamall, til lækninga og dvaldist þar í viku hjá frænku minni, Hjálmfríði. Þá var Jón þar heimilisfastur, enda orðinn fastur loftskeytamaður við stöðina á Hesteyri. Ég man að hann tók mig niður á stöðina til að sýna mér er hann setti mótorinn í gang til að hlaða rafgeymana, og eins þegar hann var að vinna við loftskeytatækin, og fannst mér þetta ævintýri líkast. Einu atriði mun ég seint gleyma, og minnt- umst við Jón oft á það síðar á lífs- leiðinni. Það var að læknirinn hafði bóksölu, og hafði ég ákveðið að kaupa þar einhverja bók. Jón fór því með mig til læknisins, en þegar ég hafði valið bókina átti ég ekki næga aura fyrir henni og fór hann þá niður í buddu sína og borgaði fyrir mig. Hreppurinn var símasambands- laus og ákváðu yfirvöldin að setja á stofn loftskeytastöð á Hesteyri, en það mundi vera ódýrara en að leggja síma í hreppinn. Jafnframt höfðu yfirvöld óskað eftir því að einhver heimamanna tæki að sér að vera loftskeytamaður. Það munu hafa verið 2—3 heimamenn sem fóru til ísafjarðar til að taka inntökupróf í skólann, og var Jón valinn af fulltrúum landsímans og mun hafa starfað sleitulaust sem loftskeytamaður á Hesteyri til ársins 1936, að hann fluttist til ísafjarðar og stöðin var lögð niður. Eftirlifandi konu sinni, Helgu Sigurðardóttur, giftist Jón 31. des- ember og átti hún einn dreng frá fyrra hjónabandi, Geir Geirsson, sem starfað hefur sem vélstjóri hjá Eimskípafélagi íslands en mun nú vera hættur störfum. Jón mun hafa verið formaður sóknarnefndar á Hesteyri frá 1923 og þar til hann flutti til ísafjarðar 1936. Áður en Hesteyrarkirkja var byggð, var aðeins ein kirkja í hreppnum, að Stað í Aðalvík. Þótti Hesteyringum, eins og mörgum öðrum í hreppnum, langt að sækja kirkju þangað sérstaklega að vetr- um. Var það á því tímabili að hvalveiðistöð var rekin við Hest- eyrarfjörð af Norðmönnum. Munu þá Norðmenn hafa ákveðið að gefa + Móöir okkar og tengdamóölr, GUORÚN GÍSLADÓTTIR, Grettiagötu 73, sem lést 2. júlí, veröur jarösungln frá Fossvogskirkju 11. júli kl. 15. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Soffía Jónsdóttir, Sigríöur Jónsdóttir, Bragi Jónsson, Árni L. Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Siguröur Kristjánsson, Óskar Jónsson, Ingigeröur Gottskálksdóttir, Margit Jónsson, Bryndís Emilsdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ADALHEIDUR HALLDÓRSDÓTTIR, Bústaöavegi 77, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju miövikudaginn 11. júlí kl. 13.30. Hafdís Jóhannsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Sveinn E. Jóhannsson, Sigríóur M. Jóhannsdóttir, barnabörn og Einar M. Guömundsson, Magnús V. Ágústsson, Ester Árelíusardóttir, Ragnar G. Einarsson, barnabarnabörn. + INGIMAR JÓNASSON, Akurgeröi 1, Reykjavík, fyrrum bóndi, Jötu, Hrunamannahreppi, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju 10. júlí kl. 13.30. Leifur Eiríksson, Einar Hjartarson, Jóhanna Albertsdóttir, Guórún Sveinsdóttir, Sigríóur Hinriksdóttir. + Útför eiginmanns míns, Inga Jóna Ingimarsdóttir, Oddbjörg Ingimarsdóttir, Kjartan Ingimarsson, Ketill Ingimarsson, Þorsteinn Ketilsson, Guólaugur Ketilsson, KRISTINS HJÖRLEIFS MAGNÚSSONAR, fyrrverandi skipstjóra, Suóurgötu 8, Sandgeröi, veröur gerö frá Hvalneskirkju miövikudaginn 11. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Ingibjörg Steinunn Eyjólfsdóttir. efnivið í kirkju, en Hesteyringar sáu um að reisa hana. Eins og flestum er kunnugt er Sléttuhreppur fyrsti hreppur landsins sem fór i eyði. Það var þá ákveðið af kirkjuyfirvöldum að flytja kirkjuna til Súðavíkur og endurbyggja hana þar. Þeim sem átt höfðu heima í hreppnum sárn- aði þessi ráðstöfun kirkjuyfir- valda og komu mótmæli fram í blaðaskrifum. Biskup landsins vildi þá bæta úr þessu eins og hægt var og lét reisa nokkurs kon- ar minnisvarða í garðinum. Þar sjást útlínur garðsins og nöfn þeirra manna sem í honum hvíldu, eftir því sem best var vitað hvar leiðin voru. Til að sjá um þetta valdi biskup Jón Guðjónsson sem fyrrverandi sóknarnefndarformann. Síðar var Jón okkur Sæbólsmönnum til ráðuneytis er við ákváðum að gera eitthvað fyrir þá sem vildu vita fæðingar- og dánardag ættingja sinna. En þar sem kirkjugarður- inn að Stað í Aðalvík hafði verið í notkun í mörg hundruð ár var úti- lokað að hafa á sama hátt og á Hesteyri. Var farið inn á þá braut að ljósrita kirkjubækur frá alda- mótunum 1800 og er sú skrá til sýnis í kirkjunni að Stað i Aðalvík fyrir þá sem í hana líta. Þegar hreppurinn var orðinn mannlaus, var nauðsynlegt að setja upp neyðarstöðvar í slysa- varnarhúsum, og sá Jón um, að setja upp slíka stöð að Sæbóli i Aðalvík, og ef til vill á fleiri stöð- um í hreppnum. Þegar hjónin fluttust til Reykjavikur gerðist Jón félagi i Átthagafélagi Sléttu- hrepps og var endurskoðandi reikninga félagsins i mörg ár. Hann réðst til starfa hjá heild- verslun Árna Jónssonar og var þar í mörg ár. Síðan starfaði hann bæði hjá tollstjóraembættinu og gjaldheimtunni til ársins 1970, er hann varð að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Starfsgleðin hjá Jóni var mikil og var hann ekki til- búinn til þess að setjast i helgan stein. Hann hóf því störf hjá und- irrituðum, og eru óteljandi þær ferðir sem hann fór fótgangandi i toll og banka og að innheimta reikninga. Annars var Jón þannig, að flest störf léku honum i höndum, hvort sem það var simavarsla eða sölu- mennska og lærði ég mikið af hon- um í gegnum árin. Börn þeirra Helgu og Jóns eru fjögur: Pálína, Guðjón, Kristjana og Jóhanna. Ég vil að lokum votta konu hans mina innilegustu samúð, og bið Guð að styrkja hana í sorg sinni, er hún verður nú að sjá á bak manni sinum eftir langa og giftu- ríka sambúð, svo og börnum þeirra, barnabðrnum, einnig öðr- um ættingjum og vinum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson •k Grein þessi varð eftir í prent- smiðjunni, en hún átti að birtast í blaðinu á sunnudaginn, og er beð- ist velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting PRENTVILLA lék okkur grátt í laugardagsblaðinu. í fyrirsögn á minningargrein um Hjalta Dan Kristmannsson misritaðist föð- urnafnið. Stóð Kristmundsson í stað Kristmannsson. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist afsökun- ar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.